Tímabilið undir…

Þetta er ekki flókið. Framundan eru heilir þrír dagar sem geta gert þetta tímabil algjörlega vonlaust í heildina séð eða hreinlega verið stórt skref í þá átt að gera það bara all bærilegt og rúmlega það. Það er bikarúrslitaleikur á sunnudaginn og það verður að skoða þennan leik gegn Augsburg í því samhengi. Þessi Augsburg leikur er algjörlega krítískur í eina séns Liverpool á Meistaradeildarsæti, eina hálmstráið. Leikurinn á sunnudaginn er svo tækifæri á fyrsta titlinum í lengri tíma. En hvað er til ráða? Er hægt að setja topp forgang á báða þessa leiki? Stóra klisjan um að taka bara einn leik fyrir í einu og ekki spá í leikinn á eftir, hún á svo sannarlega við núna að mínum dómi. Liðið VERÐUR hreinlega að ýta þessu Augsburg liði úr keppni og til þess að gera það, þá verður að stilla upp sínu sterkasta liði á miðvikudaginn morgun. Það verður svo bara að koma í ljós eftir leik hverjir verða í standi fyrir leikinn á sunnudaginn. Þetta eru vel þjálfaðir íþróttamenn og eina andskotakornið að höndla það að spila 2 leiki á stuttum tíma, sér í lagi þar sem þeir eru búnir að hafa heila viku í hvíld. Þannig að það á hreinlega að setja allt púður í leikinn á fimmtudaginn. Leikurinn hefst stundvíslega klukkan 18:00.

Þar með ætla ég ekki að eyða orði meira í úrslitaleikinn gegn City, hann kemur þegar hann kemur. Ég kom inná það hér í byrjun að þetta er nánast örugglega, eina leiðin hjá okkar mönnum að koma sér í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu. Ég er á því að það sé minna erfitt að fara í gegnum sextánliða, áttaliða, undanúrslit og úrslit í Evrópudeildinni, en að yfirvinna 9 stig og 4 lið í Úrvalsdeildinni á Englandi. Báðir þessir möguleikar eru jú auðvitað fyrir hendi, en Evrópudeildin er í mínum huga, klárlega leiðin sem ákjósanlegri. Í þokkabót þá gefur hún bikar, ólíkt fjórða sætinu í deildinni. Þó talað sé um Arsene bikarinn yfir þetta fjórða sæti, þá er hann ekki til í alvörunni. Fjórða sætið gefur meira að segja bara rétt til að spila í undankeppni Meistaradeildarinnar. Sigur í Evrópudeildinni gefur aftur á móti flottan bikar, blóðbragð af velgengni og í nær öllum tilfellum, sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar (á ekki við ef sigurvegarar Meistaradeildarinnar ná ekki Meistaradeildarsæti í gegnum deildarkeppnina í sínu landi). Það er því til mikils að vinna og hreinlega óábyrgt að setja þessa keppni ekki í algjöran forgang á þessum tímapunkti. Annar vinkill sem kemur inn í dæmið er sá að England þarf virkilega á því að halda að ensku liðin standi sig í Evrópu þar sem Ítalía er byrjað að ógna verulega þessu fjórða sæti sem England er með inn í Meistaradeildina.

En hvað, er þetta raunhæfur möguleiki? Ég vil meina það. Sevilla hefur til að mynda unnið þessa keppni síðustu 2 árin og seint verða þeir sakaðir um að vera með eitthvað ofurlið á sinni könnu. Þetta snýst jú allt um hvernig þú “trítar” keppnina. Ég er alveg sannfærður um að ensku liðin væru búin að vinna þessa keppni oftar ef þau færu í hana af einhverjum metnaði. Ég vil nefninlega meina það að liðin fyrir neðan þessi topp 4 á Englandi og nánast niður eftir allri deildinni, þau séu sterkari en í öðrum deildum. Það er það sem gerir ensku deildina svona óútreiknanlega. Leikmannahópar eins og t.d. hjá Stoke, sjást ekki hjá liðum um miðja deild í þessu helstu deildum Evrópu. Horfum aðeins á þessi lið sem eftir eru í keppninni:

Fenerbache, Lokomotiv Moskva, Anderlecht, Olympiakos, Midtjylland, Man.Utd, Fiorentina, Tottenham, Dortmund, Porto, Villareal, Napoli, St.Etienne, Basel, Sevilla, Molde, Sporting, Leverkusen, Valencia, Rapid Wien, Augsburg, Sparta Prag, Krasnodar, Galatasaray, Lazio, Sion, Braga, Shakhtar Donetsk, Schalke, Marseille og Athletic Bilbao.

