Sunderland næstir

Næsti leikur, já það er bara komið að næsta leik takk fyrir og fer hann fram á Anfield á morgun (laugardag) klukkan 15:00. Febrúar er stysti mánuður ársins, en leikirnir í honum verða pottþétt allavega 7 talsins, jafnvel 8. Það sem er enn magnaðra við þetta er það að í mesta lagi verða 3 þeirra í deildinni og einn þessara þriggja er einmitt heimaleikur gegn Sunderland. Hinn deildarleikurinn sem eftir er í þessum mánuði er svo gegn Aston Villa helgina á eftir. Sem sagt, við erum að halda inn í leiki gegn tveimur neðstu liðum deildarinnar. 2 leikir gegn Augsburg í Evrópudeildinni, einn leikur gegn West Ham í FA bikarnum (ef hann vinnst, þá bætist leikur gegn Blackburn við í þessum mánuði) og svo úrslitaleikur gegn Man.City á Wembley. Það er því nóg að gera framundan.

Ég veit ekki hversu oft ég er búinn að afskrifa tímabilið og hugsa með mér að best sé bara að tanka því og leggja ofur áherslu á að vinna bikara og hreinlega að komast inn í Meistaradeildina með því að klára þessa Evrópudeild. HEY, Sevilla eru búnir að vinna hana tvö ár í röð, þannig að af hverju ekki? Það er allavega algjörlega morgunljóst í mínum huga að ef menn ætla sér að eiga einhverja mjög svo fjarlæga von um árangur í deild, þá þurfa þessir næstu tveir deildarleikir að vinnast. Og það helst sannfærandi. Við erum að tala um Sunderland og Aston Villa og þau eiga það sameiginlegt að hafa getað akkúrat ekki neitt á þessu tímabili.

En höldum fókus á Sunderland, við spilum ekki við Villa alveg strax. Hvað skal segja um Sunderland? Þetta er alveg ferlega skringilega samsett lið verð ég að segja. Svolítið mikið af svona “has-beens” og gaurum sem aldrei náðu að standa undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar. Wes Brown, John O’Shea, , Lee Cattermole, Younes Kaboul og Jermain Defoe eru ekki beint á uppleið á ferlinum sínum. Svo horfir maður til manna eins og Vito Mannone, Jack Rodwell, Yann M’Vila, Adam Johnson, Fabio Borini, Jeremain Lens, Danny Graham og Ola Toivonen áttu allir að vera mikil efni á sínum tíma, en enginn þeirra í rauninni náð að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra. Allavega ekki ennþá, þó einhverjir hafi ennþá tíma til að springa út.

Vörn Sunderland hefur verið fullkomlega hræðileg og sú vörn í Úrvalsdeildinni sem lekið hefur flestum mörkum eða 47 í aðeins 24 leikjum. Við höfum ekki verið par sátt við okkar menn og varnarleik í vetur, en Liverpool hefur fengið heilum 13 mörkum færra á sig. Klopp blessaður hlýtur hreinlega að leggja upp með að keyra á þessa vörn með miklum hraða og góðri pressu, annað getur hreinlega ekki verið. Það sorglega sem snýr samt að tölfræði þessara tveggja liða er sú staðreynd að okkar menn eru einungis búnir að skora 2 fleiri mörkum en Sunderland í deildinni. Við erum að tala um lið sem er í næst neðsta sætinu. Þarna er vandamál okkar manna svolítið í hnotskurn, við erum bara engan veginn að skora nógu mikið af mörkum. Þessu þarf að breyta frá og með NÚNA.

