Liverpool 1 Man City 1 (1-3 í vító)

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í MAÍ! SJÁ NÁNAR HÉR

Okkar menn léku til úrslita um enska Deildarbikarinn á Wembley í dag gegn Manchester City. Eftir spennandi leik og framlengingu fór svo að City vann 3-1 í vítaspyrnukeppni.

Þetta voru ekki endalokin sem við óskuðum okkur í þessari keppni en í staðinn ætla ég að staðhæfa að þetta hafi verið byrjunin á einhverju spennandi og skemmtilegu. Einfaldlega, þá er ekki séns í helvíti að þetta verði eina skiptið sem Jürgen Klopp fer með Liverpool á Wembley næstu árin.

Klopp stillti upp nánast sínu sterkasta liði í dag:

Mignolet

Clyne – Lucas – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Firmino – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Bogdan, Touré (inn f. Sakho), Flanagan, Allen, Lallana (inn f. Moreno), Benteke, Origi (inn f. Firmino).

Gangur leiksins

Það var fátt um fína drætti í þessum leik. Bæði lið léku varfærnislega og gáfu fá færi á sér og leikurinn einkenndist fyrir vikið af stöðubaráttu á miðjunni þar sem mér fannst City hafa betur án þess þó að ná nokkru sinni fullri stjórn á leiknum. Liðin voru svipað mikið með boltann og sóttu svipað mikið en þeir áttu þó fleiri færi á markið. Samt, þetta var jafnræði í meira og minna 120 mínútur.

Í fyrri hálfleik gerðist helst tvennt markvert; fyrst skallaði Sakho Can þegar þeir fóru upp í sama bolta og þeir vönkuðust báðir, Sakho þó verr því hann var alveg úti að aka í 2-3 mínútur á eftir og var skipt út af, sjálfum sér til mikillar gremju. Svekkjandi fyrir hann en rétt ákvörðun fyrst hann reyndi að fara aftur inná eftir að Kolo Touré var búinn að heilsa honum og fara inná fyrir hann. Svo ringlaður var Frakkinn. Það síðasta sem Sakho gerði var að renna þegar Aguero sótti að honum (aftur, klárlega vankaður) og sá argentínski sloppinn í gegn en Mignolet varði frábærlega í stöng. Staðan í hálfleik var því markalaus.

Fyrsta mark leiksins kom á 48. mínútu. Pellegrini hafði greinilega lesið vörn Liverpool og bent City-mönnum á að senda bolta inn fyrir Moreno í vinstri bakverðinum sem var ansi oft ekki í línu við restina af vörninni. Það gerðist þrisvar á fyrstu þremur mínútum hálfleiksins og í þriðja skiptið náði Aguero boltanum, renndi inn á teiginn hægra megin þar sem Fernandinho skaut úr þröngu færi og boltinn álpaðist framhjá Mignolet og í fjærhornið. Virkilega illa gert hjá Mignolet sem átti þetta mark skuldlaust en var annars frábær í þessum leik.

Eins og þessi leikur hafði spilast virtist eins og eitt atriði á hvorn veginn gæti ráðið úrslitum, annað hvort töfrabrögð lykilmanna eða aulamistök, og hér virtust aulamistökin vera komin sem gæfu City sigurinn því okkar menn náðu ekki skoti á markið … fyrr en á 83. mínútu þegar við náðum að jafna. Boltinn barst þá inná teig City eftir aukna pressu okkar manna, Sturridge gaf fyrir frá hægri og á fjær þar sem Lallana skaut í stöngina, boltinn barst út á vítapunktinn þar sem Coutinho jafnaði úr frákastinu.

Eftir þetta fengu Sterling og Aguero sitt hvort dauðafærið en Mignolet varði frábærlega. Sterling hafði líka átt enn meira dauðafæri fyrr í seinni hálfleiknum, auk þess sem Moreno braut klárlega á Aguero en slakur dómari gaf ekki vítið, þannig að við gátum alveg verið sátt við að sleppa með jafnteflið og komast í framlengingu. Þar gerðist lítið, á síðustu mínútu fyrri hlutans átti Aguero aftur dauðafæri og aftur varði Mignolet frábærlega og í seinni hlutanum átti Origi frábæran skalla eftir þunga sókn en Caballero varði vel.

