Liðið gegn Sunderland – Sturridge á bekknum!!

Svona verður Klopp-laust Liverpool lið í dag. Klopp verður ekki með vegna veikinda en hann virðist þurfa í botnlangaaðgerð og Buvac og Krawietz líklega við stjórnina í dag.

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson(C) – Allen – Can

Lallana – Firmino – Milner

Bekkurinn: Ward, Toure, Benteke, Sturridge, Ibe, Flanagan og Lucas

Það verður afar áhugavert að fylgjast með gangi mála á 77.mínútu leiksins þegar mótmæli stuðningsmanna vegna miðaverðs eiga að gerast. Þá stefnir fjöldi fólks að því að yfirgefa völlinn og verður áhugavert að fylgjast með því.

Allen kemur verðskuldað í byrjunarliðið sem er annars nokkuð svipað og það hefur verið. Stóru tíðindin eru sú að Sturridge er á bekknum. Frábært að sjá hann aftur í hóp. Hann kemur inn á og skorar, sannið til.

101 Comments

 1. City að tapa 3 fokking 0 á móti Leicester. Eftir á að hyggja var tap okkar gegn þeim ekki eins slæmt kannski og menn vilja meina, eða hvað?

 2. Voru ekki öll mörk Leicester vegna slæmrar staðsetningar Hart? Það hlýtur bara að vera!
  Annars ættum við að ná að leggja Sundboltana að velli með þetta lið.

 3. Rétt Trausti. Við vorum á útivelli á móti Leicester og fengum meðal annars á okkur once in a lifetime mark frá Vardy.

  Leicester eru bara með þetta og vona ég svo innilega að þeir landi titlinum í vor.

  Annars flott að sjá að Allen er að fá sénsinn, finnst hann eiga það skilið.

 4. Klopp að losa sig við óþarfa liffæri og ekki á bekknum, ætli það hafi áhrif???

 5. Ég efast um að fjarvera Klopp hafi áhrif, mikið ofboðslega er samt gaman að sjá Sturridge á bekknum. Spái því að hann muni gera gæfumuninn í sigri Liverpool í dag.

 6. Það væri virkilega gaman ef Leicester verða meistara en svo þegar maður fer að hugsa út í það þá er það líka pínu sorglegt. Maður skilur að stóru og ríku liðinn Man city, Chelsea, Arsenal og Man utd hafa verið að vinna þetta á okkar kostnað en ef Leicester vinnur deildinni þá er það svona smá spark í punginn því að við höfum verið að bíða svo lengi en taflan lýgur ekki og það lið sem endar efst eftir 38 leiki eru einfaldlega bestir.
  Þótt að bæði 2009 og 2014 fannt mér Liverpool vera besta liðið á Englandi en náðu einfaldlega ekki að klára og áttu þar af leiðindi ekkert skilið.

  Jæja um leikinn í dag þá er maður sáttur að sjá Joe Allen í liðuni og gaman að sjá að Sturridge er mættur aftur á svæðið. Það væri gaman að sjá góðan leik og 3 stig og ætla ég bara að spá því hér með.

 7. Sama hauslausa lið og gegn Leisester + Allen. Hlakka til að sjá markaregnið…

 8. ja þetta Leicester rugl virðist engan endi ætla að taka. Núna er bara að fara halda með þeim ut leiktiðina og vona lika að City, Arsenal og Tottenham vinni sem flesta leiki og passi uppá að man utd nai ekki meistaradeildarsæti. Okkar menn vinna evropudeildina og fara þannig inni meistaradeildina og man utd fer i evrópudeildina. Þetta yrði góður draumur maður.

 9. Bornlanginn það fyrsta sem Klopp losar sig við á árinu. Hann ætlar að taka til í geymslunni um Páskana og svo verður hressilega hent drasli í sumar.

 10. Frábært að Sturridge er kominn aftur en hann á örgl eftir að Meiðast með því að klæða sig í skóna.

 11. Frábært að Sturridge er kominn aftur en hann á örgl eftir að meiðast með því að klæða sig í skóna

 12. Ég væri til í að sjá Benteke með Firmino og Sturridge upp á topp með Hendo, Coutinho og Milner á miðjunni.
  Ég er ekki búinn að afskrifa Benteke og vil sjá hann fá run í liðinu með bestu menn liðsins í kringum sig.

