JFT96 + Dregið í EL

Gleðilegan föstudag. Svaf fólk eitthvað í nótt? Ekki ég, allavega.

Það er glatað að þurfa að ýta þessari æðislegu leikskýrslu neðar á síðunni en það er tvennt á dagskrá í dag sem ekki er hægt að minnast ekki á. Fyrst:

Í dag minnumst við þess að liðin eru 27 ár frá Hillsborough-harmleiknum. Opinbera vefsíðan mun sýna beint frá minningarathöfninni kl. 13:40 í dag að íslenskum tíma, það verður þrungin stund enda líklega síðasta minningarathöfnin áður en það verður loksins kveðinn upp dómur í dómsmálinu sem tók rúma tvo áratugi að fá í gegn og hefur tekið einhver tvö ár eða meira að vinna úr. Réttlætið nálgast, loksins, loksins, loksins. Réttlæti fyrir hina 96 sem fóru á knattspyrnuleik einn daginn og komu aldrei aftur heim. Hugsum til þeirra í dag.


Hitt atriðið er síðan dráttur í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Eftirtalin lið eru í pottinum: Liverpool, Sevilla, Shakhtar Donetsk, Villareal. Dregið verður kl. 10:30 og hægt verður að venju að fylgjast með því beint á vef UEFA. Við munum svo uppfæra þessa færslu um leið og drátturinn er ljós og næstu mótherjar liggja fyrir.

Einhverjir óskamótherjar?

YNWA


Uppfært: Það er búið að draga og okkar menn fengu VILLAREAL í undanúrslitum! Seinni leikurinn verður leikinn á Anfield!

29 Comments

  1. Sevilla. Þurfum að vinna ríkjandi meistara held ég, vil frekar tvo leiki gegn þeim en úrslitaleik.

  2. Alveg sama, bara bring on undanúrslitin. Þetta snýst um hvernig okkar menn mæta í leikina en ekki í hvaða lit andstæðingurinn klæðist.

    Væri auðvitað gott að fá útileikinn fyrst, annars alveg sama.

    Þessi leikur í gærkvöldi… Úff!

  3. Justice for the 96
    YNWA

    A schoolboy holds a leather ball
    in a photograph on a bedroom wall
    the bed is made, the curtains drawn
    as silence greets the break of dawn.

    The dusk gives way to morning light
    revealing shades of red and white
    which hang from posters locked in time
    of the Liverpool team of 89.

    Upon a pale white quilted sheet
    a football kit is folded neat
    with a yellow scarf, trimmed with red
    and some football boots beside the bed.

    In hope, the room awakes each day
    to see the boy who used to play
    but once again it wakes alone
    for this young boy’s not coming home.

    Outside, the springtime fills the air
    the smell of life is everywhere
    violas bloom and tulips grow
    while daffodils dance heel to toe.

    These should have been such special times
    for a boy who’d now be in his prime
    but spring forever turned to grey
    in the Yorkshire sun, one April day.

    The clock was locked on 3.06
    as sun shone down upon the pitch
    lighting up faces etched in pain
    as death descended on Leppings Lane.

    Between the bars an arm is raised
    amidst a human tidal wave
    a young hand yearning to be saved
    grows weak inside this deathly cage.

    A boy not barely in his teens
    is lost amongst the dying screams
    a body too frail to fight for breath
    is drowned below a sea of death

    His outstretched arm then disappears
    to signal thirteen years of tears
    as 96 souls of those who fell
    await the toll of the justice bell.

    Ever since that disastrous day
    a vision often comes my way
    I reach and grab his outstretched arm
    then pull him up away from harm.

    We both embrace with tear-filled eyes
    I then awake to realise
    it’s the same old dream I have each week
    as I quietly cry myself to sleep.

    On April the 15th every year
    when all is calm and skies are clear
    beneath a glowing Yorkshire moon
    a lone scots piper plays a tune.

    The tune rings out the justice cause
    then blows due west across the moors
    it passes by the eternal flame
    then engulfs a young boys picture frame.

    His room is as it was that day
    for thirteen years it’s stayed that way
    untouched and frozen forever in time
    since that tragic day in 89.

    And as it plays its haunting sound
    tears are heard from miles around
    they’re tears from families of those who fell
    awaiting the toll of the justice bell.