Það varð því ljóst að úrslitin myndu ráðast í vítaspyrnukeppni. Þær eru lotterý, frábær skemmtun fyrir hlutlausa en ööömurleg lífsreynsla fyrir stuðningsmenn liðanna sem eru í happdrættinu. Í þetta skiptið skoraði Can úr fyrsta víti okkar en Fernandinho skaut í stöng hjá þeim, en því miður skoruðu City-menn úr næstu þremur á meðan Caballero varði frá Lucas, Lallana og Coutinho hjá okkur. Yaya Touré skoraði úr spyrnunni sem tryggði þeim bikarinn.

Maður leiksins

Liðið lék ágætlega eins og mótherjarnir í jöfnum leik. Emre Can fannst mér slakur á miðjunni og miðjan almennt ganga illa að stöðva svæðin sem City nýtti sér helst í sinni sókn. Moreno var eins úti á þekju varnarlega eins og svo oft áður og réttilega tekinn út af snemma í síðari hálfleik. Frammi var Firmino mjög daufur, Coutinho og Sturridge aðeins skárri en máttu lítið við margnum enda City-menn þéttir fyrir.

Í dag fannst mér tveir menn standa upp úr. Fyrst, markvörðurinn. Ef Mignolet hefði ekki gefið þetta aulamark hefði þetta verið afgerandi besti leikur hans fyrir félagið. Kannski var þessi frammistaða hann í hnotskurn – frábærar markvörslur sem halda okkur inni í leiknum en alltaf þarf hann að eiga þetta eina augnablik sem gefur andstæðingunum. Hættu að stríða okkur svona, Mignolet! Annað hvort ertu hræðilegur eða frábær, ákveddu þig!

Maður leiksins var samt klárlega Lucas Leiva. Þetta var sennilega hans besta frammistaða fyrir Liverpool og það í miðverði. Menn voru ekki vissir um að hann gæti ráðið við sókn City en hann slátraði þeim efasemdum (og Aguero, og Silva, og Sterling…) í dag. Frábær frammistaða og bara sorglegt að hann hafi klikkað á sínu víti og ekki fengið bikarinn sem hann átti skilið fyrir frammistöðuna.

Hvað næst?

Okkar menn leika næst gegn City á Anfield á miðvikudag, í deildinni. Svo Crystal Palace úti um næstu helgi áður en einvígið við Man Utd í Evrópu tekur við. Það er varla einu sinni veik von í deildinni þannig að í raun er ekkert annað að gera en að setja United-einvígið í algjöran forgang svo að tímabilið fjari ekki út og klárist hreinlega á næsta hálfa mánuðinum.

Ég veit það ekki. Það er fátt í heiminum jafn svekkjandi og að tapa bikarúrslitaleik í vítaspyrnukeppni en ég er undarlega bjartsýnn eftir þennan leik. Mig langaði ógurlega í þennan bikar en þetta er bara byrjunin hjá Jürgen Klopp og Liverpool-liði hans. Um það er ég handviss.

YNWA

64 Comments

 1. Sælir félagar

  Ekkert hægt að segja við þessari niðurstöðu. MC betra liðið, fékk fleiri og betri færi og spyrnurnar klassa betri.

  Það er nú þannig

  YNWA

 2. Mignole maður leiksins.

  en hvar voru Milner og Henderson i vítakeppninni ? annar þeirra liklega att að vera fimmti en skrýtið.

 3. Ekkert hægt að segja við þessu. Flott frammistaða en för eins og það fór. Kemur dagur eftir þennan dag

 4. 120 mín af baráttu og vilja.

  Að tapa í vító er mjög sárt en svona er þetta við höfum unnið þennan bikar í vító áður og komum okkur í þennan leik eftir vító.

  Það er auðvita hægt að reyna að finna sökudólga en ég ætla bara að hrósa strákunum fyrir þeira leik í dag gegn sterku Man City liði.

  p.s djöfull tökum við hart á þeim á Anfield á miðvikudaginn og held ég að okkar menn verði þá í hefndar hug.

 5. Jæja ekkert hægt að gera við þessu, þá er það bara næsti leikur, hey sem er einmitt City!

 6. Þar fór það, skemmtilegur leikur og grátleg úrslit. Glatað að horfa upp á Sterlin taka á móti þessum bikar.

  Vítaspyrnukeppni er dauðfæri á bikarnum, hvernig sem á það er litið. Við vorum einfaldlega slakari á punktinum og City tók þetta verðskuldað þar. punktur.

