Opinn þráður – Johan Cruyff

Fórboltaheimurinn syrgir Johan Cruyff í dag, líklega besta leikmann sem komið hefur frá Evrópu. Fáir ef einhverjir hafa haft eins mikil áhrif á knattspyrnuna og hann.

Hann spilaði gegn Liverpool sem var þá undir stjórn Bill Shankly árið 1966. Leikurinn fór 5-1 fyrir Ajax og var hreinlega kennslustund fyrir okkar menn. Þetta er ennþá stærsta tap Liverpool í Evrópukeppni.

Bill Shankly var reyndar ekki af baki dottinn eftir þennan leik og sannfærði stuðningsmenn Liverpool um að Liverpool gæti snúið þessu við á Anfield, það tókst ekki.

Þessi orð Cruyff um stuðningsmenn Liverpool árið 2005 eru á veggnum á Melwood (eða Anfield).

Mæli endalaust með þessari grein um kappann, algjörlega frábær.


Annars er maður ennþá hálf vindlaus eftir þennan helvítis Southamton leik, sjaldan verið eins pirraður yfir leik.

4 Comments

  1. RIP Johann Cruyff. Snillingur.
    Annars er það helst í fréttum að Origi er meiddur. Elska landsleikjahlé.

  2. marteinn geirsson atti ad gæta cruyff i landsleik eitt sinn. þad eina sem marteinn sagdist hafa sed af cruyff var bakid og ad hann hafi verid m numerid 14 a bakinu

  3. Einn sá allra besti, talaði 14 tungumál og mjög klár. Ókostur hans klárlega reykingar sem draga hann væntanlega til dauða.

  4. Johan Cruyff -@JohanCruyff

    Sometimes I think it would be good if clubs wouldn’t have any money to spend, forcing them to have a good academy.

Southampton 3 – Liverpool 2

Sumarhreingerningar á Anfield.