Watford heimsækir Liverpool á sunnudag

Liverpool er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í leik sem gæti tryggt afar, afar langþráðan titil – enn langþráðari Evróputitil – og um leið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu að ári. Liverpool er einum leik frá því að gera þessa leiktíð að frábærri leiktíð en áður en við komum að því þá eru aðrir þrír leikir sem liðið á eftir að spila í deildinni.

Liðið á því miður afar lítinn eða jafnvel engann alvöru séns í að ná að tryggja sér sæti sem gefur sömu verðlaun og sigur í Evrópudeildinni gefur. Allt er undir í þessum úrslitaleik – ef við héldum að deildin hafi verið notuð til að hvíla leikmenn og svona upp á síðkastið…

Watford heimsækir Liverpool á sunnudaginn og bæði lið eru nokkurn veginn að sigla lignan sjó. Watford halda sér uppi en ná ekki Evrópusæti, Liverpool er í fínni stöðu til að tryggja Evrópudeildarsæti en í nær engu færi á að ná Meistaradeildsæti. Það er því bara formsatriðin og stoltið sem liðin eru að spila um á sunnudaginn. Bæði lið vilja vinna en hvorugt kannski “þarf” þess ef út í það er farið.

Þetta verður sextugasti leikur Liverpool á leiktíðinni. Sextugasti. 60. S-E-X-T-Í-U! Það hefur verið fáranlega mikið álag á þessu liði í vetur og meiðsli margra leikmanna hefur aukið álagið á ákveðna skrokka í hópnum. Það má til dæmis nefna það að Clyne sem var keyptur síðastliðið sumar hefur nú þegar leikið 50 leiki fyrir félagið, það er svolítið mikið!

Sextíu leikir spilaðir þegar Watford leikurinn verður flautaður af seinni partinn á sunnudaginn. Þá eru enn þrír leikir eftir á leiktíðinni og þeir verða spilaðir á einni viku. Á miðvikudaginn kemur Chelsea í heimsókn á Anfield og 15.maí fer Liverpool í heimsókn til WBA, þremur dögum áður en liðið spilar stærsta leik sinn í mörg, mörg ár í Basel þegar það mætir Sevilla í úrslitunum.

Liverpool er nýbúið að spila erfiðan leik þar sem mikið var barist og hlaupið gegn Villarreal síðastliðið fimmtudagskvöld og með þetta þétta plan framundan og risa leikinn á endanum á því þá verða margir leikmenn Liverpool hvíldir í þessum leikjum. Ef ég ætti að tippa á það þá verða 9-10 breytingar á liðinu fyrir sunnudaginn, aðrar 7-8 breytingar gegn Chelsea og aðrar 8-9 breytingar gegn WBA og svo aftur 7-9 breytingar gegn Sevilla! Fáir, ef einhverjir, “lykilmenn” munu spila gegn WBA og Watford en gætu hugsanlega komið inn í leikinn gegn Chelsea til að reyna að halda sér heitum fyrir úrslitaleikinn.

Emre Can er fucking yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Afsakið orðbragðið. Hann lenti í meiðslum í leiknum gegn Dortmund fyrir nokkrum vikum og var talinn afar tæpur á að ná að spila aftur á leiktíðinni. Hann mætti til baka á undan áætlun og byrjaði inn á gegn Villarreal, spilaði 90 mínútur, stútaði liði Villarreal og virkar í betra formi en nokkurn tíman.

Danny Ings er kominn aftur á ról, farinn að æfa á fullu með liðinu og er vel á undan áætlun eftir að hafa slitið krossbönd í haust og gæti hugsanlega spilað í einhverjum þessara deildarleikja sem eftir eru. Frábærar fréttir fyrir hann og Liverpool því það þýðir að hann fái meiri og betri tíma til að koma sér í betra stand fyrir næstu leiktíð. Klopp virðist vera afar hrifinn af honum sem einstakling og leikmanni, sjáum hvernig þessi blanda mun koma út og vonandi fáum við smjörþef af því fljótleglega.