 7. Sæl öll.

  Ég ætla að vona, hans vegna, að Henderson ætlaði að taka síðustu spyrnuna! #erfittaðtakaviðafgerrard

 8. Tvær hörmunga vítaspyrnur sem var auðvelt að verjast, síðan frábær varsla gegn Lallana. Svona er þetta bara stundum. Margt gott til að byggja á og góð reynsla fyrir leikmenn. City klassa betri enda með mun betri og reyndari hóp og sangjarn sigur þeirra en það hefði verið svo ljúft að stela þessu. Hittum þá aftur eftir nokkra daga og þá tökum við þá sem og alla aðra sem á vegi okkar verða á þessu tímabili 🙂
  YNWA

 9. Spyr eins og einn hérna að ofan hvar var henderson og milner og sturridge ? Þetta eru mennirnir sem taka allar aukaspyrnu og hornspyrnur?

 10. Ekki var nú Simon hetja í dag.

  Sterling heldur áfram að hlæja, alla leiðina í bankann, með bikar í vasanum.

  Lucas var hins vegar frábær í dag. Var með efasemdir fyrir leik. En hann var grjótharður og klárlega okkar besti maður.

  En andskotinn, verður maður ekki að reyna að draga fram eitthvað jákvætt… úrslitaleikur sem fer í reynslubankann.

  Daniel Sturridge er hinsvegar búinn. Hann má fara. Hann er sennilega meiddur eftir þennan leik. Og ég mun ekki sakna hans neitt, ekki hið minnsta. Auðvitað finn ég til með honum, en það er klúbbnum fyrir bestu að hann fari. Ég vona að hann verði seldur. Hann er byrði á klúbbnum.

  YNWA

 11. Jæja, jæja, Yaya Toure, gerði út um þetta. Sorglegt en þarna snerist vitódæmið við frá Stók-leiknum. Can skoraði en hinir klúðruðu. Svona lagað getur gerst. Sluppum við vítaspyrnu þegar Mórenó felldi Agueró, en þeir löfðu inni með einn eða tvo menn sem hefðu hæglega getað fengið tvö gul spjöld.

  Heilt yfir, ótrúleg barátta og Lúkas og Mignolet voru menn liðsins … nema í vítóinu auðvitað!

 12. æi, hvernig nenna mennað taka Pollyönnuna á þetta. Við vorum lélegri og töpuðum. Áttum í raun aldrei skilið að fá að fara í þessa vítakeppni.

  Alltof lítið af alvörum karlmönnum í þessu liði. Ljósið í myrkrinu er samt Klopp. Hann á eftir að rífa okkur upp á rasshárunum fyrir næsta tímabil og versla almennilega leikmenn.

  Get ekki beðið eftir næsta sísoni.

 13. Finnst oft Sturridge gefast upp ef einhver klúðrar t.d sendingu eða hann missir boltann. Veit hann er að koma úr meiðslum en hann er frekar latur á köflum.

 14. Þetta var bara okkur að kenna eins og komið var!!!!!!!!!!!!

 15. Eg mun ekkert horfa a snákinn taka á móti bikarnum. Flott barátta hja okkar mönnum og Lucas var rocksolid. Baráttan heldur afram og reynslan eykst hja okkar liði.

 16. Jæja, svona er þetta bara. Slappar spyrnur hjá varnarmönnum okkar, af hverju er engin sóknarmaður að taka spyrnu ?

 17. Erfitt að vera jákvæður eftir svona.
  Í mesta lagi einn af okkar mönnum kæmist í byrjunarlið City. Þar liggur munurinn.

  Það eina sem getur bjargað þessari hörmungar leiktíð er sigur gegn Man Udt í Evrópu. Ekkert annað.

  Endum aldrei nær en 7 sæti í deild og klúðruðu dauðafæri á bikar. Sjá t.d hvað einn maður eins og Kompaní gerir fyrir $hitty

 18. Er staddur á Tælandi. Voðalega er gott að geta farið að sofa eftir þennan leik án þess að það sé fáránlegt.

  YNWA

 19. Jákvætt: losnum að öllum líkindum við Europa league á næsta ári. Góð reynsla fyrir hópinn, tap stundum meiri reynsla en sigur.
  Neikvætt: Töpuð dolla og fagnandi Sterling.
  Niðurstaða: Förum í CL tímabilið 17/18

 20. Betra liðið vann en við reyndum en það dugði ekki í þessum leik.
  Vonandi nær Klopp að styrkja liðið í sumar með leikmönnum sem passa inní kerfið hans.

 21. City betri en við í dag og áttu auðvitað að klára leikinn…en Sterling minnti vel á hvað hann þarf að bæta í leik sínum og dómarinn sleppti okkur við víti.

