Liverpool heimsækir Villa á morgun

Leikmenn Liverpool munu halda upp á valentínusardaginn í Birmingham þegar þeir heimsækja liðsmenn Aston Villa í 26.umferð deildarinnar. Leikurinn á eflaust eftir að trufla einhver rómantísk plön en það verður víst bara að hafa það – enda kannski ekki hægt að sleppa því að fylgjast með þessum leik þar sem þrír sóknarmenn eru komnir aftur í liðið eftir meiðsli. Þeirra á meðal er Daniel Sturridge sem mun ekki finna fyrir mikilli ást á morgun frá stuðningsmönnum Aston Villa því hann hefur skorað fimm mörk í þeim átta viðureignum sem liðin hafa mæst og sá algjörlega um þá þegar liðin mættust fyrr í vetur.

Liðið tapaði á gremjulegan hátt um síðustu helgi þegar mark frá varnarmanni West Ham í blálok framlengingar sló Liverpool úr keppni í FA bikarnum. Hrikalega svekkjandi leið til að detta úr en liðið lék heilt yfir bara mjög vel og átti í raun ekki skilað að tapa þessum leik – þrátt fyrir að stilla upp frekar ungu og mjög breyttu liði gegn langt að því sterkasta liði West Ham.

Það verður afar fróðlegt að sjá hvort einhverjir leikmenn nái að vinna sér inn sæti í liðinu á morgun eftir frammistöður sínar í þessum viðureignum gegn West Ham. Ber þar helst að nefna varnartengiliðinn Kevin Stewart sem var virkilega góður í leikjunum tveimur og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðurnar. Tiago Ilori og Jon Flanagan gætu einnig komið sterklega til greina. Smith, sem var einnig góður varð fyrir því óláni að meiðast seint í leiknum og verður líklega frá eitthvað á næstunni.

Talandi um meiðsli þá eru bæði jákvæðar fréttir og neikvæðar að berast um stöðu mála hjá leikmönnum liðsins. Coutinho, sem skoraði glæsilegt mark gegn West Ham, ásamt Divock Origi og Daniel Sturridge spiluðu allir eftir langa fjarveru svo það eru frábærar fréttir fyrir Liverpool. Martin Skrtel er byrjaður að æfa aftur úti (OG ER KOMINN MEÐ HÁR! Hversu lengi var hann eiginlega frá?!?!) og Dejan Lovren verður vonandi klár í næsta leik eftir þennan.

Hver er nú þetta eiginlega?!

Á neikvæðu nótunum þá eru Brad Smith og Cameron Brannagan meiddir ásamt Joe Allen sem verður líklega frá í mánuð. Synd og skömm enda allir verið á uppleið síðustu vikur. Hins vegar þá eru að koma menn aftur í liðið sem fylla þessi skörð og rúmlega það, gæti opnað stór tækifæri fyrir t.d. Kevin Stewart sem verðskuldar sæti í hópnum.

Það er afar líklegt að flest allir þeirra sem ekki spiluðu gegn West Ham komi aftur inn í liðið á nýjan leik og held ég að breytingarnar verði ekkert svakalega margar frá því leiknum gegn Sunderland sem var um miðja síðustu viku. Líklega mun einn eða tveir af Sturridge, Coutinho eða Origi byrja inn á í þessum leik.

Ég ætla að giska á að þetta muni líta einhvern veginn svona út:

Mignolet

Clyne – Toure – Sakho – Moreno

Can – Henderson
Milner – Coutinho – Lallana

Firmino

Bekkur: Ward, Flanagan, Ilori/Lucas, Benteke, Stewart/Lucas, Origi, Sturridge.

Þetta er nokkuð sterkur hópur og fyrir utan miðvarðarstöðuna líklega einn af sterkari hópum sem við séð í langan tíma. Hugsanlega gæti Sturridge komið inn fyrir Milner eða Lallana og verið upp á topp með Firmino en reikna með að hann eigi frekar eftir að koma inn sem varamaður. Ibe gæti að sjálfsögðu líka verið í hóp og verður fróðlegt að sjá hvort Stewart eða Ilori verða í hópnum – reikna nú fastlega með að Lucas verði en annar þeirra mun líklega taka hina stöðuna.

