Liðið gegn Leicester

Liverpool heimsækir topplið Leicester (og það er kominn febrúar!) í kvöld og Klopp stillir þessu svona upp:

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson(C) – Lucas – Can

Lallana – Firmino – Milner

Bekkurinn: Ward, Toure, Benteke, Allen, Ibe, Flanagan og Teixeira

Lið heimamanna er: Schmeichel, Simpson, Morgan, Huth, Fuchs, Mahrez, Kante, Drinkwater, Albrighton, Okazaki og Vardy.

Lítið sem kemur á óvart hér, Benteke dettur út eftir enn eina dapra frammistöðuna og Liverpool að spila án alvöru sóknarmanns. Helst kannski að Allen detti út eftir að hafa verið sprækur undanfarið, en svo sem lítið við því að segja.

Eitthvað segir mér að við fáum að sjá mörk í þessum leik.

YNWA

154 Comments

  1. Held ég sé ekki einn með það að vilja sja allen i liðinu.. Finnst hann eiga það skilið drengurinn!

  2. Hvernig dettur mönnum í hug að taka Kolo vin minn úr liðinu?!… Nei – ég segi nú bara svona, ágætt að eiga hann á bekknum svosem ef þetta fer eitthvað að leka 🙂 Ég ætla samt að vera í treyjunni góðu.

    Come on you Redmen!

  3. Gott að vita af Allen og Texeira í seinni hálfleik ef mörkin koma ekki í fyrri hálfleik.

  4. Brannagan hefði á skilið að sitja á bekknum og Allen að sama skapi skilið að standa á vellinum. Áfram LFC!

  5. Bekkurinn hjá okkur farin að líta betur út. Það er eitthvað 🙂

  6. Tökum þetta 0-1. Hef á tilfinningunni að febrúar verði frábær hjá okkar mönnum, endar svo á bikarsigri gegn stóra liðinu frá Manchester.

  7. Afhverju taka þeir alltaf stutt horn? ég bið til guðs að þeir hætti þessu.. hefur aldrei skilað neinu liði neinu…

  8. Vildi óska þess að það væri sama varnarlína og á móti West Ham, þessi virkar mjög shaky eins og í öllum leikjum tímabilsins

  9. Klopp er frábær þjálfari en væri samt ekki ráð hjá honum að láta sína menn æfa hornspyrnurnar á æfingasvæðinu en ekki í leik!!! En annars flott byrjun á leiknum og kvöldið lofar bara góðu.
    YNWA

  10. Hvernig sem þetta fer þá vona ég innilega að Leicester vinni deildina. Vona samt að þeir vinni ekkert í kvöld.

  11. Refirnir eru hörkugott lið. Sýnist þeir vera líklegri til að taka þennan leik. Giska á 2:0 nema Mignolet haldi áfram að eiga stórleik. Komnar allavega 2-3 heimsklassa vörslur hjá honum so far

  12. Flottur migno, ekki hægt að setja ut á hann i dag… allavega ekki strax 🙂

    Finnst hrikalega leiðinlegt að sjá milner,can,henderson,lucas spila saman. Allt leikmenn sem ég vill sja hjá liverpool en að hafa þá alla inna i einu finnst mér ekki vera að virka.

  13. Mignolet er betri en enginn í markinu – eins og Rauða Ljónið hefði sagt…

  14. margir að taka rangar ákvarðnir í þessum leik
    Moreno í ruglinu í dag

  15. Moreno ákveður að skjóta frekar enn að gefa á þrjá meðspilara í teignum 🙁

  16. Jæja er ekki kominn tími á að fá eitt hefðbundið mark á okkur svona rétt fyrir hálfleikin…

  17. Skemmtilegur leikur þar sem helst er að frétta að dómarinn fór í verkfall eftir hálftíma.

  18. Ágætis frammistaða. Það vantar bara eitt: Mann sem kann að skora fokking mark, hversu erfitt getur það verið?

  19. Góð barátta, léleg ákvarðanataka súmmerar þennan fyrri hálfleik hjá okkar mönnum ágætlega upp.

    Ég er algjörlega sammála #22; vil mikið frekar hjá Leicester vinna deildina en hin liðin í baráttunni. Þetta er þvílíkt spútnikkdæmi og ótrúlega vel skipulögð gagnsóknavél sem Ranieri er búinn að hanna þarna. Samt að mestu laust við rútufyrirtækjabraginn sem hefur verið á mörgum líkt þenkjandi liðum, enda mun skemmtilegra að horfa á þá spila.

