Kop.is Podcast #116

Hér er þáttur númer 116 af podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Kristján Atli.
Gestir: Einar Matthías og Guðmundur Þór Magnússon (Mummi) formaður Liverpoolklúbbsins á Íslandi.

Í þessum þætti ræddum við Hillsborough-úrskurðinn, lyfjapróf Mamadou Sakho, meiðsli Divock Origi, leikina gegn Everton og Newcastle og hituðum loks upp fyrir rimmuna gegn Villareal.

MP3: Þáttur 116

17 Comments

 1. Hér er svo myndbandið sem ég nefndi með mistökum Mignolet. Það eru 11 atriði á þessu myndbandi. Eitt þeirra gaf ekki mark (þar sem hann hélt of lengi á boltanum) og ég er ósammála því að eitt hafi verið honum að kenna (mark gegn Norwich seint í myndbandinu, það skot er illviðráðanlegt neðst í fjærhornið).

  Þá eru eftir 9 mörk sem hann er búinn að gefa vegna lélegrar markvörslu í vetur skv. þessu myndbandi. Og þetta er bara í vetur.

  https://www.dailymotion.com/video/x46u1jh_mignolet-errors-and-soft-goals-allowed-season-2015-16_tech

  Annars margt að ræða eftir þennan þátt en ég lofaði að vísa á myndbandið hér fyrir ofan og stend við það.

 2. Kristjan Atli, skoruða liðið ekki ur óbeinu aukaspyrnunni og jafnaði leikinn gegn okkur ?

 3. Sofnaði yfir þessu podcasti í nótt og dreymdi að ég hefði verið á Anfield. Helvíti gaman að því enda hef ég aldrei komið á Anfield áður.

 4. Þeir skoruðu úr óbeinu aukaspyrnunni sem var dæmd þegar hann hélt of lengi á boltanum.

 5. Það er hjá Liverpool eins og hjá morgum öðrum liðum að góð markmannsþjálfun er vanmetin. Hvað hefði Reina gert tímabilið 2013-2014? Mistök að láta hann fara þá um sumarið eingöngu til að lækka launakostnað? Hugsanlega meistarar með annan en Migno. Þetta snýst um framafarir og ég hef ekki orðið var við þær hjá okkar markmönnum síðan Benitez fór. Klopp gerir eitthvað í þessum málum í sumar, annað væri sturlun.

 6. Sakho búinn að játa og fer ekki fram á að B-sýnið verði skoðað. Er hann þá á leiðinni í amk 6 mánaða bann, en gæti orðið 2 ár.

  Sjá frétt Liverpool Echo: http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/sakho-shock-liverpool-defender-declines-11249168

  Alveg eins og dópfélagi sinn hann Kolo Toure, þá er Sakho algjör toppnáungi og hörkugóður varnarmaður – en því miður er hann líka algjör djöfulsins bjöllusauður.

  Andskotans andskoti.

 7. Ef við horfum framhjá markinu hjá Adam Johnson (sem er nokkuð erfitt skot) reiknast mér til að við höfum tapað 11 stigum í deildinni á þessu tímabili vegna mistaka hjá Mignolet.

  Norwich 2 stig
  Southampton 2 stig
  Crystal Palace 1 stig
  Arsenal 2 stig
  WBA 2 stig
  Newcastle 2 stig

  Að undanskildum leiknum gegn Crystal Palace, sem við misstum úr 1-1 í 1-2 tap, vorum við yfir í öllum hinum leikjunum hér að ofan og misstum þá að lokum niður í jafntefli.

  Svona hlutir falla stundum með manni og stundum ekki en þetta eru ansi sláandi tölur. 11 auka stig myndu fleyta okkur í 3. sætið með 66 stig (og leik til góða á Tottenham í 2. sætinu með 69 stig).

  Og svo var eitt atvikið náttúrulega Capital One Cup klúðrið á móti City.

  Je. Minn.

 8. Hefur einhver tekið saman hvað Mignolet hefur bjargað mörgum stigum fyrir okkur? Allt í lagi að skoða þetta frá báðum endum.

 9. Mignolet er borgað mjög vel fyrir að bjarga okkur á erfiðum stundum og að bera það saman við klúðrin hans síðastliðin 2-3 ár eru alls ekki samanburðarhæf.

  Hann er bara alls ekki nægilega góður fyrir lið sem ætlar að vera í toppbaráttunni – Punktur

 10. #8 dópfélagi ??, voðalega finnst mér þetta ósmekklegt. Við erum að tala um brennslutöflur ! Barnalegt og heimskulegt ,en að kalla þá dópfélaga , úff 🙁

 11. Að sjálfsögðu er hægt að skoða Mignolet frá öllum hliðum en ef maður ber hann saman við aðra markmenn deildarinnar að þá kemur í ljós að það eru ekki nema 6-7 lið í deildinni sem eiga slakari markmenn. Allavega þrjú lið í deildinni (utd, Arsenal og Chelsea) hafa tvo markmenn innan sinna raða sem eru betri en Mognolet og markmaður nr. 2 hjá Tottenham, Vorm, er klárlega á pari við Mignolet.
  Það er algjör óþarfi að vera með eitthvað skítkast út í manninn en hann virkar alger topp náungi og hefur ekki verið neitt annað en mjög professional allan sinn feril hjá Liverpool en því miður fyrir hann og okkur er hann ekki bara nógu góður.
  Trúi ekki öðru en að Klopp sjái það sem allir aðrir sjá og hann kaupi einhvern topp markmann í sumar. Mignolet fékk nýjan samning í vetur og urðu margir brjálaðir við það. Ég held hins vegar að Klopp hafi verið að tryggja sér gott back up fyrir næstu leiktíðir enda veit ég svo sem ekki hvert Mignolet ætti að fara. Sé allavega ekki neinn klúbb á englandi í topp 10-15 kaupa hann að svo stöddu.

 12. Nr 8 ætla ekki að móðga neina stétt En er Sakho orðin núna löglegur breskur bílasali ?. Nei var bara spá

 13. Sem fyrr, frábært podcast og vel gert, sérstaklega góð samantekt um Hillsborough-niðurstöðuna, virkilega gott að réttlætið hafi náð fram að ganga og vonandi að menn sjái sóma sinn í því að bæta það sem hægt er að bæta úr því sem komið er, bæði fjárhagslega og tilfinningalega.

  Annars hjó ég eftir þessari skítafrétt inn á visir.is, sama dag og niðurstaðan kemur í Hillsborough-málinu. Fyrir utan að vera sögulega röng frétt (ManU var Englandsmeistaralaust frá 1911 til 1952, 41 ár) að þá skil ég ekki af hverju er á annað borð að vera að henda í þessa frétt og það á þessum degi!

  http://www.visir.is/liverpool-buid-ad-bida-lengur-eftir-englandsmeistaratitlinum-en-united/article/2016160429225

  Ef það er á annað borð verið að hleypa stuðningsmönnum ManU í textaritilinn á visir.is er þá ekki lágmark að bíða með þetta allaveganna í einn dag? Kannski í lagi að leyfa bara Hillsborough-niðurstöðunni að fá sitt svigrúm þó það væri ekki nema í þennan eina dag?

Réttlæti! 27 ára bið lokið

Risaleikur á fimmtudag!