Jú mörg fín lið, en ekki mörg sem eru í einhverju óyfirstíganlegum klassa, langt því frá. Ef við leikum okkur aðeins útfrá fyrri viðureignunum (og smá giski), þá gætu þetta verið þau 15 lið sem við gætum mætt næst (ef við klárum Augsburg):

Fenerbache, Anderlecht, Man.Utd, Tottenham, Dortmund, Villareal, Basel, Leverkusen, Valencia, Sparta Prag, Lazio, Braga, Schalke og Athletic Bilbao.

Þetta er klárlega vel mögulegt, en það er samt enginn að blöffa sjálfan sig og segja að þetta sé eitthvað létt dæmi. Það eru margar hindranir framundan, en þetta er vel geranlegt, algjörlega. Sér í lagi ef fókusinn verður settur á þessa keppni. Evrópukvöldin á Anfield eru einstök og ég er fullviss um að það vilja ALLIR tengdir félaginu, gera þau sem flest á tímabilinu. Þetta er keppni sem ætlunin er að setja á hærri stall næstu árin (af UEFA) og aukið peningastreymi verður í hana. Sevilla hefur unnið hana oftast allra liða eða 4 sinnum (fyrst árið 2006) en Liverpool hefur unnið hana næst oftast ásamt Juventus og Inter. Það væri enn meiri bónus að komast þarna á toppinn á ný.

En hvernig skal setja liðið upp fyrir leikinn? Ég hefði haldið að það væri búið að nýta tímann vel á æfingasvæðinu þessa heilu viku sem menn hafa haft frá síðasta Augsburg leik. Líklegast verða þeir Lovren, Stewart, Lallana, Allen, Skrtel, Rossiter, Ings og Gomez fjarri góðu gamni, en aðrir ættu að vera heilir. Það er því ekkert ólíklegt að við sjáum sömu uppstillinguna 3ja leikinn í röð hjá Klopp. Það væri nú eitthvað, því í síðasta leik var í fyrsta skipti hjá honum sem stjóra Liverpool, sem stillt var upp sama byrjunarliði tvo leiki í röð. Ég væri þó alveg til í að skoða breytingu í vörninni. Þó að ég hreinlega elski týpuna Kolo Toure, þá haf ég á tilfinningunni að hann sé orðinn tifandi tímasprengju sökum þess hve þungur hann er orðinn. En reyndur er hann, það verður ekki tekið af honum. Ég veit hreinlega ekki hvort ég treysti Culker eitthvað betur í stöðuna og ef ég mætti ráða, þá myndi ég hreinlega setja Lucas þarna inn því hann virkaði flott í þessari stöðu gegn West Ham um daginn. Annars er þetta því miður að mestu leiti sjálfskipað í stöðurnar. Helst að það sé spurning um val á milli Can og Lucas, en sá fyrrnefndi býður upp á meiri hluti sóknarlega og verður því líklegast fyrir valinu þrátt fyrir að hafa verið allt frá því að vera frekar dapur og yfir í mjög dapur undanfarið.

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Firmino – Sturridge – Coutinho

Nú er bara að vona að það séu allir sem einn klárir í slaginn og keyri í gegn góðan sigur og fylla á sjálfstrausts brúsana. Það sást vel í þessum fyrri leik að þetta Augsburg lið er klárlega eitthvað sem menn eiga að spæna yfir á góðum degi. Það þarf fyrst og fremst að hugsa um að nýta þau færi sem bjóðast, ef menn gera það, þá hefur maður ekki nokkrar áhyggjur af málinu. Ég held að menn á Anfield séu farnir að finna smá fiðring í sér, horfandi fram á veginn. Við keyrum yfir þetta Augsburg lið og horfum aldrei tilbaka og hananú. Ég ætla að giska á 3-0 sigur okkar manna og að það verði þeir Sturridge, Coutinho og Firmino sem setji mörkin og komi sér í endanlegan gír fyrir restina af þessu tímabili. Ég er orðinn hreint fáránlega spenntur, spenntari en ég hef verið yfir leik í þessari Evrópudeild síðan 2001.

