Síðasti deildarleikur tímabilsins

Ég hef einu sinni áður talað um að leikur sé hálfpartinn fyrir. Hvað má þá segja um þennan útileik gegn West Brom? Hversu mikið fyrir er hann? Þá er ég ekki bara að tala um okkur stuðningsmennina, heldur allt batteríið. Það er ekki einu sinni hægt að nota hann sem æfingu fyrir úrslitaleikinn, því hann er of nærri í tíma. Það eina sem þessi leikur nýtist í er að leyfa mönnum að fá tækifæri til að sýna sig og sanna, annað hvort getulega séð, eða fitness lega séð. Auðvitað er alltaf gaman að sjá okkar menn spila og ég mun svo sannarlega verða límdur fyrir framan skjáinn á sunnudaginn klukkan 14:00, engin spurning um það. Maður verður spenntur að sjá áfram hvernig ungu strákarnir höndla Úrvalsdeildina og vonandi eru einhverjir að stimpla sig inn í huga Klopp fyrir næsta tímabil. En það eru allir, já ALLIR, með hugann við miðvikudaginn í næstu viku á einn eða annan hátt.

Það er nokkuð ljóst að það verður enginn séns tekinn á þeim mannskap sem planað er að nota í úrslitaleiknum. Við erum jú að fara að spila gegn liði sem stjórnað er af Tony Pulis. Það verður því ekki um neitt Samba la Bamba að ræða af hálfu mótherjanna. Þetta verður meira í átt að frændum þeirra á Nýja Sjálandi og stríðsdansinum þeirra. Ég efast um að Pulis og hans menn séu búnir að fatta það að það er ekki að neinu að keppa fyrir þá og mæta því klikkaðir að vanda inn í leikinn. Þetta WBA lið er algjört næstumþvílið og fátt um fína drætti þar, þ.e. þarna eru engir snillingar á ferð, en barátta og dugnaður í fyrirrúmi (hakan kannski komin í gólfið?). Þeir eru alls ekkert mikið fyrir það að vera að skora mörk, og þeim líkar einnig illa við að fá mörk á sig. Það hefur ekkert lið skorað jafn fá mörk í deildinni á tímabilinu (þetta er víst rétt hjá mér, Aston Villa telst ekki með) og þeir hafa fengið 2 mörkum færra á sig í vetur en okkar menn hafa gert (kannski ekki besta viðmiðið). En allavega, eru í sjöunda sætinu yfir fæst mörk fengin á sig. Þannig að þið sjáið það strax á þessu öllu saman að framundan er stórkostlegur fótboltaleikur, það hreinlega liggur í sólgleraugum uppi.

Rondon er stór og sterkur framherji og er þeirra markahæsti maður, það er á tæru að það þarf að hafa gætur á þeim dreng enda ekki okkar sterkasta hlið að eiga við stóra og sterka framherja. Berahino er annar sem getur skorað mörk, en hann hlýtur að vera byrjaður að pakka í Tottenham töskuna sína í sjötta skipti á 2 árum. Ég veit hreinlega ekki hvað maður á að segja mikið meira um þetta WBA lið sem hefur mikið verið fyrir það að sanka að sér föllnum greinum frá nágrönnum okkar í Manchester borg. Darren Fletcher og Johnny Evans hafa aldrei verið góðir fótboltamenn á hæsta level, og þeir líta hreinlega ekki neitt betur út þegar þeir eru komnir með WBA leikmenn í kringum sig.

En hvað með það, það er alltaf gott að vinna fótboltaleiki og það væri ákaflega æskilegt að enda þetta tímabil með góðum útisigri, sýna enn og aftur smá karakter. Okkar menn eru sem stendur í 8. sætinu og gætu hæst komist í 6. sætið ef allt gengur upp, þ.e. ef West Ham tapar sínum leik og Southampton sigrar ekki í sínum. Það er svolítið langsótt, West Ham á reyndar nokkuð erfiðan útileik gegn Stoke, en Southampton fær Palace í heimsókn. Rétt úrslit gefa hreinlega Evrópudeildarsæti (þó stefnan sé auðvitað á Meistaradeildina í gegnum leikinn á miðvikudaginn). En hvað um það, sigur væri fínn og þá væri hægt að sjá hvert hann skilar okkur.

