Dortmund 1 Liverpool 1

Okkar menn gerðu góða ferð til Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Lokatölur eftir tíðindalítinn leik voru 1-1 jafntefli sem setur upp dúndurleik á Anfield eftir viku.

Jürgen Klopp gerði eina breytingu á liðinu sem mætti Tottenham um helgina; Daniel Sturridge vék fyrir Divock Origi:

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Lallana – Origi – Coutinho

Bekkur: Ward, Toure, Smith, Allen (inn f. Henderson), Ibe, Firmino (inn f. Lallana), Sturridge (inn f. Origi).

Gangur leiksins

Það var fátt um fína drætti í þessum leik. Eftir allt hæpið þá tókst Liverpool að láta Dortmund líta frekar venjulega út í kvöld. Aubameyang og Reus voru sérstaklega ósýnilegir og okkar menn virtust ráða vel við miðju heimamanna. Þeir gulu voru meira með boltann en sköpuðu sér bara 2-3 færi sitt hvorum megin við hlé en í raun ekkert sem maður svitnaði yfir.

Fyrra mark leiksins kom gegn gangi hans á 36. mínútu. Moreno sendi langan bolta upp völlinn þar sem Milner skallaði áfram inn fyrir á Origi sem var maður-á-mann gegn Piszczek. Hann náði að snúa sér og komast í skotstöðu og setti boltann í hornið af vítateignum, framhjá frosnum Weidenfeller í markinu. Þetta var fyrsta færi Liverpool í leiknum og staðan orðin 0-1!

Eftir þetta gerðist fátt markvert fyrir hlé. Aubameyang og Reus áttu sitt hvort færið en Lovren og Mignolet blokkuðu tilraunir þeirra, svo slapp Origi í gegn í uppbótartíma en Weidenfeller sá við honum. Staðan því 0-1 í hálfleik.

Fyrirliðinn Henderson meiddist á hné fyrir hlé og vék fyrir Allen. Klopp sagði eftir leik að meiðslin litu ekki vel út en við vonum það besta.

Seinni hálfleikur byrjaði illa og strax á 48. mínútu voru heimamenn búnir að jafna. Þeir tóku stutt horn úti hægra megin, Mkhitaryan fékk boltann og leit upp og fann Hummels sem hafði í uppstokkuninni lent maður-á-mann gegn Lallana. Okkar maður átti ekki séns í það skallaeinvígi og staðan því 1-1 og maður óttaðist það versta.

Það varð þó eiginlega aldrei. Dortmund skapaði sér í raun aldrei meira og á 51. og 52. mínútu áttu okkar menn þrjú frábær færi (Coutinho, svo Clyne, svo Coutinho aftur) en Weidenfeller varði þau öll og hélt þeim á floti. Eftir það gerðist varla neitt markvert í svona 25 mínútur þar til báðir stjórar fóru að skipta inná en leikurinn fjaraði út og endaði í nokkuð sanngjörnu 1-1 jafntefli.

Jákvætt

Þetta var alvöru útivallarframmistaða í Evrópukeppni hjá liðinu. Mignolet var traustur í markinu, vörnin frábær fyrir framan hann, okkar menn höfðu lengst af tök á miðjunni og mér fannst í raun allir spila vel í kvöld. Þá voru fimm leikmenn á hættusvæði en þeim tókst öllum að forðast gult spjald og Klopp hefur því nánast fullt hús að velja úr eftir viku. Firmino kom inná í lokin og verður því væntanlega klár eftir viku.

Ég verð líka að minnast aðeins á Westfalenstadion. Kannski hafði róleg frammistaða heimaliðsins áhrif á stemninguna, kannski var það öfugt, en þessi margrómaði völlur hefur að mínu mati oft verið meira lifandi og kraftmikill en í kvöld. Helst sá maður stemninguna úr rauða svæðinu eftir að Origi kom okkar mönnum yfir.

Mig grunar að við eigum ekki eftir að segja það sama um Anfield eftir viku. Sá staður mun N Ö T R A af stemningu!

Neikvætt

Eiginlega bara meiðsli Henderson. Við vonum það besta.

