Liðið gegn West Brom

Það er komið að síðasta deildarleik tímabilsins og B-liðið okkar fær að sjá um þann leik:

Bogdan

Flanagan – Skrtel – Lucas – Smith

Ojo – Allen – Stewart – Brannagan – Ibe

Benteke

Bekkur: Mignolet, Ilori, Randall, Chirivella, Henderson, Canos, Ings.

Það áhugaverðasta hér er að Ings og Henderson ná á bekkinn. Vonandi ná þeir báðir nokkrum mínútum í dag til að auka valkosti Klopp fyrir miðvikudaginn.

Annars gætum við verið að horfa á síðustu Liverpool-leiki meirihluta byrjunarliðsins í dag (Bogdan, Skrtel, Lucas, Benteke, jafnvel Allen, Smith og Ilori á bekknum).

Það verður vorbragur á þessu. Horfum.

YNWA

24 Comments

  1. Rusl og rest hét þetta í denn … en það kann að glitra á eitthvað dýrmætt í skarninu!

  2. Gaman að sjá Ings mættan tilbaka það er maður sem ég er mjög spenntur fyrir sérstaklega undir stjórn maestro Klopp og það verður gaman að sjá hann á næsta tímabili.
    Koma svo og klára deildina með sæmd og svo er það sá stóri á miðvikudag.

    YNWA

  3. Það er lúxus að vera ekki að keppa um neitt í deildinni?

    Mér sýnist 6 “uppaldir” vera í byrjunarliðinu. Fyrir utan Belgan, sem lítið hefur getað, þá er þetta ódýrasta byrjunarlið sem ég hef séð í mjög langan tíma.

  4. Mikið svakalega er mikil fátækt í nothæfum linkum núna…ég finn engan nothæfan so far

  5. Eigum auðvitað að vinna þetta, vill að Liverpool verði öruggt í evrópusæti næsta tímabil þó meistarardeildin væri betri.
    Ings er ekki gjaldgengur í úrslitaleikinn Kristján, því miður. En vonandi kemur hann inn af bekknum.
    Spái 2-1 fyrir Liverpool Danny Ings með winner og verður í kjölfarið valinn í enska landsliðið, enda á “runni” sem stundum er það eina sem nægir til að vera valin í landsliðið

  6. Ferðataska LVG er týnd og allt er gert til að finna hana og því var leik Man utd frestað í dag og eru 90 þúsund manns fyrir utan völlinn að leita.

    Tengist ekki beint Liverpool en það er ekki á hverjum degi sem leik er frestað útaf ferðatösku.

  7. Það er svona æfingarleikja bragur á þessu en okkar strákar eru betri. Vona að Ings og Henderson fái nokkra mín í dag.

  8. Örn #7
    Ef að þú lest yfir ummæli mín aftur að þá sérðu að ég er ekki að tala um Ings í sambandi við úrslitaleikinn á miðvikudag heldur sagði ég að ég væri spenntur fyrir honum fyrir næsta tímabil.

  9. Þú segist samt vona að þeir nái mín í dag til að auka valkosti Klopp á miðvikudaginn.

  10. Ásmundur ertu að tala um mig?
    Ef svo er að þá hvet ég þig til að lesa það sem að ég sagði í ummælum mínum nr 4.

  11. Þetta er nú með því lélegra sem maður hefur séð til liðsins síðan að BR var og hét.

    Það væri virkilega gaman að sjá Ings setja eitt í þessum þó.

  12. Persónulega vona ég að þetta sé síðasti leikur Benteke. Hugsa að hann hafi ekki einu sinni unnið skallabolta í þessum leik. Annars bara gott að þetta tímabil sé búið, ekki var það skemmtilegt

Síðasti deildarleikur tímabilsins

WBA 1 Liverpool 1