Sunderland mætir á Anfield með sitt sterkasta lið, fyrir utan það að Sebastian Larsson er meiddur. Aðrir af þeirra helstu köllum ættu að vera klárir í slaginn. Meiðslalisti okkar manna hefur svo aftur á móti dottið niður í eins stafs tölu og það er eitthvað sem ekki hefur sést lengi. Engu að síður verðum við án þeirra Origi, Coutinho, Skrtel, Rossiter, Sturridge, Ings og Gomez. En bara það eitt og sér að “einungis” 7 séu meiddir og að 4 af þeim séu byrjaðir að æfa með liðinu á nýjan leik, það verða líklegast að teljast einar bestu fréttir sem við höfum fengið lengi. Sér í lagi þegar við höfum í huga leikjadæmið sem ég fór yfir hér í upphafi upphitunar.

En hvað um það, hvernig er Klopp að fara að stilla þessu upp? Hann hefur verið ansi hreint duglegur að breyta liðinu á milli leikja undanfarið, að mínum dómi, aðeins of duglegur. En mín dómgreind er líklegast ansi lítilfjörleg við hlið hinnar. Allavega hefur Klopp náð örlíti lengra í þessu fagi en ég. Við vitum að Mignolet mun standa í markinu og ég ætla að tippa á það að öll varnarlínan haldi sér, þ.e. að Clyne verði í hægri bakverði, Moreno í þeim vinstri og Lovren og Sakho í miðvörðunum. En hvað svo? Henderson hefur ekki verið skugginn af sjálfum sér undanfarið og í rauninni hefur miðjan verið lang veikasti hlekkurinn okkar. Besti maðurinn sem hefur spilað þar undanfarið er Joe Allen, og hver hefði nú trúað því. Ég myndi hreinlega vilja taka Milner aðeins aftar á völlinn og fá meiri vinnslu inn á miðjuna. Sjálfur hefði ég viljað sjá Henderson, Milner og Allen saman inni á miðju, en ég reikna fastlega með að Klopp setji traust sitt áfram á Can.

Ég spái því að Klopp stilli þessu svona upp:

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson(C) – Can – Allen

Lallana – Firmino – Milner

Eins og áður sagði, þá þarf að keyra á þetta Sunderland lið með mikilli pressu og hraða. Aftasta línan þeirra er þung og hæg og það þarf að nýta. Ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir þennan leik og reikna fastlega með að við löndum þessum 3 stigum og það á nokkuð sannfærandi hátt. Eigum við ekki að segja að þetta endi 3-1 og að Milner, Firmino og Lallana setji mörkin.

35 Comments

 1. Er eitthvað til í því að Shaktar sé búið að selja Teixeira til kína ? Eitthvað annað en .net ?

 2. Þetta er komið gott af bæði þessari miðju uppstillingu og hvað þá sóknarlínunni. Varnarlínan held ég að sé sú sterkasta sem við eigum í dag óháð meiðslalista.

  Henderson er okkar langbesti miðjumaður í dag (jafnvel þrátt fyrir meiðsli) og á að spila í sinni bestu stöðu. Hann er ekki hægri kantmaður frekar en James Milner er vinstri kantmaður. Frekar vil ég sjá þriggja manna miðju með þeim tveimur og Can í þeirri stöðu sem Lucas var að spila fyrir aftan þá. ALLS EKKI tveggja manna miðju sem samanstendur af Can og Lucas/Allen. Hvað þá með Henderson og Milner á sitthvorum vængnum, það er ekki tilviljun að liðið skorar ekkert og á varla færi með svona “sóknarþenkjandi” miðju.

  Lallana er svo ekki að skila neinum mörkum í þeirri stöðu sem ætti að henta Firmino best og Firmino er ekki að skora nógu reglulega sem sóknarmaður, hann er enda ekki hreinræktaður sóknarmaður.

  Það er einn sóknarmaður heill heilsu og þrátt fyrir allt er hann markahæsti leikmaður liðsins eins sorglegt og það nú er. Hann mun aldrei bæta sinn leik sem varamaður og meðan liðið er svona örvæntingafullt í leit sinni að mörkum held ég að réttast sé að láta á hann reyna á ný. Þeir sem eru að koma inn fyrir hann eru lítið að gera betur. Þessi leikmaður er btw einnig dýrasti leikmaður félagsins FFS.

