Kop.is Podcast #115

Hér er þáttur númer 115 af podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Kristján Atli.
Gestir: Einar Örn, SSteinn og Einar Matthías.

Í þessum þætti ræddum við rimmuna gegn Dortmund, gott gengi í deildinni undanfarið og hituðum upp fyrir borgarslaginn gegn Everton. Þá ræddum við aðeins önnur lið í deildinni í lokin.

MP3: Þáttur 115

7 Comments

 1. það er bara fjandi leiðinilegt alltaf hvað hlutirnir virðast alltaf koma saman í lok tímabils.
  Menn að meiðast hægri vinstri allan veturinn og svo þegar ballið er að klárast eru allir skyndilega heilir!!! Þetta er bara eitthvað helv. rugl þessi deild. Alltof margir leikir/alltof margar keppnir o.s.frv. það þarf stóran hóp í svona bras og þora að segja að maður hafi ekki áhuga á t.d league cup bikar. Eða riðlakeppni evrópudeildarinnar! Fyrir lið sem ætlar sér að vera á topp fjórum í sínu landi er ekki hægt að vera að spá í svona plastbikara. Ég meina..hefur Arsenal sl. 17 ár eða svo eitthvað velt fyrir sér deildarbikarnum eða evrópudeildinni. Held ekki.
  Fyrir lið eins og Aston Villa,Norrich,stoke,WBA,Palace,Everton,Whatford,Sunderland,Newcastle , er deildarbikar og evrópudeildin fín markmið og eitthvað sem kætir þá og þeirra stuðningsmenn. Þessi lið eru ekki á topp 20 ríkustu/veltumestu lið í heimi en LFC er þar og og á að setja markið á sigur í
  deild. F.A cup og meistaradeild,sé liðið þar með. LFC getur bara borið sig saman við lið á
  topp 20 lista yfir evrópsk lið, hvort þau séu með okkur í deild eða ekki.

 2. Ekki hægt að þakka ykkur nógu mikið fyrir þessi podköst, en ég reyni nú samt : Takk fyrir mig!

 3. Siggi (#2) segir:

  „Glæsilegt Freudian-Slip þarna á 1:25:38 ;)“

  Takk! Ég var að vona að einhver hefði gripið þetta hjá mér. 🙂

 4. Takk fyrir varpið. Fyrir mitt leiti vona ég að leikmenn lfc beri ekki jafn mikla virdingu fyrir botn baráttu lið Rafa og þáttarstjórnendur. 3-1 í kvöld og pökkum Newcastle saman á laugardaginn með 4 gegn einu.

Baráttan um borgina?

Liðið gegn Everton