Augsburg 0-0 Liverpool

Klopp stillti upp sterkasta liði sem hann getur í stillt upp í augnablikinu. Liðið átti að klára Augsburg, með fullri virðingu fyrir þeim. Liverpool gerði það ekki.

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Firmino – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Ward, Randall, Caulker, Lucas, Ibe, Origi, Benteke.

Nokkrar klisjur og punktar:
Liverpool fékk sæmileg tækifæri en boltinn vildi ekki inn og Augsburg óheppnir að skora ekki.

Vörnin var að gefa alltof mörg og góð færi á sér.

Það vantaði betri loka ákvarðanir í sóknarleiknum.

Moreno reynir alltof, alltof, alltof, alltof mikið af alltof, alltof, alltof, alltof metnaðarfullum skotum á markið.

Jafnvægið í liðinu er oft ekki nógu gott og það vantar aukin gæði og fjölbreytni í ákveðnar stöður hóst miðjan!

Jordon Ibe mun ekki eiga framtíð hjá Liverpool mikið lengur ef hann fer ekki að rífa sig upp af rassgatinu og bæta sinn leik. Lazar Markovic er væntanlegur aftur í hópinn í sumar og er erfitt að færa rök fyrir því að hann hirði ekki mínúturnar hans Ibe. Hann hefur ekki staðnað í þróun sinni sem leikmaður – honum hefur farið aftur.

Lallana er mikilvægari í þetta lið en við höldum. Það vantar alveg gjörsamlega Allen í hópinn til að fá eitthvað öðruvísi á miðsvæðið. Fyrir utan Coutinho – sem er ekki einu sinni miðjumaður hjá okkur – þá er nær enginn sem getur snúið fljótt með boltann til að opna leikinn. Það þarf að laga.

Kantspilið er allt að koma til. Milner, Clyne, Moreno og félagar voru að ná inn ágætis fyrirgjöfum úr fínum stöðum en það vantar enn upp á að sóknarmenn sækja á rétta staði og stundum betri gæði í fyrirgjafirnar sjálfar. Svo sem jákvætt býst ég við.

Benteke kom ekki inn á þegar okkur vantaði mark. Origi kom inn ásamt Ibe. Það er farið að segja okkur ýmislegt um hinn annars ágæta Benteke. Því miður sér maður ekki fram á að hann nái að slá í gegn hjá Liverpool. Það suckar!

Klopp var alls ekki ánægður á hliðarlínunni. Við áttum að klára þennan leik. Erum enn í mjög góðum séns en uppáhalds Þjóðverji okkar allra lýgur að okkur – það verða víst miklar breytingar á liðinu í sumar. Ég trúi ekki öðru. Það vantar enn töluvert upp á.

Liðið er betra en við sáum í kvöld. Það er vikupása – nei þetta er ekki goðsögn, það eru til frí í fótbolta!! – og er ég viss um að Klopp og leikmenn liðsins séu fegnir að fá þessa pásu og geta vonandi unnið vel í sínum leikjum.

Vikufrí fram að seinni leiknum gegn Augsburg og svo úrslitaleikurinn í Deildarbikarnum í kjölfarið svo vonandi nýta okkar menn tímann vel.

Nenni ekki nánar út í leikinn. Við höfum séð þetta svo oft áður og það var ekki mikið að gerast.


Klopp súmmerar upp leikinn ágætlega þarna.

33 Comments

  1. Sælir félagar

    Þetta var ævintýralega lélegt hjá báðum liðum og svo leiðinlegt að það var með fádæmum. Ég býð ekki í það ef við komumst áfram og þurfum að fara að spila við lið sem eitthvað geta, Þvílík skelfing.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. #1 Þetta var ekki ævintýralega lélegt hjá Augsburg… langt í því frá. Það var allt annað að sjá til þeirra en Liverpool… miklu meiri áræðni og ákefð hjá Augsburg Okkar menn mega þakka fyrir jafnteflið… en þetta er eins og allt annað hjá þessu liði í vetur… strögl og aftur strögl. Leikurinn gegn Aston Villa telst ekki með.. hann var svindl. Núna er Liverpool komið með bakið upp að vegg í þessari keppni.. eins og vera ber! Útivallarmark frá Augsburg næst og allt í hers höndum! Það er eins og það vanti allt “spunk” í þetta Liverpool lið.

