Opinn þráður- Kevin Stewart fær nýjan samning

Líklega eru flestir búnir að nýta tímann milli leikja með því taka sér frí frá Liverpool. Það er allavega frekar rólegt yfir um þessar mundir og hendum við því í opinn þráð fram að upphitun.

Helst er það í fréttum að Kevin Stewart hefur í dag tekið Gumma Ben sér til fyrirmyndar.


Hann var semsagt að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning með möguleika á árs framlenginu.

Það er ljóst að hann hefur heillað mikið undanfarið því hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool fyrir stuttu síðan.


Hann er 22 ára og bjuggust flestir við því að hann ætti ekki mikla framtíð fyrir sér á Anfield. Leikurinn gegn West Ham hefur líklega haft mikið að segja þar og því bara vonandi að þessi strákur slái í gegn. Hann er víst sá sem æfir hvað mest í hópnum og er með gríðarlega gott hugarfar. Persónulega fagna ég þessum fréttum, vonandi eigum við þarna góðan varnartengilið sem varla væri verið að semja við á þessum aldri nema menn hefðu trú á honum.

Það er svo auðvitað við hæfi á þessu tímabili að tilkynna á sama tíma að hann verður meiddur næstu 4-5 vikurnar enda spilaði hann vel í 2-3 leikjum. Það hefur enginn spilað vel í meira en þrjá leiki á skömmum tíma í vetur án þess að meiðast.

4 Comments

  1. Mjög ánægjulegt þegar mönnum er verðlaunað fyrir dugnað og vinnusemi. Erfitt að átta sig á raunverulegri getu hans enda bara spilað sárafáa aðalliðsleiki. Hinsvegar vakti hann verðskuldaða athygli á móti West ham.

    Persónulega finnst mér hann ekki bæta neitt sérstaklega miklu við þá miðjuleikmenn sem þegar eru hjá klúbbnum. Hinsvegar er hann enn frekar ungur og gæti átt einhverja bætingu inni og líklegast er ómögulegt fyrir hann að vera hægari en lucas, can o.fl.. Hvað varðar stöðu varnarsinnaðs miðjumanns þá er hann áhugaverður, ég held amk að í þessum leikmanni höfum við frekar ódýran valkost á miðjuna og gætum mögulega losað okkur við aðra dýrari menn sem myndi þá kannski skapa svigrúm til að bæta frekari gæðum við hópinn.

    Svekkjandi að sjá hann ekki næstu vikurnar vegna meiðslanna en m.v. tímalengd samnings þá sýnist mér Klopp alveg hafa séð nóg sem er ekkert nema jákvætt enda JK og hans aðstoðarmenn þekktir fyrir að hafa nef fyrir því að þefa uppi hæfileika.

  2. Sjáið t.d francis coquelin sem er orðin lykilmaður á miðjunni hjá ARsenal hann fékk sinn fyrsta almennilega séns 23 ára og er orðin einn besti varnartengiliður í deildinni. Svo þessi strákur getur orðið mjög góður og það sem maður hefur séð af honum hef ég fullatrú. Menn mega ekki afskrifa þessa stráka þótt þeir séu komnir yfir 20 aldurinn.

  3. Mjög jákvæðar og spennandi fréttir. Manni líður eins og tímabilinu sé lokið þessa dagana!

Bjartara framundan á leikmannamarkaðnum?

Tímabilið undir…