 13. Sælir félagar

  Stend við fyrri spá 6 – 0. Eða var það 6 – 1. Man það ekki en stend við annað hvort af þessu tvennu. Hefð viljað sjá Ojo eða Texeira í byrunarliðinu frekar en Lallana. Vonandi treður hann upp í mig sokk. Ég hefði líka vilja sjá Benteke þarna þvíþetta er nkl. leikur fyrir hann. Leisester verður meistari og Nallarnir ná 3. sætinu eins og venjulega,

  Það er nú þannig

  YNWA

 14. Ekki sé ég hvaðan mörkin eiga að koma frekar en í síðustu leikjum.

  Djók, Joe Allen er alltaf að fara slátra þessu Sunderland liði.

 15. Þetta verður góður sigur og Allen á alveg skilið að vera í liðinu, hann er miðjumaður sem kemur sér inn í teiginn hjá andstæðingunum og skorar eða leggur upp í dag gott mark.

 16. Sturridge að meiðast er hann steig út úr bílnum sínum á Anfield – frá í 4 mánuði.

 17. Sæl öll.

  Jæja, þá er komið að því að Mannone eigi besta leik sinn á ferlinum. Þetta fer 0-0 en djöf… vona ég heitt og innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

 18. Hvert er klúbburinn að fara? Ekki nóg með að leikmenn séu lélegir heldur er grasið á okkar heilaga Anfield ömurlegt…

 19. Fyrstu 15 min. frábærar, mikil sköpun og bara spurning hvenær við skorum……..not. Lovren farin út og ég sem var að vona að við gætum farið að spila saman þetta miðvarðarpar okkar, einhver bið í það. Erum samt að hressast og hver veit nema við laumum einu.
  YNWA

 20. Hvað er það að liverpool er örugglega með minsta liðið í PL og þeir reyna endalausar fyrirgjafir ? Ekki séns að skora þannig og virkilega auðvelt fyrir sunderland að verjast þessu

 21. Kannski er þetta minningarleikur um LFC svona miðað við skemmtanagildið. Hefði viljað sjá Gerrard, Torres, Suarez ofl taka þátt í honum frekar en þessa sem eru að spila. Liðið er gjörsamlega gjaldþrota greinilega

 22. Er enginn i þessu Liverpool liði sem hefur áhuga á sð vinna þennan leik.
  Ofboðslega andlaust, fyrirsjáanlegt, kraftlaust………. o.s.frv.

 23. Mikið af aðstæðum þar sem að menn eiga að hlaupa í svæðin og komast í gegn. Í staðinn standa menn bara kyrrir. Allt menn sem vilja fá boltann í lappirnar. Á meðan við erum ekki með Sturridge eða einhvern hraðan sóknarmann í liðinu munu þessu helvítis leiðindi halda áfram.

 24. Ef leikur liðsins skánar ekki þá mun ég klárlega taka þátt með mótmælendum og slökkva á sjónvarpinu á 77 mínútu.

 25. Hvar er þessi “þungarokks” knattspyrna sem Klopp lýsti yfir að hans lið spiluðu? Þetta er meira eins og að hlusta á Rás 1 eða Gufuna!

 26. Sammála #31….andlaust, kraftlaust og fyrisjáanlegt. Þessir leikmenn okkar eiga að geta gert svo miklu, miklu betur. Við höfum séð þá skapa, við höfum séð þá berjast og við höfum séð þá sigra, núna er bara komin tími til að þeir sýni þetta á nýjan leik.
  YNWA

 27. Besta í leiknum so far eru flaksandi lokkarnir á Zeljko Buvac. Mikið leika þeir fallega við vindinn.

 28. Everton eru komnir upp fyrir okkur.

  Grínið um árangur manu átti aldrei rétt á sér. Grínið um skemmtanagildi þeirra á ekki rétt á sér heldur.

  Firmino er eini sem eitthvað getur þarna.

  Lallana er inn á. True story.

  Henderson farinn að valda mér áhyggjum.

  Er hægt að sækja um að fá innköst í stað hornspyrna?

  Hver ætlar að sjá um að gefa þeim mark í dag? Mignolet, Moreno, Sakho eða Toure?

  Ætti maður að horfa á seinni hálfleik?

