Swansea á sunnudaginn

Þá er komið að enn einum frekar ómerkilegum deildarleik hjá okkar mönnum. Það er algjör synd og skömm að staðan sé þessi þegar enn eru nokkrir leikir eftir af mótinu en tvö stór klúður í leikjum gegn Southampton og Newcastle þar sem tveggja marka forskot í hálfleik endaði aðeins með einu stigi. Tveir hálf “unnir” leikir klúðrast niður í ekki neitt og kjörið tækifæri til að blanda sér af alvöru í fjórða sætis baráttuna farið norður og niður.

Jurgen Klopp lagði því öll egg sín í körfu Evrópudeildarinnar í þeirri von um að fá eitthvað út úr þessari leiktíð. Fyrri leikurinn í undanúrslitunum gegn Villarreal fór nú ekki eins og maður hafði vonað og er Liverpool undir í einvíginu eftir afar gremjulegt mark á loka sekúndum leiksins. Það er því make or break leikur hjá liðinu næsta fimmtudag og leikurinn á sunnudaginn mun alveg örugglega bera þess merki að öll áherslan verði lögð á Evrópudeildina.

Reyndar hefur Klopp nú þegar gefið það út að hann muni gera töluvert af breytingum á liðinu þegar liðið heimsækir Swansea snemma á sunnudaginn – tímasetning sem Þjóðverjinn er nú alls ekki ánægður með enda á matartíma!

Danny Ward mun að öllum líkindum fá annað tækifæri í markinu en hann stóð sig mjög vel í sigurleiknum á Bournemouth fyrir nokkru síðan og mun líklega fá einhverja sénsa út leiktíðina. Klopp gaf það einnig í skyn að það gæti verið mjög breytt byrjunarlið enda erfiður leikur á fimmtudaginn og lítill tími á milli leikjanna í þéttu leikjaprógrami. Búast má fastlega við að leikmenn eins og Benteke, Chirivella, Brannagan, Ibe, Randall, Smith, Ojo, Skrtel og Stewart fái tækifæri í leiknum. Það verður líka afar áhugavert að sjá hvort að Daniel Sturridge muni byrja leikinn en hann spilaði ekkert gegn Villarreal. Kannski Klopp fletti upp í símaskránni sinni og finni númerið hjá Caulker.

Tökum giskið á þetta og segjum að liðið verði eitthvað á þessa leið:

Ward

Randall – Skrtel – Caulker – Smith

Stewart – Chirivella

Ibe – Brannagan – Ojo
Sturridge

Kannski svolítið mikið af breytingum en hvað veit maður. Kannski verða leikmenn eins og Lallana, Firmino, Lovren, Lucas eða Allen þarna en það kæmi mér afar á óvart enda spiluðu þeir allir níutíu mínútur.

Swansea eru að sigla lignan sjó í deildinni og hafa ekkert um að keppa nema bara stoltið, það er spurning hvort okkar menn séu í sama pakka því liðið þarf að spýta í lófana ef liðið ætlar að enda í Evrópusæti því staðan gæti orðið þannig að aðeins 5. og 6.sætið í deildinni gefi þátttökurétt. Sigur í Evrópudeildinni og þátttaka í Meistaradeild eða engir Evrópuleikir á Anfield á næsta ári virðist vera staðan.

Allt effort Liverpool fer nú í að reyna að bjarga stöðunni í Evrópudeildinni og leikurinn á Swansea mun bera kostnað af því. Vonandi fáum við nokkra skemmtilega unga leikmenn í byrjunarliðið og fáum að sjá góðar frammistöður frá þeim og vonandi sigur.

Sjáum hvað setur.

6 Comments

  1. eg er orðinn spenntur fyrir sumarglugganum og næsta timabili. þad er ljost ad klopparinn er nononsene gaur sem gerir krofur til manna. það er ljost ad slatti fer og eiirhvad nytt kemur. næsta timabil verdur ahugavert.

  2. Ég hins vegar er að verða þreyttur á að vera alltaf spenntur fyrir næsta tímabili áður en tímabilið er búið:) Ég sætti mig við lítið og er hógvær í kröfum, bara sigur í öllum leikjum sem eftir eru á þessu tímabili og gamli er sáttur. Leikurinn á morgun verður hvorki einfaldur né léttur og ég bíð spenntur ef að sjá lið morgundagsins. En sama hvað á gengur þá hætti ég aldrei að styðja mína menn eins og ég hef gert í rúmlega 40 ár.
    YNWA

  3. Góð upphitun og ég er sammála að við erum í erfiðri stöðu þegar kemur deildinni. Klopp er setja öll eggin sín í eina körfu, það er alveg ljóst.

    West Ham vann sinn leik í dag og ef við töpum á morgun þá er 6. sætið sennilega endanlega farið. Reyndar eru talsverðar líkur á því að 7. sætið muni gefa sæti í Evrópdeildinni á næsta ári þ.e. ef United vinnur FA cup. Spáið í því að sú staða gæti komið upp að við þurfum að halda með United í úrslitaleiknum 21. maí nk.!

    Það væri að mínu mati stórslys ef það verður enginn Evrópubolti á Anfield á næsta tímabili.

  4. Það er þvi miður það sem við höfum þurft að horfa til sl. 25 ár…næsta tímabíl. Ég er óendanlega ósáttur við að Brogders hafi ekki náð að landa titlinum árið 2014. Ef mannfýlan hefði kunnað varnarleik hefði okkur e.t.v farnast betur. Það að Gerrard hafi runnið orsakaði ekki eitt og sér að við urðum ekki meistarar. Mun fremur var bullið á móti Crystal Palace hafi endað mótið fyrir okkur.

Villarreal – Liverpool 1-0

Liðið gegn Swansea