Bournemouth – Liverpool 1-2

Sigur í Europa League og Meistaradeildarsæti er aðalatriði hjá okkar mönnnum það sem eftir lifir þessa tímabils og til að ná því er sigur Europa League líklegri möguleiki úr þessu. Það ofan í mjög mikið leikjaálag varð til þess að Klopp lagði upp með gjörbreytt Liverpool lið. Mikið af mönnum með fimmtíu og eitthvað á bakinu en engu að síður allt leikmenn sem hafa fengið að spila í vetur og þrátt fyrir allt nokkuð gott/spennandi byrjunarlið.

Ward

Randall – Touré – Lucas – Smith

Allen – Stewart

Ojo – Firmino – Ibe

Sturridge

Bekkur: Mignolet, Sakho, Flanagan, Milner, Lallana, Coutinho, Origi.

Bournemouth liðið er alls ekkert auðvelt heim að sækja og hafa sannað það í vetur, afrek Eddie Howe og hans manna hefur fallið í skuggann á öðrum ævintýrum í vetur en er ekkert mikið minna ef skoðað hvaðan þeir eru að koma og hvernig þeir hafa komist á þetta stig. Fyrri hálfleikur var því að mínu mati mjög vel spilaður af þessu unga og ósamstillta liði gegn vel slípuðu liði Bournemouth.

Það gerðist svosem ekkert markvert fyrstu 40.mínúturnar annað en nokkuð efnilegir sprettir Ojo sem ógnaði stöðugt á hægri vængnum. Það var því ekkert sérstaklega mikið í gangi þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 41.mínútu. Ibe fékk boltann á vinstri kantinum og hljóp inn á teiginn þar sem hann fann Sturridge í þröngri stöðu. Sturridge tók lúmska hælspyrnu sem Boruc varði út í teiginn þar sem Firmino var mættur og potaði boltanum í netið. Mjög vel gert, sérstaklega hjá Sturridge.

Sturridge skoraði svo sjálfur á 47.mínútu fyrri hálfleiks (uppbótartíma) eftir góða aukaspyrnu frá Jordon Ibe sem sá um föstu leikatriðin í dag.

Frábær niðurstaða eftir frekar rólegan fyrri hálfleik. 0-2

Eddie Howe gerði tvær breytingar í hálfleik og Bournemouth komu öllu spræknari til leiks í seinni hálfleik. Það dró töluvert af ungu liðið Liverpool er leið á leikinn en þeir leystu verkefnið vel, Danny Ward stóð sig vel í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og varði vel er á hann reyndi. Heilt yfir í leiknum fengu okkar menn reyndar boltann þrisvar í hendina innan vítateigs en í öll skiptin var það dæmt sem bolti óvart í hönd. Tökum því. Þrátt fyrir að Bournemouth hafi verið sterkari þá tókst þeim ekki að skora fyrr en seint í uppbótartíma, þeirra besti leikmaður Joshua King fékk langa sendingu frá miðjunni og fór illa með Lucas inni í vítateig og skoraði af öryggi. Það var of seint og mjög góður 1-2 sigur staðreynd.

Maður leiksins:
Flottur leikur hjá okkar mönnum í dag, gaman að sjá Ward og hressandi að sjá markmann sem kemur boltanum strax í leik, hrikalega svekkjandi fyrir hann að halda ekki hreinu. Jordon Ibe var að spila sinn besta leik á tímabilinu, ekki að það sé mikið afrek en gott að sjá hann aðeins sýna sitt rétta andlit, hann hafði greinilega gott af því að fara úr liðinu í smá tíma. Joe Allen væri maður leiksins hjá mér ef ekki væri fyrir Daniel Sturridge sem skar úr um þennan leik. Allen var mjög góður á miðjunni og hjálpaði Stewart mjög mikið.

Sturridge hinsvegar skoraði eitt mark, lagði grunninn að hinu og var óheppinn að bæta ekki a.m.k. tveimur við. Þetta er svo góður leikmaður þegar hann er leikfær. Hann var í dag að spila sinn fjórða leik í röð í deildinni sem er það mesta sem hann hefur náð í tvö ár.
Hvað hefur þetta kostað okkur af stigum?

Frábært veganesti fyrir Everton leikinn og aðeins annar leikurinn sem Liverpool vinnur í kjölfar Europa League, hinn var í síðustu viku gegn Stoke.

34 Comments

 1. Okkar menn frábærir í fyrri hálfleik en Bournemouth mikið betri í þeim seinni . Góður leikur ,
  Fannst Lucas frábær og Ward var góður

 2. Sælir félagar

  Þrjú stig í húsi þó ef til vill hefði verið sanngjarnt að niðurstaðan hefði verið 3 – 5 eða eitthvað. Skemmtilegur leikur og dómgæslan í skrautlegra lagi. Ungu strákarnir skiluðu sínu þó þeir þurfi að bæta ákvarðanatöku sína á stundum. Niðurstaða vel ásættanleg og mínir menn leiksins Allen og Sturridge.