 29. Þetta er ekki spurning um hvað Klopp getur gert fyrir Liverpool, heldur hvað endist maðurinn lengi á meðal manna sem varla geta talist meðaljónar, hvað þá meir. Ef Klopp nær ekki að landa þeim mönnum sem hann vill vegna fjárskorts eða bara nísku þá verður hann farinn eftir 12 mánuði og einhver has been tekur við

 30. Þótt Henderson fékk fyrirliðabandið frá Gerrard þá fékk hann ekki hægri fótinn hans líka, fer ekkert meira í taugnar á mér þegar hann reynir að flengja löngum sendingum eða skotum. Og Lallana er djok.

 31. Hver þarf andstæðinga þegar stuðningsmenn eru með svona #39

  Já þetta hefur ekki verið merkilegt. Moreno með tvö hættulegustu færi Liverpool, nokkur tækifæri til þess að búa eitthvað til en það hefur ekki tekist. Sunderland eru að pakka með 11 menn en það mátti búast við því.
  Lovren/Allen farnir útaf og Toure/Ibe komnir inn.

  Það er annað hvort að væla yfir þessu og hengja haus eða það sem leikmenn þurfa að gera að halda áfram. Halda áfram að reyna, reyna að finna opnur, reyna að keyra þetta aðeins upp og finna lausnir. Það hefur ekki gengið en fótboltaleikur er 90 mín en ekki 45. Hversu oft er talað um að úrslitinn skipta öllu og það er enþá tími til þess að ná góðum úrslitum úr þessum þess.

  Henderson hefur ekki verið góður í síðustu leikjum liðinu það klárlega sárvantar alvöru sóknarmann til þess að ógna og taka góð hlaup en það er einfaldlega ekkert við þessu að gera í núinu bara halda áfram og ná að koma boltanum inn í markið.

 32. Vá hvað eg er ekki að nenna þessu!! Við erum að tala um að leikurinn er í slow motion

 33. Rosalega er leiðinlegt að horfa á þetta og enginn Kloðð til að kætast með. Ekki boðlegt hjá tveimur jafn lélegum liðum!!!!!!!!!!!!!

 34. Ótrúlegt 2 farnir útaf meiddir, ég skil samt engan veginn að setja ekki framherja inná í stað Allen, Þarna fær aðstoðarmaður Klopp stóran mínus. Erum gjörsamlega steingeldir þarna uppá topp.

 35. Jæja, a meðan lykilmenn eru meiddir þa verðum við að vonast eftir heppnismarki.

 36. þessir 6 fremstu verða allir seldir í sumar ! getuleysi algjört , hvað í hel..er í gangi. Göngubolti og allir þurfa að hlaupa með boltan og klappa sem lengst. Drullist til að senda boltan í fyrsta og reyna koma hraða í þetta. Stefnir í stóra og mikla hreinsun í sumar, það er pottþétt…

 37. Virkilega góður hálfleikur. Við erum með gott possession og höldum boltanum vel. Erum alveg með þetta Sunderland-lið í vasanum og þeir hafa ekki fengið færi í þessum leik. Framlínan hjá okkur er líka alveg stórkostlegt og alveg ótrúlegt, miðað við hvað við erum búnir að fá mörg færi, að staðan sé ekki 7 – 0 fyrir okkur. Svo er þetta bara lélegur dómari! Þetta lítur samt bara helvíti vel út.

 38. Skemmtileg tölfræði: Gylfi Sigurðsson er kominn með 7 mörk á þessu tímabili á meðan öll miðja Liverpool í þessum leik ásamt þeim á bekknum eru komnir samtals með 7 mörk. Sorgleg staðreynd

 39. Leiðinlegasta og lélegasta LFC lið frá stofnun félagsinns…. Jæja allavegna stofnun úrvalsdeildarinnar

 40. Alltaf jafn upplífgandi að fylgjast með hérna á meðan leik stendur! Er búinn að horfa á leikinn með öðru auganu….það sem ég hef séð er Lpool sem sækir en eru bitlausir eins og við vissum….erum búin að sjá þetta endurtekið. Ég ætla að halda ró minni yfir þessu þangað til við höfum séð hvernig liðið mun spila þegar einhver sem veit hvar markið er verður leikfær.

 41. Segir mikið þegar mann hlakkar meira til bikarleiksins á móti West Ham, sjá hvernig ungu leikmennirnir spila.

 42. Sigkarl #14

  Hvernig datt þér í hug að okkar menn myndu skora 6 mörk í dag?? :0)

 43. think God fyrir snjallsímann. væri dáin ur leiðindum ef eg væri ekki bara i símanum að dunda mer og nanast hlusta a leikinn a meðan. maður þarf ekki einu sinni að horfa þvi það er ekkert að gerast.