  20. Kannski ekki skrýtið að okkar menn séu svona bitlausir fram á við. Erum með sex miðjumenn inná vellinum! Sérstakur hópur sem Rodgers bjó til, Klopp reddar þessu samt einhvernveginn með hálfleiks ræðunni 🙂

  21. Ég segi bara sem betur fer erum við með meistara mignolet AKA shitstopper!!! Í markinu… Stígur upp og sýnir alvöru hjarta!!

  22. Mjög skemmtilegur leikur.

    Mignolet með tvær frábærar markvörslur(hans styrkur) og eitt skelfilegt úthlaup(hans veikleiki).

    Henderson búinn að vera skelfilegur.
    Moreno með lélegasta innkast sem maður hefur séð en hann gaf heimamönum fínt tækifæri og Sakho enþá skelfilega óöruggur með boltan en góður án hans.
    Lovern enþá smá ryðgaður en varð betri eftir því sem líða fór á leikinn.

    Við fáum oft tækifæri til þess að búa til góð færi þegar við erum 3 á 3 eða 4 á 4 en við náum því eiginlega ekki.

    Mér finnst Lallana hafa verið frískur og ógandi og Firminho hefur átt ágætist tilþrif inn á milli.

    Klopp er ekkert að fara þangað til þess að ná í 1 stig. Hann vill liðið sitt hátt upp og er þetta því alveg galopinn leikur og ef eitthvað er finnst mér Liverpool betra.

  23. Trausti #36

    Ekki flókið, slíkur maður er ekki til hjá Liverpool í dag, þ.e. striker. Við áttum einn slíkan fyrir nokkru síðan sem búinn er að skora 30 mörk hjá sínu liði á leiktíminn.

    Hann heitir Luis Suarez

  24. Eru Hendo, Lucas, Can, Milner ekki með ???’ eru á rasskatinu. Moreno þarf nú að fara taka betri ákvarðanir. Sakho tæpur eins og venjulega. Kassann út og fara mæta þessu á hörku. Hendo þarf að fara gera eitthvað svo hann verði ekki bara seldur í sumar, djöfull sem á eftir að hreinsa út í sumar……

  25. Eg hef aldrei tippað rett a ævinni og setti a Liverpoolsigur…ekkert jinx samt

  26. Mér finnst alltof mikið að hafa Lucas Can Hendo og Milner alla saman í starting, það er voðalega lítið creativity. Vantar hraða í þetta lið!

  27. Flottur fyrri hálfleikur hjá Liverpool liði sem er búið að spila tvo leiki frá því að Leicester spilaði sîðast. Eru betra liðið á vellinum en því miður er lítið sem bendir til þess að þeir muni setja kvikindið í netið. 0-0 væru vel ásættanleg úrslit en ég held að það komi samt mörk í seinni.

  28. Miðað við stöðuna í öðrum leikjum er eins gott að við náum í stig hér – sem ég held að við gerum.

  29. ……. leiktíðinni. … átti það að vera. …. helv….. leiðréttinga auto forrit! Arg. …..

  30. núna heldur mignolet að hann sé ógurlegur og mun raðdrulla uppá hnakka í seinni hálfleik breyti samt spá minni úr 0-3 yfir í 0-1 benteke með markið eins og síðast

  31. Er ekki kominn tími á að Brad smith taki stöðu Moreno, láta hann vinna sæti sitt til baka

  32. Bráðskemmtilegur leikur hingað til. Einhvern veginn finnst mér það skrifað í skýin að það verði dómarinn og hans menn sem ráða úrslitunum. Finnst ákvarðana takan hjá þeim býsna furðuleg á köflum og ekki til eftirbreytni 🙂 Eftir svona hálfleik þá vildi ég svo sannanlega óska þess að við ættum eins og einn striker kláran, það vantar öll hlaup og árásir í teignum en það lagast nú eflaust þegar Benteke kemur inn á….eða ekki.
    YNWA

  33. Skil ekki hvð Hendo, Lucas, Milner og Can eru að gera saman þarna inna… Gerist ekkert með þennan kvartet.

  34. Það er einfaldlega verið að jarða okkur á miðjunni. Vill sjá Allen inn fyrir Lucas í seinni.