Koma svo…

24 Comments

  1. Takk fyrir flotta upphitun.

    Ég er sammála nánast hverju orði í einu og öllu; við eigum og verðum að leggja alla áherslu á þessa keppni. Deildabikarsúrslitaleikurinn kemur bara þegar hann kemur.

    Því sem ég er ekki sammála í þessum upphitunarpistli, er að þetta verði léttur 3-0 sigur. Ég held að þetta verði skíthelvíti erfitt og þar sem við erum ekki lið sem nýtir færin sín vel, þá spái ég að þetta fari 0-0 í venjulegum leiktíma og að við merjum þetta svo 1-0 í framlengingu með marki frá Coutinho og allt verður vitlaust. Það kæmi mér þó ekki á óvart ef þetta færi í vító.

    Koma svo!

  2. Ég sé næstu 3 leiki sem þá sem géta meikað eða breikað tímabilið.

    Eins ógéðslega leiðinleg og þessi Evrópudeild hefur verið undanfarin ár, þá sé ég hana sem magnað tækifæri að drulla okkur aftur upp í Meistaradeildinna, og bikar væri ekki slæmur.

    Deildarbikarin er algjört must eftir þetta slaka tímabil ef við skyldum detta úr Evrópudeildinni.

    Síðan er það þessi Man City leikur sem við eigum bara 2 dögum eftir úrslitin á Wembley.
    Þar sem United eiga Arsenal á sama tíma, þá ætla ég að láta mig sjálvan dreyma (skyldu báðir leikir farið okkar leið) um að keppnin um þetta blessaða 4. sæti opnast aðeins.
    Alt gétur enn gérst.

  3. Er leikurinn ekki á morgun, fimmtudag? Það kom svo oft fram miðvikudagur í upphituninni að ég skelf af spennu.

  4. vid vinnum shitty a sun. hef sterka tilfinningu f ?vi. þeirra ahugi liggur annarsstadar

  5. Takk fyrir ábendinguna Birkir, kom reyndar bara fyrir einu sinni, en það var einu sinni og oft 🙂 Leiðrétt hér með.

  6. #6 Kalli, þeg verð víst kl 16 30 á Wemblay á sunnudag, hlakka geðveikt til, og er hálfpartinn að vona að Klopp veðji á veikara lið á morgun og nái samt áfram til að hafa okkar sterkasta á Sunnudag

  7. Ég hef bara lesið það aftur og aftur og aftur og vonað að það gerði það satt 😉

  8. Flott upphitun! Mig dreymir um úrslitaleik við Dortmund ! 🙂

    Koma svo!!!!

  9. Takk kærlega fyrir frábæran pistil SSteinn.

    Ég deili mjög svo með þér þeim áhyggjum að Ítalir eru farnir að þjarma að Englendingum með að hirða þetta 4. slott í Champions league. Hef sjálfur verið að fylgjast nokkuð grannt með því. Bendi áhugasömum á góða síðu um þetta efni: http://kassiesa.home.xs4all.nl/bert/uefa/

    Sigurinn hjá City í gær í Úkraníu var gríðarlega mikilvægur fyrir Englendinga. Það er ekki oft sem maður heldur með City 🙂

    Varðandi leikinn í kvöld þá er ég algerlega sammála þér að Klopp mun spila okkar allra sterkasta liði. Hann var líka mjög skýr með þetta á blaðamannafundinum í gær. Ef allt er eðlilegt þá eigum við að vinna þetta lið örugglega.

  10. Takk fyrir þetta strákar. Gaman að menn séu ekki almennt að tala Evrópudeildina niður eins og einn og einn gera þó. Segi þó að leikirnir eru allt of margir, á líka við Meistaradeildina, og það á ekki að þurfa að spila a.m.k. 15 leiki til að vinna dolluna. Nærri því helmingur að heilli deildarkeppni. Fyrir vikið verður ansi stutt milli mikilvægra leikja hjá liðum sem komast langt í mörgum keppnum. Eins og hjá Liverpool sem leikur mjög marga leiki á stuttum tíma auk þess að glíma við meiðsli hjá stórum hópi leikmanna. Trúi þó ekki öðru en Lverpool hagnist, jafnvel umfram önnur lið, á meiðslaveseninu þegar til lengri tíma er litið og flestir verða komnir aftur í lag. Ungir leikmenn hafa spilað mun mikilvægari leiki heldur en þeir hafa áður gert og fengið dýrmæta reynslu. Þess vegna hefði ég viljað sjá í uppstillingunni þinni SSteinn a.m.k. einn af þessum guttum í byrjunaliðinu og hafa Henderson á bekknum. Megum alls ekki vanmeta Augsburg og tel ég gott ef við vinnum þennan leik með einu marki og látum það gott heita. Áfram svo Touré og Liverpool.