  Það er nú þannig

  YNWA

 3. Mjög solid sigur hjá Liverpool í dag.
  Já þetta var óþarfi síðustu 60 sek að leyfa þeim að skora þegar Lucas ákveður að hætta að spila vörn og svo skalli í lokinn en heilt yfir nokkuð solid leikur hjá liverpool.

  Ungu strákarnir solid og fannst mér liverpool líklegri til að skora þriðjamarkið en heimamenn að jafna en eins og undanfarið þá vill Liverpool smá drama.

  Men leiksins. Joe Allen fyri en einn flottan leikinn og vona ég að við semjum við hann í sumar. Kannski ekki leikmaður sem á að vera í byrjunarliðinu í hverjum leik en frábær að hafa svona leikmann í kringum liði en hann hefur verið einn jafnbesti leikmaður liðsins eftir áramót.
  D.Sturridge – maður sér alveg gæðinn og að hann er að komast í leikform aftur. Maðurinn er stórhættulegur og veit alltaf hvað markið er. Skoraði flott mark, átti stóran þátt í fyrsta markinu og var óheppinn að skora ekki fleiri mörk með tveimur skotum í stöngina.

  Flott þrjú stig á útivelli í dag og næst er það erkifendurnir í Everton á miðvikudaginn og verður það hörkuleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast.

  p.s Respect til heimamana fyrir að minnast 96 og spila YNWA

 4. Ward mjög ljós punktur, eigum góðan markvörð í honum. Frábært að geta hvílt flesta lykilmenn úr Dortmund leiknum. Stutt í United, guð hvað það væri gott að troða þeim fyrir neðan okkur í töflunni.

 5. 3 stig, og það er það sem skipti máli. Í raun var bara tvennt sem var neikvætt: Annars vegar að Ward náði ekki hreina lakinu, og líklega ekki við hann að sakast heldur að menn voru ekki vakandi í vörninni, og svo hins vegar að Touré skyldi þurfa að fara af velli eitthvað meiddur.

  Það að vinna deildarleik með meira en hálft liðið skipað nýliðum eða a.m.k. lítt reyndum leikmönnum er auðvitað bara plús.

  Nú er svo bara að sjá hvernig Klopp stillir upp á móti Everton. Það verður eitthvað. Ég bið ekki um mikið þar, væri sáttur við 3 stig. Væri reyndar líka til í að sleppa við meiðsli á leikmönnum.

 6. Eins og talað út úr mínu hjarta um Allen. “Joe Allen væri maður leiksins hjá mér ef ekki væri fyrir Daniel Sturridge sem skar úr um þennan leik.” Leikmaður sem ekki má missa á næstu leiktíð. Góður í vörn og sókn.

 7. Dugði til, ekki meira en það. Sumir að sýna hvað þeir geta, aðrir minna. Langar Ibe ekkert í liðið ? Danny Ward maður leiksins (hjá mér)

 8. Joe Allen.. var frábær í dag. Leiðtogi á miðjunni og baráttuglaður. Maður leiksins. Sturridge er náttúrulega framherji í heimsklassa en maður þorir varla að hrósa honum!! Leikir þar sem breiddin í hópnum er að skila sér eru oft vanmetnir í mikilvægi! Hér fá menn tækifæri sem eru að leggja endalaust á sig á æfingasvæðinu. Reynslubankinn fékk gott innlegg hjá mörgum strákum í dag. Alveg magnað. Vonandi verður Sturridge svo í svona fantaformi á móti Everton. 🙂 Bring it on!
  YNWA

 9. Útspil Klopp gekk upp. Hann fór þá leið að hvíla mörg af stærstu nöfnum byrjunarliðsins vegna leikjaálagsins og bar sigur úr bítum gegn ágætlega mönnuðu liði Bormouth sem er fjarri því hægt að bóka sigur gegn.

  Margir af ungu strákunum stóðu sig mjög vel eins og greint er frá í þessari leikskýrslu. Fyrir mér er Onjo leikmaður sem kemst í námunda við að vera okkar næsti Sterling en vonandi verður hann ekki seldur fyrir stórfé til ríkara liðs en okkar ef hann fær fleirri tækifæri til að sanna hvað í honum býr.

  Fyrir utan tvær skógarferðir og eitt mark á sig, stóð Ward sig mjög vel og varði oft dauðafæri. Ég spyr mig hvort þarna sé leikmaður sem gæti orðið heimsklassamarkmaður á næstu tveimur til þremur árum. Hann er mjög hávaxinn og góður á milli stangana og mér finnst hann hafa margt sem Mignolet hefur verið gagnrýndur fyrir. Þetta er ungur snjólfur og þarf væntanlega lengri tíma til að getað tekið við af honum.