  35. Öll lið fyrir ofan okkur að vinna sína leiki, alveg farið ef við vinnum ekki þennan.

  36. Sæl og blessuð.

    Þetta minnir á handboltaleik. Völlurinn þröngur og stuttur og boltinn eldsnöggur að fara á milli enda. Skelfileg ákvarðanataka á köflum og eitthvert hik á mannskapnum. Erfitt að segja hvað veldur – e.t.v. einhver lanþreyta eða ótti við skeinuhættan andstæðing (11 manna lið andstæðinganna kostar samtals, svipað og Lallana!).

    Það þarf að taka þetta miklu fastari tökum. Fara nú einu sinni að spila eins og sigurvegarar.

  37. Ég krefst þess að lávarður nokkur að nafni Benteke komi inná sem fyrst, það vantar einhvern sem getur troðið boltanum í netið. Hann skoraði sigurmarkið síðast gegn þeim og hæðin hans hentar andstæðingum illa.

  38. Vá hvað Clyne gerði vel þarna! Miðverðirnir voru báðir nokkra metra frá endalínu Leicester þegar boltinn tapaðist…

  39. Erum við samt einhverntimann hættulegir ur hornum? Finnst sakho aldrei ná að komast nalægt því einu sinni að fara i almennilegt skallaeinvigi..

  40. Finnst eins og ég sé rispuð plata, því ég segi þetta í nánast hverjum leik núorðið:

    ÉG GET EKKI ÞESSI HORN HJÁ OKKAR MÖNNUM!

    Skammast mín niður í þarma við að horfa upp á þetta!

  41. þetta getur ennþa fallið a báða vegu, yrði hrikalega sterkt að stela þessum 3 stigum

  42. Menn alltof lengi að hugsa þegar miðjan hefur unnið boltann… vantar hraða og áræðni í of marga leikmenn Liverpool FC

  43. Sjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitt hvað við þurfum að fá einhvern inná sem getur skorað…..

  44. það er sorglegt hvað þetta lið er herfilega lélegt í að skapa sér og hvað þá klára færi! Eru að éta þennan leik, skrifað í skýin 1-0 tap eftir allt

  45. Okkar menn með flottan leik. …… oh my god. …. þar fór það! Týpiskt!

  46. Eina sem hægt er að saka liðið okkar um er að vera ekki með neinn sem getur skorað mark inn á. Við værum löngu búnir að skora ef svo væri, þetta er alltaf sama sagan.

  47. Alveg með andskotans að það hafi ekki verið keyptur inn striker í þetta lið.
    Erum að yfirspila þetta lið en getum ekki komið tuðrunni í netið þó að það væri ekki markvörður hinum meginn

  48. Mignolet þarf að raka sig sköllottann….gera eitthvað, það er oþolandi að sja manninn. En þetta er svosem ekkert honum að kenna…ottalega miðlungs hja okkur þetta timabilið.

  49. Hér var vörnin sem klikkaði. Alltof langt frá manninum. Hinsvegar er engu öðru um að kenna nema því að kaupa ekki senter. Það er ekki nóg að vera með boltann, það þarf að ógna markinu og til þess þurfum við framherja, ekki hafa miðjumann fremstan.

  50. Sorgleg frammistaða Klopp er að ofmenta þennan hóp. Kanksi eru þeir svona svakalega góðir á æfingu.
    út með lucas inn með allen og út með

  51. Greiin mín ekki kenna markmanni um um þetta…..þarna klikkar bara varnarvinnan og uppleggið hjá Klopp. Ótrúlega heimskulegt að vera með varnarlínuna svona hátt upp gegn liði eins Leicester þar sem trúin á eigin getu og gæði er til staðar.
    YNWA

  52. Svona er að halda með liðið sem getur ekki skorað mark nema fyrir tilviljun. Svona frammistaða skrifast alfarið á það aað liðið getur ekki skorað mörk nema gegn liðum sem eru enn lélegri í sókn og vörn en Liverpool. Þetta er viðbjóður uppá að horfa. Sóknargeta liðsins er mínustala.

