Man City á miðvikudag

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í MAÍ! SJÁ NÁNAR HÉR

Man City kemur í heimsókn á morgun, miðvikudag, og hefjast leikar kl. 20:00.

liverpool-vs-man-city

Þessi upphitun verður í styttra lagi, enda var Maggi með frábæra upphitun fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum þar sem hann fór vel yfir bæði lið. Ég verð að viðurkenna það að það er erfitt að mótivera sig fyrir þessi skrif, tapið á sunnudag situr svolítið í manni ennþá. Það er alltaf ömurlegt að tapa úrslitaleik.

Liverpool

Það gætu orðið einhverjar breytingar á byrjunarliðinu fyrir þennan leik, leikmenn voru auðvitað flestir að spila 120 mínútur og Klopp sagði á blaðamannafundinum í dag að þetta væri bara spurning um hverjir væru búnir að jafna sig.

Lucas verður ekki með, hann tognaði víst við það að taka vítaspyrnuna!

Lovren ætti að vera búinn að ná sér af veikindunum, spurning hvort hann sé orðinn klár í 90 mínútur. Sakho fékk auðvitað höfuðhögg og var tekinn útaf, ákvörðun með hann verður tekin í dag eða á morgun samkvæmt Klopp og svo er auðvitað spurning hvort að menn eins og Sturridge séu klárir í annan leik þremur dögum eftir að hafa spilað í 120 mínútur.

Það kæmi mér stórkostlega á óvart ef að Sturridge myndi byrja þennan leik. Einnig finnst mér hæpið að Can og Coutinho séu að fara spila, þeir félagar spiluðu í 120 mínútur á meðan Firmino var tekinn útaf eftir 80 mínútur og Lallana kom inná eftir 71 mínútna leik. Ég ætla því að skjóta á að liðið verði svona:

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Milner – Allen – Henderson

Firmino – Origi – Lallana

Lovren kemur sem sagt inn í stað Lucas, Allen kemur inn á miðjuna í stað Can, Lallana tekur sæti Coutinho og Origi leiðir línuna í fjarveru Sturridge. Benteke verður áfram á bekknum en kemur inn á í síðari hálfleik og verður dæmdur rangstæður mínútu síðar.

Spá og pælingar

Það er erfitt að spá fyrir um þennan leik. City verður auðvitað að sigra ef þeir ætla að halda sér í titilbaráttunni og ekki hleypa Man Utd of nálægt sér, á meðan við erum í níunda sæti (9!!) fyrir neðan lið eins og Stoke, West Ham og Southampton. Hvaða City lið mætir til leiks er erfitt að spá fyrir um, þeir mega ekki við því að veikja liðið um of en á móti kemur þá eru ennþá 12 leikir eftir og þeir komnir með annan fótinn í 8 liða úrslit CL. Það væri því ákveðin áhætta fyrir þá að spila mönnum eins og Kompany, Toure og Aguero annað kvöld.

Ég ætla að spá því að þetta verði endurtekning á því þegar við töpuðum fyrir Chelsea í úrslitaleik FA bikarsins 2012 en unnum þá svo á Anfield þremur dögum síðar. 2-1 sigur þar sem að Origi og Firmino verða með mörkin.

Það kemur svo inn podcast í kvöld þar sem síðasta leik gegn City verður gerð skil ásamt því að hitað verður létt upp fyrir morgundaginn.

YNWA

22 Comments

 1. Það læðist að mér sá grunur að þetta lið ef svona verður skipað geti komið á óvart. Allen hefur oft staðið vel fyrir sínu á þessu tímabili og Origi finnst mér hafa sýnt þau tilþrif að hann eigi ágætlega heima í byrjunarliði.

 2. Út með Moreno og inn með Flanagan og þá erum við að tala saman.

 3. Sælir félagar

  Sigur og ekkert nema sigur er mín ósk. Svo sjáum við hvað setur og maður verður svo sem ekkert mikið pirraður hvernig sem fer en sigur væri sætt.

  Takk fyrir upphitunina Eyþór en ég held að Can muni spila þennan leik eins og alla leiki ef hann er heill (sem hann er alltaf) og ég held að allrn komi fyrir Hendo. Að öðru leyti get ég fallist á spána um liðið og þetta lið gæti komið á óvart og unnið leikinn. það fer dálítið eftir því hvernig Y. Toure kemur inn á völlinn. Ef hann verður í letikasti verður þetta nokkuð öruggt.