Persónulega vil ég fara að sjá Ward gefið tækifæri þar sem Mignolet hefur alls ekki skilað vinnu sinni vel af sér síðustu vikur eða mánuði. Hann er að verja alltof, alltof, alltof, alltof fá skot og er að leka inn mikið af mörkum. Hann spilar með ekkert sjálfstraust sem er að mínu mati dauðadómur fyrir markvörð. Markvörður sem spilar lokaður inn í eigin skel er ekki falleg sjón. Ég skil vel að Liverpool vilji að hann spili vel og finni sjálfstraustið en það er bara ekkert sem bendir til þess að það muni gerast. Það er því kominn tími til að Klopp gefi Ward tækifæri, þó það væri bara til að gefa Mignolet kinnhest og átta sig á stöðunni og koma honum í gang. Mignolet ver varla skot svo Ward er nú ekki að fara að gera mikið verra, er það?

Þar sem það er nú valentínusardagurinn og afmælið mitt á morgun þá vona ég að leikmenn Liverpool sýni hvað þeir elski mig mikið og gefi mér stóra og fallega gjöf á morgun. Ég ætla að vera bjartsýnn fyrir morgundaginn og spá því að Liverpool vinni örugan og nokkuð stóran sigur á – sorry – lélegu liði Aston Villa. Sturridge skorar, Benteke skorar, Firmino skorar og Coutinho leggur upp. Allir sáttir – ég þigg samt alveg fleiri mörk í viðbót en það er erfitt að vera pick-y svo ég sætti mig við 3-0 sigur.

23 Comments

 1. Sammála spá.
  Þetta Aston Villa lið er bara það slakt að um skyldusigur er að ræða.
  Fín æfing fyrir Evrópu

 2. Slæmt að Allen skuli vera meiddur eftir að hafa átt frábæra spretti í vetur. Held að nú komi þetta hjá Mignolet og að hann verji skot, jafnvel tvö ef hann er í stuði. Hvað er þetta með meiðslin, alltaf einhver nýr meiddur. Eins gott að hafa 30-40 manna hóp og margir ungir og efnilegir fá leiki.

 3. Djöfull væri ég til að sjá Stewart og jafnvel Teixeira inn í liðið og aðeins láta Hendo, Milner, Can og Lallana vita að þeir verði aðeins að leggja á sig til að vera í þessu blessaða liði. Fannst Coutinho og Teixeira ná mjög vel saman seinast.

 4. Ef að Sturrisge byrjar þa hefur hann byrjað baða leikina gegn aston villa a tímabilinu hversu mörgum liðum i deildinni hefur hann byrjað baða i ár getur ekki verið meira en 2 lið

 5. ————Sturridge
  Firmino–Coutinho–Teixeira
  ——-Hendo—Milner
  Moreno-Sakho-Ilori-Clyne
  —————Ward

 6. Miklu meiri barátta í liðinu með Texeira, Ilori og Stewart innanborðs. Vil sjá þá í byrjunarliði. Andleysið hefur verið of mikið það sem af er tímabili.

 7. Kevin Stewart verður að vera í byrjunarliðinu á morgun. Hann er löngu búinn að vinna sér það inn. Sömuleiðis virkar Ilori vera á réttri braut. Og Teixeira. Spila þessum strákum, takk.

  Hendo, Milner og Can er einum (eða tveimur) of mikið af því góða á miðjunni. Fullkomlega fyrirsjáanlegt og steindautt. Og persónulega held ég að Henderson eigi langt í land með að verða sami leikmaður og hann var – ef það gerist þá nokkuð. Finnst mjög trúlegt að það verði kominn nýr kafteinn í haust.

 8. Sammála, vil fa Stewart inn. Helst að nota Sturridge a meðan hann getur spilað þvi hann mun pottþett meiðast, bara tímaspursmál

 9. Sælir f?lagar er ensku strôndinni með l?legt net er einhver staður h?r nálægt sem þið getið bent mér á. Takk fyrir og vonandi fer þetta að vera stöngin inn hjá okkur. Björn

 10. Nema auðvitað, eftir á að hyggja, að Klopp ætli að nota ungu frísku strákana í Evrópuleikinn í vikunni? Og treysta á að jálkarnir kreisti fram 1-0 gegn Aston Villa…

 11. Verður àhugavert að sjà hverjir fara ì sumar þar sem Mr Klopp virðist hafa mikla trù à ungu stràkunum sem hafa verið að nýta sìn tækifæri.
  Nù þurfa þeir eldri að sanna sig ì þeim fàu leikjum sem eftir er .
  Spài 4 mörkum frà okkar mönnum à morgun .