  Mignolet
  Clyne – Lovren – Sakho – Moreno
  Henderson – Can – Milner
  Lallana – Benteke – Firmino.

  Fyrir mér mætti einnig alveg prufa Ryan Kent eða Sheyi Ojo á öðrumhvorum vængnum í stað Lallana og sjá hvort það myndi henta Benteke og/eða Firmino betur. Báðir hafa þeir töluverðan hraða og áræðni sem er nákvæmlega það sem bæði Benteke og Firmino vantar í kringum sig. Ibe ætti að vera þessi maður en það er fullreynt í bili að fá það sem vonast er eftir frá honum. Hann hefur alla burði til að koma til en á augljóslega mjög erfitt núna.

  Fyrir Villa leikinn verðum við svo vonandi komin með miklu betur útlítandi sóknarlínu.

 3. Nákvæmlega engin niðurlæging fyrir okkur að Shakhtar selji Texeira fyrir þá upphæð sem það vildi fá fyrir hann. Upphæð sem er út úr korti fyrir leikmann á þessum aldri og hefur ekki spilað landsleik fyrir Brasilíu. Eins spenntur og ég var að fá hann hefði ég verið ef þeir hefðu borgað þessa upphæð fyrir hann.

  Svo fagna ég öllum þessum leikjum. Finnst frábært að það sé hægt að gefa ungu leikmönnunum tækifæri í FA bikarnum og að þeir sem hafa ekki verið að standa sig eins og t.d. Allen fái þar spilatíma og tækifæri til að sanna sig.

  Annars er ég sammála að hann fái að byrja en það má hvorki vera á kostnað Lucas eða Can. Þeir hafa verið okkar bestu leikmenn í vetur og þó Can hafi verið úti að aka í síðasta leik jafnast það ekki á við arfa slaka frammistöðu fyrirliðans okkar að undanförnu.

  Já og svo vil ég fyrir alla muni fá Flanagan inn í liðið. Betri en Clyne á öllum sviðum þó hann sé ekki algalinn.

  Ég myndi byrja svona.

  Mignolet.

  Flanagan, Lovren, Toure, Moreno
  Can, Lucas
  Milner, Lallana, Allen.
  Firmino

  Milner og Allen hafa verið að sækja í sig veðrið og Toure er einfaldlega betri en Sakho. Var reyndar að spá í hvort Caulker ætti að byrja í staðinn en tryggð mín við Toure á sín engin takmörk. Svo er alveg spurning hvort Texeira ætti meira skilið en Lallana ða vera í holunni en “úr að ofan” markið hans Lallana um daginn skildi þarna á milli.

  Hlakka annars mikið til þessa mánaðar. Meiriháttar að fá alla þessa leiki með liðinu.

  Áfram Liverpool!

 4. Spái 0-3 Tapi fyrir Liverpool og Klopp verður brjálaður og hættir með liðið og tekur við Man Utd 😉

 5. Gallinn við uppstillinguna i upphituninni er að hun er ekki að fara vinna neitt lið sannfærandi. Milner og Lallana soknartengiliðir og 3 miðjumenn sem skora litið sem ekkert. Benteke byrjar vonandi leikinn með Firmino thannig að við reynum að skora eins og meira en eitt mark.

 6. Hvor aðilinn ætli sé meira pirraður?
  Forráðamenn og stuðningsmenn Liverpool á Daniel Sturridge eða Daniel Sturridge á forráðamönnum og stuðningsmönnum Liverpool.

  Trúi ekki orði af þessum fréttum en reynist þær sannar má hann svo sannarlega hypja sig, félagið myndi samþykkja að losna við hann af launaskrá á 0,1 sek.

  Hvað ætli jesús segi við þessu öllu saman?

