Komdu með að kveðja tímabilið!

Komdu með Kop.is á lokaleik Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vor þar sem mótherjarnir verða eitt spútnikliða tímabilsins, drengirnir í Watford

Þá er komið að næstu hópferð okkar. Að þessu sinni ætlum við að taka þátt í gleðinni sem fylgir alltaf síðasta heimaleik tímabilsins, en sá leikur fer fram laugardaginn 7.maí, þegar sólin verður hátt á lofti og vorið að klárast og sumarið að koma.

Að síðasta heimaleik loknum koma svo leikmenn út á völlinn með fjölskyldur sínar og þakka fyrir stuðning vetrarins, nokkuð sem er verulega skemmtilegt, við treystum því auðvitað að með í för verði silfurbikar sem verður sóttur til að taka með heim til sín nú um helgina.

Til að bóka ykkar pláss í ferðina þá sendiði póst á siggigunn@uu.is

Dagskrá ferðarinnar í grófum dráttum:

 • 5 dagar, 4 nætur
 • Flogið til Birmingham á fimmtudegi (Uppstigningardag) og rúta þaðan til Liverpool (ca 2 klst. akstur)
 • Gist á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool.
 • Skoðunarferð á Anfield á föstudag og LFC-spurningakeppni á föstudagskvöld (fyrir þá sem vilja)
 • Morgunmatur, upphitun fyrir leik og leikurinn sjálfur á laugardegi
 • Frjáls dagskrá á sunnudegi
 • Rúta til Birmingham og flogið heim uppúr hádegi á mánudegi

Verð er kr. 149.900,- á mann í tvíbýli.

Fararstjórn er í höndum okkar kop.is manna og þá er ekki bara verið að tala um að velta upp fótbolta heldur líka það annað sem þessi dásamlega borg við Merseyána hefur upp á að bjóða á slíkum vordögum!

10 Comments

 1. Veit einhver afhverju það er aldrei flogið beint til Liverpool í þessum ferðum?

 2. Helsta ástæðan fyrir því er sú að það er ekki beint flug frá Íslandi til Liverpool, gerir þetta smá erfitt. Birmingham er samt sæmilega stutt frá.

  Annars er bull að setja að aldrei sé flogið beint til Liverpool í Kop.is ferðum þar sem við flugum þangað beint í síðustu ferð (leiguflug).

 3. Er virkilega að spá í að taka konuna með í þessa ferð og leyfa henni að upplifa Liverpool ferð.

 4. Fyrirgefðu Einar ég ætlaði ekki að móðga þig það hefur þá farið fram hjá mér að þið hafið flogið beint til Liverpool áður.

 5. ein pæling ,,,nú er klúbburinn að fara líka í þessa ferð. Er ekki verið að taka aðeins sjarman af þessu þegar margar Liverpool grúbbur eru að bjóða uppá ferðir. Er ekki hægt að sameina þetta og stækka bara allt batteríið. Er sjálfur að fara á þennan leik, með klúbbnum…..koma svo !!

 6. #6 póstur sem klúbburinn sendi á alla félagsmenn fyrir jól um ferðir á nýju ári og eins má sjá þetta hjá ferðaskrifstofunni Vita.. fyrir mér er þetta eins og samkeppni við klúbbinn.

 7. #7 takk, fann þetta hjá Vita. Er þessi ferð með einhvers konar fararstjórn? Er t.d. möguleiki að komast í skoðunarferð um Anfield, veistu það?

 8. 150 000 Allt of mikið fyrir þessa ferð
  þá er betra að glápa´heima í stofu
  hvernig stebdur á því að það yfirleitt mikið dýrara hjá Liverpool klúbbnum
  heldur en hjá hinum klúbbunum hérna heima
  hef fengikð tölur frá þeim þó nokkuð lægri

 9. Eins og áður þá ræðst verðið bara einfaldlega af þeim stærðum sem þessar ferðir búa við.

  Flug, hótel og aðgöngumiðar inn á völlinn eru alfarið það sem ræður miðaverði, við fáum flott flug, góðar rútur, gott hótel og höfum fengið mjög góða miða í þessum ferðum þar sem m.a. við höfum alltaf (hingað til) náð að uppfylla óskir fólks um að sitja saman á vellinum og mjög oft náð að uppfylla þær staðsetningar í sætum sem menn óska.

  En ég er sammála því að Liverpool ferðir eru dýrari en flestar aðrar, það kemur til af því einu og eingöngu að það er dýrt að kaupa miða á Liverpool leiki vegna þess að eftirspurn er mun meiri en framboð og síðan ráða áfangastaðir Icelandair líka töluverðu um gistinætur, eins og þarna þar sem við erum að gista í 4 nætur á góðu hóteli.

  Varðandi samkeppni við Liverpool klúbbinn og VITA-ferðir. Við erum allir í Liverpool klúbbnum og höfum allir farið í ferðir með þeim, bara nokkrum sinnum meira að segja. Þær ferðir eru uppbyggðar á annan hátt og við mælum hiklaust með þeim.

  Okkar ferðir komu til í framhaldi af áskorunum til okkar um að búa til ferðir þar sem þeir sem hingað koma reglulega til að spjalla um leikina og þá líka að skapa þeim ferðum sérstöðu. Sú sérstaða okkar hefur verið að við höfum lagt á okkur vinnu til að búa til upplifunarprógramm sem stendur öllum til boða í þessum ferðum okkar. Með því að lesa liðnar ferðasögur þá geta menn séð hvernig það prógramm lítur út.

  Ég mæli hiklaust með því að fólk fari í ferðir með klúbbnum og þær liggja ljósar fyrir mjög snemma og gefur fólki færi á að bóka sig í þær. Það eru flottar ferðir, bara öðruvísi en okkar.

  Í okkar tilviki erum við að vinna með ÚÚ og fyrirtæki í Liverpool sem að para saman helgar sem ganga vel upp varðandi ytri rammann og við búum svo til innihald. Það skipulag er svo sett fram á síðunni og við sjáum hverjar viðtökurnar eru. Eins verður með þessa ferð á lokaleikinn í vor – sú ferð kom upp í liðinni viku og ákveðið var að kanna áhuga fólks á því að fara í borgina okkar dásamlegu og upplifa leik á Anfield og umgjörðina um þá.

  Það er jú lykilatriðið, að sem flestir upplifi það…

Dregið í 16-liða úrslit Evrópudeildar (Uppfært: Utd!!!)

Off to Wembley we go!!!