  Að því sögðu þá var flottur karakter að jafna þetta og Caballero verður svo hetjan, hversu mikið sem ég reyndi að jinxa hans frammistöðu og hrósa honum í hástert í kringum leikinn, trúi nú endanlega á það jinx skiptir ekki nokkru máli.

  Við vorum klárlega að leysa þessa Wembleyferð betur en þá síðustu og lengi vel bara gat maður látið sig dreyma um titil…sem svo klúðrast í vító…sérlega fúll að sjá ömurlegt víti Coutinho sem væntanlega lærir nú vel sína lexíu fyrir næsta svo “scenario”…sem vonandi er stutt undan.

  Að því sögðu sáust vel þeir vankantar sem hafa verið að koma í ljós í vetur, vinstri vængurinn arfaslakur varnarlega, miðjan alltof lin og svo ekki með neina sköpun fram á við og sveiflukenndar frammistöður sóknarmannanna. Í dag var sennilega Firmino slakasti maður vallarins og Sturridge átti erfitt.

  Þetta var stöngin út, ferlegur bömmer og fíla…annað árið í röð virðist lítið ætla að ganga upp hjá okkur, nú bara Europa League eftir til að keppa að og þar liggur svolítið tímabilið núna…

 22. Svakalega svekkjandi og lítið hægt að gera. Eitt sem ég hefði viljað sjá í þessari vítaspyrnukeppni var að eftir að Can hafði skorað og City klúðrað sinni að breyta þessa uppröðun og setja Milner á punktinn til að létta aðeins af pressunni enda Milner mun betri skytta en flestir þarna.
  Hinsvegar veit ég ekki hvort það megi breyta svona þegar keppnin er byrjuð. Hvort þeir afhendi dómaranum lista veit ég ekki. En hefði þá samt allan tíman vilja sjá Sturrigde eða Hernderson fara á punktinn í stað Lucas. Geri ráð fyrir að Milner hefði átt að vera síðastur.

 23. Bitlausir frammi. Varla skot á markið fyrstu 90. Dúkkulísuspil. City með gettóbrassa við með dúkkur. Besta tækifærinu sóað með barnalegri sjóbiss horfðu í burtu sendingu. Lúkas lélegur varnarlega frá 45 mín. Góður á boltanum í dag og las leikinn vel en Getur ekkert einn á einn, feis to feis. Toure og hann hörmung í föstum leikatriðum. Þrír leikmenn City með frían skalla á markteig á 119. mín. og ekki í eina skiptið. Rakinn vesældómur.

  Dugnaður hélt þessu á floti og markvarsla M, fyrir utan markið. Um leið og City fékk svigrúm til að sækja hratt allt í voða.
  Munurinn á hafsentaparinu stærsti munurinn í dag.
  Fáránlegt hjá Klopp að stilla upp Lucasi og hann endurtekur örugglega leikinn næst. Biðst afsökunar á að hafa haft ofurtrú á honum. City átti að skora 4 miðað við meðalnýtingu.

  Algjört virðingarleysi fyrir varnarleik alveg eins og hjá Rodgers. Eins gott að afburða varnarmenn verði keyptir til að redda ruglinu.
  Vinnum aldrei alvöru lið í Evrópudeildinni. Búið í ár.

 24. Jæja..Svona fór um sjóferð þá…EN..Ég er þokkalega bjartsýnn á framhaldið…það er að koma í ljós hvaða leikmenn eru næginlega góðir til þess að tilheyra liði sem mun berjast um alvöru titil á næstu árum….Við eigum 2-3 frábæra leikmenn..5-7 leikmenn sem eru GÓÐIR…..en svo er restin alls ekki nógu góð..Þessi lína.. að vera frábær og síðan góður er ansi þunn..Og klúbburinn þarf að kaupa í efri línuna…..Við erum bara 5-10. besta lið deildarinar eins og staðan er í dag..FACT!……200 millur punda og þá getum við talað saman…Þetta er alveg ljóst..Staðan í deildinni lýgur aldrei..

 25. Einhver talar um að við sleppum kannski við europa league a næsta tímabili, City fer i meistara deildina og faum við þa ekki þeirra europa league sæti fyrir að vera i oðru sæti i deildarbikarnum eða fer sæti city til liðs i deildinni i 6 sæti eða hvað það er ??

  annars ætla okkar menn aldrei i Europa League þvi við vinnum þa keppni í ar og verðum i meistaradeildinni a næsta timabili !!!