Maður leiksins

Það er freistandi að velja Klopp bara hérna. Mér fannst hann lesa Tuchel og Dortmund-liðið hárrétt (kemur hrikalega á óvart eða hitt þó heldur) og núlla út allt sem gerir þetta Dortmund-lið svo gott. En hann gerði það ekki einn, það verður að hrósa öllu liðinu fyrir agaða og þolinmóða frammistöðu.

Mér fannst allir góðir í kvöld, myndi helst velja Emre Can og miðverðina tvo sem leikmenn sem stóðu upp úr góðri rest. En maður leiksins var klárlega DIVOCK ORIGI sem leiddi línuna frábærlega, vann ötullega án bolta og hélt honum vel innan liðsins þegar þurfti. Og hann nýtti frábærlega vel, fékk tvö dauðafæri og skoraði úr öðru þeirra útivallarmark sem gæti fleytt okkur í undanúrslitin áður en yfir lýkur.

Framundan er löööng vikubið eftir seinni leiknum. Það eru mistök að ætla að afskrifa þetta Dortmund-lið, seinni leikurinn verður galopinn og jafn. Samt, Þetta Er Anfield. Mikið hlakka ég til!

YNWA

36 Comments

 1. Flottur leikur, Dortmund hrikalega sterkir en eftir 90 mínútur að þá vorum við búnir að eiga fleiri góð færi heldur en þeir. Fáum útivallarmark og töpuðum ekki. Frábært bara.

  Sahko maður leiksins og Lovren líklega í öðru hjá mér.

 2. Mjög góð úrslit. Vörnin rokksólídd. Þetta eina mark var undantekningin! Hefðum átt að setja ca. þrjú mörk á þá en þeir fengu hálffæri, það var nú allt. Seinni leikurinn verður háspenna!

 3. Flottur leikur og betri úrslit en ég vonaðist til. Bjóst við 2-1 fyrir BVB. Hlakka til seinni hálfleiks. ??

 4. Sælir félagar

  Sá ekki nema helminginn af seinni hálfleik og var sáttur við það sem ég sá. Niðurstaðan er meira en ásættanleg. Mark á þessum sterka útivelli og jafntefli er betra en ég bjóst við.

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Flott úrslit á massívum útivelli.

  Nú er bara að sjá til þess að liðið verjist sem heild og haldi hreinu í seinni leiknum.

  Neikvætt að fá á sig enn eitt markið úr föstu leikatriði.

  Einnig fannst mér Moreno heppinn að fá ekki rautt spjald fyrir gjörsamlega glórulausa tæklingu, það sem hann getur verið ruglaður strákurinn.

  Annars heilt yfir bara fjandi góð frammistaða á móti einu besta liði Evrópu.

  Auðvitað hugsa menn um einn leik í einu – en við ætlum alla leið í þessari keppni.

  Áfram Liverpool!

 6. Menn verða gefa Can credit hann var geðveikur i 85 min i þessum leik.

 7. Frábær úrslit og mjög solid leikur hjá okkar mönnum.
  Liverpool voru að vinna í háfleik en það verður að segja eins og er að það var gegn gangi leiksins heimamenn voru hættulegri og Lovren, Sakho og Mignolet björguðu vel á meðan að við héldum boltanum ekkert og en flott afgreiðsla Origi kom okkur yfir og svo hefði hann geta bæt við marki alveg í blálokinn. Dortmund voru að komast í 3 á 3 og 4 á 4 þegar þeir voru að keyra á varnarlínua okkar þar sem myndaðist gat á milli miðju og varnar.

  Það er því skítið að segja þetta en síðarihálfleikur þar sem við fengum á okkur mark strax í byrjun þar sem sú skrítna staða kom upp að Lallana þurfti að dekka Hummels (er það ekki jafn leikur) var eiginlega skárri.
  Liðið var þéttar á miðjuni, hélt boltanum betur og snilldar markvarsla kom í veg fyrir að Coutinho skoraði og heimamenn ógnuði eiginlega lítið sem ekkert fannst mér eftir að þeir jöfnuði.

