Liðið gegn Tottenham

Þá er liðið sem mætir Tottenham eftir klukkutíma eða svo komið.

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Coutinho – Sturridge – Lallana

Bekkur: Ward, Toure, Allen, Ibe, Origi, Skrtel, Smith

Það er svo sem ekki neitt sem kemur eitthvað sérstaklega á óvart þarna. Benteke og Firmino eru meiddir, sá belgíski verður frá í mánuð en Firmino var touch-and-go á að ná leiknum en er því miður ekki með í dag en ætti vonandi að vera klár fyrir Dortmund á fimmtudaginn. Origi sem meiddist í landsleikjahléinu er á bekknum.

Fínt lið í dag og líklega sterkasta byrjunarliðið sem við getum stillt upp fyrir utan auðvitað Firmino svo erfitt að kvarta eitthvað yfir þessu.

Spurs stilla sömuleiðis upp mjög sterku liði og í fljótu bragði man ég bara eftir Vertongen og Lamela sem vantar í þeirra lið.

Sjáum hvað setur, leikirnir á milli þessara liða eru oftar en ekki mjög skemmtilegir og gætum við líklega séð tvö góð lið mætast hér í dag. Liverpool hefur haft ágætis tök á Spurs á Anfield undanfarið (og bara yfir höfuð) og vonandi heldur það áfram hér í dag. Sjáum hvað setur.

31 Comments

  1. Miðað við brosið á Sturridge á síðustu æfingu, þá setur hann tvö. Venjulega er hann saddur eftir eitt. Lovren með það þriðja eftir hornspyrnu frá … 3-0

  2. Miðað við hvernig aðrir leikir í dag eru að fara, þá endar þetta 2-2 eða 4-0.

  3. Ég segi nú bara eins og Bjarni Fel í gamla daga: Liverpool fær hornspyrnu á stórhættulegum stað.

    Hvernig ertu í lit?

  4. Ennþá vankaður og þunglyndur eftir síðasta deildarleik. Enga lyst á þessum eins og er ? gaman ef þetta færi samt 5-0

  5. Við vinnum þetta, ég hef tilfinnugu fyrir því, ef ekki þá hætti ég að treysta á innsægi mitt og biggi allar mínar ákvarðanir á litlausum tölum…

  6. Lovren búinn að vera stórkostlegur fyrstu 30 mín. Bjarga okkur trekk í trekk og lesa leik andstæðingana vel á meðan að Sakho hefur verið skelfilegur. Tapar boltanum og liggur oft á rassinum.

    Það ætlar að ganga erfilega að hafa tvo miðverði hjá liverpool sem spila vel á sama tíma.

    Henderson hefur verið duglegur að vinna bolta á meðan að sóknarleikurinn hefur ekki verið að ganga vel og munar um það að Couthinho hefur verið mjög lélegur það sem af er.

  7. Shako búin að vera að skapa óþarfa hættu en held að við ættum samt ekkert að skipta um miðvörð í hálfleik. Bráð skemmtilegur leikur sem við vonandi vinnum
    YNWA

  8. Jú jú, Sakho er ágætis náungi og á stundum góða leiki, en ég er samt alltaf með kúkinn í buxunum þegar hann er með boltann. Ég nenni því eiginlega ekki lengur. Þarf Liverpool í alvöru að hafa miðvörð sem flestir eru reglulega á tauginni yfir?

  9. jæja, er ekki rétt að skipta um borða á þessari frábæru siðu??

    Sakho er bara ekki hægt, veit ekki hvað ég á að segja hann. Hann er búinn að vera þvílíkt í ruglinu. Lovren að sama skapi, sem betur fer, búinn að vera frábær.

    Skemmtilegur leikur og við óheppnir að vera ekki búnir að setja allavega eitt mark. Koma svo, taka þetta í seinni.

  10. Flotur leikur so far…. Hugo Lloris med 12 í einkun og eina sem hefur komid í veg fyrir Liverpool forystu. Sakho kallinn í ansi miklum vandrædum. Hendo flottur

  11. Er að fylgjast með textalýsingu, lítur ekkert alltif vel út og það sem verra er að hættulegustu mennirnir á bekknum eru Allen, Ibe og Origi. Origi er tæpur vegna meiðsla og Ibe hefur ekki verið þessi wonderboy sem hann leit út fyrir að vera. Treysti á Veilska Pirlo til að stríða Spörsurum!

  12. 0-0 í hálfleik.

    Sturridge með dauðafæri og Lallana með flott skot sem Loris varði frábærlega.

