Kop.is Podcast #117

Hér er þáttur númer 117 af podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Kristján Atli.
Gestir: SSteinn, Einar Matthías og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við tapið gegn Sevilla, gerðum tímabilið upp og litum til sumarsins. Þá heilsuðum við upp á nýjan markvörð Liverpool, Loris Karius.

MP3: Þáttur 117

13 Comments

  1. Með svona götótta vörn var bara tímaspursmál hvenær Karíus myndi láta á sér kræla

  2. Eru menn virkilega að tala um að Markovic verði seldur ? Fær hann ekki sjens hjá Klopp fyrst, eins og aðrir. Þessi Karius hlýtur að vera góður eftir því sem maður hefur lesið um hann, af því við keyptum ekki Ter Stegen, sem ég var að vonast eftir þá treysti ég bara Klopp.

    Þeir sem virðast síðan fara eru Bogdan, Rossiter, Enrique,Skrtel,Kolo,Benteke, (vonandi), Sinclair,Llori,Wisdom og svo fullt af guttum sem fer á láni.

    Hverja aðra sjáið þið fara frá okkur ?

    Annars takk fyrir flott podcast drengir !

  3. Aubameyang var ekkert nafn áður en Dortmund fékk hann. Talar um að hann var hjá Milan, hann spilaði ekki einn leik fyrir þá

  4. Mér finnst menn agalega þungir í þessu podkasti. Talandi um að þetta tímabil hafi ekki skilað okkur neinu. Það að spila 2 úrslitaleiki (komast alla leið í útsláttarkeppni) er engin smá reynsla fyrir leikmenn. Sumir leikmenn komast varla í einn úrslitaleik á ferlinum hvað þá tvo á 4 mánuðum. Eftir standa sterkari einstaklingar með blóðbragð í munninum. Að segja að liðið hafi ekki karakter finnst mér líka ósanngjarnt. Þetta lið hafði vissulega ekki karakter (þrátt fyrir að BR hafi notað það orð óspart) en það var svo augljóst að eitthvað breyttist í hugarfari leikmanna og við áttum þó nokkra leiki þar sem við komum mjög sterkir til baka í lokin, jöfnuðum eða fórum með sigur. Leikurinn á móti Dortmund er líklega næstbesti leikur sem ég hef séð með liverpool. Eru menn bara búnir að gleyma þeim leik? Ekkert af þessu er unnið til einskis. Þetta fer allt í reynslubankann og gerir menn líklegri til að gera betur næst. Talandi um brassana okkar eins og þeir séu bara einhverjir lúxusleikmenn sem gerðu ekkert í vetur. Ég er bara smá leiður yfir því hvernig þið sjáið þetta en það er bara ég….

    En að sama skapi er ég gríðarleg ánægður með þessa þjónustu sem þið veitið okkur og þakklátur. En ég er ekki alltaf sammála 🙂

  5. Þúsund þakkir enn og aftur fyrir bestu poddköst í heimi.

    Slæmar fréttir sem maður rekst á núna í morgunsárið:
    http://www.thisisanfield.com/2016/05/hodgson-effect-daniel-sturridge-injured-england-duty/

    Greyið strákurinn verður að fara að taka ábyrgð á ferli sínum – en hann virðist því miður ekki vera skarpasti hnífurinn í skúffunni.

    Afsakið orðbragðið, en, það gengur ekki að hann láti Roy og Risaeðlurnar í þjálfarateymi enska landsliðsins fokka sér upp í hvert einasta helvítis skipti sem hann kemur nálægt þessu fjandans landsliði.

    Vonandi er þetta ekki alvarlegt. En ef þetta er alvarlegt þá get ég ekki meir, þá segi ég selja og kaupa nýjan world class striker.

  6. Allir þeir sem fylgjast með fótbolta út fyrir England vita að Aubameyang var búinn að skapa sér nafn áður en hann kom til Dortmund. Hann var markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar eitt tímabilið og svo næsta tímabil var hann næstur á eftir Zlatan.
    Hann hefur að vísu bætt sig síðan hann kom til Dortmund, eins og eðlilegt er, en að lofsama Klopp fyrir kaupin á Aubameyang finnst mér heimskulegt.

  7. Ég verð bara að vera hjartanlega ósammála að Moreno eigi fyrsta mark Sevilla einn. Jú, leikmaðurinn kemst fram hjá honum og Coutinho, en eftir það smellir Can sér í tæklingu sem ekkert kemur út úr á meðan leikmaðurinn sendir á Gameiro sem er gjörsamlega umkringdur af Mignolet, Lovren, Millner og Toure. Ef einhverjum á að kenna um markið (sem er óþarfi) þá eru það miðverðirnir tveir sem vinna við það að halda svona sendingum frá sóknarmönnum.

    Í þriðja markinu er Moreno reyndar í einhverju ævintýralandi í stað þess að vera vinstri bak. Það er ekki spurning.

    En auðvitað var þetta samstarfsverkefni í aulaskap, það er það sem eftir stendur.

  8. Liverpool voru oheppnir a moti Sevilla , ef their hefdu komist i 2-0 eins og their attu skilid hefdi sa leikur væntanlega unnist. Held ad thad væri almennt annad hljod i mønnum her ef meistaradeildin bidi…
    Hvad finnst ykkur annars um kaup Arsenal a X 🙂 ?
    Hvernig list ykkur a ad fa Mora til United ?
    Og er eitthvad til i ad Gøtze hafi neitad ad fara til LFC eda var thetta alltaf bara sludur ?

Loris Karius skrifar undir (staðfest)

Enn einn frá Southampton?