  53. menn einfaldlega bjuggust ekki vid tessu og tad ma aldrei i fotbolta lovren a ad setja pressu a skotmannin og simon utur korti med stadsetningu. engu ad sidur heimsklassa finish hja vardy

  54. Hægfara miðjan hjá okkur hefur ekkert í “direct” Leicester lið. Hvað þá með einn hægan Benteke á toppnum!

    Leicester bara flottir og ég tek hatt ofan fyrir þeim. Hræddur samt um að þeir springi á loka metrunum ala Liverpool hér um árið.

  55. er það bara eða getur Can bara ekki neitt?
    Eitt dæmi um miðlungs leikmann sem getur ekki mikið

  56. Tek undir með mörgum hérna, vona að þetta Leicester lið fari alla leið og vinni deildina. Skemmtilegasta liðið í deildinni þennan veturinn.

    Lítið sem Mignolet gat gert við þessu marki, hefði ef til vill getað verið metra aftar en það hefði ekki breytt neinu. Heimsklassa skot hjá Vardy og það hefði enginn markvörður getað varið þetta. Það er alltaf til skot sem endar með marki af svona færi.

  57. Þetta er sennilega Mignolet að kenna líka, vantar alla baráttu og vilja í útileikmennina, skapa ekki neitt og sendingarnar mjög lélegar, hættur að horfa á þetta

  58. Af hverju er verið að kvarta undan dómaranum? Sluppum við víti og erum bara lélegri enda bara miðlungslið að spila við toppliðið.

  59. Slökkva á sjónvarpi – check!

    Góðar tíðir til þeirra sem vilja halda þessari sjálfspyntingu áfram….

    Mig verkjar =(

  60. Þetta er ekki flókin íþrótt, þarft bara að skora fleiri mörk en hitt liðið.

  61. þessi miðja fer í sögubækurnar fyrir að vera hægasta og hugmyndasnauðasta miðja sögu klúbbsins, vörnin fer í sögubækurnar fyrir að vera ömurlegasta vörn klúbbsins frá upphafi og sóknin fer í sögubækurnar fyrir að vera sú allra allra allra lélegasta í sögu klúbbsins. Það væri miklu nær að leyfa unglingaliðinu að spila hvern einasta leik og leyfa ekki hinum að vera uppí stúku einu sinni.

  62. Þetta Leicester lið kostar jafn mikið og Dejan Lovren… Þessi vörn og þessi markmaður er algjört rusl… ef miðjan steingeld.. alveg sorglegt helvítis lið og maður ætti raun ekki að byrja fylgjast með því fyrr en í sumar aftur… ohhhh já við þurftum alls ekki að kaupa nein í janúar því við erum með svo gott lið eins og þið sjáið í þessum leik.

  63. Afhverju erum við alltaf að moka öllum þessum miðjumönnum í starting??

  64. Það er einfaldlega klassa munur á þessum liðum. Vona bara að þeir hafi úthaldið í að klára dæmið. Mikið væri ég til í að skipta út miðjumönnum Liverpool fyrir miðjumenn Leicester og ráð fitness þjálfara liðsins í leiðinni. Þvílíka formið sem þessir leikmenn eru í.

  65. Skiptingin ekki í lagi hjá Klopp. Hefði átt að setja Allen og Texeira inn á og Lucas eða Lallana út til viðbótar við Henderson..

  66. Nenni ekki að pæla í liverpool, en leicester eru Alveg rosalega skemmtilegt lið á að horfa. Ekkert að hanga á boltanum, bara þegar einhver vinnur boltann spretta allir fram og boltinn í svæðið og nelgt á markið. Take note liverpool.

  67. Þetta er hræðilegt hvað þessu dýru leikmenn Liverpool eru lélegir, Liverpool eru með miðlungs leikmenn sem borgað var aðeins of mikið fyrir

  68. Þetta er í góðu við höfðum enga þörf á að styrkja okkur í janúar.

  69. Ótrúlegt hvað maður haldið með þessu miðlungsliði.
    Það vantar varnarmann, miðjumann og sóknarmann.
    Þessi miðja er grín og það er ekkert til sem heitir sóknarleikur.

    En hey Klopp sagði að þarna Sturridge gaurinn væri að fara að byrja að æfa.

    Algjörlega kominn með nóg af þessu.

  70. Mér finnst ekki verst að við höfum fengið þess tvö mörk. Verst er að sjá hversu mikið leikmennirnir hengja haus og byrja að vorkenna sér þegar í hart fer. Enginn leikmaður orgar í andlitið á dómaranum þegar hann er í ruglinu. Menn samþykkja bara og beygja sig niður, til skammar!

