Enn einn frá Southampton?

Eins og vanalega á þessum árstíma er Liverpool orðað við nýjan leikmann nánast á hverjum degi á meðan ein stór sumarsaga lúrir alltaf yfir en endar svo með því að viðkomandi kemur ekki til Liverpool. Aðalsöguhetjan að þessu sinni er Mario Götze.

Sadio Mane er nýjasta nafnið sem er orðað við Liverpool, eðlilega þar sem hann bæði gekk frá Liverpool nýlega og auðvitað vegna þess að hann er núna leikmaður Southampton. Liverpool virðist vera með njósnara í Southampton (Sammy Lee?) því að ef kaup á Mane ganga í gegn verður hann fimmti leikmaður Southampton sem Liverpool kaupir á þremur árum.

Með Klopp held ég að Liverpool sé mun líklegra til að finna “næsta” Mane frekar en að kaupa sambærilegan leikmann á þreföldu verði þar sem hann er á mála hjá EPL-liði. En burtséð frá verði þá væri Mane, rétt eins og Götze, mjög spennandi kaup. Öskufljótur kantmaður sem getur spilað alls staðar fyrir aftan sóknarmann.

Aðrir sem helst eru orðaðir við Liverpool í dag eru Mamhoud Dahoud og Ben Chilwell. Dahoud er vægast sagt mjög spennandi miðjumaður á mála hjá Borussia Mönchengladbach. Ólíklegt að þeir vilji selja hann reyndar þar sem þeir hafa nú þegar selt hina miðjumennina sína, m.a. Granit Xhaka til Arsenal. Ben Chilwell er 19 ára enskur vinstri bakvörður á mála hjá Leicester. Mikið efni en fullkomlega óskrfifað blað.

Þetta er svona það helsta í dag sýnist mér.

20 Comments

  1. Dahoud lítur andskoti vel út, algjörlega leikmaður sem við þurfum. Ef við værum ekki búnir að kaupa svona marga leikmenn frá Southampton væri þá einhver að segja eitthvað við þessu? Sadio Mané er hörku leikmaður sem myndi henta okkur vel held ég. Við verðum að átta okkur á því að við verðum ekki að berjast um stóru hákarlana í sumar því miður.

  2. Annars vill ég að við leggjum allt í Michy Batshuayi ef það fer þannig að Benteke verði seldur.

  3. Ég held að Mane sé engu betri en þeir framherjar eru fyrir hjá Liverpool og gæti lent í svipuðu basli og Benteke ef hann kæmi þangað. Mín tilfinning er sú að við styrkjum vörnina fyrst og fremst á þessu tímabili, rétt eins og Klopp hefur sagt í blaðaviðtölum.

    Ég geri ráð fyrir að vinstri bakvörður sem er meira varnarþenkjandi en Moreno verði keyptur og síðan annar miðvörður. Sakho er í hálfsárs banni. Þó við eigum klárlega möguleika á miðvörðum í Illori og Gomez, geri ég ráð fyrir því að þeir fái ekki stóra tækifærið í ár og einhver reyndari verði keyptur í staðinn fyrir þá.

    Það getur verið að Klopp vilji annan framherja en þá er bókað mál að hann losi sig við einhvern af núverandi framherjum. Ég held að hann sé ekki búinn að gefast upp á Benteke og Ings á að vera leikmaður vera honum að skapi.

    En það verður gaman að fylgjast með þessu.

  4. Heimildarmenn af óþekktum áreiðanleika fullyrða að menn á vegum Götze hafi fengið £174.000,- laun samþykkt hjá Liverpool, en allt hafi farið forgörðum þegar hann skipti um umboðsmann/menn. Eitthvað sem fór ekkert sérstaklega vel ofan í Karl-Heinz Rummenigge, sem vill auðvitað selja leikmanninn strax til að fá eitthvað í kassann fyrir hann.

  5. Mane er góður en ekkert sérstaklega spennandi að kaupa hann á mikinn pening. Svo hafa Senegalar ekki beint reynst Liverpool vel.

    Fyrir mér er Götze smá áhættukaup ef það á að borga honum 174.000 í laun.

    Ég væri til í Kante frá meisturunum, ef það er möguleiki.

  6. Kante kemur aldrei til okkar, sjensinn, ef ekki götze og ekki mane og ekki þessu hja gladbach, þá kemur bara einhver Þriðji eða fjórði möguleiki. Eins og alltaf þegar þessu leikmannanefnd á í hlut.

  7. Liverpool getur boðið uppá deildar og bikarbolta næsta vetur, engin evrópubolti hvað þá meistaradeild. Ég hef stillt væntingum í hóf miðað við þetta og geri ekki ráð fyrir neinum stórum nöfnum þetta sumarið. Ég yrði mjög hissa ef leikmaður eins og Mario Gotze væri til í þannig díl sem dæmi.