Útlitið er líka orðið afar gott að Origi og Henderson gætu verið klárir í slaginn fyrir úrslitaleikinn. Það yrði risastór viðbót í þetta lið að fá þá og Emre Can aftur inn fyrir þennan risa leik 18.maí en líklega munu þeir ekki spila í þessum deildarleikjum nema þá kannski einhverjar mínútur ef þeir verða klárir í tæka tíð.

Ef einhver nær að giska á rétt byrjunarlið fyrir þennan leik þá á sá hinn sami mikið lof skilið – svo endilega verið tilbúin að hrósa mér þegar ég næ þessu réttu! 🙂

Skjótum á þetta:

Ward

Randall – Skrtel – Lucas – Moreno

Allen – Stewart

Ibe – Teixeira – Ojo
Benteke

Allir sem byrjuðu gegn Villarreal fá hvíld eða byrja á bekknum nema Moreno fyrst að Brad Smith ákvað að vera kjáni og láta reka sig útaf gegn Swansea í síðasta deildarleik. Kannski Flanagan gæti komið inn en ég ætla að giska á að Moreno spili þennan leik. Chirivella og Brannagan gætu svo sem líka komið inn í byrjunarliðið en þeir hafa báðir verið í eða við hópinn á síðustu misserum.

Síðasti deildarleikur var vonbrigði þar sem mjög ungt lið Liverpool tapaði á flestum sviðum fótboltans í þeim leik. Það er vonandi að liðið verði í betri gír í þessum leik.

Hef ekki hugmynd um það hverju maður á að búast við í þessum leik og hvernig manni finnst líklegt að hann fari. Ljótt að segja það en manni er svona nokkurn veginn “sama” enda allur fókusinn á leiknum gegn Sevilla þar sem allt er undir.

8 Comments

 1. liverpool er liverpool. Vil samt sjá Stewart en þú setti hann inná. Er ennþá að jafna mig eftir leikinn. Hvernig líður leikmönnunum. Hlýtur að vera rússibani fyrir þá. Hvílíkur fjalreki að fá Klopp. Hlustaði á viðtalið eftir leik við Klopp á rásina okkar. Hreinlega sagði Daníel Sturrigde væri frábær. Rétt sem Maggi sagði eftir leikinn. Besti framherji Englands. Hlakka samt til að horfa á leikinn. Gefum allt í þetta!

 2. Ég myndi vilja sjá Brannagan allavega á bekknum og jafnvel inná. Svo væri ég alveg til í að sjá einhvern “nýjan” kjúkling, t.d. á bekknum. Jafnvel Kent. En annars er manni svona um það bil nokk sama. Mun nú sjálfsagt horfa á leikinn engu að síður.

 3. Bara gefa sem allra flestum tækifæri í þessum leik.
  Skrtel, Benteke, Lucas og fleiri fá að klára þessa deildarkeppni áður en þeir halda til nýrra ævintýra í sumar.

 4. Er enginn skárri kostur en Skrtel til að leysa af í vörninni? Enginn ungur og graður í staðinn fyrir leikmann sem er greinilega á förum?

  Þessir síðustu leikir eiga að vera fyrir þá sem eiga skilið tækifæri úr vara- og unglingaliðunum, ekki fyrir útbrunna menn sem hafa ekkert að sanna. Ekki misskilja mig, Benteke og Lucas eru ekki útbrunnir, en það eru aðrir sem hafa kannski meiri áhuga og hafa gott af því að spila 3 deildarleiki.

 5. Þessi leikur er eitt stórt spennufall, auðvitað horfir maður á hann eins og hvern einasta leik á hverju tímabili en mikið er þetta óspennandi leikur. Þessvegna vona ég að ég fái að sjá litlu krypplingana spreyta sig 😉 ætla að spá þessu 1-1 að sinni

 6. Ég vill sjá sama lið og vann villarreal,af hverju að hvíla leikmenn sem spila leik 11 og síðan 18 maí ? Þegar liverpool var uppá sitt besta þá spiluðum við á 14-16 leikmönnum .

 7. Hvíla Moreno og gefa Enrique sjensinn. Hann gæti brillerað og fengið nýjan 5 ára samning ( litlar líkur en Leicester er jú Englandsmeistari)

Liverpool 3 – Villareal 0 (3-1 on agg.)

Liðið gegn Watford