  Heilt yfir flottur leikur.
  Mignolet flottur
  Lovren/Sakho voru traustir þótt að Sakho reyndi í fyrirhálfleik að láta mann fá hjartaáfall þegar hann var að reyna að spila boltanum í vörninni.
  E.Can var virkilega sterkur í dag og hvað þá eftir að hafa fengið bull spjald eftir 8.mín.
  Millner var vinnusamur að vanda en mér fannst Henderson einfaldlega eiga lélegan fyrirhálfleik þar sem hann tapaði boltanum nokkrum sinnum á hættulegu stöðum og sendingar ekki að ganga.
  Joe Allen kom inná í hálfleik og fannst mér við ná að spila betur á miðsvæðinu eftir að hann kom inná.
  Coutinho hvarf og birtist til skiptist í þessum leik og er alltaf hættulegur.
  Lallana var ekki áberandi og náð sér ekki alveg á strik þótt að dugnaður og vinnusemi voru til fyrirmyndar.

  Maður leiksins var svo Origi sem var oft alein frami en varnamenn heimamanna réðu ekkert við hann og náði hann að halda boltanum vel enda líkamlega sterkur og skoraði flott mark og þarf ekki að ræða það að þetta var góð ákvörðun hjá Klopp að byrja inná með strákinn.

  Einvígið er bara hálfnað og er staðan fín en það er nóg eftir og verður erfit að komast áfram en ef liði spilar eins og þeir gerðu í síðarihálfleik(og láta kannski ekki Lallana dekka stóran kall inní teig) þá eigum við góðan möguleika á að komast áfram.

  P.s stórkostleg stemmning á vellinum og vona ég að Anfield toppar þetta eftir viku.

 8. Frábær úrslit, útivallarmark og allir sem skiptu máli sluppu við gult (Moreno reyndar fyrir kraftaverk, en þigg það!). Sakho og Lovren algjör beasts.

 9. Origi að sanna sig sem sóknarmaður nr 1 hjá okkur. Frábær vinnsla í honum allan leikinn og óheppinn eða klaufi að setja ekki tvö mörk í kvöld. Enn og aftur kemur markvörður andstæðinganna í veg fyrir stórsigur okkar manna. Hvað ef????? Flottur leikur gegn göðu liði

 10. Frábær leikur og stórgóð úrslit á einhverjum erfiðasta velli í Evrópu. Er Evrópukeppnin að spilast upp í hendurnar á okkur, 11 leikir, 4 sigrar og 7 jafntefli, markatalan 11-6 . Eitthvað stórkostlegt er að gerast, ég finn það á mér.

 11. Þetta var góður leiku hjá Liverpool og skora á útivelli á erfiðum andstæðingum. Frábært!!!!

  Nú er bara seinni leikurinn eftir og ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!

 12. Vá, frábær leikur og frábær skemmtum. Flottur fótbolti og frábært að sjá Origi fremstan. Fannst hann svo algjörlega nýta tækifærið sitt, fór ekki einu sinni í fýlu þegar hann var tekin útaf eins og sumir.
  Mér fannst allir standa sig frábærlega en nem hvað að ég skil ekki alveg Moreno, þessi tveggja fóta tækling á hinum vallarhelming var svakaleg, og hann slapp sem betur fer.

  Hálfleikur, og koma svo Klopp og hans menn. com on you Reds.

 13. Flott!..mjög flott..Við erum svooo nálægt því að verða frábært lið..Þetta er spurning um 2-3 frábæra leikmenn….Vona að Jurgen verði sá segull á leikmenn sem ég held að hann sé…
  En sjitt hvað Hummels er góður..
  Þetta lið er flott..smá sparsl og við verðum mega….Við erum að tala um að við létum Dortmund líta frekar slappa út…En..svo er það Stoke næst og hvað gerist þá?
  Ég er bjartsýnn!

 14. Þessi Stoke leikur mun engu máli skipta, eigum að hvíla menn þar.
  Okkar raunverulegi séns á að fá eitthvað út úr tímabilinu er Europa League

 15. Origi man of the match?

  Sakho v BVB:

  100% aerial duels won.
  3 blocks.
  2 clearances.
  1 interception.

  Captain material.

 16. Sammála Brynjari #18. Myndi segja Sakho, Lovren og svo Mignolet/Can/Origi. Ótrúlega mörg crucial blocks hjá Sakho og einnig nokkrar beittar sendingar fram í gegnum miðjuna. Samt alveg sanngjarnt að Origi fái MOTM vegna þess hvernig hann nýtti tækifærið í öðrum eins leik.