  Það er nú þannig

  YNWA

 4. Er ekki kominn tími á að prufa aftur að spila með tvo sóknarmenn frá byrjun úr því við eigum þrjá gangfæra leikmenn? Gæti vel trúað að við fáum að sjá Benteke og Origi saman frammi. Þess vegna 4-4-2 með tígul miðju. Tveir af Henderson, Can, Milner og Allen taki aftari stöðurnar á miðjunni og tveir af Coutinho, Lallana og Firmino sóknarstöðurnar á miðjunni.

  Eins skil ég ekki tilhvers verið var að fá Caulker ef hann byrjar ekki leik eins og þennan? Lucas er meiddur, Sakho er frá og ekki með meiðslasögu í að spila svona þétt. Toure er ekki góður kostur svo stuttu eftir síðasta leik. Lovren og Skrtel eru svo báðir spurningamerki. Þannig að maður spyr sig, hversu margir þurfa að vera meiddir til að hann sé notaður?

  Henderson er spurningamerki fyrir þennan leik þar sem hann tók ekki víti um helgina og spilaði auðvitað 120 mínútur. Hann er augljóslega ekki heill og hefur ekki verið á þessu tímabili en er að spila þrátt fyrir það. Ömurlegt að sjá hann talaðan niður fyrir það rétt eins og t.d. Sakho á köflum í vetur. Maður spyr sig hvort það sé þá ekki svo vitlaust hjá leikmönnum eins og Sturridge að spila aldrei nema vera 100% í standi?

  Moreno er svo kominn með samkeppni frá bæði Flanagan og Smith um sína stöðu. Ég tek ekki undir Moreno hatrið bæði hér sem og annarsstaðar en hann er engu að síður ekki að spila vel þessa dagana og þarf mögulega að koma úr byrjunarliðinu nokkra leiki. Hann er að taka við hlutverki sem menn eins og Kuyt, Lucas, Henderson o.m.fl. hafa sinnt undanfarin ár og tæklar það vonandi eins og þeir.

  Vill þó ekki sjá Flanagan þarna frekar og þann Houllier fótbolta sem t.d. Carragher er að óska eftir núna í kjölfar þessa leiks. Frekar myndi ég gefa Smith séns. Besta leiðin væri engu að síður að veita sóknarbakvörðum Liverpool almennilegt cover frá miðjunni (VARNARTENGILIÐ) og hafa öflugra miðvarðapar fyrir aftan en t.d. Toure og Lucas. Veit ekki hvaða bakvörður kæmi vel út í liði Liverpool eins og gæði varnarinnar hafa verið undanfarin ár.

  Toure og Lucas eru ekki miðvarðapar hjá toppliði, ekki til lengdar. Sama hversu mikið þeirra frammistaða er töluð upp. Þeir stóðu sig vel gegn City heilt yfir en það er að ég held töluvert vanmetið eða horft framhjá þeim sprettum sem Moreno er stundum að taka til að bjarga okkar mönnum varnarlega. Sprettum sem Toure og Lucas hafa ekki ráðið við í 5-6 ár. Sama má segja um aðra miðverði Liverpool, enginn þeirra er með hraða og Liverpool má ekki vel við minni hraða í liðinu.

 5. eg held ad þessir fotboltaheilar sem klopparinn hefur ser til halds og traust hafi lært slatta af sidasta leik og nu verdi unnid odruvisi. ef ekki þa er þessi hopur verri en madur heldur.

 6. Sæl og blessuð.

  Fyrst: Ég tognaði líka þegar Lucas tók vítaspyrnuna.

  Vil sjá unga og graða leikmenn, gaura sem sýna sparistellinu hvernig á að faraðissu.

  Einfalt.

 7. https://www.youtube.com/watch?v=5SItko13shM

  Rakst á þetta vídeó. Vááá hvað stemmingin var mögnuð á þessum leik, vonandi er hægt að gera eitthvað þarna á Anfield til að lífga stuðninginn við aftur!

  Annars vonar maður að liðið sýni baráttu og mæti reiðir til leiks. Vil sjá Lallana vaða í Yaya Toure aftur af meiri gremju og vonandi fáum við að sjá Sturridge og Origi fá að spreyta sig saman í framlínunni aftur! Spái 2-1 sigri sem vinnst undir lokin.

 8. Leicester vs wba á læstri stöð 2 sport rás og ég með stoð 2 sport 2……. það sem ég hata 365. Klárlega að fara að segja upp viðskipum við þá á morgun.

 9. Þessi leikur skiftir engu máli svo að mín vegna má Benteke vera einn frammi og svo er hægt að hafa restina af þessu rusli sem er í Liverpool liðinu inn á.

 10. Þessi leikur skiptir víst máli. Liverpool er í 11. sæti, ellefta sæti! eftir leiki kvöldsins og getur endað neðar. Ég held að Klopp verði nú að fara ná einhverju út úr þessum mannskap.