  3. Verðtryggingin liggur á þjóðinni eins og mara, svo ekki sé minnst á veiðigjöldin. Annars er fjárans útsinningur hérna norðan megin við húsið hjá mér.

  4. Lélegur og leiðinlegur leikur, en 0-0 er engin heimsendir….eða hvað? Að við séum komnir með bakið upp að vegg er svona hefðbundið væl, yfirleitt eru menn bara þokkalega sáttir með þessa stöðu fyrir heimaleik. Auðvitað má ekkert útaf bera, en þannig er það nú bara yfirleitt. Mér sýndist völlurinn vera leiðinlegur yfirferðar og mér fannst þetta þýska lið líka hundleiðinlegt og ég vona að við tökum ekki á þeim með neinum silkihönskum í næsta leik. En mikið óskaplega hlítur Benteke að vera ánægður með að hafa ekki verið sá sem klúðraði færum í dag og því ætla ég bara að velja hann mann vikunnar.
    YNWA

  5. Eina jákvæða var að við héldum hreinu og Sturridge meiddist ekki, annað var ömurlegt, við virðumst ekki gets spilað tvo góða leiki í röð.

  6. Ekki slæm úrslit en guð minn góður hvað við vorum lélegir. Þetta er löngu hætt að vera fyndið. Þetta Augsburg lið er sennilega það allra lélegasta af þessum liðum sem eftir eru í Evrópudeildinni. Megum þakka fyrir að hafa verið ekki að mæta liðum eins og Valencia, Sevilla eða Fiorentina.

    Nenni ekki að ræða frammistöðu einstakra leikmanna, hvað þá svokallaðra “lykilmanna” en getur einhver sagt mér hvað kom fyrir Henderson?? Hann er búinn að eiga skelfilegt tímabil og það er rannsóknarefni að það sé ekki löngu búið að rífa af honum armbandið.

  7. Lélegur leikur stóra vandamálið við þetta Liverpool lið er auðvitað að það er enginn hraði í liðinu og mjög erfitt að ná árangri ef þú hefur engann hraða. Liðið þarf nauðsynlega að reyna fá menn í sumar sem koma með hraða i liðið.

  8. #10 nei ég get ekki sagt það og efast um að einhver leikmaður kringum hann henderson skilji orð sem hann er að segja

  9. En minn drengur Henderson var eins og vofan af sjálfum sér. Getur verið að ferillinn sé hreinlega búinn hjá honum?

  10. úff hvað ég er svartsýnn á framhaldið hjá henderson. engin úrslit til þess að grenja yfir samt við eigum að klára þetta lið á heimavelli annars eigum við ekkert erindi í þessa keppni

  11. og ekki fara að hengja hausinn hans ibe á spjót það er skárra að reyna of mikið heldur en að reyna ekki neitt eins og restin af liðinu – Svefnormur

  12. Hálf skrýtin leikur, það var einsog allir leikmenn LFC væru á hálfum hraða allan leikin.
    Held við getum bara verið sáttir með úrslitin en ekki með spilamennsku liðsins.

    Það jákvæða er að Sturridge spilaði sýna fyrstu 2 leiki í röð í 11 mánuði ótrúlegt en satt, aftur á móti sást að hann var nú að hlífa sér sem er í sjálfu sér fullkomlega eðlilegt en jákvætt engu að síður og þetta hjálpar honum að komast í leikform sem er bara frábært fyrir LFC.

    Er samt ekki sammála með Moreno mér finnst bara drullugott að hann sé að láta vaða á markið fyrir utan teig því ekki eru liðsfélagar hans að gera mikið af því, t.d Henderson þvílík tuðruskot lafmátlaus utanfótar snuddur. Hef samt áhyggjur af Henderson ef til vill er þessi krónísku hælmeiðsli sem ekki er hægt að laga að hafa áhrif á hann , en aftur á móti er hann einsog margir leikmenn LFC að koma til baka úr meiðslum.
    Frábært líka að Coutinho spilaði 90 mín og þegar hann og Firminio verða komnir á fullt og vonandi með Sturridge fyrir framan sig það verður svaðalegt combo.

