Byrjunarliðið á Wembley

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í MAÍ! SJÁ NÁNAR HÉR

Jürgen Klopp hefur valið byrjunarliðið í fyrsta bikarúrslitaleik sinn með Liverpool. Þar kemur fátt á óvart:

Mignolet

Clyne – Lucas – Sakho – Moreno

Milner – Can – Henderson

Firmino – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Bogdan, Touré, Flanagan, Lallana, Allen, Origi, Benteke.

Eina óvænta er að Lucas Leiva er valinn fram yfir Kolo Touré í miðri vörn og svo koma þeir Flanagan, Lallana og Allen inn á bekkinn eftir fjarveru.

Þetta er líklega okkar sterkasta lið sem völ er á í dag og ef allir væru heilir myndi sennilega bara Skrtel eða Lovren koma inn fyrir Lucas. Þannig að það eru engar afsakanir í dag. Annað hvort getur þetta lið unnið bikarinn eða ekki.

Spennan magnast. Koma svo strákar, bring home the cup!

YNWA

153 Comments

  1. Fyrsta sem mér dettur allavega í hug er að þetta er massalið. Miklu sterkara lið en við áttum val en fyrir mánuði síðan. Svo er breiddin miklu meiri. Bekkurinn er mjög vel skipaður.

  2. Jafnvægi á bekknum, 2 varnarmenn, 2 miðjumenn, 2 sóknarmenn.
    Allt góðir kostir, sterkur bekkur.

  3. Úff Lucas… vonandi stendur hann sig. Hefði annars viljað sjá Touré í miðverðinum.

    Nú má Sturridge fara að sýna sýna markanefið. Hann mun fá færi og ég bið ekki um meira en að hann skori.

    ÁFRAM LIVERPOOL!

  4. Líst vel á liðið okkar!

    Er einhver með gott streymi. þetta firstrow er ansi dapurt.

    Koma svo Liverpool.. Ég trúi á sigur í dag og bikartitilinn heim!

  5. Sæl öll.

    Það verður gaman að fylgjast með liðinu í fyrsta úrslitaleik þess í laaaangan tíma. Því miður hallast ég að öruggum sigri city manna.

  6. Hjálpi okkur með Lucas í vörninni. Spái öruggu tapi hjá okkar mönnum, því miður.

  7. Ánægður að sjá Lucas í vörninni. Okkar besti hafsent í dag.

    Áfram Liverpool!

  8. Að nota Lucas í miðverðinum líst mér mjög illa á.
    Vonandi á þetta eftir að virka hjá Klopp!

  9. Blabseal er svolítið laggandi. Það eru einhverjir linkar inni á streamhub.hk sem er sagt vera hið nýja wiziwig. Koma svo !!! YNWA

  10. Þetta er bara spurning um eitt stykki bikar……hvorki meira né minna. City klárlega með sterkari einstaklinga en spurning hvort við getum ekki reynt að sýna sterkari liðsheild. Skal alveg viðurkenna að ég er of spenntur og vonast auðvitað eftir sigri okkar manna, ef ekki þá vil ég í það minnsta sjá skemmtilega rimmu.
    YNWA

  11. Lucas er áskrift að stórslysi. Skil ekki afhverju Kolo Toure byrjar bara ekki inná.Ókostur Kolo er hraðinn og snerpan en það er ekki eins og Lucas sé betri þar.
    Lucas er snillingur að brjóta af sér og svo hef ég áhyggjur að hann gleymi sér og passar ekki sitt svæði og ríkur úr sinni stöðu enda ekki vanur að vera aftasta vörninn.

    En nóg um þetta, þetta verður hörkuleikur og þetta er liðið sem Klopp valdi. Ég vona að menn selja sig dýrt en síðast þegar við spiluðum á þessum velli(Aston Villa í bikar) þá drulluðum við á okkur.
    Ætla að hafa trú á okkar mönnum og við vinnum þetta 2-1 þar sem Sturridge og Benteke skora fyrir okkur.