  Mér finnst stærsti plúsinn við efnilega varaliðið okkar að þarna höfum við glás af fyrirtaks leikmönnum sem eiga í fullu tréi við mörg af minni liðinum úrvalsdeildinni eins og sannast hefur mjög vel í tveimur síðustu leikjum okkar í deildarkeppninni. Leikmenn eins og Steward, Ibe, Onjo, Randall, Smith, spiluðu allir vonum framar og virðast fínasta lausn við erfiðu leikjaálagi í ensku deildinni.

  Sex stig í tveimur síðustu leikjum í ensku deildinni er ekki sjálfgefið og nú þarf ekki mikið til að okkar menn séu komnir með raunverulegt tækifæri og það væri frábært ef við kæmust sem næst 4 sætinu þegar leiktíðinni líkur. þá væri ég virkilega sáttur með þetta tímabil.

  YNWA

 10. Frábær sigur og gott fyrir grænjaxlana að fá mínútur í deildinni.Lucas var úti á túni meirihluta leiksins og einnig var Stewart í erfiðleikum,en Allen var yfirvegaður í sínum leik á miðjunni.
  Ward er mjög spennandi og heilt yfir var Sturridge maður leiksins í dag.
  Everton á miðvikudag og þá verður örugglega samstilltara lið sem mun byrja leikinn,enda er ekki í boði að tapa fyrir þeim heima og ég vil sjá okkur ná 5. sætinu í vor.

 11. Þetta var bara góður leikur hjá LFC, eftir stressið í síðustu viku. 3 stig!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL.

 12. Er Lucas annars ekki alveg pottþétt að fara í sumar?

  Góður og þakkar verður sigur í dag.

  YNWA!

 13. Frábært !! sá ekki leikinn ,er mjög sáttur við 3 stig með mikið breytu liði og fínt fyrir marga að fá mínutur.

  Vel gert !

 14. Sárt en Lucas er okkar besti hafsent. Þetta í lokin breytir engu þar um.

  Áfram Liverpool!

 15. 14# lucas var veikasti hlekkur liðsins frá 4 min það sást ítrekað að king var að stinga hann af og hlaupa bakvið hann trekk í trekk. hef sjaldan séð jafn mikinn hraðamun á leimönnum.

  Joe allen maður leiksins hjá mér, milner hlýtur að vera að brugga handa honum iðnarkaffi fyrir leiki uppá síðkastið.

  Djöfull lýtur ojo vel út

  Flottur sigur YNWA

 16. Flottur sigur á erfiðum útivelli. Klopp er svo sannarlega á réttri leið með þetta lið.

  Engin spurning, Allen og Sturridge menn leiksins.

  Derby leikur nk. miðvikudagskvöld. Gott að hafa getað hvílt lykilmenn fyrir þann bardaga. Verður samt ansi fróðlegt að sjá hvað Martinez gerir fyrir þann leik. Þeir bláu eiga nefnilega undanúrslitaleik á móti United á Wembley nk. laugardag.

 17. Það á frekar að gefa þessu ungu leikmönnum sénsinn en að hafa Lucas í liðinu. Hann varu skelfilegur í dag g við getum þakkað fyrir að senterar hjá Bornh… Voru ekki betri.

 18. Fyrst: Mjög flott hjá Bournemouth að spila YNWA fyrir leik og heiðra minningu hinni 96 eins og þeir gerðu.

  Leikurinn var framar vonum fyrir mig, Sturridge var frábær og stöðugt í boltanum þótt ákvarðanirnar hafi stundum ekki verið beysnar. Ibe fannst mér góður og hann virðist jafnvel vera að komast upp úr þessari lægð sem hann hefur verið í megnið af vetrinum. Við verðum að hafa þolinmæði gagnvart þessum guttum sem eru stíga sín fyrstu skref. Þeir verða að geta átt down tímabil án þess að gargað verði að það þurfi að selja þá.

  Ojo var líka góður sem og Allen. Stewart gerði slatta af feilum en hann verður alveg nýtilegur leikmaður og óþarfi að selja hann fyrr en hann vill fara sjálfur. Af því að hann verður líklega aldrei meira en squad leikmaður.

  Ward og bakverðirnir voru á köflum í erfiðleikum en það er viðbúið. Kláruðu leikinn vel.

  Ég tek annars undir með hæstvirtum skýrsluhöfundi að Allen var maður leiksins fyrir aftan senterana, Sturridge er bara sá sem sker úr um svona leiki.

 19. @Brynjar Jóhannsson.

  Ward er reyndar alls ekki mjög hávaxinn. Hann er 1.80. Migs er 1.93.