    Helsta vandamál LFC er stöðugleiki en að er ekkert skrýtið að svo sé því ég man ekki eftir öðru eins meiðslatímabili það kanski breytist til batnaðar ef allavega þessir menn sem spiluðu leikinn ná að hanga heilir, held samt að hinum 34 ára King Kolo hefði aldrei órað fyrir að hann myndi spila eins marga leiki í byrjunarliði LFC það seigir mikið um hversu mikil meðsli hafa herjað á okar lið.

    Það er eitt sem ég skil ekki það er endalaust verið að hrauna yfir ungviðið t.d Origi, Ibe, Can, Moreno þetta eru strákar rétt um tvítugt, svona ungir að árum eru leikmenn að gera mistök og taka lélegar ákvarðanatökur og það vantar stöðugleika,þeir þurfa spilatíma til að þroska leik sinn við erum ekki einn af risaklúbbum sem getum bara keypt fullmótaða leikmenn í allar stöður og ég vil frekar að Klopp skóli til þessar ungu stráka því þeir eru framtíðin.

    Mál málana það styttist í bikarleikinn og okkar menn komust frá þessum leik meiðslalausir 🙂

    YNWA

  13. Ég veit nú ekki alveg hvað Ibe er að reyna efast um að hann viti það sjálfur. Staðreyndin er sú að þessi strákur verður að fara sína eitthvað ef hann vill eiga einhverja framtíð liðinu.

  14. Það var verið að spila úrslitaleikinn í hausnum og allir að spara sig til að meiðast ekki fyrir þann leik, auðvitð vill maður að það fari sem minnst orka í þessa leiki og þeir maæta sem feskastir á wembay, þar sem ég ætla að fara til að sjá þá, en þeir vinna þetta einvígi ekki spilandi á hálfum hraða.

  15. Mun taka 0-0 á útivelli á móti öllum liðum í þessari keppni ef við eigum heimaleikinn eftir. Augsburg voru þéttir og áræðnari en við. Það er satt að við þurfum að skerpa á mörgum hlutum en ég sé jákvæð teikn í skýjunum hja okkar liði sbr að við erum að tækla föstu atriðin vel og sóknin er að skerpast. Hef áhyggjur af Hendo og Can hins vegar. Er alveg viss um að þetta ,,frí” muni hjálpa Klopp og liðinu mikið hvað varðar framhaldið.
    Er sammála að það verða breytingar í sumar en ég stórefa að þær verða í formi bílshlassa.
    Smá pæling: Spurs keyptu 10 leikmenn fyrir ofborgaða Bale. Það tók þann hóp eitt ár að spilast saman plus stjóraskipti, þeir eru í toppbaráttu nuna.

  16. hreint lak ì tvo leiki i rod….
    tad er ljos punktur 🙂

    en geri rad fyrir ad lfc klari tetta heima… verd ekkert crazy nema tad klikki…

  17. Það sem hefur vantað í þetta Liverpool lið í ár eru leikmenn með mikinn hraða í bland við þessa FLOTTU battaspilara okkar og þetta var einn af mörgum leikjum sem það vandamál blasti við manni. Mér var ekkert smá létt að heyra að Klopp sé farinn að tala um vængmenn og þá er hann að tala um menn sem geta sprengt upp svæðin með hraða sínum. Spurning um hvort hann væri ekki löngu búinn að setja Origi og Ings á kantana af og til hefði það verið möguleiki?

  18. Ég hef miklar áhyggjur af fyrirliðanum okkar.
    Það er alveg ljóst að hann getur miklu, miklu meira en það sem hann hefur sýnt undanfarið. Mögulega eru meiðslin að halda aftur af honum.

