Liðið gegn Chelsea

Byrjunarlið kvöldsins er komið og það er sterkt:

Mignolet

Clyne – Lovren – Touré – Moreno

Lallana – Milner – Can – Coutinho

Firmino – Sturridge

Bekkur: Bogdan, Skrtel, Smith, Lucas, Allen, Ojo, Benteke.

Þetta er nokkurn veginn okkar sterkasta byrjunarlið í dag, og mjög líklega það lið sem mun byrja í Basel eftir viku. Það má því að vissu leyti líta á þennan leik sem hálfgert æfingarennsli fyrir þann leik. Þar að auki er þetta síðasti leikurinn á Anfield þetta tímabilið. Við sjáum heimavöllinn ekki aftur fyrr en í september.

Lið Chelsea er einnig nokkuð sterkt. Þá vantar John Terry og Diego Costa en annars sennilega þeirra sterkasta:

Courtois

Azpilicueta – Cahill – Mikel – Baba Rahman

Willian – Fabregas – Matic – Hazard

Pedro – Traore

Þetta verður áhugaverður leikur. Áfram Liverpool!

YNWA

71 Comments

  1. Okkar sterkasta lið. Vona að allir verða heilir því að þessir kappar spila líklega ekki um helgina.

  2. Ansans! Ég sem var að vona að Flannó fengi tækifæri til að “axla” Costa vinalega.

  3. Þessi liðsuppstilling er eins og að bjóða Sevilla á æfingasvæðið fyrir leik. En flott lið og þessi vika verður frábær að upplifa og toppuð í Basel.

    Áfram Liverpool.

  4. Þetta er bara stórskotahríð frá okkar mönnum hér í upphafi leiks djöfull eru þeir ferskir og ákveðnir!

    Koma svo YNWA!

  5. Ekki góð byrjun hjá LFC. Höldum ekki boltanum nógu vel og sköpum ekki nógu góð færi

  6. Ömurlegt , hazard labbar í gegnum vörn okkar 🙁 engin stemning hjá áhorfendum LFC né leikmönnum, allir að passa sig að meiðast bara ekki !

  7. Þetta hefði almennilegur markvörður tekið – eins og t.d. ég eða Maggi.

  8. Þeim er fyrirmunað að spila boltanum úr vörninni. Allt of auðvelt fyrir Chelsea að pressa…

  9. Það er eins og við séum að spila á stamford bridge , heyrist bara í celski aðdáendum !

  10. Stemningsleysið er algjört. Maður heyrir bara í aðdáendum Chelsea. Leikmenn Liverpool virka jafnvel þreyttir. Við gætum alveg sett mark en þetta er frekar dapurt.

  11. Besta frá Liverpool í fyrri hálfleik var gula spjaldið sem Can náði sér í. Hann sýndi smá skap og það virkaði aðeins á liðið.

  12. Týpiskt Chelsea að spila eins og einhverjir kóngar á móti okkur þegar þeir eru búnir að drulla allt tímabilið. Sýnir hverslags karakterar eru í liðinu þeirra. Hazard er þar besta dæmið, er bara að sýna sitt besta til að geta fengið sölu til “stærra” liðs. Svo fagnar hann með því að leggja lófanna við eyrun, eins og hann hafi verið að þagga niður í fólki með einu flottu marki.

  13. enginn áhugi að klára þetta verkefni, Mignolet enn að sýna að hann er ekki toppklassa markmaður.

  14. mer finnst eiginlega allir markmenn i PL betri i en Simon. meira að ad segja arabaskrattinn hja watford er betri.

  15. Þetta virkar eins og æfingaleikur.

    Það er allt galopið báðu megin og það vantaði bara smá ákefði þá hefði liðið verið búið að skora.

    E.Can hefur verið gjörsamlega skelfilegur en margir af hans samherjum hafa ekki verið mikið skári.