Eins og áður sagði, þá verður enginn séns tekinn núna. Ég reikna meira að segja með því að Bogdan verði á milli stanganna, Clyne, Lovren, Kolo, Moreno, Can, Milner, Lallana, Firmino, Coutinho og Sturridge verða annað hvort hvíldir algjörlega, eða að miklu leiti. Það er bara þannig að viðviljum ekki hætta á neitt hvað varðar meiðsli og slíkt. Ég reikna því með að sjá Flanno í hægri bakverði og Brad Smith í þeim vinstri. Martin Skrtel og Lucas munu þá taka miðvarðarstöðurnar. Maður spyr sig nú samt hvað hafi orðið um Caulker sem kom að láni um áramótin. Það hefði alveg verið hægt að nota hann núna og setja Lucas fyrir framan vörnina sem afturliggjandi miðjumaður, en ég á ekki von á slíku núna. Kevin Stewart verður því inni á miðjunni ásamt Chirivella, en ég á svo alveg eins von á því að Cameron Brannagan verði þar með þeim. Ojo og Ibe taka svo kantstöðurnar og fremstur verður svo Benteke. Það er ánægjulegt að segja frá því að jafnvel munum við sjá menn eins og Ings, Origi og Henderson á bekknum, eða allavega einhverja af þeim.

Ég hlakka til leiksins, hlakka til að sjá unga og ferska stráka spreyta sig við verkefnið. Síðasti leikur deildarkeppninnar er alltaf skemmtilegur að því leiti að nú er verið að setja punkt fyrir aftan tímabilið, hvort sem það var gott eða slæmt. Punkturinn sá gefur jafnframt tækifæri á að byrja upp á nýtt. Í haust hefja öll liðin leik á sama stað, öll stigalaus og undir hverju og einu liði komið hver þróunin kemur til með að verða. Spyrjið bara Ranieri. Ég hlakka jafnframt til þess að sjá hvað Klopp ætlar að gera með liðið, í hvaða átt hann ætlar og hvar hnn muni styrkja það. Þessi leikur gæti verið síðasta tækifæri sumra að sýna sig fyrir stjóranum. Takið tækifærið og nýtið það sem best.

Ég ætla að spá því að við endum deildina á góðum nótum með 1-2 útisigri. Benteke og Ibe munu sjá um markaskorun. Ég vil jafnframt þakka ykkur lesendum, samfylgdina í upphitunum í vetur. Það er einn leikur eftir, en upphitun fyrir hann verður með öðru sniði og talsvert umfangsmeiri. Kop.is fer samt ekki í sumarfrí, það er langt því frá.

11 Comments

 1. Vill sjá alla þá 18 leikmenn sem munu vera í hóp á miðvikudaginn vera hvílda og pakkaða inn í bómull.

  Algjörlega fyrir neðan allar hellur að lið fái bara tvo daga í endurheimt fyrir úrslitaleik í Evrópukeppni.

  Hata FA og UEFA, nú sem fyrr.

  Áfram Liverpool!

 2. Ég myndi þó vilja sjá Allen með Stewart á miðjunni, það sást seinast hvað munaði á honum í gæðum þegar hann var með Pirlo Allen sér við hlið. Einnig má reikna með að Allen verði hvort eð er varamaður í úrslitaleiknum og getur vel spilað þennan leik. Hann er líka að spila upp á sína framtíð hjá liðinu þar sem ekki er ennþa búið að bjóða honum nýjan samning.

  En að öðru leyti þá líst mér vel á byrjunarlið í upphituninni.

  Koma svo og klárum þessa deild með sigri og vonandi betra sæti í deildinni.

 3. Látum varaliðið í þennan leik. Þeir hafa þá tækifæri til að sanna fyrir Klopp að þeir geti eitthvað í fótbolta og að þeir hafi þá eitthvað að gera hjá LFC.

 4. Á ekki von a hágæða fótbolta leik né skemmtilegum samt sem áður mun eg horfa a allan leikinn og dreyma um Meistaradeildar leiki á næstu leiktíð þvi það er það eina sem skiptir máli.

 5. Er fagnaðarefni að sjá Henderson á bekknum? Eini staðurinn sem gaman væri að sjá hann á er sölulistinn. Milner tekur bandið næsta vetur og Can eftir það.

 6. pulis er fyndinn fir. mun aldreu vinna neitt og veit það vel. en mum heldur ekki falla neitt.

 7. Skandall hja FA að setja planið svona upp. Það er eins og þeir vilji ekki evroputitla til Englands. Hvíla sem mest en mæta trylltir og sanna sig! Takk sömuleiðis fyrir veturinn allir saman. Framundan eru bjartir tímar hja okkur.
  YNWA!!

 8. Getur einhver sagt mér afh úrslitaleikurinn við Sevilla er ekki leikinn um helgi?

Evrópudeildarsérfræðingarnir frá Andalúsíu

Liðið gegn West Brom