 7. Áhugavert að Alex Teixeria sé farinn til Kína og skipbrot FSG í leikmannamálum í janúarglugganum heldur áfram.
  Ef það er eitthvað marka slúðurblöðin þá vissi FSG að verðmiðinn á Teixeria væri hátt í £40m enn FSG buðu kringum £25-30m.
  Spurning minn er af hverju eyða tíma í Teixeria þegar Mauro Icardi væri mögulega falur á verðinu sem FSG var til að borga fyrir Brassann.

  http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpool-transfer-news-rumours-reds-7299005

 8. #9 Væri svo drullu sáttur með Icardi, það er alvöru striker! Las einhverstaðar áður rétt áður en Klopp tók við að Icardi og Ruben Neves væru undir hans radar.
  En hvaða þvæla er þetta með Sturridge? Á hann að vera svo pirraður á því að fólk segi að hann vilji ekki spila fyrir klúbbinn að hann þá bara bókstaflega vill ekki spila fyrir klúbbinn lengur ?

 9. Þetta er þá allur metnaðurinn hjá Alex Teixeria. Þvílíkur froðuhaus.

  Skil samt Shaktar vel að standa fast á sínu og einfaldlega selja til hæstbjóðanda.

  Svo held ég að þetta sé algjört kjaftæði með að Sturridge sé eitthvað brjálaður út í klúbbinn, enda er það Daily Fail sem er dreifa þessum skít.

  Ef við fáum ekki á okkur mörg horn þá merjum við Sunderland 1-1. Firmino með markið.

 10. Einhver hér á spjallinu er að tala um Henderson. Hann á að selja, hann getur ekki einu sinni spilað heilan leik og hann er enginn foringi eins og Gerrard var!!!!!!!!!!!!!!

 11. Það er nú meira sólskynið í huga margra hér inni….eða ekki.

  Spái sigri gegn Sunderland 2-0, Lallana og Firminio með mörkin.
  Spái því að 98% okkar stuðningsmanna haldi ekki vatni þegar DS15 kemur aftur í liðið eftir nokkra daga. Bakka hann upp svo lengi sem hann er okkar leikmaður.
  U18 var að gera góða hluti í bikarnum í gær og sýndi Klopp-mentality og vann á 93 mínútu.
  U21 liðið er í toppbaráttu í varaliðsdeildinni.
  Ungu strákarnir hafa verið að gera frábæara hluti í sínum aldursflokkum og svo í bikar leikjunum.
  Vor í loft hjá okkar ástkæra klúbb, þannig sé ég það.
  YNWA

 12. Ég vona að benteke verði í besta falli á bekk. Hann er bars svo skelfilega lélegur að það er átakanlegt að horfa á hann. Byrjum með sama lið og valtaði yfir shitty . Ég vona að við tökum þetta 6-0 en er hræddur um jafntefli. Sam of lið Hans koma alltaf á anfield og tefja og hægja á öllu frá fyrstu mínútu. Vona bara að við náum að drepa leikinn og byrja á að gera anfield að okkar virki !

 13. Það ætti að vera tækifæri til að kvitta fyrir leikinn gegn Leister núna um helgina. En það er alveg magnað hvað þessi menn sem fá himinhá laun eru lélegir undir álagi. José Inrígi er með 65k á viku meðan margir leikmenn í liðum sem eru að standa sig betur en við eru að fá 20-40k á viku!! Menn með feita samninga og feitir af bekkjarsetu. Það þarf að tengja betur launin við árangurinn. Búa þannig um hnútana að allir fái bónus þegar vel gengur og kannski fyrir skoruð mörk,hrein lök og annan þvott. Þó t.d maður eins og Gerrard hafi verið á feitum launum alla tíð þá vann hann sannarlega fyrir þeim,vann leiki fyrir okkur sem skiptu máli. Núna finnst mér þetta bara vera þannig að þarna séu menn sem eru í áskrift að feitum tékka vikulega. Það er eitthvað mikið að í þessu öllu. Leikmaður á sannarlega að þurfa að vinna fyrir því að fá feitan samning og vinna svo fyrir því að halda honum.
  Þegar það kostar sífellt meira að koma á völlinn og kaupa aðgang að þessum leikjum er ekki nema eðlilegt að aðdáendur geri kröfur til sinna manna. Það er ekki nóg að vera hjá
  ,,stóru” liði og halda að allt gerist bara að sjálfu sér. Og svo eiga stjórar sem ekki ná árangri eða eru strand með lið að hafa dug í sér til að segja af sér og viðurkenna vanmátt sinn og hleypa öðrum að. Það myndi alltaf skapa þeim meiri respect.