    Ég er alls ekki að spá því að Henderson verði mögulega seldur á næstunni.
    En það sem ég er hræddastur við er að hann fái ekkert endalausan tíma hjá Klopp.
    Að mínu mati er Henderson ekkert heilagur hjá Klopp og þurfi að sýna betri leik til að halda sæti sínu í liðinu.

    Ef það er hægt að “hrekja” Legend SG frá liðinu með því að hann sé orðinn hægari, þá er Henderson kominn undir pressu.

    En já annars, sérstaklega mikil vonbrigði með Henderson í kvöld.

  19. Jæja strákar, greinilega allir hressir. Enn sannast það sem ég hef sagt og ég breyti því ekki: Liðið er gott en nær ekki að að sýna það nema í einum og einum leik. Það er eitthvað mikið að hugarfarinu. Toure enn og aftur bestur, sennilega jafnbestur frá áramótum. Mignolet allur að koma til og nú fara ekki allir rúlluboltar beint í netið. Áfram Liverpool,langbestir, amk stundum.

  20. Alveg öllum ljóst sem vilja sjá. Það atti ekki að taka marga sénsa og hvernig fá menn það út að Liverpool se með bakið upp við vegg eftir jafntefli i Þýskalandi.

    Þjóðverjar eru alltaf vel skipulagðir, heimaleikurinn eftir og það væri skritið að halda öðru fram en að þar væru heimamenn líklegri.

    Eg man hversu sáttir menn voru með 0-0 a útivelli hjá Benitez. Ef að menn halda þvi fram að leikir i þessari deild seu auðveldir þá er ágætt að kæfa þá hugsun strax. Liðin gefa allt i svona leiki.

    Leikurinn var rólegur og leiðinlegur en alls ekki slæm úrslit og heimaleikurinn verður allt öðruvisi

  21. Ég hef núll áhyggjur af þessu. Ef menn hafa horft á evrópukeppnina í vetur, þá vissu þeir sömu að Liverpool myndi halda boltanum þrátt fyrir að vera á útivelli en verða lítið ágengt í leiðinlegum leik. Það eru 5% líkur á að Augsburg skori á Anfield og Liverpool mun því fara sæmilega örugglega áfram, en þó ekki með neinum glans.
    Þetta er nákvæmlega ekkert til að pirra sig yfir.

  22. Sæl öll.

    Mér fannst ég skynja þroskamerki á liðinu. Liverpool gerði jafntefli á útivelli gegn þýsku liði og það án þess að fara úr 3. gír. Mín tilfinning er sú að þessi leikur hefði tapast fyrir ekki svo löngu síðan og því er ég mjög sáttur við úrslitin. Það kom 15 min. kafli í upphaf seinni hálfleiks þar sem Liverpool setti í 4. gír og þá voru Þjóðverjarnir í miklum vandræðum og Liverpool í raun klaufar að skora ekki. Ég hlakka til þegar þetta lið getur spilað fleiri leiki í röð í 5. gír líkt og það spilaði gegn City, Southamton og Chelsea. Klopp og félagar rétta skútuna hægt en örugglega við.

  23. Einhverjir skrifa að við eigum að vinna þetta lið, þ.e. Augsburg. Ég spyr af hverju? Efstadeildin í Þýskalandi er hörkudeild og alveg á pari við þær bestu. Ég hugsa að það teljist töluvert betri árangur að gera jafntefli við lið í neðrihluta Bundesligu heldur en að tapa með einu marki fyrir besta liði í dönsku deildinni. Auðvitað er það áhyggjuefni fyrir alla aðdáendur enskrar knattspyrnu að PL virðist ekki þessa stundina vera alveg á pari við það sem best gerist. En breiddin er mikil á Englandi og ég efast um nokkur næstefsta deild sé jafngóð og þar.
    Ibe er ungur og bráðefnilegur og eins og aðrir ungir menn í boltanum eru leikir hans misjafnir. Það stekkur enginn fullskapaður inn í leikinn og hann er ekki Owen. Held þó að byggja eigi framtíðarliðið á honum, Moreno, Clyne, Firmino og Coutinho.