 44. Ég fæ oft á tilfinninguna að þessir menn séu að spila saman í fyrsta skipti það er eins og þeir hafi aldrei hugmynd hvað maðurinn sem er með boltann ætli að gera

 45. Klárum leikinn og vælum svo. 1-0 sigur í leiðinlegum er betra en 0-1 tap í dauðafærum sem við klárum ekki.

 46. Frábær skalli hjá Firmino flott sending frá Milner. Milner á að vera á miðjunni svo einfalt er það.

 47. Vel gert, þarf ekki að vera flókið. Nú verður liðið að halda hreinu!.

 48. Hvað kom samt fyrir Henderson? Hvers vegna er hann svona slakur?

 49. Sturridge slapp vel þarna, hissa að hann hafi ekki farið á börum niður í búningsklefa

 50. YES þá er þetta búið Firmino með frábæran sprett og Lallana gerir vel og klárarþ

 51. Djöfull var þetta lélegur varnarveggur en tek ekkert af Johnson frábært skot.

 52. Jesús almáttur núna er þetta komið gott með þetta gagnslausa drasl í markinu. Hver fékk þá snilldarhugmynd að gefa honum nýjan 5 ára samning??

 53. Gott að hafa traustan og öruggan mann í búrinu okkar. Hann var bara mjög óheppinn þarna, já, já.

 54. Ég horfði á þessa aukaspyrnu uppstillingu og skildi ekkert í því að Migno skildi stilla upp veggnum svona. Bara kjörið marktækifæri sem reyndist svo vera akkúrat það, þ.e. auðvelt mark. Hvað er maðurinn að hugsa??? Fáviti!!!

 55. Þetta er lélegasta Liverpool lið sem ég hef séð.

  Karakterlaust, lint, máttlaust og í allan stað ekki nokkur ástæða til að eyða dögum sínum í að horfa á þetta.

  Er ekki bara sumarið til í að koma núna!!!

 56. Þökkum stuðningsmönnum Liverpool kærlega fyrir…..stemningin sem var að myndast hvarf með þeim
  YNWA

 57. Ég virkilega vona að Sunderland skori sigurmark, eftir 82% með boltan þá sýnum við að það er 1 sigurverari i liðinu og það er Firmino rest má bara fara með Mignolet i eitthvað annað lið.

 58. Sunderland eru bunir að vera ömurlegir i þessum leik. Varla nað að spila fram yfir miðju en staðan er 2-2…alveg otrulegt. Dreg mig i hle..er hvort er a skilorði a þessari siðu.

 59. Mjög óverðskuldað. Liverpool búið að vera miklu betra lið og með 80% possession. Þetta er auðvitað bara dómaraskandall. Okkar menn algerlega frábærir í leiknum og Sakho, Toure og Mignolet allir búnir að eiga stjörnuleik þarna aftast. Heimurinn er vondur!

  Hvað þurfum við annars að ná mörgum stigum til að vera öryggir um að halda sæti okkar í deildinni?

 60. Vá er þetta ekki í annað skipti sem við fáum á okkur mark þar sem sóknarmaður andstæðingana fær boltann með bakið í markið og Sakho fyrir aftan sig. Svo bara búmm og mark.

  Þetta er sennilega það lélegasta sem ég hef séð lengi

 61. Það er ekkert verra en að halda með þessu liði og geta ekkert að því gert. U19 ætti að klára leiktíðina og aðalliðsmenn ættu að halda sér heima fyrir

 62. Hálftómur völlur eftir mótmæli og 2-2 gegn næst neðsta liðinu á Anfield…. nýtt lowpoint í sögu Liverpool FC.

 63. En við erum með klopp og hann hlýtur að hreinsa til í sumar.

 64. Er ekki hægt að mótmæla öðruvísi en að yfirgefa völlinn, fannst þetta mjög sorglegt að sjá menn yfirgefa musterið þegar 15 mín eru eftir að leiknum

 65. Það koma alltaf hægðir og lægðir….eins og maðurinn sagði. Bæði í gangi hjá LFC núna.

  En við töpuðum ekki piltar, sem er samt sem áður betri árangur en við erum vanir á móti botnliðum.

  Ekki bugast alveg strax Maggi ! Hertu upp hugann….
  :o)

Sunderland næstir

Liverpool 2-2 Sunderland