 26. Það er alveg ljost að Klopp þarf lágmark 100 milljónir punda plus seðlana sem hann selur fyrir ef okkar menn eiga að keppa um titillinm á Englandi.

  Eg verð svo að setja spurninga merki við Firmino, hann var frabær gegn City fyrr i vetur og setti nokkur mork i januar en i 80 % leikja hans i vetur finnst mer hann nánast týndur. Ef hann bætir sig ekki mjog mikið strax næsta timabil þá höfum við ekkert við hann að gera.

  svo væri alveg gaman að sja Klopp prófa að spila með 2 hreina sentera saman uppá topp og coutinho i holunni.

 27. Lucas maður leiksins, frábært. Þá er ég búinn að hafa rétt fyrir mér um hann sem knattspyrnumann.

 28. Eg er gjörsamlega brjalaður!!! 120 mín af spennu og baráttu en svo kemur alveg ótrúlega illa skipulögð vita keppni.

  Bara eins og það hagi verið dregið hverjir áttu að taka spyrnu.
  Ef að henderson og Sturridge hafa neitað að taka spyrnu þa falla þeir i áliti hjá mer.

  Hversu heimslur ertu þegar þú lætur vítaskyttu liðsins vera nr fimm i röðinni. Byrjaðu a bestu mönnunum!!! Óþolandi helvítis andskota s heimska !!!

  Hvorugur strikerinn okkar fer a punktinn. Hvar var fyrirliðinn?
  Afhverju að velja Milner nr 5???

  Ekki reyna góðu vinir að reyna að útskýra þessa ákvörðun um að hafa besta spyrnu manninn nr 5 þvi það verður alltaf steypa.

  Men. Sem stiga fram og taka spyrnu eiga heiður skilið. En eg vil vita sannleikann um þessa vita keppni þvi fyrir mer er hun algjörlega glórulaus og eg er ogeðslega reiður!!!

 29. #32 Reglurnar eru þannig að 2. sætið í Carling cup gefur ekki Evópusæti. Hins vegar þýðir sigur City í dag að 6. sætið í deildinni gefur sæti í Euro-league.

  Með ofangreindum pælingum er ég að gefa mér að City verður í topp5 sæti í deildinni. Ef City lendir neðar en 5. sætið í deildinni (sem er reyndar mjög ólíklegt) þá veitir sigur í Carling cup þeim sæti í Euro-league. Allavega er alveg á kristaltæru að við fáum ekki Euro-leagu sæti fyrir silfrið í Carling-cup. Það er hins vegar ljóst að City verður í Champions league eða Euro league á næsta tímabili.

 30. Jà tek undir med tessa vitakeppni…
  stor furdulegt daemi og ef menn hafa ekki haft taugar i ad taka tessar spyrnur gud hjalpi teim…
  teir toku spyrnur sem treystu ser til tess sagdi klopp… hendo.millner.studge ???

  tad sem er mest spennandi i dag er sumarid… tad er morgun ljost ad staerri hlutir munu eiga ser stad tar en madur bjost vid…

 31. Rusl. Allt á leiðinni niður. Besti atjóri heims getur engu breytt og ekkert gert. Höfuðlaus her af glötuðum leikmönnum sem kunna ekkert að vinna fótboltaleiki.

 32. Uh 39 .
  Eigum við ekki að leyfa Klopp að byggja upp sitt lið í sumar og dæma hann svo í lok næstu leiktíðar.

 33. Skipting hjá Klopp þegar hann tók Moreno útaf og setti Lallana inná breytti leiknum til batnaðar hjá okkur. Svo var mjög gott að fá frískar fætur hjá Origi. Það vantaði herslumuninn og ótrúlegt hve nálagt við vorum. En því miður þá hafðist það ekki. Að tapa í vító er bara heppni eða óheppni og okkar menn voru óheppnir. Svona er þetta bara stundum, því miður hafðist það ekki að þessu sinni. En við lærum af þessu og munum klárlega koma sterkari til baka.

 34. Blessuð þjáningar bræður og systur, eitt sem ég þoldi ekki í þessu, en það er að Cabalero var alltaf farinn af línunni þegar spyrnan er tekin, með því er hann að græða þó nokkra sentimetra og getur því varið þessa bolta. þetta var svakalega áberandi í Coutinho vítinu en samkvæmt FA reglunum “The defending Goal keeper must remain on his goal line, facing the kicker, between the goalposts until the ball has been kicked”
  Read more at http://www.thefa.com/football-rules-governance/laws/football-11-11/law-14—the-penalty-kick#f1IacDh2pxLY3KOw.99
  af hverju er ekki dæmt á þetta og spyrnurnar endurteknar, markvörður má ekki græða á því að brjóta reglurnar svona.
  kv
  einn sem varð að koma þessu úr kerfinu hjá sér

 35. 40 – Ég er ekki að dæma Klopp. Ég held að hann sé besti stjóri í heimi. Það bara dugar ekki til því leikmennirnir eru engann veginn nógu góðir.