  24. Ég er sennilega oft að horfa áðra leiki en þeir sem skrifa leikskýrsluna: Mér fannst t.d. vörnin vera bara nokkuð seig í leiknum og tók alla skallabolta sem komu inn á hennar svæði, það er frekar sjaldgæft hjá Liverpool. Hinsvegar fanst mér Daniel Barbie hefði átt að gera betur en hann gerði og greinilegt að hann er að spara sig, spurning fyrir hvað. Henderson var með skárra móti og Milner eins og ljóna allan leikinn, var farinn að hafa áhyggjur af honum í restina og Ibe má fara hvert sem hann vill, mín vegna, hann nennir þessu augljóslega ekki. Mignolet var góður í markinu. En hvað veit ég!!?

  25. Mér fannst það greinilegt mv viðbrögð Klopp að hann bjóst við betri úrslitum og ekki að ástæðulausu.
    Nú er ég bara að giska en ég held að Klopp hafi lagt mikla áherslu á að vinna þennan leik með 2 -3 mörkum. Ástæðan er að sjálfsögðu bikarleikurinn á Wembley 28. febrúar. Með góðum úrslitum í gær hefði hann getað hvílt menn eins og Sturridge, Couthino etc. næsta fimmtudag.
    Nú er það eiginlega ekki lengur hægt þar sem þessi keppni gæti reynst gríðarlega mikilvæg. Það kæmi mér á óvart ef t.d. Sturridge myndi spila báða leiki.
    Það breytir því samt ekki að Liverpool á að klára þetta Augsburg lið nánast sama hver spilar.

  26. Sælir félagar

    Jú, JHE#3, bæði lið voru ævintýralega léleg en Augsburg bara ekki eins lélegt og Liverpool. Það er líka ljóst að ef liðið okkar getur ekki spilað betur en þennan hæga göngubolta þá á það ekki séns í þessari keppni.

    Einhver minnist á Augsburg sé lélegasta liðið í keppninni og annar að MU sé lélegra en Augsburg en hvað þá með Liverpool. Er það þá lélegasta liðið í keppninni? Liverpool var verri aðilinn í þessum leik og hefur þar að auki tapað tvisvar fyrir MU. Þetta er skelfileg niðurstaða þegar rúmur fjórðungur er eftir af deildarkeppninni.

    Ég veit ekki hvað Klopp á að leggja áherslu á til að koma þessu liði á koppinn. Miðað við frammistöðuna í gær er Evrópudeildin vonlaus og 4. sæti í deild nánast nema fræðilegur möguleiki. Hvað er þá eftir. WH sem er búið að vinna Liverpool þrisvar á þessari leiktíð sló okkur út úr FA bikarnum. Það eina sem eftir er er deildarbikarinn og mér sýnist að það sé það eina sem hægt sé að leggja áherslu á sem stendur.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. hægjum aðeins á okkur 🙂

    klopp þekkti liðið og hafði mætt því nokkrum sinnum sem skilaði honum sigrum og jafntefli á meðan hann var með Dortmund. Það er ástæðan fyrir því að hann stillti upp svona sterku liði. Hann vildi greinilega sigur, Þetta vissi Augsborg líka. Þeir voru búnir að lesa liðið út og vissu nokkrun veginn hvernig átti að spila leikinn, Enda fannst mér að ég væri að horfa á tvö þýsk lið spila saman ekki enskt og þýskt svo lítill var munurinn á þeim. Liverpool átti stórgóða takta í seinni hálfleik og hefði ábyggilega átt að klára leikinn þá en þeir gerðu það ekki. Augsborg fengu líla tækifæri til þess að skora en þeirra lið nýtti sér ekki tækifærin. Aftur ætla ég ekki að skrifa um leik einstakara spilara. En ég vil að þið sjáið hversu vel Mignolet stóð sig. Hann virkilega varði vel. En þetta lið er Liverpool. Þeir eru eins og jójó ég veit aldrei hvernig leik ég sé með liðinu mínu. Klopp er enn að læra inn á það hann veit ábyggilega heldur ekki hvernig liðið hans mun spila þrátt fyrir hversu sterka leikmenn hann velur.

Liðið gegn Augsburg

Bjartara framundan á leikmannamarkaðnum?