Kop.is Podcast #110

Hér er þáttur númer 110 af podcasti Kop.is!

Stjórnandi: Kristján Atli.
Gestir: Maggi og SSteinn.

Í þessum þætti ræddum við miðamótmælin á Anfield, jafnteflið gegn Sunderland, bikartapið gegn West Ham og næstu leiki.

MP3: Þáttur 110

21 Comments

  1. Miðaverðið verður ekki hækkað þannig að mótmælin báru ávöxt.

  2. Statementið frá eigendunum er kröftugt og virkilega vel útfært finnst mér.
    Þeir fá mörg prik frá mér.

    YNWA

  3. Skítt með eigendurna, þeir skitu á sig til að byrja með í þessu máli. Auðvitað gott að þeir sáu að sér en þeir voru líka komnir í verulega veika stöðu ef þeir vildu halda stuðningsmönnum áfram á sínu bandi.

    Kudos á stuðningsmennina sem komu þessari bylgju af stað.

  4. Takk fyrir gott podcast, alltaf gaman að hlusta á ykkur spjalla um okkar sameiginlega áhugamál sem er Liverpool í blíðu og stríðu.

  5. Dortmund stuðningsmennirnir voru reyndar ekki að mótmæla miðaverði á sínum velli. Þetta var á heimavelli Stuttgart og þeir eru að mótmæla hækkandi miðaverði á útivallarmiðum í Bundesliga.

  6. Mér finnst fáranlegt ef menn ætla ekki að gefa eigendunum ekki hrós fyrir viðbrögðin. Það gera ALLIR mistök og þeir viðurkenndu það mjög augljóslega í þessari yfirlýsingu. Eru þeir menn meiri fyrir vikið. Það eru ekki allir sem hefðu brugðist eins við. Það hefði verði uppselt á Anfield hvort sem þeir hefðu haldið þessu til streitu eða ekki.

  7. Ég náði að rugla fyrstu setningunni….
    Mér finnst sem sagt fáranlegt ef menn ætla ekki að gefa stjórninni hrós fyrir viðbrögðin…..
    Væri fínt að fá edit hnapp 🙂

  8. Var að lesa yfirlýsinguna frá þeim félögum og þetta fannst mér flott framtak. Veit ekki hvort þetta er nýtt af nálinni eða hefur tíðkast áður en flott engu að síður.

    1,000 tickets to Premier League matches across the season will be given away free of charge to Liverpool schoolchildren based on merit, as recommended by their teachers.

  9. Frábært pod-cast, takk kærlega.

    Er samt rosalega ósammála sumum ykkar með að það sé bara ágætt að vera úr leik í FA – cup. Ég myndi svo innilega taka undir þetta með ykkur ef við hefðum að keppa að EINHVERJU í deildinni, en við vitum allir að deildin er búin þetta tímabilið. Bye and gone! Eru menn í alvöru að hafa áhyggjur af leikjálagi á þessum tímapunkti?? Núna er bara staðan þessi að við getum hvílt allt A-liðið okkar í þessari fucking deildarkeppni (ég veit svo sem ekkert hvernig þetta blessaða A-lið á líta út en það er önnur saga). Eftir stendur þá einn úrslitaleikur í carling cup og svo Euro-league. Thats it!

    Þessi rök með leikjaálag eiga bara ekkert lengur við…….að mínu mati. Svo getum við endalaust velt því fyrir okkur WTHAT IF við hefðum ekki lent í svona miklum meiðslum á lykilmönnum og leikjálagi því tengdu. Það er bara history.

  10. Frábært pod hjá ykkur. Ég er alveg sammála um hvað munar um gæðin sem koma með Sturridge og Coutinho. Sýnir kannski bara að þegar þessir eru ekki með vantar heilmikil gæði í liðið? Hef tröllatrú á Klopp og er sannfærður um að hann muni breyta miklu í sumar. Kannski ekki miklar hreinsanir meðal leikmanna en hann mun uppfæra nokkra unga og góða upp í aðal hópinn – downgreida nokkra sem eiga ekki skilið stórt hlutverk – selja nokkra og kaupa nokkur góð púsl í staðinn. Já eitt í viðbót, gaman að fá innsýn Magga í heim markvarðanna, sbr. umræða um aukaspyrnur. Takk snillingar.

  11. Stuðningmennirnir eru að sjálfsögðu aðal snillingarnir út af þessu miðaverðsmáli og enginn að draga úr því þó minnst sé á eigendurna.

    En eigendahatrið má stundum vera málefnalegt. Þakka ber það sem vel er gert. Gaman að sjá umfjöllun um Main stand “topping out”. Þessi framkvæmd er stórt skref frammávið og sýnir mér að eigendurnir eru ekki alveg handónýtir.

    En mikill vill meira og við viljum komast á toppinn með einhverjum ráðum. Vonandi erum við þó á réttri leið þó efinn mæti alltaf aftur og aftur og hagar sér eins og óboðni gesturinn í afmælinu.

    Takk fyrir gott pod, maður er alltaf meira en minna sammála ykkur.
    YNWA

  12. Ég er ekki buin að hlusta a þetta podcast en geri það i kvöld. kannski er spurningu minni svarað i podcastinu en ætla samt að spurja. Varðandi þessa stækkun, verður gamla þain stand sem er yfir 100 ára gömul ekki öll rifin ? eg fatta ekki alveg hvernig þeir framkvæma þessu stækkun.

    annars er eg ennþa brjalaður að hafa dottið utur FA cup þar sem deildin er buin þetta arið, að vísu hugsar klopp þetta kannski þannig að hann hafi þurft að hvila leikmenn og hafa þa heila til þess að halda helvítis liðinu i deildinni.

