Dirk Kuyt

Við þurfum nýja færslu efst á síðuna. Ó, hvað við þörfnumst þess mikið að fá nýja færslu efst á síðuna!

Hey, vissuð þið að Dirk Kuyt skoraði 71 mark á 6 árum með Liverpool? Hér eru öll mörk Dirk Kuyt fyrir Liverpool:

Kuyt er þessa dagana að ljúka ferlinum heima hjá Feyenoord í Hollandi. Hann var að hjálpa þeim að vinna hollenska bikarinn og var síðan valinn leikmaður ársins í Hollandi í kjölfarið, en hann skoraði 19 mörk í 32 leikjum með liðinu í vetur. Kuyt er að verða 36 ára í júlí.

Oft hugsa ég hlýlega til þess þegar við höfðum Dirk Kuyt í liðinu okkar. Þá var liðið okkar svo gott að menn gátu leyft sér að tuða endalaust yfir því að hafa leikmann eins og Dirk Kuyt í liðinu, af því að mönnum fannst eins og allir ættu að vera Fernando Torres eða Steven Gerrard.

Ég gæfi ansi mikið fyrir að hafa svona 27 ára Dirk Kuyt í Liverpool í dag. Ja eða 35 ára Dirk Kuyt.

Allavega, nóg um Dirk Kuyt. Það er komin ný færsla efst á síðuna. Takk fyrir það, Dirk Kuyt.

Dirk Kuyt.

YNWA

9 Comments

 1. Geggjuð færsla 🙂 Mér finnst Milner reyndar vera pínu okkar Kuyt. Duglegur og lúsiðinn, skilar sínu og með bara nokkuð góða tölfræði. Ekkert fancy, en does the job.

 2. Mér finnst að síðuhaldarar mættu stundum vera skýrari í skrifum sínum. Um hvern fjallar til dæmis þessi færsla? Ég þurfti að lesa hana nokkrum sinnum áður en ég áttaði mig á því. Passa þetta.

 3. Ég skrifaði einhverntímann á tímabilinu færslu um það hvernig ég myndi vilja hafa Liverpool liðið í dag ef ekki hefðu verið gerð mjög vond mistök í leikmannamálum. Þar var Kuyt á hægri kantinum. Ég hef alltaf verið mikill Kuyt maður. Við vorum blessunarlega með hálfgerðan Kuyt í Milner. Sá síðarnefndi skoraði 7 mörk og lagði upp 14 í PL og EL samtals.

  Báðir eru alvöru atvinnumenn í knattspyrnu. Þekkja hlutverk sín vel og kunna að vinna leiki. Margir af okkar leikmönnum í dag virðast bara ekki vera þannig.

 4. Gott að minnast á Kuyt þann frábæra knattspyrnumann. Ýmsir tuðuðu yfir Kuyt en hann var endalaus duglegur og hjálpaði ótrúlega mikið til varnarlega. Sumir töluðu jafnvel um Hollenska tréhestinn. Vissulega skoraði hann mikla minna hjá Liverpool heldur en hann gerði í Hollandi enda spilaði hann mjög mikið á kantinum hjá Liverpool en frammi í Hollandi. Síðan er ekki spiluð vörn í Hollandi og skora menn því endalaust af mörkum, þeir sem á annað borð geta skorað mörk. Leikmenn eins og Kuyt þurfa að vera í öllum liðum, endalaust duglegir, vinna mikla skítavinnu en því miður fá alltof sjaldan hrós. Auðvitað hefði verið gaman að fá 27-30 ára gamlan Kuyt í liðið núna en 36 ára hlýtur að fara að hægjast á honum þó vissulega hafi hann verið frábær í vetur. Alvöru gaur. Ætli morgunverðurinn hjá honum sé eitthvað svipaður og hjá Zlatan ?

 5. Dirk Kuyt var ekki besti knattspyrnumaður í heimi en hann reyndi alltaf að gera sitt besta og var mjög vinnusamur. Eitthvað sem hefur verið mikill skortur á hjá Liverpool síðustu 2 tímabil og vonandi fáum við fleiri leikmenn eins og hann, menn sem eru tilbúnir að leggja sig fram.

 6. Ekki að ástæðulausu að ég kalla phil okkar magnaða alltaf Kuytinho!

 7. Oddi.

  Já við lentum í áttunda sæti en við vorum samt bara sex stigum frá meistaradeildarsæti. Og ef það er horft til úrslita og hverni leikir spiluðumst er augljóst að Liverpool hefði getað endað miklu ofar.. t.d Seinni leikurinn gagn Man und í deildinni, Southamton, Sunderland og margir aðrir leikir þar sem stig töpuðust oft t.d með því að kom eitt til tvö skot á mark á meðan Liverpool lá í sókn þá er augljóst að helsti höfuðverkur liðsins er varnarleikurinn. Enda hefur Klopp gefið það ut að það verður megin áhersla lögð á að bæta hann á næstu leiktíð.

  Svo er ég ekki ósammála því að það séu ekki heimsklassaleikmenn í hópnum okkar. T.d eru Coutinho, Firmino og síðast en ekk síst Sturridge leikmenn sem gætu spilað í hvaða stórum klúbbi sem er út um allan heim. Vandamálið í vetur voru sífell meiðsli vegna leikja álags.

  Benteke skoraði mark í öðrum hverjum leik áður en hann kom til Liverpool og er ég sannfærður um að hann geti komið sterkur inn á næstu leiktíð ef honum tekst að aðlagst leikstílnum.

  Ings er leikmaður sem fittar hundraðprósent inn í leikstílinn hans klopp upp á hraða og pressu að gera og ég stend við það sem ég sagði. Þetta snýst um 3-5 leikmenn í réttri stöðu og þá fer þetta að rúlla.

  Það er virkilega gaman að heyra að ég hafi ekki vit á fótbolta og mínar skoðanir séu veruleikafirtar því ég man ekki betur en Thiery Henry , spáði því að Liverpool gæti orðið Englandsmeistari á næsta ári ef það væru keyptir 3 réttir leikmenn til liðsins.

  En nei Henry er nátturulega veruleikafirtur eins og ég, eða er það ekki ? 🙂

Liverpool 1 Sevilla 3

Fyrstu kaupin að nálgast?