    Lovren fær 10 fyrir fyrstu 45 mín – líklega besti hálfleikur miðvarðar hjá liverpool í vetur. Var að bjarga Sakho aftur og aftur, lesa leikinn, vinna skalla og blokka skot.
    Sakho skelfilegur
    Coutinho lélegur.
    Lallana vann boltan og var að gera sitt
    Sturridge hefur ekki verið að gera neitt í þessum leik.
    E.Can/Millner/Henderson allir duglegir og skila sýnu varnarlega en taka lítinn þátt í sóknarleiknum.
    Moreno sterkur sóknarlegar en veikur varnarlega.
    Clyne búinn að sýna lítið.
    Mignolet búinn að vera solid.

    Þetta er 50/50 en liverpool búnir að fá betri færi og var þetta ágætist hálfleikur hjá okkar mönnum gegn sterku Tottenham liði. Liðið byrjaði rólega en tókst að spila sig inn í leikinn og voru sterkari en gestirnir.

    Þetta er samt galopið og verður fróðlegt að sjá hvort að Klopp og félgar geri einhverjar breyttingar taktískar eða hvort að hann sé sáttur.

  13. Sæl og blessuð.

    The half time result from the Sverriz jury:

    Miðjan öflug, hraðinn ævintýralegur, mikil gæði í liði andstæðinganna, Lloris maður hálf-leiksins, Sakho klaufskari en Sigmundur Davíð, Lovren okkar maður hálfleiksins, Coutinho vænlegur og Can öflugur, Henderson að ná aftur vopnum sínum, Moreno með sjaldséða varnartaka trekk í trekk, Lallana óheppinn að skora ekki, Mignolet góður í vörslunum og svakalegur í úthlaupum og Sturridge þarf að fá sendingu af lýsi með næsta skipi.

    Hvað breytist í seinni hálfleik?

    Þreyta kemur í leikinn, flestir nýkomnir úr landsleikjaati. Klaufavillur í vörninni munu skipta sköpum. Sé ekki að við eigum annan kost á væntanlegum markaskorara en þeim sem þarna eru. Þeir verða því að herða sig.

  14. Ef Liverpool ætti svona plat markmann eins og þessi í markinu hjá Tottenham, þá værum við með 10 fleirri stig í deildinni.

    Þetta er samt ekkert skot á Mignolet. Hann er búinn að vera fínn og okkar menn eru búnir að eiga hættulegri færi.

    Spái því að Origi komi inn í hálfleik og ef þetta heldur áfram með þessum hætti, þá vinnum við þennan leik.

  15. Nokkuð ánægður með þennan fyrrihálfleik og ættum að vera yfir. Við höfum átt hættulegri færi og ég óttast aðeins að gæðamunurinn á Lloris og Mignolet muni gera útslagið í þessum leik. Spurst munu fá sín færi í seinni og ég sé okkar mann ekki verja dauðafæri á borð við þau sem Lloris tók í fyrri.

  16. Vel varið hjá Mignolet. Munum þurfa fleiri svona vörslur til að ná stigum úr þessum leik.

  17. Þessi kafli frá því Coutinho skoraði sýnir svo hversu linir við erum í okkar aðgerðum í leiknum svo oft. Búnir að tapa miðjunni alveg og þrýstum ekkert á andstæðinginn.

    Þetta verður að laga í sumar.

    Það verður ekki gert með þeim mönnum sem eru í klúbbnum núna…við þurfum nýtt blóð til þess.

  18. Þetta er einn af þessum dómurum sem mætir á Anfield með það markmið að láta sko ekki scouseranna hafa nein áhrif á sig og dæma helst sem oftast gegn heimaliðinu

  19. Henderson er búinn að gera meira positive á síðustu 15 mín en í síðustu 5-10 leikjum!

  20. Sakho búinn að vera með Kane allan leikinn og lent tvisvar í vandræðum. Lovren fær hann einu sinni í fangið og bamm mark. Kane er ekki búinn að skora 22 mörk fyrior ekki neitt. Hann er einfaldlega feiknarlega góður og hættulegur og allir varnarmenn eru í vandræðum með hann. Hættið því að skíta í Sakho. Hann er búinn að vera mjög góður í þessum leik en verið eins og fleiri í vandræðum með Kane

  21. Eins og Lovren er búinn að vera frábær í þessum leik þá þetta mark er alveg svakaleg byrjendamistok hjá honum að sleppa kane á hægri fótinn þarna en svakalega mikið af feilsendingum hjá báðum liðum

  22. Flott varsla hjá Mignolet…hann gæti verið að bjarga stigi fyrir okkur.

  23. Við áttum ekki meira skilið hér.

    Getum þakkað Mignolet þetta stig að mínu viti.

    Heimta það að á næsta ári verðum við í betri gír gegn þessu Tottenhamliði. Þó vissulega við höfum örugglega eyðilagt titilvonirnar þeirra…þá eru þeir töluvert sterkari sýnist mér.

Tottenham á Anfield

Liverpool 1-1 Tottenham