    þetta timabil er enn sem komið er buið að vera ömurlegt og bara óþolandi að vera púllari þessa dagana . eina sem getur reddað þessu timabili er að okkar bestu menn verði heilir ut leiktiðina og komi með bæði deildarbikarinn og evrópubikarinn heim.

  13. Gód hlustun eins og vanalega en eitt sem eg verð að skjóta að. Er yfirleitt mjög svo sammála Magga með skoðanir varðandi okkar ástkæra lið þá var Umræðan um miðaverð og áhrif á liðið í framtíðinni mjög svo sérkennileg. Hef ég hlustað á örugglega hátt í 10 podcöst frá Englandi um þetta málefni frá hinum ýmsu hliðum og var þessi aukning í verði á miðum aðeins að fara að skila klúbbnum 2 auka milljónum punda í kassan sem er aðeins dropi í hafið á rekstri klúbbsins og ég tala nú ekki um eftir að þessi nýju ÖFGA sjónvarps samningur kemur á næsta ári og er þetta undir 5% af heildartekjum félagsins plús það
    Að “wage bill” hefur lækkað töluvert, þá snérist þetta einungis um græðgi og reyna að mjólka hinn meðal Jón eins mikið og hægt var og eiga SCOUSERARNIR hrós fyrir að segja hingað og ekki lengra! Þetta snérist ekki bara um þessa hækkun heldur um miðaverð almennt!! En samt sem áður er ég mjög sáttur að FSG sáu að sér og drógu þetta til baka og eiga þeir hrós skilið fyrir það. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í rétta átt í samvinnu klúbbsins og stuðningsmannana.

    @kopice86 twitter

  14. Það er nú ekki hægt að segja að það muni ekki um tekjur upp á 2m punda á ári fyrir klúbbinn okkar. Þrátt fyrir að fallið hafi verið frá upphaflegum áformum um hækkun miðaverðs þá er ekkert ódýrt á völlinn. Það er langt síðan verðin urðu nógu há til þess að tekjulágt fólk finni fyrir því. Sama félagslega blöndunin og tíðkast á Ísland kemur varla aftur í efstu deild í Englandi í bráð.

    Með því er ég ekkert að segja að ég hefði stutt hækkunina. Þetta er bara bransi þar sem hvert pund telur ef lið vilja vera samkeppnishæf og það er búið að blóðmjólka áhangendur um árabil.

  15. Eigendurnir fá hrós fyrir að sjá að sér og viðurkenna mistök sín – þeir eru menn meiri fyrir vikið. Hins vegar verða þeir að gefa Klopp almennilegan stuðning í sumar til að búa til sitt eigið lið.

    Sjá til dæmis þessa töflu um síðustu 2 glugga (janúar og síðasta sumar):

    [img]https://pbs.twimg.com/media/CaKiDawWQAAgy92.jpg[/img]

    (source: https://twitter.com/sportingintel/status/694295654454185984 )

    Liverpool með net spent upp á 25.8m þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir vonbrigði síðasta árs, þrátt fyrir að liðin sem lentu fyrir ofan okkur hafi flest öll styrkt sig meira og við yrðum að ‘ná þeim’ eða alla komast nær í gæðum. Slakt.

    Nú er ég ekki að segja að það sé endilega þráðbein tenging á milli eyðslu og árangur (Spurs í ár kannski gott dæmi), en fyrir ofan okkur í eyðslu í þessum gluggum eru lið einsog Newcastle, West Ham, Bournemouth, Watford

    City eyðslan er náttúrulega ár eftir ár rosaleg, alveg út í hött. Sönnun þess hve FFP virkar ekki.. united net eyðslan er ekki ‘nema’ tæplega 20m fyrir ofan okkur reyndar. Ótrúlegt hvað City virðist vera orðið ‘súkkulaði’ í þessari eyðsluumræðu – bara orðið standard að þeir splashi 150-250m á ári. En það er önnur saga.

  16. @ 26 min. – Hann var ömurlegur, ömurlegur! (með stóru H-i) – hef sjaldan heyrt eins mikla einlægni í podcast-inu hjá ykkur 🙂

    Ein pæling og kannski hefur þessu verið svarað áður, vitið þið hvernig FSG hafa verið að tækla miðahækkanir hjá hinum félögunum sem þeir eru með? Hafa þeir verið að hækka óvenjumikið og fengið það síðan svona í andlitið eins og gerðist núna með Liverpool? Þeir fá allaveganan stórt hrós frá mér að taka þessu með þessum hætti og bakka með þetta. Venjulega eru menn svo þrjóskir og þverir þegar þeir taka óvinsælar ákvarðanir en þetta var vel gert hjá þeim.

  17. Áhugaverð tafla hjá Manstein.

    Þar er sýnt svart á hvítu hve miklu er í raun og veru varið í leikmannakaup undir FSG. Það vantar samt alveg töflu sem sýnir hve mikið þeir hafa skorið niður í launakostnaði síðan þeir tóku við klúbbnum. Árið 2013 kom frétt af því að þeir væru búnir að skera launakostnað liðsins niður um 500k á viku. Þetta er áður en að menn eins og Suarez, Gerrard og Glen Johnson hurfu á braut. Ég get vart ímyndað mér hve stór þessi tala er í dag. En bara það að spara sér 500k á viku er sparnaður upp á 26 milljón pund á ári.

  18. Ef það er eitthvað að marka þennan launalista hér að ofan þá er auðveldlega hægt að flokka Benteke sem einhver verstu kaup í sögu klúbbsins, svona í ljósi framlag hans.

  19. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og það er svo sem ekki miklu bætandi við hann. Þið farið í smá frí og eigið það skilið.

    Það er nú þannig

    YNWA

West Ham 2 Liverpool 1

Liverpool heimsækir Villa á morgun