  11. Enn einu sinni meik or breik, næstu dagar. Höfum verið nokkrum sinnum í þeirri stöðu í deildinni í vetur og klúðrað því hressilega.
    Það eru svosem vísbendingar um að menn séu klárir en hausinn er viðkvæmur á þessum mörgu ungu guttum ennþá. Kolo aldrei mikilvægari en núna með sitt attitude og reynslu.

    Vonandi fáum við flottan leik í kvöld og menn geri okkur þann greiða að mæta dýrvitlausir á sunnudaginn. City spilar varla tvo góða leiki í röð.

    YNWA

  12. Nr. 11

    Sorry Hjalti en þetta hámarks Pollýanna

    Trúi þó ekki öðru en Lverpool hagnist, jafnvel umfram önnur lið, á meiðslaveseninu þegar til lengri tíma er litið

    Liverpool átti að vera með lið í fyrra til að keppa strax enda komið í Meistaradeild og í 2.sæti í deild. Fyrir þetta tímabil var hópurinn styrktur og ætti að vera betri en 8.-10.sæti í deild (keppninni sem skiptir öllu máli).

    Það er ALLTAF verið að horfa til næsta tímabils, byrjaði í janúar/febrúar þetta árið. Gott og vel það er fínt upp að vissu marki að ungir leikmenn fái séns í aðalliðinu og það kemur sér vel fyrir þá. Málið er að Liverpool hefur verið að gera þetta í a.m.k. fimm ár núna.

    Frekar vill ég spila færri en stærri leiki (deildarleiki) af 100% krafti frekar en að spila endalaust af leikjum í fjórum keppnum af 50% krafti.

    En mikið til þökk sé endalaust af leikjum í öllum keppnum með tilheyrandi meiðslaveseni og þreytu á liðið (nánast) ekki lengur séns á að komast í Meistaradeildina í gegnum deildarkeppnina. Því er Evrópudeildin síðasta hálmstráið, ég held ekkert mjög fast í það strá miðað við hvernig liðið hefur spilað í vetur, bæði í deild og þessari keppni. Liverpool hefur t.a.m. skorað heil sex mörk í 7 leikjum sem er ömurleg tölfræði og verður verri ef skoðað er hverjir mótherjarnir hafa verið í þessum leikjum.

    Vonandi hjálpar það okkar mönnum að hafa endurheimt marga af okkar bestu mönnum því gengi liðsins þarf að stökkbreytast, fínn tími núna t.a.m. að byrja á því að vinna 4-5 leiki í röð, eitthvað sem liðið hefur ekki gert í sl. tvö tímabil.

  13. Takk fyrir þetta Einar. Við erum þá allavega sammála um að leikirnir í Evrópudeildinni eru allt of margir. Auðvitað hefði liðið átt að vera með mannskap til að berjast um topp fjögur sætin en öll meiðslin hljóta að hafa mikil áhrif á slakan árangur. Couthino og Henderson hafa nánast ekki verið á 50% getu eftir meiðslin og engir hafa fyllt skörðin nægjanlega þrátt fyrir að reyna eins og þeir geta (Allen, Can, Lucas og Milner ofl). Kannski getur enginn fyllt skarð Couthino a.m.k. eins og hann var að spila í fyrra. Síðan vörnin og markvarslan, guð minn almáttugur hvað það er ólíkt tíð Carragher og Hyppia. Touré ljósi punkturinn í vörninni, hann reynir þó allavega. Svona má víst ekki segja, Clyne og Moreno hafa verið fínir, kannski upp á 7 í einkunn meðan miðverðrinir í vetur hafa varla verið uppá nema 5.