 11. Takk fyrir góða upphitun. Ég trúi ekki öðru en Moreno verði settur út nema hann verði bara settur á kantinn. Ég kann vel við þennan unga leikmann og hann er enn að læra en það er dýrt að gera mistök sem kosta mörk. Ég held að Benteke hljóti að fá spilatíma, ef ekki er ljóst að dagar hans eru taldir. Ég meina hvenær á hann eiginlega að fá að spila?

  Eins og mig langar til að vera bjartsýnn og spá sigri þá er ég smeykur um að við ráðum ekki við City. Gæðin hjá þeim eru bara svo mikil. Ef hinsvegar svo ólíklega vill til að við vinnum, sem ég vona innilega, þá gætu þetta verið 3 verðmæt stig. Þá erum við bara 6 stigum á eftir City og 3 stigum á eftir Man United.

 12. Stórt tap því miður. Gríðarlegur getu munur á þessum liðum. Manchester City eru kannski ekki risarnir í Manchester en við litla liðið í Liverpool (Everton stærri) eigum ekki séns í lið frá Manchester borg.

 13. City með lítinn og þreyttan hóp (sem sást best á Chelsea leiknum) svo það er bara spurning um að keyra á þá með þessu liði sem þú Eyþór stillir upp 🙂 2-0

 14. Og þá eru Chelsea komnir upp fyrir okkur.

  Og við dottnir niður í 11. sæti.

  Sigur á morgun nauðsynlegur.

  Annars stefnir þetta í eitt versta tímabil í manna minnum.

 15. Góðar pælingar þetta fyrir leikinn. Er þó ekki ánægður með hvað menn eru duglegir að tala Moreno niður. Heilt yfir hefur hann verið ágætur í vetur og mun betri en miðvarðasúpan sem leikið hefur og varnarsinnuðu miðjumennirnir. Held að Lucas og Touré séu með því besta sem við höfum séð í miðverðinum í vetur, hve undarlegt sem það kann að hljóma. Ég held að þessi leikur sé stóra prófraunin upp á framhaldið. Ennþá er smá möguleiki að gera þetta að þokkalegu tímabili, en þó sennilega í besta falli þokkalegu. Hefur liðið þann karakter sem þarf til að rífa sig upp eftir svekkjandi tap? Alþekkt er að lið eru drulluslöpp eftir úrslitaleiki af einhverju tagi en nú reynir á Klopp og hausinn á mönnum. Kemur ekki Benteke inná í kvöld og setur eitt og á einnig skot í stöng. Fær svo gula spjaldið fyrir fíflagang. Áfram svo Liverpool.

 16. Frekar svartsynn fyrir leikinn en ætla samt ekki að tippa gegn minum mönnum. Fyrir tippara mæli eg samt með þessari siðu http://www.soccervista.com/bet.php

  Nokkuð sammala Einari að profa 2 framherja. Við erum nuna með 3 nokkuð spræka hreinræktaða heila framherja og erum bara að spila einum. Liðið a i erfiðleikum að skora..hvi ekki?

 17. Moreno er næstbesti vinstri bakvörður deildarinnar á eftir azpilicueta þið sem efist um þessa sturluðu staðreynd mína endilega segið mér hverjr 10 eru betri en hann víst að moreno er svona skelfilegur. Annars er þetta séns með sigri 6 stig í top 4 og svo skemmum við titilvonir city ! Spái 2-1 firmino með bæði

 18. Klopp þarf bara að vera með brunaútsölu og losna við þessa marga lélegu leikmenn. Losna við Brendan-stippilinn af liðinu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!

 19. Það eru engar líkur á því að hann Gjafar hér að ofan sé stuðningmaður Liverpool. Hann er hisvegar ágætis tröll.

  Koma svo LFC tökum þennan leik!

  Innskot: Hann er núna týndur og tröllum gefin.

 20. Snæþór það er Gjavar, takk fyrir. Ég er stuðningsmaður Liverpool en ég er þó raunsær, annað en allt of margir stuðningsmenn Liverpool. Ég tel okkur engan veginn vera í keppni við bestu lið úrvalsdeildarinnar. Ég tel okkur vera á sama pari og Aston Villa og West Ham. Mér finnst ekki einu sinni skemmtilegast að horfa á Liverpool lengur þó ég horfi á þá. Ég er hræddur við leiki gegn liðum frá Manchester borg, þvílík lið. Manchester united eru komnir með svakalegan leikmann sem heitir Rashford sem er 18 ára og betri en okkar allir leikmenn til samans. Þvílíkur leikmaður. Áfram Liverpool og áfram Rashford.

Liverpool 1 Man City 1 (1-3 í vító)

Kop.is Podcast #111