 36. Mér fannst þetta sanngjarn sigur hjá City, þeir áttu að fá víti og þeir fengu betri færi.
  Að því sögðu þá héldu okkar menn áfram til leiksloka og uppskáru eftir því framlengingu og vítaspyrnukeppni.
  Það þarf greinilega að fara að æfa vítin, þau voru slök, sérstaklega fyrstu 2 sem voru varin.
  Að mínu mati koma 3 til greina sem maður leiksins og það eru Mignolet, Lucas og James Milner. Mér fannst þeir allir frábærir en Mignolet átti þó að sjálfsögðu að verja þetta skot.
  Mitt atkvæði fer á Milner en eins og ég segi þá var Lucas líka frábær og ég er mikill Lucas maður og vona að hann fari ekki í sumar.

 37. Ég var einmitt mikið að velta fyrir mér þessu með markvörðin. Það er gríðarlegt forskot að komast upp með það að stíga svona fram af línunni án þess að tekið sé á því. Sérstaklega óþolandi í Couthino vítinu en Caba gerði þetta í öllum vítunum meðan Migno hékk ávallt á línunni.

  Margar reglur í boltanum sem er bara ekki tekið á og þetta er nú ein sú krítískasta því þetta skiptir svo miklu máli. Síðan er það 6 sekúndna reglan sem er bara djók. Menn svindla oftar en ekki um marga metra í innköstum o.s.frv. Síðan er með ólíkindum hvað menn komast upp með að taka langan tíma í innköst og aukaspyrnur þegar lið þeirra eru yfir.

  Annað sem vakti líka athygli mína að United menn voru farnir að tefja á móti Arsenal upp við hornfána á 86 eða 87 mínútu.

  Það þarf að koma í veg fyrir þessa hluti með því að setja skýrar reglur sem síðan er dæmt eftir. Nógu geta sumir leikir nú verið leiðinlegir þó það sé ekki bætt á það með endalausum leiktöfum og leiðinum.

 38. #42 og #46; þið ættuð kannski að horfa á Istanbúl vítókeppnina 2005 aftur. Okkar ástkæri Dudek var oft að teygja þessar reglur ansi langt frá línunni. Ekki gerði maður athugasemd þá, enda úrslitin önnur.

  Því miður þá er bara staðreyndin sú að markmaður nr. 2 hjá Man.City er betri en okkar nr. 1. Þó svo að vító er alltaf lottó þá vann betra liðið.
  Vonandi setur liðið þetta í reynslubankann fyrir Evrópudeildina.

 39. Man City voru einfaldlega betri en við í þessum leik. Í þessum leik söknuðum við:
  1. betri vinstri bakvarðar (varnarlega)
  2. alvöru miðvarðarpars (Skrtl, Lovren eða Sakho (matip))
  3. skapandi miðjumans (eða Hendersons upp á sitt best)