 14. Sælir félagar

  Nú munu bresta stíflur, mörkum mun rigna, Sunderland reynir að henda inn sundboltum í bílförmun til að ná mótspili en ekkert gengur. 3 – 0 í hálfleik og Big Fat Sam fær sér sopa í leikhléinu og pantar fleiri sundbolta en þeir koma ekki fyrr enn eftir leik. Lokatölu 6 – 1 og Benteke með þrennu, firmino með tvennu og Sakho með ás.

  En athugið að þetta gerist ekki nema uppstillingin verði svona. Vinsamlegast komið því til skila.

  Mignolet.

  Flanagan, Lovren, Sakho, Moreno
  Can, Allen
  Henderson
  Ojo, Benteke, Firmino

  Það er nú þannig

  YNWA

 15. Sammála Oddi #16 tökum Konna Þróttara á þetta og vinnum 5-1, Konni spáir nefnilega öllum leikjum 5-1 🙂

 16. Sælir ég veit ekki hvað skal halda en held nú samt að bæði Clyne og Moreno þurfi hvíld um helgina eins Henderson sem gengur greinilega ekki heill til skógar þannig að ég vill stilla liðinnu svona upp.

  Mignolet
  Flanagann. Lovren. Sakho . Smith
  Can
  Allen Milner
  Texeira
  Lallana. Firmino.

 17. Ég vona að okkar bestu menn verði hvíldir a morgun og að Klopp fari all in i leikinn gegn West Ham a þriðjudaginn. Erum nánast ur leik i baráttunni um 4 sætið . Nota frekar 3-4 unga leikmenn a morgun sem ætti að duga til að vinna Sunderland heima og fara svo ferskir i west ham leikinn og vinna hann enda þýðir sigur þar að við erum i dauðafæri a að fara i 8 liða úrslit i FA bikarnum enda bíður Blackburn i 16 liða úrslitum.

  Ég allavega persónulega verð gersamlega brjálaður ef Klopp stillir upp algeru varaliði gegn West ham a þriðjudaginn.

  við þetta má svo bæta að ég hef liklega ekki verið jafn lítið spenntur fyrir leik hja okkar mönnum siðan Hodgson var stjóri. við höfum i raun að litlu að keppa i deildinni ur þvi sem komið er og eg vil eigilega frekar enda i 7-8 sæti i deildinni heldur en 5-6 sætið og þá sleppa við evrópudeildina a næsta timabili, breytir reyndar engu því við ætlum að vinna evrópudeildina i vor og vera með i meistaradeildinni. ég er mjög spenntur fyrir bikarleikjunum en fyrir mer er deildin buin i ár serstaklega ef við lítum a það að okkar menn hafa aldrei a þessu timabili unnið 3 deildarleiki i röð ef eg man rétt og auk þess er engin markaskorari i liðinu…

 18. #20 … 🙂 Gargandi snilld… það er alveg leikrit að horfa á svipbrigðin hjá manninum .. bara augnaráðið eitt hlýtur að setja blaðamenn alveg í hnút.. og svo þessi hlátur .. ég hef ekki hlegið svona hressilega í langan tíma!!

 19. Klopp…..þvílík Fowlersgjöf þessi maður. Veit ekki hvernig ástand manns væri í dag hefði hann ekki komið í vetur.

 20. Já, þetta var alveg meiriháttar :))) hlægja bara upp í opið geðið á honum. Klopp mun gera það sem gera þarf hjá okkar ágæta klúbbi. Var á leik um daginn á Anfield, sem reyndar tapaðist. Var svo sem ekki hissa á því miðað við hvað á undan hefur gengið en ég hafði svo innilega gaman af því að fylgjast með manninum á hliðarlínunni sem er kominn til að færa okkur titla.

