31 ár liðið frá Heysel

Í dag minnumst við þess að 31 ár er liðið síðan harmleikurinn í Heysel átti sér stað. Það setur sérstakan blæ á þennan dag í ár að það skuli loksins vera búið að úrskurða í Hillsborough-málinu risastóra. Vonandi geta aðstandendur þess harmleiks nú farið að loka sárum, rétt eins og aðstandendur Heysel-fórnarlambanna.

Í fyrra, við 30 ára afmælið, vísuðum við á heimildarmynd og margar góðar greinar. Endilega kíkið á þá færslu til að fræðast meira. Svo er alltaf hægt að finna umfjöllun okkar þann 29. maí síðustu 13 ár núna, eða síðan Kop.is fór fyrst í loftið.

Við sendum Juventus-stuðningsmönnum kveðjur eins og ávallt á þessum degi.

CjcPMrkUYAIOEFN

In Memoria e Amicizia

YNWA

Ein athugasemd

Sakho hreinsaður af ásökunum?!

EM áherslan – opinn þráður – uppfært