    Það er nóg eftir en núna snýst þetta um að meiðast ekki og reyna að vinna þennan leik því að við eigum eftir að fá færi. Það er samt hálf niðurdrepandi að horfa á liverpool í þessum leik og hugsa til þess að þetta er liðið sem á að vinna Evrópubikar eftir 7.daga en ég held að það verður annað hugafar í þeim leik.

  16. Okey hvað í andskotanum átti Mignolet að gera í þessu marki ??? geturu útskýrt það aðeins betur dunkur

  17. Sturridge mætti alveg fara að átt sig á því að þegar hann fær boltann þá er mögulegt að senda hann á samherja. Liðið er alveg hauslaust og að 4,5,6 menn geti ekki stoppað Hazard áður en hann labbar í gegn og skorar er alveg ótrúlegt!

  18. hm…hja Simon er þetta nu uppsafnað og er þessi duddi hja watford ekki sandnegri?

  19. “Arabaskratti” og “sandnegri”?

    Veistu… Við sem styðjum Liverpool tölum gjarnan um að engin okkar labbi einn.
    Ég held að þú gerir það nú bara með svona orðalagi.
    AMK vona ég það.

  20. Ekki fóðra tröllin heldur bíðum eftir að kop.is eyðir þessum commentum

  21. ja enda finnst mer gomez betri en simon oft a tiðum. eg bara skil ekki þvi pepe for???? getum við ekki bara fengið hann aftur?

  22. “Arabaskratti” Sandnegri” og “Handklæðahaus”

    Þú ert flott eintak dunkur eða hitt og heldur og svo varstu of vitlaus til að fatta að Gomez er Brasilíumaður ofan á allt annað.

  23. voðalega er auðvelt að na ykkur upp. uppfullir af vandlætingu a innatomu rofli fra mer sem engu skiptir. þetta er nu varla kristileg siða truarsamtaka??

  24. Taka þennan helv hazard ur umferð, hann leikur sér að vörn okkar. Djöfulsins aumingjaskapur hja okkur , ráðum ekki við að vera komnir í úrslit í Evrópu

  25. win some, loose some….alltaf næsta tímabil 🙂

    En svona í alvöru…þá eru þessir leikir sem eftir eru marklausir að mestu þannig, bara pride og undirbúningur fyrir úrslitaleikinn og alltaf skemmtilegra að klára síðasta heimaleik með hausinn uppi.

    Vonum bara að það verði stígandi og meiri stöðugleiki næsta season og Klopp verði búinn að ná að setja sitt mark á liðið svo um muni.

    Veit….Liverpool syndrome á hæsta stigi hjá mér…

  26. #53, þessi leikur er nú líka marklaus fyrir celski. Ömurlegt að tapa fyrir þessu drasli bara. Leikmenn höndla ekki að vera í einum úrslitaleik

  27. Liðið er búið að vera næstum því í dag. Hafa fengið nokkur færi sem ekki nýtast og hafa verið nálagt því að skapa fleiri en síðast sending að klikka.

    Get bara ekki beðið eftir miðvikudeginum og ég held að strákarnir sem eru að spila séu að hugsa það sama.

  28. E.Can hefur verið að missa boltan trekk í trekk bæði á mótherja og svo með því að sparka boltanum útaf. Eins og hann var góður fyrir viku þá er hann jafn lélegur núna. Vona bara að hann verður svona aðra hverja viku og eigi leik lífsins á miðvikudaginn.

  29. Betra að tapa þessum og fá duglegt spark í rassgatið …heldur en leiknum eftir viku!

    kv. Pollýanna

  30. Hvernig geta þeir mætt jafn áhugalausir í lokaheimaleik tímabilsins og það á móti Chelsea? Lélegt stig

  31. Ég er svo sem sáttur við að tapa ekki en þessi leikur verið frekar dapur hjá báðum liðum.

Chelsea á miðvikudag

Liverpool – Chelsea 1-1