    © Dave Kirby 2002

  4. ég ætla að giska á að við fáum Villareal í undanúrslitum, svo tökum við Sevilla í úrslitum 🙂

  5. Fáum Sevilla. Við virðumst alltaf fá erfiðustu andstæðingana sem eru í boði. Það er bara fínt.

  6. Ég hugsa að 14. apríl fari góðudaga bókina í sögu Liverpool. Dagurinn sem liðið stimplaði sig inn á ný með þeim stóru í Evrópu. Dortmund er ekki lið á pari við Aston Villa eða Newcastle heldur á pari við bestu lið bestu deilda Evrópu, við skulum átta okkur á því. Glæsileg endurkoma okkar manna en af hverju lendir liðið undir og það tveimur mörkum. Sigurinn var jú aðalatriðið en fyrir leikinn talaði stjóri Dortmund um að keyra á miðverðina sem hann og gerði og uppskar 3 mörk. Liverpool sannaði það enn og aftur að liðið er hörkugott en veikleikinn er miðjan í vörninni sem verður að stoppa upp í með öllum tiltækum ráðum, nánast sama hvað það kostar. Það þýðir ekkert að vera með miðverði á Astona Villa og Newcastle kaliberi. Milner var frábær í leiknum einkum sóknarlega og gerði það sem manni finnst að hann geti gert mikið oftar en það er að leggja upp mörk. Dugnaðurinn er alltaf til staðar hjá honum svona eins og Dirk Kuyt. Fleiri leikmenn eru að stíga upp og heldur betur sanna sig eins og Origi sem ég held að allir bindi miklar vonir við.
    Ég held það sé alveg sama hverjum við mætum, til að verða meistari þarftu að geta unnið hvern sem er. Sagan segir að Liverpool sé gott í útsláttarkeppnum og ég er ekki viss um að mörg lið í Evrópukeppnum hafi betra vinningshlutfall ef það kemst í 8 liða úrslit, hvað þá í undanúrslit. Gaman væri reyndar að sjá tölfræði um það einhverstaðar.

  7. Biddu var mig ekki að dreyma ? Erum við spenntir? Forum við afram? Ekki skoruðu Sakho og Lovren i fotboltaleik ? Og i sama leiknum?

    ja það sem gerist i draumum og ævintyrum virðast gerast hja Liverpool lika. Martraðir lika eins og 15 April 1989 og eg man þennan dag eins og hann hafi verið i siðustu viku.

    Sigurinn i gær er tileinkaður þeim 96 sem foru til Sheffield og komu ekki lifandi heim og öllum þeim sem syrgja astvini sina og vonandi vinnur rættlætið að lokum og þeir sem bera abyrgð a þessum harmleik fai það sem þeirra hefur beðið allt of lengi og það er refsing sem verður aldrei nogu mikil, þvi miður. En þegar rættlætið vinnur finnur folkið kannski sma frið i hjarta sinu og það a við um okkur öll þvi Liverpool fjolskyldan er utum allan heim.

    Hugsum fallega i dag kæru vinir
    YNWA hefur aldrei att betur við og eftir leikinn i gær er virðing min fyrir Dortmund það mikil að eg hef valið mer lið i þyskalandi til þess að styðja. Þeirra viðhorf og virðing er einstök.

    96 we love you
    YNWA

  8. Við höfum verið að fara erfiðu leiðina. Ef handritið heldur áfram á sömu nótum hlýtur Sevilla að vera mótherjinn. Er samt nokkuð sama hvern við fáum, helst seinni leikinn á Anfield.

  9. Bara besti mögulegi dráttur. Heimaleikur í seinni leiknum og viðráðanlegt lið.

  10. sjá athugasemdina mína nr 6 :), fyrir dráttinn, spáin mín rættist um dráttinn vonandi verður hún fullkomnuð 18. maí 🙂

  11. Flottur dráttur. Og heimaleikur í úrslitum ef við komumst þangað.
    Þannig að rauður búningur klár í úrslitum.

    JFT96

    YNWA

  12. El Madrigal here we come!
    Ég man þegar að FH mætti Villareal í evrópukeppni hér um árið og fyrri leikurinn var á Kaplakrika í þvílíku roki og rigningu maður var í pollagalla í stúkunni að horfa á leikinn. FH gerði sér lítið fyrir og náðu 2-2 jafntefli við sterkt lið Villareal manna sem voru þá með Argentínumannin Martin Palermo sem sinn hættulegasta mann. FH tapaði reyndar seinni leiknum á el Madrigal 2-0 en þetta einvígi hefur alltaf setið fast í minningunni.