  14. Þó það sé skelfilegt að viðurkenna þá er liðið okkar engan veginn í stakk búið að spila svona marga leiki. Einar er raunsær. Og líklega verður liðið okkar ekki í stakk búið fyrir svona djúpar tarnir á næstu tímabilum vegna kaupstefnunnar okkar.
    Af einskærri óheppni höfum við slefað gegnum þessar bikarkeppnir og evrópudeild og gætum fyrir vikið endað hvorki né í 10. sæti.
    Úr því sem komið er þá ná menn vonandi að fara alla leið í þessum tveimur bikarkeppnum, deildin er ónýt.
    Það þar að forgangsraða á næsta tímabili fyrir deildina.
    Ég er hræddur um að það verði einfalt, engin evrópukeppni í boði næsta vetur. En það verður bara fín viðspyrna og skref uppávið í deildinni.
    YNWA

  15. Sammála afar góðum pistli. Bara keyra á þetta, menn eiga að sjálfsögðu að ráða við það. Þreyta er líka í höfðinu á leikmönnum, og kannski stuðningsmönnum lika 🙂 Því laust niður í kollinn á mér að þetta er sama prógram og að spila á miðvikudegi og svo aftur á laugardegi. Þ.e. það er sami tími á milli leikja. Ég man ekki eftir því hér áður fyrr að kvartað hafi verið yfir slíku leikjaplani. Það rifjaðist upp fyrir mér að fyrir nokkrum árum, þegar Hamann var Generalinn á miðjunni og Inspector Houllier var á hliðarlínunni, fórum við nokkrir félagar til Liverpool. Við sáum leik á miðvikudegi og svo aftur á laugardegi og það var nánast sama lið ef ekki það sama í báðum leikjum. Allir leikmenn voru sprækir og virtust óþreyttir og báðir leikirnir unnust, m.a. með þrumufleyg fyrrnefnds Þjóðverja sem hafði ekki misst neinn mátt þegar kom að laugardagsleiknum. Gott ef það var ekki líka leikur helgina á undan þannig að liðið spilaði 3 leiki á ca viku.

    Við leggjum allt kapp á að vinna í kvöld með okkar sterkasta lið og svo verður okkar sterkasta lið að sjálfsögðu aftur klárt í að vinna dolluna á sunnudaginn. Punktur.

  16. Það er 25. febrúar í dag. Ég er ALLS EKKI að horfa á næsta tímabil.

    Mig langar í deildarbikarinn.

    Mig langar í Evrópudeildina.

    Deildin er vonbrigði en það eru enn tvær aðrar keppnir sem gefa möguleika á að rykhreinsa og opna verðlaunaherbergið fyrir nýjum gestum.

    Skítt með sæti í Meistaradeildinni. Mig langar að vinna tvær dollur á næstu 3 mánuðum. Ef menn eru ekki að hugsa þetta þannig, til hvers eru menn þá í þessu? Fórna dollum til að ná 4. sætinu eða berjast bara um Evrópudeildina af því að þar er CL-sæti í boði? Fuck that.

    Dollur. Skrefi nær í kvöld og svo er önnur þeirra í boði á Wembley á sunnudag. Um þetta á Liverpool að snúast. Ekki hagnaðinn fyrir 4. sæti vs hagnaðinn fyrir 5. sæti.

    Skrefi nær í kvöld, dolla á sunnudag. Það er það eina sem ég er að hugsa um núna.

    Mitt innlegg í þessa umræðu. Góðar stundir.

    YNWA

  17. Spurningin er hvort þessi vikuhvíld er þess valdandi að það verði auðveldara að taka þessa tvo leiki með stæl, án þess að það verði valdur af verulegum meiðslavandræðum. Ástæða þess að liverpool lenti í þessum sífella meiðslavesen er að á þessu tímabili hefur verið leikur með 3 daga fyrirvara nánast allt tímabilið, það kom ekki einu sinni svona vikuhvíld.

  18. Geisp Kristján Atli

    Meistaradeild gefur auknar líkur á betri hóp. Betri hópur gefur auknar líkur á fleiri titlum. Ekkert flókið við þetta.

    Evrópudeild gefur ekki nægjanlegar tekjur, allt í lagi að taka þátt stöku sinnum en vandamál ef liðið er fastur gestur í meðalmennsku Evrópukeppninni, þáttaka þar dregur úr likum á góðum árangri í deildinni. Frekar tek ég 2013/14 tímabil heldur en það sem við erum að horfa á núna.