  Ég hef ávallt trú á mínum klúbbi, við vinnum á morgun að sjálfsögðu !

 21. Sammála mönnum með Kloppinn. Það er unun að fylgjast með þessum fjölmiðlafarsafundum. Klopp gerir svo mikið grín í rauninni að þessum spyrlum að á endanum fara menn vonandi að ræða það sem máli skiptir. Fótboltann.

  Þessi maður á eftir að leiða okkur áfram.

  En Sunderland. Það verður ruthless og svo tökum við inn kanónur á móti WH og förum áfram.

  YNWA

 22. er ekki alveg sáttur við hann SStein í upphitun hann segir að miðjan sé aðalvandamálið !!
  hvernig getur það verið þegar liðið er meira með boltann leik eftir leik og kemur honum að vítateig andstæðinganna meira með boltann segir þér að miðjan er betri en andstæðingurinn vita allir sem hafa vit á fótbolta ,aðalvandamálið er sóknin sem nær ekki að koma boltanum í netið .
  Einnig er ég ekki að fatta þetta með framherjann það hefur sýnt sig að Sá sem hefur verið talað um mest Benteke er ekki að höndla hlutverk sitt,ég skil ekki hversvegna er ekki verið að nota Sheyi Ojo hann er mikið efni og skorar eins og hefur sést í bikarnum snöggur og fljótur koma Spái að Klopp sjái að sér og notar Sheyi Ojo sem skorar þrennu 3-0

 23. Sælir félagar

  20# Þvílíkur snillingur sem Kopparinn er. Hrein himnasending og eins og einhver íaði að hér fyrir ofan þá væri maður búinn að ganga í sjónn og hengja sig ef hans nyti ekki við.

  Það er nú þannig

  YNWA

 24. Mer finnst gott að við höfum allir ólíkar skoðanir á liðinu okkar en ég skil ekki þessa dýrkun á Jordan Henderson þetta er í BESTA falli meðal leikmaður, annar maður sem er hræðilegur er Can á ekki skilið að vera í hóp, má gf biðja um Branaghan, allt í einu kom maður sem gat tekið hornspyrnu, svo er það maðurinn sem sleppur við alla umræðu því hann gerir EKKERT, Clyne slakur að dekka varnarlega og miklu verri en Glen Johnson sóknarlega. Sammála SStein með Allen eða ” Jóa Aðalsteins” eins og ég kýs að kalla hann einfaldlega sprækastur af okkar miðjumönnum upp á síðkastið

 25. Ný meiðsli í dag. J.Klopp er líklega með botlangabólgu og mun ekki stýra liðinu í dag.

 26. Tek undir með Jón Þóri “29”. Mér hefur aldrei fundist Henderson sérstakur leikmaður, hvað þá leiðtogi. Maður sem spilar svona mikilvæga stöðu verður svo einnig að geta skotið á markið. Þá meina ég inn fyrir markrammann.

 27. Ég er svo sammàla ykkur um Klopp nema það sem Sigkarl segir #28 ég væri í engu àstandi til að hengja mig í sjónum vegna kulda – myndi frekar hengja mig og sleppa sjónum! Ég ímynda mér oft ef Klopp væri kona .. vildi bara deila smà fantasíu

 28. Leicester eru að vinna City 0-3 á Emptyhad!
  Ég vona svo innilega að þeir taki þessi deild og það er alls ekki svo fjarri lagi miðað hvernig þeir eru að spila.

 29. #3 Innilega sammála Einari. Var einmitt að hugsa þetta í leiknum á móti Leicester hvað við þyrftum á Henderson að halda þar sem Can væri.

  Klopp með botnlangabólgu. Mun hann stýra þessu í gegnum gsm?

Er kominn tími á þá ungu?

Liðið gegn Sunderland – Sturridge á bekknum!!