 17. fór með drenginn minn 15 ára í viku ferð í veturfótbolta,,.,.,. ferð og sáum arsenal-Barcelona Liverpool-augsburg , Watford-bournemouth og svo úrslitaleikinn liv-city.. þar sem við fórum báðir að gráta eftir tapið í vító.
  Ennnn margir eru að gagnrýna origi….. mér finnst hann frábær leikmaður og ég held að maður sjái og fatti það ekki nema sjá hann life… svipað og var með Henderson þegar hann kom fyrst til Liverpool…. þá var ég búin að sjá hann (Henderson) með 21 árs liði Englands á móti Íslandi og svo ég vitni í félaga minn sem var á leiknum,.,., þá litu leikmenn Íslands út eins og krakkar 🙂 (þá var Henderson í Sunderland)
  Henderson var mikið gagnrýndur fyrst og vonandi jafnar hann sig á meiðslunum og verður legend.
  vona eftir þennan leik að menn gefi origi meiri séns. Einn besti leikmaður sem Liverpool á 🙂 enda sést að mr manager hefur mikla trú á honum 🙂
  smá skot á podcast sem ég elska og ættu helst að vera 2svar í viku 🙂

 18. Mér finnst menn aðeins vera gleyma James Milner hérna á síðunni. Ein besta frammistaða sem ég hef séð hjá honum á tímabilinu. Gafst aldrei upp elti alla bolta og lagði upp markið. Milner var gjörsamlega frábær í kvöld, MOM hjá mér klárlega.

 19. fannst mönnum vanta djúpan miðjumann ?
  stundum voru gulir andstæðingar að fá boltann í fætur bakvið miðjuna og keyra á vörnina.
  Annars er ég ekki að kvabba, mjög sáttur með kvöldið

 20. Frábær úrslit. Gaman að sjá að markvarsla og vörn eru farin að ná saman….og Liverpool getur alltaf skorað mark. Liðið er allt að koma til. Alveg góður möguleiki að slá Dortmund út sem verður að teljast helvíti gott.

 21. Ég var að klára að horfa á leikinn aftur. Vissulega hefðum við átt að skora 2 mörk til viðbótar en þar sem ég pæli mikið í taktik þá fékk ég sömu tilfinningu og þegar ég horfði á leikinn live.

  Það var allt allt allt of mikið bil sem skapaðist milli fremsta manns og aftasta. Þeir fengu oft að vaða á okkur í gegnum hjartað en þeir fóru alveg afskaplega illa með þá möguleika sem voru í stöðunni. Ég vona innilega að við lokum þessu betur í seinni leiknum.

  Sakho og Lovren gerðu nokkur mistök en náðu að bjarga hvor öðrum þegar það gerðist. Lovren var heilt yfir betri samt en Sakho átti samt björgun leiksins.

  Innkoma Allen var jákvæð því Hendo var slakur og greinilegt að hann er langt frá því að vera heill. Coutinho hefur oft verið betri en hann er alltaf líklegur. Hann var frekar slakur í fyrri hálfleik þar sem hans galli er hversu auðveldlega hann tapar boltanum og hann ásamt Henderson voru að tapa boltanum of oft.

  Can fannst mér magnaður í þessum leik og okkar besti maður á eftir Origi sem spilaði leikinn ótrúlega gegn frábæru liði. Hann náði að halda boltanum vel og þeir voru skíthræddir við hraðann og ákafinn í drengnum var magnaður.

  Clyne má fá meira hrós en hann fær. Hann er hrikalega mikilvægur. Fljótur og sterkur og virðist alltaf vera solid. Moreno var síðri en Clyne og tæklingin í lokin hefði með réttu verið rautt spjald en Spánverjinn spjaldaglaði sýndi landa sínum eða kannski frænda mikla blíðu.

  Eftir að hafa horft á leikinn aftur hækkuðu gæði Milner úr 7 í 8. Hann hreinsaði upp fullt af boltum og var hrikalega öflugur og mikilvægur í varnarhlutverkinu.