 12. Erum ad fara ad spila vid botnlidid á morgun, ksítum pottþett upp á bak.

 13. Sælir veit ekki hvort maður á að vera spentur fyrir þessu en svona vill ég hafa þetta

  Mignolet
  Clyne Lucas Sakho moreno
  Can/Stewart
  Henderson Lallana
  Coutinho
  Sturridge Firmino

  Sammála því að láta Sturridge spila meðan hann er heill Benteke eða Origi inn fyrir hann þegar hann verður þreyttur eins vill ég sjá Texeira koma inn snemma í seinni fyrir Coutinho og leyfa honum að sýna hvað í honum býr tökum þetta með mörkum frá Sturridge Firmino og Texeira!!!!!!!!

 14. Vona að benteke verði á bekk og Mignolet líka. Aðeins þá getum við átt von á sigri.

 15. “Nokkuð sterkur hópur fyrir utan miðvarðarstöðuna”

  Í alvörunni?? Moreno, Henderson, Can, Milner, Lallana. Hafa þessir leikmenn ekki fengið nógu marga sénsa í bili? Auðvitað verðum þeim ekki öllum kippt út í einu en come on!

  Mér finnst oft miðjan og sóknin fá of “mjúka meðferð hér”. Erum í 10. sæti í markaskorun í deildinni! Vil sjá miklu róttækari breytingar á miðjunni.

 16. Blàkaldur veruleiki er að við erum 11 stigum frá fallsæti og 12 stigum frá 4 sæti. Við erum þvi nær fallsæti en CL sæti, og búnir að skora jafn mörg mörk og sunderland. Guð hvað ég sakna Gerrard, Torres,Suarez og Fowler.

 17. Það versta við þetta tímabil er að Chelsea eru að ná okkur að stigum!!! 🙁

 18. Sælir félagar

  Ég er sammála þeim sem vilja Sturridge í byrjunarlið Það má svo hvíla hann þegar komin eru 2 – 3 mörk og láta minni (stærri) spámenn klára eins og Benteke. Annars er sigur það eina sem ég krefst á minn disk. Ég er með WH, AV, MU og Arsenal fólki (tvær konur) í tippklúbbi og það er búið að vera erfitt. Ef liðið tapa svo fyrir AV þá verður mér hvergi vært.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 19. Mikið ofboðslega vona ég að Skrtel komi inní hóp í þessum leik. Vonandi að hann og Lovren verði síðan báðir komnir í sína stöðu um næstu helgi á kostnað Toure og Sakho.
  Annars þá held ég að við vinnum Aston Villa auðveldlega 3-0 og Mignolet heldur hreinu.

 20. Er að horfa á Ars-LC og sé á fyrstu 20 mín hversu mikið topp markmenn gera fyrir lið

 21. Í umræðuna um miðverði.

  Nú hafa miðverðir toppliðsins verið réttilega hrósað mikið fyrir þeira framistöðu. Huth og Morgan hafa verið frábærir en það sem þarf að muna eftir er að LC verjast mjög aftarlega, eru lítið með boltan og því lítið pláss fyrir andstæðingana að nýta sér veikleika þeira sem er hraðinn.

  Hjá liverpool er varnarlínan hátt upp, það er sótt á mörgum mönnum og þegar lið tapar boltanum þá eru miðverðir okkar oft á tíðum að passa gríðarlega stórt svæði.
  Ég er viss um að Sakho, Skrtel, Lovren myndu líta mjög vel út í liði sem liggur með 11 menn í vörn leik eftir leik.

  Liverpool þarf að næla sér í miðvörð sem er góður á boltan og býr yfir hraða. Það er svo vont að vera með tvo hlunka þarna með varnarlínuna hátt uppi.

Kop.is Podcast #110

Liðið gegn Villa