EM áherslan – opinn þráður – uppfært

Satt að segja þá er bara gúrkutíð í fréttum.

Sennilega týpískt EM – ár. Fókusinn í álfunni snýr að landsliðamótinu sem fer nú rétt að hefjast og með þátttöku okkar Íslendinga. Viðbúið að ekki verði farið í frekari leikmannamál fyrr en að því móti loknu.

Þessa dagana er verið að velja leikmannahópa landsliðanna og við eigum fulltrúa víða.

Þegar var orðið ljóst að við eigum þrjá fulltrúa í belgíska landsliðinu í þeim Mignolet, Origi og Benteke og við gætum átt fimm einstaklinga í enska landsliðinu auk þess sem Adam Bogdan verður í hópi Ungverja. Mamadou Sakho virðist ekki eiga leið í franska landsliðið þrátt fyrir skandalmálið allt en í dag bættist einn enn í hóp okkar fulltrúa í Frakklandi þegar Emre Can var staðfestur í þýska hópinn í mótinu, sem er nú bara býsna góður árangur hjá þeim unga manni.

Annars er þráðurinn opinn á alla kanta.

Uppfært

Enska landsliðið mun innihalda fimm leikmenn Liverpool FC. Þeir Nathaniel Clyne, Jordan Henderson, James Milner, Adam Lallana og Daniel Sturridge verða allir í EM-hóp enskra. Það eru því í allt 10 leikmenn liðsins sem munu leika á EM í Frakklandi.

11 Comments

 1. Sælir félagar. Er einhver hérna sem er búinn að finna sér Euro fantasy leik? Hef vanalega spilað á http://www.fantasyleague.com/ en þeir eru ekki með euro fantasy leik núna. Sá að það er einhver leikur inn á uefa.com en hann virkar bæði flókinn og tímafrekur. Ef einhver veit um einfaldan og skemmtilegan eurofantasy leik þá væri það vel þegið.

 2. Er það ljótt af manni að vera pínu svekktur að Sturridge hafi verið valinn? Ég meina það er ekki eins og Hodgson sé að fara að vinna þessa keppni en frekar líklegt að hann slasi Danna kallinn.

 3. Pepe Reina orðaður við endurkomu!
  Það ríður ekki við einteyming slúðrið, eða er kannski eitthvað til í þessu og hvað finnst okkur þá um það?

 4. Júbbb þeir eru fimm því miður…..

  Goalkeepers: Joe Hart (Manchester City), Fraser Forster (Southampton), Tom Heaton (Burnley).

  Defenders: Gary Cahill (Chelsea), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton), Kyle Walker (Tottenham Hotspur), Ryan Bertrand (Southampton), Danny Rose (Tottenham Hotspur), Nathaniel Clyne (Liverpool).

  Midfielders: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Eric Dier (Tottenham Hotspur), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Raheem Sterling (Manchester City), Jack Wilshere (Arsenal).

  Strikers: Wayne Rooney (Manchester United), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Jamie Vardy (Leicester City), Daniel Sturridge (Liverpool), Marcus Rashford (Manchester United).

 5. er ekkert að frétta????

  higuain vill nottla ekkert meira en að spila fyrir liverpool, götze vill alls ekki spila fyrir liverpool, frést hefur af vinstri bakverði sem er rándýr og spila fyrir porto, skrölti er að fara…..

  hvað meira??? maður er orðinn þyrstur fyrir marquiee signing!!

 6. Slappir landsliðsmenn sem koma frá Liverpool FC á þetta stórmótið. Er einhver þeirra að fara að byrja inná fyrir sitt landslið?

 7. Við eigum 12 leikmenn á EM skv. Wikipediu. Aðeins Juventus með fleiri.

 8. Hárrétt Guðjón Halldór!!!

  Gleymdi Joe Allen og Danny Ward hjá Wales…svo við eigum 12 stykki.

 9. Þeir eru vissulega tólf leikmennirnir okkar á EM en mér sýnist menn vera að gleyma Martin Skrtel. Adam Bogdan er aftur á móti ekki í ungverska landsliðinu, hann dettur út fyrir Péter Gulácsi, fyrrum varamarkmanni okkar.

31 ár liðið frá Heysel

Uppgjör 2015/16