  Ég ætla ekki að vera neikvæður enda voru þetta flott úrslit en ég er alls ekki sammála því að skipulagið hafi verið 100% því við vorum mjög opnir í miðsvæðinu en Dortmund voru klaufar að nýta ekki nokkra möguleika þar sem þeir voru að sækja 4 á 4 eða stundum náðu þeir yfirtölu en misstu boltann með lélegum sendingum eða reyndu að hnoða boltanum í gegn um svæði sem var lokað og þar kannski sérstaklega voru Lovren og Sakho virkilega góðir.

  Mignolet hafði ekki mikið að gera en hann greip vel inní þegar hann þurfti þess..

  Þetta er galopið einvígi. Ég vona innilega að þeir sýni sama leik á Anfield þar sem sóknarleikur liðsins þeirra var slakur. Margar lélegar ákvarðanir og feil sendingar. Það mun líka reyna meira á vörnina þeirra á Anfield. Þar held ég að þeirra veiki punktur sé. Kannski eins og hjá okkur á flestum dögum síðustu ár.

  Að lokum. Hrikalega sáttur með mark á útivelli en vonandi bitnar færa nýtingin ekki á okkur enn einu sinni eftir að seinni leikurinn klárast. Það verður að koma í ljós. Við þurfum líka að hætta að láta markmenn andstæðingana vera menn leiksins.

  YNWA

 22. #25
  Tek það fram að ég er ekki búinn að horfa á leikinn aftur (sem þýðir að stressið/spennustigið clouds my judgement).
  Ég skrifa bilið á milli miðju og varnar í gær á gegenpressing Klopps þar sem ég tel að Tuchsel hafi farið yfir lausnir á æfingarsvæðinu fyrir leik.
  Þetta er allavega tilfinning mín sem ég fékk við áhorf.

  Annars er ég sáttur við útivallarmark og hlakka til fimmtudagskvöldsins í næstu viku.

  YNWA

 23. Rétt hjá þér Kristján að eiginlega það eina neikvæða í leiknum voru meiðsli Henderson. Þessi vetur fer held é hljóti að vera í sögubækur sem meiðslaveturinn mikli. Henderson var búinn að spila lengi hálfmeiddur en var virkilega að nálgast sitt besta form. Því er mikill missir í honumí harðri keppni framundan. Nú verður Can að taka enn meiri ábyrgð og Milner að hlaupa eins og margir hestar á miðjunni. Sennilega þarf að byrja með Allen í einhverjum leikjum sem eru framundan og er það pínu áhyggjuefni en vonandi stendur hann upp úr skónum og spilar eins og hann getur best. Sakho og Lovren mynda orðið gott par á miðjunni í vörninni og virðist ekki vera haggað í bili. En hver átti að dekka Hummels? Þetta var eftir stutt horn svo það var einfaldlega talið vitlaust inn á teig. Mistök sem kostuðu mark. Í heild var yfirbragðið á liðinu ágætt þó vissulega hefði það mátt vera meira með boltann og nýta góð færi betur. Nú er bara að nýta þennan meðbyr sem jafntefli á útivelli gefur og standa í lappirnar á heimavelli og fara taplausir í gegnum þessa keppni. Áfram Liverpool.

 24. #16

  Þú ert geðveikur ef þú segir að Sakho sé captain material, finnst hann enginn leiðtogi inná vellinum. Lovren stjórnar honum. Hann á það líka til að reyna alltof mikið og koma sér í stórvandræði, hann var ömurlegur á móti Tottenham fannst mér, töluvert skárri þarna en var alltof oft að gefa speisaðar sendingar og reyna eitthvað fancy í staðinn fyrir að losa sig bara við boltann.

  Þess þá auki þá átti Lovren besta blockið í þessum leik þegar að hann elti Aubameyang þegar að það kom stungubolti á hann og blokkaði skotið hans.