  12. Lucas verður maður leiksins. Þið sem eruð að drulla yfir hann…tilbúnir að éta sokkinn, hattinn…

  13. Lucas vel staðsettur þarna, les leikinn vel. Slaka á neikvæðinni og njótið þess að keppa um bikar!!

  14. Sæl öll.

    Það hlítur að vera met fjöldi brassa í einum úrslitaleik á Englandi.

  15. Sahko greyið mátti nú illa við þessu! Höfuðhögg er ekki að fara að gera hann gáfaðari? Manngreyið!!??

    Hvernig er hægt að vera svona clueless?

  16. Þetta Lucas drull í sumum er orðið ansi þreytandi. Getur ekki bara verið að Klopp sé að stilla þessu upp eins og staðan er best í dag? Nei nei. Við (eða þið) vitið betur….

    Auk þess var það Clyne sem braut á litla dýrinu en ekki Lucas. Litla dýrið datt um Lucas eftir brotið.

  17. Lucas klárlega búinn að vera langt um besti maðurinn á vellinum það sem af er.. horfið bara á leikinnn og þá sjáið þið það.. hættið svo að drulla yfir manninn.

  18. Hversu oft á Fernandinho ad fá ad brjóta af sér ádur en hann fær spjald..

  19. Sammála #27
    Ég var búinn að gera mér vonir um að Gummi Ben myndi lýsa svona i tilefni þess að það væri úrslitaleikur… Þessi steik er að eyðileggja leikinn f mér!

  20. Lítið að gerast i þessum fyrri hálfleik en vonandi lifnar þetta við i seinni.

    Gummi Ben auðvitað langbesti lysandinn en finnst Rikki G sá lang næst besti.

  21. Ætli michael oliver sé með sér stílista og förðunardömu fyrir aðalhlutverkið í þessum leik???

    Annars er rikki G að lýsa leiknum

  22. Þökk sé Mignolet þá er jafnt. Markvarslan hans var virkilega flott þegar hann varði boltann frá Aguero í stöngina.

    Annars er þetta búið að vera jafn leikur. Liverpool hefur fengið sínar rispur en vörnin hjá Man City er fáranlega sterk. Ef þessi tvö lið myndu púsla saman einu liði þá væri það ósigrandi.

  23. Góður leikur hjá Liverpool, vantar bara mark!!!!!!!! Gerrard er að horfa á, hann er kannski með búninginn hahahahaha

  24. Fyrstu 45 mín mjög solid hjá Liverpool.
    Leikmenn að gefa sig allt í þetta, það er hápressa og Millner/Henderson eru að hlaupa úr sér lungun og hafa nokkrum sinnum náð að bjarga að Man City náðu ekki að keyra á vörnina okkar í yfirtölu.
    Sóknarlega virkar Sturridge sprækur og við náum oft ágætu spili án þess að hafa skapað okkur eitthvað dauðafæri þá erum við stundum í stöðum til þess að gera eitthvað.
    Moreno þarf að læra að hann er ekki stjarnan í liðinu og þegar það eru komnir 5 liverpool kallar inní og kringum vítateig andstæðingana þá sendir þú bara fyrir en reynir ekki að leika tvo .
    Mignolet svo með heimsklassamarkvörslu og á hann hrós skilið fyrir fyrstu 45 mín.

    Þetta er enþá 50/50 leikur en það var skelfilegt að missa Sakho en hann var greinilega ekki í standi til þess að spila.

    p.s Lucas hefur verið frábær í þessum leik en afhverju er hann sendur fram í föstum leikatriðum? Ég veit að hann er miðvörður en það er ekki eins og að hann sé ógn inní teig og mætti hann bara vera tilbaka.

  25. fer 2-1 milner og firmino með mörkin Koma svooo get ekki horft uppá sterlinginn lyfta þessum bikar

  26. Sammála. Lucas buinn að vera frábær i fyrri hálfleik. Bíð eftir stungu inn á Sturridge og þá náum við forystu. Hún kemur trúlega snemma í seinni hálfleik. Góð markvarsla hja Mignolet áðan. Meira svona strákar, tökum þetta í dag!!

  27. Er þetta ekki bara klókt hjá Klopp að setja Lucas á Aguero. Það er ekki eins og það þurfi hæðina gegn honum. Lucas er góður í að sjá leikinn fyrir og hefur sýnt það nokkrum sinnum í fyrri hálfleik.