    Auðvitað eru allir að horfa til þeirra keppna sem enn eru eftir á þessu tímabili, gerum það á hverju ári þegar deildinni er lokið hjá okkar mönnum (sem er jafnan snemma á árinu). Ég var hinsvegar að svara þessu “Trúi þó ekki öðru en Lverpool hagnist, jafnvel umfram önnur lið, á meiðslaveseninu þegar til lengri tíma er litið”.

    Liverpool á að snúast um það eitt að keppa meðal þeirra bestu og vinna til verðlauna á því sviði. Það er enginn söngur til um sigra í deildarbikarnum þó auðvitað sé gaman að vinna bikarkeppnir. Rómantík í kringum Evrópukvöld á Anfield er vegna leikja við Barcelona, Real Madríd, Juventus, Chelsea, Arsenal og þeirra liða sem eru meðal þeirra bestu hverju sinni. Ekki Bordeux, Augsburg eða Sion. Meðalliða í góðum deildum á meginlandi Evrópu.

  19. Já sammála steina, er mjog spenntur fyrir leiknum a eftir og hef i raun hugsað um það i allan vetur hvað mig langar mikið að vinna þessa keppni og taka þar meistaradeildarsætið.

    eg væri til i að sja Can eða Milner út og setja Coutinho fremstan a miðjuna og setja þa benteke eða origi framar a völlinn með Sturridge og Firmino til að auka enn frekar sóknarþungann..

    spái 2 -0 sigri og Sturridge með bæði

  20. Sælir félagar

    Þetta verður fróðlegt, áhugavert og skemmtilegt. Hvernig fer veit ég ekki en vona að okkar menn vinni.

    Það er nú þannig

    YNWA

  21. Ég tek heilshugar undir með Kristjáni Atla hér að ofan. Auðvitað myndum við helst af öllu vilja vera í Meistaradeildinni, spila þar til úrslita á hverju tímabili og berjast um enska titilinn á hverju tímabili. Þar erum við einfaldlega ekki og staðurinn þar sem við erum núna er sá að við höfum bara fínan kost á að ná í 2 bikara og á þá vil ég sjá menn stefna. Evrópukvöld á Anfield snýst ekkert bara um leiki gegn Barcelona eða Real Madrid, það er algjört og helbert kjaftæði. Það hafa verið RISA Evrópukvöld á Anfield í Evrópudeildinni og það oft. Það er bara sérstök ára yfir þessum Evrópukvöldum. Liverpool – Roma og fleiri leikir 2001, þú segir engum það að það hafi ekki verið alvöru Evrópukvöld. Þegar komið er í þessa útsláttarkeppni, þá eru þetta bara einfaldlega alvöru Evrópukvöld.

    Sigur í Evrópudeildinni á þessum tímapunkti gefur sæti í Meistaradeildinni. Það er staðreynd. Er ekki alveg að skilja þetta með að við séum dottnir í að horfa til næsta tímabils, hélt þetta væri akkúrat öfugt. Tímabilið hefur ekki gengið vel, margar ástæður fyrir því. Ef það fór framhjá einhverjum að þá fóru fram stjóraskipti á miðju tímabili til að reyna að rétta skútuna af. Róm var ekkert byggð á hverjum degi (ok ok, þessi var stolinn) en ég segi fyrir mitt leiti. Ef mínir björtustu draumar rætast og við vinnum deildarbikar og Evrópudeildina, þá flokka ég tímabilið sem gott og veitir mér margfalt meiri ánægju en að lenda í fjórða sæti í deild, eða þriðja, eða bara öðru. Það eina sem myndi toppa það væri að vinna titilinn.

    Enda líka ef menn horfa tilbaka, þá er horft til titla og ánægjunnar í kringum þá. 2001 unnum við Alaves í úrslitum Evrópudeildarinnar, við lögðum líka Ipswich í lokaleiknum í deildinni sem tryggði 4 sætið í deild og þar með sæti í Meistaradeildinni. Hvort er eftirminnilegra hjá hinum almenna stuðningsmanni?

Opinn þráður- Kevin Stewart fær nýjan samning

Liðið gegn Augsburg