    Ég vona núna að við fáum Sevilla í úrslitum í Sviss þann 18. maí næstkomandi að því gefnu að við sláum út þetta Villareal lið sem er drullugott og er sem stendur í 4 sæti í la liga og búnir að vinna Real Madrid einu sinni í vetur og þeir slógu út Napoli í þessari keppni sem eru að berjast um titilinn á Ítalíu þannig að þeir verða erfiður andstæðingur.

    Justice for the 96 og megi þeir hvíla í friði og vonandi mun réttlætið sigra að lokum.

    YNWA!

  13. Þetta verður hörkueinvígi og alveg 50/50 hjá tveimur liðum á svipuðum styrkleika.

    Dortmundar liðið er sterkara á pappír en liverpool liðið og heilt yfir held ég bara betra lið. Ef þeir væru að spila á Englandi þá væri þetta sterkasta liðið þar en í svona úrslitakeppni þá getur allt gerst og ég held að stemmninginn á Anfield og dugnaður/geðveiki leikmanna skilaði þessu í gær. Áhorfendur soguðu boltan inn í markið og kennir þetta manni að pappír skorar ekki mörk.

    Leikurinn í gær kemst í top 5 listan hjá liverpool í Evrópuleikjum og er nóg að taka þar.

    Menn verða samt eins og stjórinn sagði að halda sér á jörðinni og mann maður eftir því þegar Sounes og félagar fengu Genoa að maður hélt að liðið væri að fara lengra eða þegar Benitez og félgar voru með Leverkusen í vasanum þegar ákveðin þjóðverji var tekinn af velli og allt fór til fjandans.

    Maður ætti samt að fara að hætta að efast um liðið. Það hefur verið eins og jójó eftir að Klopp tók við liðinu en það er ekki af því að menn eru ekki að leggja sig fram heldur er þetta aðlögunarferli hjá bæði Klopp og strákunum. Sumir hafa stigið upp (Lovren, Origi, Allen) á meðan að aðrir hafa farið inn í skel( Benteke og Ibe).

    Ég hef trú að þeir komist áfram en það verður gríðarlega erfit og þá þarf að skapa stemningu á Anfield aftur og ekki ætla ég að missa móðinn þótt að það vanti 3 mörk í einum hálfleik 🙂

  14. Ef bæði Liverpool og ManCity lenda neðar en 4. sæti og vinna sínar Evrópukeppnir, þá fara bara 5 lið í CL á næsta tímabili. Liðið í 1.-3. sæti, sigurvegarar CL og EL.

    “Manu ná 4. sætinu bara til þess að það gefi ekki CL sæti útaf Liverpool og ManCity”

    Þetta bara verður eiginlega að gerast…

  15. 24# ég var samt að vonast eftir því að það yrði þannig að Arsenal og United yrðu í 3-4 sæti, City og Liverpool tækju sætin þeirra sem sigurvegarar CL og EL 🙂

  16. Þetta verður svakalegur leikur. Villareal alls ekki auðvelt lið, búnir að vinna Real Madrid og gera jafntefnli við Barcelona á tímabilinu. Það má því ekki vanmeta þá. Hef samt sem áður fulla trú á okkar mönnum og að við vinnum þessa keppni, er eitthvað annað hægt þessa dagana? 🙂 þvílíkur karakter sem að Klopp er búinn að berja í liðið!!

    Get ekki beðið eftir þessum leikjum!

    YNWA

  17. Hendo og Can á hækjum, það verður erfitt að fylla á miðjuna.
    Veit einhver hversu slæmt þetta var með Emre Can ?

  18. Can er líklega frá út tímabilið eins og Hendo þannig að ekki skánar það sérstaklega í ljósi þess að Can hefur verið að spila frábærlega á miðjunni en við getum huggað okkur við það að Allen hefur verið frábær líka þannig að maður vonar að hann haldi því áfram. Svo höfum við Lucas líka upp í erminni til að spila einhverja rullu en drullufúllt að missa svona mikilvæga leikmenn á þessum tímapunkti.

    YNWA!

Liverpool 4 – Dortmund 3

Evrópa á Anfield með kop.is