 25. Magnum. Góður punktur hjá þér sem ég tek vissulega undir. Ég skil pælingum vel Hvar pressan byrjar og hvar á að pressa en ég er samt nokkuð viss um að þeir horfi á leikinn aftur og sjái að þetta bil bauð uppá of marga hættulega möguleika. Þetta er það sem við þjálfararnir viljum samt forðast. Þeir fengu of oft boltann á þessu svæði vegna þess að fremstu menn pressuðu og vörnin sat á meðan of aftarlega og svo öfugt. . En við skulum ekki kvarta. Frábær skemmtun þessi leikur

 26. Mjög svo frábær úrslit á þessum útivelli og að hafa komist yfir var framúr mínum björtustu!

  Núna dugar okkur 0-0 jafntefli til að komast áfram og hinir þurfa að sækja markið, það mun vonandi opna fyrir okkar menn og ég er orðinn talsvert bjartsýnn á einvígið. Segjum sem svo að við klárum Dortmund, þá getum við alveg farið alla leið!

  YNWA!

 27. Thad gæti reynst afar hættulegt ad fara enn framar med vornina, tha serstaklega thegar Dortmund hefur striker eins og Aubameyang! Enn plássid var oft a tidum of mikid, ætli helsta ástædan sé ekki sú ad Can átti thad til ad gera atlogu ansi framarlega, hvort thad var uppleggid eda ekki tha skilur thad plass aftarlega ef thad er enginn sem tekur vid.

 28. Þangað til annað kemur í ljós ætla ég að halda mig við að holan hafi verið hafi verið hluti af leikáætlun Klopp.

  En eftir meiðsli Henderson verður spennandi að sjá hverjir manni miðjuna í næstu deildarleikjum á meðan Can tekur út leikbann.

  Veit einhver hvernig staðan er á ungu miðjumönnum okkur? Er Stewart ennþá meiddur?

 29. Henderson hugsanlega úr leik út tímabilið og EM í hættu hjá honum.

 30. Hvað með Cameron Brannagan? Hvar er hann? Einn af örfáum með spyrnufót.

 31. Þeir sem munu að ég held fylla skarð Henderson það sem eftir lifir tímabils eru að Joe Allen og James Millner að mestu. Ég held líka að Coutinho fari meira á miðsvæðið sem fremsti maður fyrir framan E.Can og annað hvort Millner/Allen.

  Henderson hefur heilt yfir ekki átt merkilegt tímabil það sem af er. Hefur verið að glíma við meiðsli og hefur átt einn og einn fínan leik enda allur að vilja gerður en meiðslinn hafa klárlega verið að trufla hann og er kannski ljót að segja þetta en fyrir utan að þetta skaðar breyddina þá held ég að Liverpool ráði betur við hans hvarf heldur en marga aðra.

  P.s framfara verðlaun eftir að Klopp tók við fara til E.Can, Joe Allen, Lovren og Moreno(sem hefur ekki verið frábær en var varla nothæfur á síðustu leiktíð og byrjun á þessari) sem mér fannst Rodgers ekki ná neitt úr(Firminho líka en hann var auðvita ný kominn til liðsins).

 32. Þetta var magnaður leikur hjá okkar mönnum. Emre þvílíkt kjöt á miðjunni og vörnin að standa sig feiknavel. Við vorum sko ekki að spila á móti neinu smáliði og þessi völlur erfiður. Frábært gameplan og það eru svona leikir sem fá mann til að fyllast stolti.

  Gott að lesa um að allir séu samt enn á jörðinni og Klopp talar um að nú sé bara hálfleikur og að Dortmund geti skorað mörk og unnið hvar sem er. Það er svona mindset sem við þurfum. Þvílíkur sigurvegari þessi maður! Svo les maður líka að hann var svo fókuseraður á leikinn að hann tók ekki við gjöf af hendi formanns sérstak aðdáendaklúbbs sem stofnaður var í kringum hann sjálfan í Dortmund.

  Verð að bæta einu við, Klopp tekur svo á sig að hafa látið Lallana vera þarna á varnarvaktinni þegar Hummels hamraði hann inn og í gegnum lúkur Mignolet. Klopp sagðist hafa ákveðið að láta Lallana vera þarna í stað Origi…Þarna tekur hann á sig mistökin í stað þess að kenna öðrum um og sýnir hverslags teymahugsun ríkir. Vinnum sem lið, töpum sem lið. Ég hef trú á að við séum með besta stjórann í dag. Punktur.

  Klárum þetta á Anfield á fimmtudag.

Liðið gegn Dortmund

Bruce Grobbelaar áritar í Jóa Útherja