Liðið gegn Stoke, Ojo byrjar!

Þá er það næsta verkefni!

Klopp stillir þessu svona upp í dag

Mignolet

Clyne – Skrtel – Toure – Moreno

Stewart – Allen – Milner

Firmino – Sturridge – Ojo

Bekkur: Ward, Lovren, Coutinho, Lallana, Lucas, Origi, Smith.

Talsverðar breytingar, inn koma Skrtel og Toure í vörnina, Stewart og Allen á miðjuna og Sturridge og Ojo fram á við.

Það verður virkilega spennandi að fylgjast með Ojo! Skemmtilegt að sjá að Stewart haldi áfram að fá sénsinn eftir meiðslin.

Koma svo! YNWA

45 Comments

  1. Fyrst að hann er að hvíla menn og að rúlla hópnum, sem er mjög fínt, afhverju leyfir hann ekki Ward að spreyta sig í markinu og leyfir Mignolet að slaka á í einn leik.
    Ég veit ekki einu sinni hvernig Ward lítur út ég myndi ekki þekkja hann þó að mér yrði sýnd mynd af honum.

  2. greinilegt að Klopp ætlar ser einfaldlega að vinna Evrópudeildina, hann er ekki einu sinni að reyna að vinna ser inn sæti i evrópudeildinni. eg okkar mönnum mistekst að vinna evrópudeildina gæti þetta season þess vegna endað þannig að okkar menn vinni engan bikar þetta seasonið og endi i 8 til 12 sæti i deildinni.

  3. Hvar er annars Flanagan? Verið að koma honum í form án þess að spila leiki?

  4. Ja hérna hér. Ég sem var í Oxford og gat ekki giskað á þessa liðsuppstillingu. Til hvers er nám? En mér til afsökunar var ég sannfærður um úrslit Sunderland og Leicester. 0-2. 🙂

  5. Finnst skrítið að maður sjái ekki Ward og Flanno í liðinu en finnst frábært að sjá Stewart og Ojo inni.

  6. Skröltormurinn með maður fórnar höndum. Enn Klopp er að reyna að hvíla menn eins og hægt er. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!

  7. Menn hvíla ekki markmann hann þarf að spila ef hann er heill.

    Þess má geta að Dortmund gerðu 8 breyttingar á liði sínu gegn nágrönunum í Schalke og er því greinilegt að bæði Liverpool og Dortmund eru að hugsa um leikinn á fimmtudaginn.

    Þetta er gott tækifæri til þess að leyfa mönnum að spreytta sig og hvíla einhverja.

  8. Um að gera að gefa ungum leikmönnum tækifæri og í bland að spila öðrum leikmönnum í form. Evrópurdeildin er í forgangi þetta tímabilið, þar sem liðið er þremur leikjum frá úrslitaleik. Leikir gegn Stoke eru alltaf erfiðir, mikið um tæklingar og pústra, því eðliegt að gefa lykilleikmönnum frí í dag.

  9. Áhugavert lið, Ibe er ekki í náðinni og hvað er málið með Sahko ? Benteke er líka á leiðinni út.

  10. Greinilegt að bæði Liverpool og Dortmund setja fókus á Evrópudeildarviðureignina.

  11. Klárlega verið að hvíla bæði Lovren og Sahko (ásamt Coutinho og Lallana). Benteke er síðan ennþá meiddur.

  12. Moreeeno! Bjútifúl strike og Milner klókur að taka aukaspyrnuna strax!

  13. 2-0 yfir gegn Sotom(tapa niður forystu 3-2), 1-0 yfir gegn Tottenham(tapa niður forystu), 1-0 gegn Dortmund(tapa niður forystu) og 1-0 yfir gegn Stoke(tapa niður forystu)! Hvað er málið?

  14. Sæll, þvílíkt mark! Vel gert hjá Ojo og auðvitað lætur Sturridge svona ekki fara forgörðum.

  15. Sturridge baby!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ojo með stoddarann!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  16. Klopp þarf að skoða þetta “zone marking”, Joe Allen og Milner að dekka Shawcross í föstum???

  17. Opinn leikur en gæðin kannski ekki of mikil en kannski ekki skrítið þegar 7 breyttingar eru á milli leikja og tveir ungir gaurar að spila sem menn eiga eftir að venjast að spila meira með.

    Annars finnst mér Steward lýta vel út á miðsvæðinu stundum tæpur að vera of lengi(Sakho syndrom) með boltan en gæti orðið flottur leikmaður.
    Ojo hefur auðvita hraða og áræðni en átti í miklum vandræðum í fyrirhálfleik var að tapa boltanum full auðveldlega og var stundum ekki alveg að taka réttu hlaupinn en þetta er mikið efni eins og sást í markinu sem hann lagði upp á stórkostlegan hátt.

    Sturridge finnst mér hafa verið fín og skoraði flott mark en óvenjulegt að hann var ekki að fagna því eins mikið og venjulega þegar hann skorar en hvað um það.

    Joe Allen flottur á miðjuni

    En varnarlínan í smá tjóni og föst leikatriði ekki okkar styrkleiki þar.

  18. Veit einhver af hverju Ojo fór út í hálfleik, meiðsli eða bara klopp að breyta sem virkaði strax-)

  19. Þvílíkt spil sem þetta lið er fært um! Frábært skill hjá Sturridge þarna.

  20. Hah, þetta átti klárlega að vera kross á Sturrridge en þigg þetta result! Sá er að koma sterkur inn þessa dagana.

  21. æ að hafa Sturridge ennþá inn á er eins og að henda ballerínu í hringinn á UFC

Liverpool mætir Stoke á morgun

Liverpool – Stoke 4-1