  Ólíkt mörgum hérna held ég samt að Liverpool vanti ekki svo mikið upp til að liðið geti keppt við þá bestu. Gleymum því ekki að klúbburinn hefur þurft að glíma við gríðarleg meiðsli á tímabilinu sérstaklega á miðvörðum og sóknarmönnum, þar sem bæði byrjunarliðsmenn og backup hafa legið í valnum.
  Heilt yfir finnst mér vera nokkuð góð breidd í mannkappnum – þ.e. backup er ekki mikið síðar en fyrsta val .
  Liverpool saknar þess að hafa heilt miðvarðarpar og Moreno er langt frá því að vera nógu góður varnarmaður. Oftar en ekki sést Moreno ekki í mynd þegar mótherjarnir sækja hratt upp vinstra kantinn (okkar). Með þessu er ég ekki að kenna honum um tapið. Punkturinn er að okkur vantar góðan vinstri bakvörð. Það væri fróðlegt að sjá tölfræði yfir sóknaruppbygging og stoðsendingar koma sem enda í marki Liverpool. Mig grunur að það Moreno komi ekki vel út í þeim samanburði við Clyne. Fyrir vikið líta markvörður og miðverðir illa út. Mér fannst holning á liðinu batna mikið við það Millner fór bakvörðin. Hann verst betur, tekur betri ákarðanir og skilar betri sendingum heldur en Moreno.
  Henderson er bara skugginn af sjálfum sér eftir að hann kom til baka úr þessum meiðslum.
  Mér finnst miðjan hjá Liverpool alls ekki alslæm. Það er mikil vinnsla í Can, Henderson, Lucas (og Allen) en Henderson er eini miðjumaðurinn sem getur veirið skapandi og þann eiginleika vantar alveg núna. Miðjan nær oft að stjórna leikjum, halda bolta og verjast ágætleg en það vantar alla sköpun á síðasta þriðjung. Það er spurning hvort að Corinho sé nægilega vinnusamur til að draga sig til baka á miðjuna og þá myndast líka pláss fyrir sneggri (kant)framherja?
  Origi átti góða innkomu og lofar góðu. Það er vonandi að Ings nái aftur fyrri styrk á næsta tímabil og þá erum við komnir með allt aðra sóknarlínu en við erum búin að hafa það sem af er þessu tímabil, með Benteke nánast einn heilan. Það er samt spurning hvort ekki vanti einn hágæða, snöggan kantframherja sem getur skilað mörkum.
  Að þessu sögðu held að klúbbinn vanti: kantframherja, skapandi miðjumann, vinstri bakvörð og markvörð (Mignolet væri frábær varmarkvörður).
  Ef að Sturridge, Ings og Origi haldast heilir og Benteke finnur sjálfstraustið með aðeins meira skapandi miðju fyrir aftan sig ættu þessir sóknarmenn að geta skilað miklu fleri mörkum.

 40. Merkilegt þessi hestvagnsskoðun ykkar á Emre Can… Mér fannst afberandi bestur á miðjunni átti amk 2 mikilvægar tæklingar þar sem hann stoppaði skyndisóknir City í fæðingu og gleymum því ekki að hann var að glíma við leikmann af svipuðum styrkleika líkamlega og hann sjálfur (Yaya Toure). Mér finnst Henderson sleppa alltof ljúflega frá gagnrýni ýtrekað hjá ykkur, hann er engan veginn sami leikmaður og hann stefndi í að vera þó svo ég beri virðingu fyrir honum þá held ég að hann sé einn af þeim leikmönnum sem einfaldlega eru ekki nógu góðir til þess að taka þetta lið á næsta level. FYI ég vona sammt að það sé rangt hjá mér.

 41. Það vantar svo lítið í þetta lið en samt svo mikið! Vonandi verður sumarið magnað. Grujic og Matip að mæta, Markovic að koma úr láni, Joe Gomez sem er sennilega framtíðar miðvörður okkar og Danny Ings að koma úr meiðslum. Seljum Allen, Benteke, Balo og förum með Enrique í kolaportið. Leggjum svo allt í 3-4 major kaup.Stegen, Granit Xhaka/Gundogan. Leroy Sané og já Marco REUS (jám líklegt)

 42. Dagurinn eftir úrslitaleikinn. Er enn hundfúll.

  Píndi sjálfan mig að horfa á greiningu SKY-sport á leiknum og fannst hún mjög góð. Menn geta haft sína skoðuna á Carragher en mér finnst hann frábær og tek undir allt sem hann sagði í gær í sinni greiningu á leiknum.

  Það sem blasir við núna:
  1) Evrópueikirnir við Utd. eru laaaaaangmikilvægustu leikirnir sem eftir eru á þessu tímabili. Deildin löngu búin og snýst bara um stolt leikmanna að klára mótið með sóma.

  2) Forgangsröðun á leikmannahópi fyrir næsta tímabil er markmaður og vinstri bakvörður. Þyrftum líka öflugan, stóran, sterkan og creative miðjumann sem getur skorað mörk.

 43. Saknaði Flanagan i þessum leik, skil ekki afhverju hann fær ekki að spila. Var storkostlegur fyrir 2 arum og Moreno er ekki að standa sig. Mignolet gerir mistök i hverjum einasta leik, stundum kostar það mark og stundum ekki, þannig að hann kom ekkert a ovart. Lucas og Toure miðvarðarpar i leiknum er ekki vænlegt til arangurs og Benteke a leiðinni ut og leit að nyjum framherja hafin. Eins og Carragher summeraði agætlega upp…Liverpool er bara ekki i goðum malum.

