Bruce Grobbelaar áritar í Jóa Útherja

Heiðursgestur árshátíðar Liverpoolklúbbsins, Bruce Grobbelaar, verður í Jóa Útherja á morgun (laugardaginn 9. apríl) frá kl. 11 til 12 og mun þar árita fyrir stuðningsmenn Liverpool.

Verslunin Jói Útherji er staðsett í Ármúla 36.

Að sjálfsögðu hvetjum við alla lesendur Kop.is til þess að líta við og heilsa uppá þennan mikla meistara, verulega litríkur og skemmtilegur karakter þarna á ferð.
Bruce

Eins verður Sigfús Guttormsson að árita bók sína um Steven Gerrard á saman tíma. Hvetjum auðvitað lesendur kop.is til að kíkja á þann mikla meistara líka.
Sigfús

3 Comments

  1. eg fattadi þad allt i einu ad vid erum m 3 Belgi I lidinu okkar. Benna feita,Simon sloda og oda Origi. sem kostudu samt 50kulur+. Sa eini sem stendur sig hinn ungi Origi. Hvilikt efni sem hann er. Hina mætti losa sig vid. Eg hlo mig mattlausan þegar eg las ad Atletico Madrid vildi kaupa Benna feita fyrir næstum 5 mills meira en vid greiddum f kjotfjallid. Sendid hann af stad til madrid a morgun,Takk. Simon slodi er ekki A markmadur hja neinu storlidi. Kannski ma losa sig vid kauda til hull,mboro eda alika mini clubs. Origi hinsvegar verdur main man I framtidinni.

  2. Grobbelaar er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Frægur fyrir sínar skógarferðir en maður gat alltaf fyrirgefið honum. Þetta er markmaður sem þorði. Gerði engan greinarmun á markteig og vítateig. Átti sinn vítateig. Bezti markmaður Liverpool ever. Hann gat kastað boltanum frá eigin vítateig í mark andstæðinganna. Skoraði nokkur mörk þannig. Hitti flugu á flugi í 40 metra fjarlægð, sérstaklega bíflugur. Gaf hárnákvæmar sendingar. Varði bolta í sammanum. Skutlaði sér 12 metra. Varði bolta utan vítateigs. Besti vítabani ever, lét menn skjálfa af ótta og sýndi það með hnjánum.

  3. Grobbi er án efa skemmtilegasti markvörður Liverpool frá upphafi en kaldhæðninn er sú er að hann er alltaf að gagnrína Mignolet en þeir eru bara helvíti líkir.

    Munurinn er sá að Grobbi var að spila með besta liverpool liði allra tíma og einu af bestu liðum heims síns tíma með stórkostlega vörn fyrir framan sig á meðan að Mignolet hefur ekki þennan lúxus fyrir framan sig. (myndi samt taka Grobba fram yfir Mignolet) en Grobbi var klárlega á sínum tíma veikihlekkurinn í þessu frábæra liði en maður þótti alltaf væntum um hann því að hann var trúðurinn og skemmtikrafturinn í liðinu.
    Hann varði oft á tíðum stórkostlega með þvílíkum tilþrifum en hann var líka duglegur að gera skelfilegmisstök. Hans merkasta stundun var spaghetífæturnar í vítakeppninni 1984 og verður hann fyrir það alltaf liverpool legend og auðvita líka fyrir að vera í sigursælu liði.

    Grobbi var heppinn að tími internetsins var ekki kominn því að hann hefði verið jarðaður á sýnum tíma og það hefði verið til löng myndbönd á youtube með hans misstökum.

    Þrátt fyrir þetta er Grobbi minn uppáhaldsmarkvörður í sögu liverpool einfaldlega af því að maður tengir hann við sigra og bikara. Hann er langt í frá besti markvörður liverpool en Ray uppá sitt best og Reina uppá á sitt besta eru t.d í allt öðrum gæðaflokki en Grobbi uppá sitt besta en hann gaf manni frábæra minningar og það var alltaf fjör í kringum hann.

    P.s svo að það sé á hreinu þá tel ég Mignolet ekki lokasvar við að finna nógu góðan markvörð fyrir liverpool(þótt að framfarir hafa átt sér stað) en Grobbi hefur ekki efni á því að setja eins mikið út á hann og hann gerir.
    Mignolet er nefnilega góður milli stangana en ekki sterkur í fyrirgjöfum og þorir oft ekki að fara af línuni. Grobbi var nefnilega góður á milli stangana en elskaði að fara út í fyrirgjafir en þær enduðu oft með skelfilegum skóarhlaupum eða frábærum inngripum(Og oftast ekkert þar á milli).

Dortmund 1 Liverpool 1

Liverpool mætir Stoke á morgun