  28. Carragher – “Lucas has been outstanding in first half” … vona að það sé ekki verið að jinxa þessu.

  29. Djöfull er þetta lelegt hja Mignolet. Lelegt útspark sem verður þess valdandi að city gat sótt hratt a okkur sem leiðir til marks. Djöfull er þetta óþolandi

  30. Mignoleeeeeeet

    Til hamingjuuuuuuuuu

    Kloooooooooopp

    Með að hafa gefið honum nýjan 5 ára samniiiiiiing

    Skjótið mig í fokking hausinn!

  31. 50 milljónir punda og hann er ekki enn buinn að læra að skora mörk. Mikið er eg feginn að við seldum þennan mann.

  32. Fokk ef Sterling hefði sett hann þarna þá hefði ég slökkt á sjónvarpinu.

  33. Sem betur fer er Sterling samur við sig. Og drullar á sig í dauðafæri.

  34. Sæl öll.

    Nýjan v.bakvörð strax. Ákvörðunartakan er í rugli hjá drengnum. Heppinn að ekki var dæmt víti.

  35. Henderson er ekki nógu góður til að vera fyrirliði Liverpool PUNKTUR!

  36. Alltaf víti. Dómarinn að drulla á sig. Og við búnir að drulla á okkur. Engin framávið er ENGIN.

    Vill sjá Sturridge og Henderson út og Origi og Benteke inn.

  37. Kótilettu-Sterling klúðraði algjörum deddara þarna! Við erum heppnir að vera ekki lentir 2-0 undir og svo áttu city að fá víti þarna. Lítur ekki vel út þessar mínútur hjá okkur. Willy Caballero hefur ekki þurft að verja eitt skot í dag hvað er það??

  38. Sýnist einfaldlega City vera númeri of stórir fyrir okkur. 4-0 væri ekki ósangjarnt en ég gef samt ekki upp vonina.
    YNWA

  39. jæja.. heppnir að vera bara 1 – 0 undir .. koma svo Klopp með eitthvað snilldarmúv hérna !!

  40. Þessi Moreno er ekki betri en enginn. Skelfilega ákvarðanir hjá þessum dreng allt tímabilið. Man City svo langtum betri á öllum vígstöðum og ættu að vera komnir 2-3 mörkum yfir. Toppar tímabilið að tapa úrslitaleik

  41. Liðið hefur ekki skapað EITT færi á 70 min….Þetta leggst illa í mig ;(

  42. Hata þetta olíulið,.

    Koma svo Klopp fá annan framherja með Sturridge.

  43. Rólegir á að jinxa Sterling marki.. Sterling fór frá okkur til að vinna titla og í augnablikinu lítur út fyrir að hann sé að fara taka á móti sínum fyrsta titli á MÓTI Liverpool.. við höfum ekki bragging rights ennþá

  44. Hættið nú að væla….við erum að spila úrslitaleik sem er frábært, við erum bara marki undir, sem er líka frábært ef mið er tekið af færunum í leiknum. Og ekki gleyma að við eigum Benteke til að klára leikinn fyrir okkur.
    YNWA

  45. koma svo farið að vakna bobby og kutur væri fint að þið mynduð taka þatt i leiknum seinustu 20 min eða svo

  46. Erum einfaldlega að tapa fyrir betra liðinu i dag.

    ÞURFUM STÓRT KRAFTAVERK EF VIÐ EIGUM AÐ TAKA BIKARINN MEÐ OKKUR HEIM !!!

  47. Getum huggað okkur við það að það er allavegana ekki verið að rústa okkur enþá.

  48. Get því miður ekki huggað mig við neitt.

    Gjörsamlega hata að tapa og þá sérstaklega úrslitaleikjum.

    Mest HATA ég samt að við getum ekki rassgat!

  49. City er með sterkara lið inni à vellinum. Okkar sterkustu menn eru of stutt komnir frá meiðslatímabilinu og langt frá forminu sinu. Svo hjálpar ekkert að gefa mark í forgjöf. Vantar eitthvað óvænt nûna annars er þetta öruggt tap.