 44. Jæja, nú eru vonbrigði gærdagsins hægt og bítandi að renna úr manni en það er ein lykilspurning sem ég næ ekki úr hausnum á mér og hef ekki fundið svar við ennþá…

  …er þessi varamarkvörður hjá City nokkuð með lausan samning?

 45. æ kommon ekki fara að tuða yfir markmanninum í þessari vítakeppni, muna menn ekki eftir Dudek í Istanbul? Hann var nánast kominn að vítapunktinum stundum áður en boltanum var spyrnt. Ekki var kvartað þá.
  Vítakeppni er alltaf 50/50 og þegar á heildina er litið var sigur City sanngjarn, you win some you lose some. Vonbrigði dagsins voru samt að Henderson hafi ekki staðið upp og tekið víti sem fyrirliði liðsins. Hann á að sýna fordæmi og þar sem það vill svo oft vera þannig að 4. spyrnan er mikilvægust, þá hefði hann átt að taka hana að mínu mati. Sé Gerrard ekki fyrir mér komast undan í vítakeppni.

 46. Ég er ánægður með þennan leik sem Liverpool maður. Náðum 1-1 jafntefli gegn liði sem er miklu,miklu sterkara. Töpuðum svo í vító. Leikurinn samt sem ég horfði á undan þessu risarnir í Manchester United vs Arsenal, það var alvöru leikur. Þvílíkur leikmaður þessi Rashford. Ungu leikmennirnir þar margfalt betri en okkar bestu menn í þessu risa liði Manchester United. Við hefðum tapað án djóks með svona 8 mörkum. Þegar þeir eru í svona ham þá getur ekkert lið unnið þetta lið, hvað þá okkar litla lið. Áfram Liverpool.

 47. Er ég sá eini sem finnst óþolandi þegar menn stoppa svona í vítaspyrnunum einsog Coutinho gerði í gær….algjör drulluskita hjá manninum!!!!

 48. Held hann kunni bara ekki almennilega að taka víti eins og flestir í okkar liði. Pakka þeim saman í bómul og láta þá spila í krakkadeildinni. Við erum að byggja til framtíðar. Kannski eftir önnur sirka 30 ár þá getum við unnið einhvern titil. Við höfum einfaldlega ekki fjármagn né getuna í að spila við lið af þessum gæðaflokki. Er hræddur við leikinn gegn risunum í Manchester United. Held við munum tapa gríðarlega stórt. Rashford á væntanlega eftir að setja 3-4 mörk á okkur enda getum við ekki varist svona hæfileikum eins og sá drengur er með.

 49. Gjavar hlýtur að fá tilboð um að kynna næstu Óskarshátíð enda mun fyndnari en Chris Rock, og þá er nú mikið sagt.

  Tek undir með the man hér að ofan. Hef verið hugsi yfir hvers vegna Henderson fór ekki á punktinn í gær. Hann var vítaskytta #1 hjá Brendan eftir að Gerrard hætti en kemst ekki inná topp 5 í dag. Klopp hefur greinilega ekki mikla trú á spyrnuhæfileikum hans.

  Annars bara enn þynnka og pínu þunglyndi. En þetta kemur…

 50. Bottom line.

  Þetta á ekki að koma okkur á óvart. Liverpool er ljósárum á eftir liðum eins og City, Arsenal og Spurs. Meira að segja Chelsea og United.

  Það eru bara allt of margir leikmenn sem hafa ekkert í topp lið að gera, nákvæmlega ekki neitt. Kannski einn sem kæmist í byrjunarlið City.

  Van Gaal er að uppskera með unga menn núna, ég hefði viljað áfram nota okkar ungu menn. Þessir reynslu-menn okkar hafa ítrekað fallið á prófinu. Moreno, Henderson, Can…. fleiri og fleiri.

  Bíðum eftir sumrinu, ég hef enga trú á að við grísum okkur í gegn um Europa league. En yrði sáttur með að slá Scum út.

 51. City voru svakalega þéttir fyrir í þessum leik, og þeir voru óhræddir að leyfa okkur að vera með boltann, en pressuðu okkur býsna hátt samt sem áður. Við fengum varla skyndisókn í þessum leik, öfugt við 4-1 leikinn um árið.

  Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta fer á miðvikudaginn.

 52. Það fer svo að líða að því að við gerum kröfu um að eftirmaður Stevie G skori, þó það væri ekki nema 1/3 af mörkum sem SG skoraði hér á árum áður…..

  En við tökum City núna !
  :O)

Byrjunarliðið á Wembley

Man City á miðvikudag