 20. Einstaklega skemmtilegt að sigra í dag enda hefur ekki alltaf gengið vel eftir góða sigra í bikar eða Evrópukeppni. Allt á uppleið og meiri reynsla fyrir minni spámenn sem er gott upp á framhaldið. Líst alveg stórvel á marga þeirra, til dæmis Ojo og Ibe sem hefur fullt af hæfileikum. Spurning með hausinn á honum eins og og við sáum stundum hjá Sterling. Þegar menn skjótast eins og gorkúlur upp til himna þá er spurning um tapa sér ekki og enda sem fýlubombur.
  Heyrist menn vera að gagnrýna Lucas en gleymum því ekki að hann er ekki miðvörður að upplagi og hefur ekki mikið spilað þá stöðu. Ég hef margoft talað um að veikleikinn í liðinu sé í miðvörðunum og stend við það hvar sem er. Ef litið er nánast hlutlaust á veturinn þá hefur Touré staðið sig best af þeim sem spilað hafa í miðverðinum. Þá á ég við hann gerir færri mistök en hinir. Sakho og Lovren voru svo skelfilegir framan að vetri að ágætis frammistaða upp á síðakastið hefur ekki náð að draga veturinn nógu mikið upp hjá þeim. Skrtel hefur heilt yfir verið slakur hvort sem var fyrir eða eftir meiðsli. Giska á að Skrtel sé á útleið og einnig Lucas. Betra fyrir þá að fara núna meðan þeir eru enn leikfærir fyrir lið á styrkleika við Swansea eða Norwich.

 21. Verð að viðurkenna að þegar ég sá byrjunarliðið þá átti ég alls ekki von á meira en kannski 1 stigi en liðið sem mætti til leiks kom mér skemmtilega á óvart og sérstaklega gaman að sjá Ojo á kantinum sem ógnaði vel og var hættulegur, þetta er strákur sem er stútfullur af hæfileikum. Hinum megin var líka gaman að sjá Ibe mættan aftur til leiks, fínn leikur hjá stráknum sem vonandi kemur grimmur inn í lokasprettinn og vinnur sér inn áframhaldandi vera hjá félaginu.
  Það kom á óvart að sjá Ward í markinu og vonandi fær hann fleiri leiki til að sýna hvað hann getur.
  Og 4 leikurinn hjá Sturridge, af hverju er þessi strákur ekki búinn að vera meira heill í vetur, þvílik unun að hafa svona góðan sóknarmann í sínu liði.

  Niðurstaða eftir svona leik.
  Það ætla sér margir að eiga framtíð hjá Lfc undir stjórn meistara Klopp og þar ber Allen af, þessi strákur á skilið áframhaldandi samning og þó þetta aé ekki besti leikmaðurinn okkar þá er hann gríðarlega mikilvægur.

 22. Griðarlega mikilvæg 3 stig, erum i góðri stöðu að ná Westham og Man United.

 23. Varð að fá að bæta þessu við, þetta er merkilegt

  Since Klopp took over only Spurs (49) have scored more PL goals than Liverpool (44), and the Reds have played the fewest games too.

  Sóknin var skita þegar kallinn tók við liðinu og nuna þarf hann bara að redda vörninni og þá erum við good to go.

 24. Heiðursfólk í Bournemouth. þrjú góð stig í dag og gaman að sjá ungu leikmennina hef þó smá áhyggjur af Flanno okkar hélt að hann fengi tækifæri á milli evrópuleikjanna. Bestu kveðjur á kopverja það er mikið álag á fleirum en leikmönnum liðsins.
  Takk

 25. Það er gaman að sjá ungu strákana, sérstaklega Ibe og Ojo, spila uppá Sturridge. Þeir bera augljóslega mikla virðingu fyrir honum. Ibe þorði ekki að taka sóló þegar Sturridge átti að fá boltann. Kom mjög vel út fyrir liðið, enda skapaði Ibe tvö mörk í dag. Sturridge er því ekki bara að spila vel þessa dagana sjálfur, heldur er hann að láta þessa stráka líta vel út í framhaldinu. Það gefur þeim sjálfstraust sem síðan gerir þá að betri leikmönnum.

  Sturridge er þar af leiðandi að vinna vel fyrir kaupinu sínu þessa dagana.

 26. Ég bara Ward að segja að það væri algjör Randall ef Sturridge væri ekki maður leiksins. Var Ojo góður Allen leikinn.

 27. Væri svo til í eitt snilldar podcast núna án þess að hljóma frekur hehe

 28. Mjög góður útisigur og það er virkilega gaman að sjá hvað Klopp er að ná að bæta leik liðsins og hugarfar.

 29. Lucas er nátturulega enginn hafsent, ekki hans staða og fannst hann alveg klára sitt agætlega miðað við það, svo er hann nátturulega buinn að dila við mikil meiðsli svo mér finnst nú alveg að það megi gefa honum smá break

Liðið gegn Bournemouth

Baráttan um borgina?