    Að því sögðu , þá geri ég ráð fyrir að JK muni kaupa góða leikmenn í sumar sem munu verða enn betri leikmenn eftir tímabilið sem framundan er. Mér er slétt sama hvað menn heita ef þeir bara mæta og spila af sér rassgatið næsta season.

    Það verður væntanlega ekkert auðvelt að berjast um deildartitill eða top 4 finish næsta tímabil. Ég held við verðum að gera ráð fyrir að MU , MC og Chelsea muni öll eiga betra tímabil en það síðasta, auk þess sem Spurs og Arsenal munu sjálfsagt lítið gefa eftir (fyrir utan hefðbundnu mars-apríl skituna hjá Wenger). Svo á eftir að koma í ljós úr hverju ríkjandi meistarar eru gerðir.

    En við ættum líka að geta gert þá kröfu að LFC eigi betra season með minna leikjaálag og vonandi sterkari hóp. Ég hef trú á verkefninu 🙂

  8. Klopp vs. Mourinho minnir mig a Skywalker vs. Svarthöfði….eg held að næsta sison verði episkt.

  9. Það er ennþá bara Maí þannig að eg er sultu slakur yfir leikmannamálum. Treysti þvi að herra Klopp græjar það sem græja þarf fyrir næsta tímabil.

  10. Rugl ad selja Benteke , hann tharf eitt timabil i vidbot.
    Eina sem LFC tharf er godan midvørd og vinstri bakv….Markmadurinn er komin…

  11. Það verður örugglega verðbólga á leikmannamarkaðnum í sumar þar sem City, Chelsea og mutd er öll með nýja stjóra!

  12. Það er bara bull að lið geti ekki náð í alvöru leikmenn án Cl bolta.
    United eru kannski að landa Zlatan og borga bara nægilega góð laun.

    Liverpool verða að fá alvöru nafn í vetur, stjörnu sem fer beint í byrjunarliðið og leikmaður sem tryggir sigra og er aðlaðandi fyrir treyjusölu. Slíkt atriði er gríðarlega mikilvægt og við höfum ekki átt þannig leikmann síðan King Gerrard og Suarez fóru.

    En ég ætla að taka þessu með ró enda hef ég mikla trú á Klopp og hans verkefni.

  13. Èg fæ ekki séð hvernig kaup á 35 ára gömlum Zlatan sé einhver vísir að metnaði.

  14. Mario Götze er góður en ofmetinn leikmaður sem bætir litlu við Liverpool liði. LFC þarf á öðrum eiginleikum að halda. Einhvern með mikinn sprengikraft og hraða til að splundra vörnum andstæðinganna eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá Henderson, Can eða Coutinho.

  15. Ef maður skoðar transfer sögu Klopp þá erum við ekki að fara að keppa við önnur lið um Hollywood stjörnurnar á markaðnum…og það er bara i góðu lagi. Klopp hefur sýnt að honum er treystandi. Ef hann vill Mane þá er það bara besta mál.

  16. Ef maður skoðar leikmannakaup Liverpool þá sér maður að dýrir leikmenn eru ekki ávísun á góðan árangur og ódýrir lélegan.

    Menn eins og
    Hyypia, Gary Mac, M.Babbel, Baros, Finnan, Agger, Arbeloa, Lucas, Skrtel, Sterling, J.Ibe, Coutinho og J.Millner komu annað hvort frítt eða voru frekar ódýrir leikmenn á þessum tíma og voru þetta ekki stórukaupinn hjá liverpool heldur bara svona til þess að fylla uppí og margir af þeim áttu flottan feril hjá okkur og jafnvel suma má kalla Liverpool legends fyrir þeira framlag.

    Á meðan að menn eins og Diouf, Aqulani, A.Carroll og Downing kostuðu stórar upphæðir og áttu að vera gæðakaup en ekkert var úr ( örugglega fleiri mann bara eftir þessum í fljótu bragði).

    Það skiptir engu máli hvað leikmaður kostar. Við sem stuðningsmenn eigum bara að horfa á hvað þeir hafa fram að færa í rauða búningnum og meta þá út frá þeira framistöðu þar en ekki út frá upphæð sem tvö félög ákveða að sé sangjörn . Menn þurfa ekki að vera samála mér í þessu en þetta er allavega mín skoðun og dæmir maður ekki mann fyrirfram á verðmiða og ekki heldur á því hvað hann gerði í fortíðini heldur bara það sem hann er að gera í nútíð með okkar liði.

  17. #13 þótt við séum að tala um að hann sé að fara til Man utd, þá getum við ekki verið svona blindir…sérðu ekki hvernig kaup á 35 ára gömlum zlatan sýni metnað ? hann kemur þangað sem tvöfaldur meistari i frakklandi og með 38 mörk (veit, ekki sterkasta deildin ) en Zlatan er löngu buinn að sanna gæði sín.
    við þurfum svona leikmann, winner sem smitar út frá sér og skítt með það þótt hann væri 40 ára ef hann er svona gæða leikmaður

Kop.is Podcast #117

Sakho hreinsaður af ásökunum?!