Klopp, faðmlögin og Canos

Það hefur líklega eins fátt verið talað eins mikið um síðast liðna mánuði og faðmlög Jurgen Klopp og leikmanna hans. Allir hafa einhvern tíman ímyndað sér hvernig það er að stökkva inn í þéttan og hlýjan faðm þessa hávaxna Þjóðverja.

Allt byrjaði þetta á myndinni af Lallana sökkva inn í faðm Klopp eftir að hann var tekinn út af í fyrsta leik Klopp með Liverpool. Svipurinn og innileg heitin af hálfu Lallana í þessu faðmlagi var engu líkara en öll hans vandamál væru nú úr sögunni og hann væri í öruggustu höndum í heimi.

Það er kannski einmitt málið og kannski ein ástæða þess að flest allir þeir leikmenn sem unnið hafa með Klopp eru tilbúnir í að vaða yfir eld og brennistein fyrir hann því þeir finna að hann muni á einhvern hátt endurgjalda þeim erfiðið og traustið sem þeir leggja á hann. Þetta er strax farið að skína yfir leikmannahópnum hjá Liverpool líkt og það gerði áður hjá Dortmund.

Reyndari leikmenn liðsins stökkva í fang Þjóðverjans við hvert tækifæri og svo virðist sem þeir unglingar sem eru farnir að banka á dyrnar hjá aðalliðinu séu nú þegar farnir að láta sig dreyma um þessi faðmlög. Nei, í alvöru – þeir eru að tala um faðmlögin!

Allavega lét Sergi Canos þessi orð falla fyrir nokkrum dögum:

Sergi Canos “After every game of Liverpool, Klopp gives a hug to every single player – I want to be one of them, it’s my dream.”

Seyi Ojo sem hefur verið að koma mjög flott inn í aðalliðið undanfarið sló í svipaða strengi og sagði þessi faðmlög frá stjóranum hafa mikil áhrif á sig:

Sheyi Ojo: “Things like Klopp giving players a hug – it seems like a joke but that instils confidence and we are getting the benefit.” #LFC

Talandi um að banka á aðalliðsdyrnar þá er líklega enginn sem er farinn að banka eins fast á þær og Sergi Canos kantmaðurinn sem hefur verið á láni hjá Championship liðinu Brentford og hefur verið að slá í gegn.

Þeir sama hafa fylgst eitthvað með unglingaliðum Liverpool undanfarin ár hafa eflaust rekið augun í Sergi Canos eftir að hann kom frá Barcelona fyrir nokkrum árum síðan. Hann spilaði stór hlutverk í unglingaliðunum en hype-ið í kringum hann varð kannski aldrei eitthvað svakalegt eins og í kringum t.d. Ibe eða Sterling og bjóst maður nokkurn veginn við því að hans ferill hjá Liverpool yrði nú ekki merkilegri en hjá samlöndum hans Pacheco og Suso sem miklar vonir voru bundnar við.

Statísku perrarnir í Brentford (þeir sömu og stjórna Mydtjyllan í Danmörku) eru staðráðnir í að sanna að árangur geti nást með tölfræðilegum nálgunum í leikmannamálum og vildu þeir ólmir fá Spánverjann unga lánaðan til sín í einhvern tíma og í janúar, þegar flest allir ungir leikmenn liðsins voru kallaðir til baka úr láni, var ákveðið að framlengja lánssamningi hans og Brentford sem þótti svolítið úr karakter kannski en virðist hafa borgað sig.

Undanfarið hefur Canos slegið í gegn hjá Brentford og spilað afar vel ásamt því að vera duglegur við að skora mörk og krækja sér í stoðsendingar. Hann skoraði sjö deildarmörk og lagði upp fjögur í þeim 37 leikjum sem hann tók þátt í. Hann byrjaði aðeins inn á í sautján þessara leikja og komu held ég flestir þeirra á seinni parti tímabilsins og hann spilaði rúmlega 1600 mínútur í deilinni. Það er ekkert gífurlega mikið en fyrir ungan strák að spreyta sig í erfiðari deild í fyrsta skiptið þá er þetta nokkuð flott.

Það sem mesta athygli vekur er að hann er með mjög góða tölfræði yfir mörk/stoðsendingu miðað við mínútufjölda og er hann með aðild að marki á 157 mínútna fresti af kantinum sem er bara nokkuð gott – sérstaklega þar sem hann telst kannski ekki vera einhver vængframherji.

Hér má sjá myndband af mörkum og stoðsendingum hans hjá Brentford í vetur. Nokkur afar góð atvik þarna.

Það er ekki endilega bara það sem er að heilla svona mikið við þennan strák þessa stundina heldur er það öll sú auka vinna sem hann sinnir sem er að kitla svolítið. Hann er rosalega duglegur og hleypur mikið í pressunni og er að vinna nokkuð marga bolta til baka í hverjum leik. Hér má sjá nokkuð áhugaverða tölfræði greiningu á meðaltalinu í hans leik.

Hann tekur ekki rosalega mikið af skotum en er með nokkuð ágætis nýtingu utan af kantinum. Hann skapar vel af færum með sendingum sínum, á nokkuð af vel heppnuðum “dribblum” og fyrst og fremst er hann að næstum toppa skalann á tæklingum og að vinna sig inn í sendingar mótherjana. Það má því reikna með að Jurgen Klopp horfi til þessa stráks og gæti jafnvel endað á að kippa honum inn í hópinn á kostnað Jordon Ibe sem hefur ekki gripið sín tækifæri í vetur.

Ted Knutson, einn yfir tölfræðigúruinn og einn þeirra sem sér um að finna leikmenn fyrir Brentford heldur varla vatni yfir Canos. Hér eru tvö áhugaverð Tweet frá honum:

Það er afar líklegt að Canos fái tækifæri til að komast í faðm Klopp í sumar og um leið gullið tækifæri til að vinna sér inn sæti í leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð. Seyi Ojo, Pedro Chirivela, Cameron Brannagan, Kevin Stewart, Connor Randall og Brad Smith eru meðal þeirra ungu leikmanna sem hafa verið að koma inn í leikmannahópinn undanfarið og hafa staðið sig með miklu prýði – þá sérstaklega Ojo, Brannagan og Stewart og vonandi fer Canos að bætast í þann hóp fljótlega.

Klopp býður opinn faðm til þeirra leikmanna sem eru tilbúnir til að leggja sig fram og vera hluti af þessu liði og frábært að sjá hversu vel þetta virðist fara í hópinn og þá sem eru utan hóps. Vonandi fá þessir leikmenn afar hlýtt og gott faðmlag frá Klopp ef þeim tekst að koma Evróputitlinum á Anfield eftir um það bil eina og hálfa viku!

3 Comments

  1. Góður pistill, Takk fyrir mig! Djöfull lítur Canos vel út og þá sérstaklega í tilbaka pressunni, eins má ekki gleyma Markovic sem að hefur staðið sig vel á hægri vængnum hjá Fenerbache, hann getur örugglega ekki beðið eftir föðurlegu faðmlagi hjá Klopp hehe

  2. Þessi Canos, ég veit að stundum eru leikmenn betri á myndböndum, en það vekur sérstaka athygli mína hvað hann er öruggur þegar hann er með boltann á tánum. Ennþá betra eru utanfótarmörkin – þetta er bara sheer pornography.

Liverpool 2 Watford 0

Chelsea á miðvikudag