  50. Menn hljóta að fara að sjá það að Moreno er ekki framtíð í vinstri bakk held að hann hljóti bara að vera illa gefinn drengurinn.

  51. Ætli Milner sé ekki versti spyrnumaður sem hefur tekið fast leikatriði fyrir liðið?

  52. Gott að Mignolet fékk langan samning, hreinlega að bjarga okkur 🙂

  53. Djöfull er þetta samt illa dæmdur leikur. Guttinn einfaldlega ekki að valda verkefninu.

  54. Ég spyr, sjálfsagt eins og allir aðrir, hvað er Sturridge að gera inni á vellinum? Tína hundasúrur?

  55. Þarna þekki ég mína menn! Þeir fara ekki að svíkjast undan framlengingu tvisvar á einni viku.

  56. Hvað á maður að halda með þennan markmann? Stundum er eins og enginn sé í marki, svo ver hann eins og motherfocker…Fáránlegt!

  57. Þetta Liverpool lið, alltaf skal það halda manni í spennitreyju í úrslitaleikjum.

  58. Það vantar ekki karakter og dugnað í okkar menn í dag.

    Man City með klárlega meiri hæfileika en við erum að vinna þá í dugnaði og eljusemi.
    Mignolet breytti þessum leik með því að gefa þeim mark og eftir það opnaðist allt hjá okkar mönnum og hann hefur verið að bjarga okkur eftir það.

    Man City á eftir 3 skiptingar og fá því fljótlega ferskar fætur inná en menn virkuðu mjög þreyttir. Ég vona samt að liðið okkar heldur áfram bara að keyra á það enda getum við ekkert í vörn og óþarfi að pakka eitthvað.

    Mér fannst Lallana/Origi koma með kraft í þetta og því má segja að skiptingarnar hjá Klopp hafi heppnast nokkuð vel.

  59. Eitt skot á markið hjá Liverpool og eitt mark, nú er bara bæta við

  60. Mignolet besti leikmaður okkar það sem af er. Leikurinn frábær skemmtun það sem af er og vonandi ganga heilladísirnar í okkar lið í framlengingunni. Pellegrini á teyndar allar sínar skiptingar eftir og getur því hent inn óþreyttum mönnum…..en við látum það ekki á okkur fá og vinnum þennan leik.
    YNWA

  61. vá hvað Sturridge er búinn að vera dapur? vonandi jinxa ég hann til að skora, en hann hefur bara alls ekki verið að gera nokkuð – stórfurðulegt…

  62. það er eins og Sturridge sé bara á 75% keyrslu í leiknum. Virðist aldrei keyra á fullu í eitt eða neitt.

  63. Nkl Dude #106….Þetta er munurinn að vera með TOPP markmann og síðan góðan markmann..En ég vil samt segja…Djöv. er Lucas búin að vera öflugur..Eini ALVÖRU leiðtoginn í þessu liði..

  64. Ef að þetta fer í vító að þá er spurning hvort að Pelligrini skipti Joe Hart inn á.

  65. Mignolet langbesti maður leiksins þrátt fyrir að hafa fengið á sig klaufalegt mark!

  66. Þetta er alltof spennandi maður er farinn að skjálfa hérna

  67. Jæja vító. Við erum búnir að berjast hetjulega í 120 mín gegn Man City.

    Það verður erfitt að vera reiður við strákana eftir svona leik ef svo fer að við töpum í vító.

  68. Menn hefðu átt að hlægja aðeins meira að Caballero fyrir leik….

  69. Þvílíkar hörmungar spyrnur hjá Lucas og Cautino þeir eru ekki menn leiksins
    YNWA

  70. Jæja var á meðan var. Það endurspeglast í þessari vító sem svo margir hafa bent á. Það eru of mörg “músarhjörtu” í þessu liði.

  71. Frekar dapurt að tapa í vítaspyrnu keppni en það verður nú að viðurkennast að city voru betri og við náðum ekki að vinna þó dómarinn reyndi að aðstoða okkur eftir fremsta megni. En sorglega lélegar spyrnur aftur á móti

Off to Wembley we go!!!

Liverpool 1 Man City 1 (1-3 í vító)