  71. Þetta hlýtur bara að vera eitt mesta miðlungslið sem Liverpool FC hefur alið af sér frá upphafi!

  72. Það eitt að Henderson sé fyrirliði Liverpool segir allt um meðalmennskuna sem er búin að vera í gangi hjá þessum klúbb síðustu ár.

    Það er enginn leikmaður Liverpool sem kæmist í Leicester liðið.

    Hef samt bilaða trú á því að Klopp nái að breyta þessu en það tekur tíma.

  73. Hvenær kemur Skrtel aftur svo við getum hætt að spila Sakho i vörninni maðurinn getur ekki neitt en enginn virðist sja það. Atti þetta mark a-ö.

  74. Guð minn góður hvað þetta er ömurlegt að horfa á. Og það eina sem hægt er að setja inn á er þetta hræðilega manngerpi sem heitir Benteke.

    Vonandi eru menn sáttir núna hjá Liverpool sem sjá um að kaupa inn leikmenn.

  75. Ég hef ekki orðaforða til þess að lýsa vanþóknun minni og djúpri réttlátri reiði yfir getuleysi þessa rándýra Liverpool liðs….

    Ég get í alvöru ekki komið því í orð hversu reiður ég er og hversu illa þessum klúbbi hefur verið stjórnað er kemur að leikmannakaupum og almennu skipulagi…

    Ég er gráti næst og ef mér byðist tækifæri þá myndi ég ganga í skrokk á Migs og öftustu fjórum…. Sennilega ljótt og barnalegt að segja, en það er satt =(

  76. Erum að tapa í kvöld gegn ótrúlega vel smurðu liði sem verður Englandsmeistari í vor.

    Okkar lið er í vinnslu, mun taka tíma að vinda ofan af þessu Rodgers rugli.

  77. Ég get nú ekki sagt að Liverpool séu lélegir i þessum leik, Vardy er bara að spila á eldi þessa dagana, auðvitað á Mignlet að vera i boltanum i fyrra markinu en seinna markið sýnir bara hversu ótrúlegur fótboltinn er.
    leicester er ekkert búið að geta i dag miðavið þeir séu á topnum i deildinni á heimavelli.
    Liverpool er bara þreytt, ef Firmino er ekki að spila vel þá skorum við aldrei, gætum liklegast spilað i 3vikur án þess að skora mark.
    Einbeita sér af bikar og euro, leyfa kjúllunum og Benteke að spila deildina.

  78. svona svona, anda nú aðeins inn og út áður en þið drullið yfir alla.
    Ef ég hefði hatt þá tæki ég ofan fyrir Leicester, frábær liðsheild með nýslýpaða demanta inn á milli.

    Það eina sem er vont við þetta er að United er að vinna Stoke stórt… 🙁

  79. Ótrúlegt að sjá þetta lið Leicester taka Liverpool á hraða, græðgi og áræðni. Leikmenn Liverpool virðast sjálfir ekki hafa trú á verkefninu, og þá er ekki von á góðu.

  80. Ef fer fram sem horfir þá held ég að Klopp verði að fara að hætta að hlæja og grínast við fjölmiðla og reyna að leggja leikina almennilega upp. Held að maður geti ekki horft framhjá því að það er þjálfarinn sem leggur upp leikinn og það upplegg gekk ekki upp. Það má kanski vorkenna honum fyrir hópinn sem hann hefur úr að velja en hann ætti að vera farin að þekkja þá, eða hvað!!!!
    YNWA

  81. að hafa Joe Allen og Lucas Leiva saman inná í stöðunni 2-0 er mesta kjaftæði sem hægt er að hugsa sér. Klopp er algjörlega að drulla uppá bak með liðsvali í þessum leik og inná skiptingum

  82. Milner – Lucas – Can bara ekki að virka. Henderson sást varla í dag.

  83. Hugsa sér. …. “miðjustólparnir” Henderson og Can farnir útaf. Það er eitthvað að!

    Já já og svo höfum við alltaf góða afsökun með leikjaálagi og hvað allir eru þreyttir.

  84. Allen strax miklu betri en Can og henderson. Mistök að byrja ekki með hann

  85. Dassinn #131

    Hvern í andskotanum viltu fá í staðinn. Þoli menn eins og þig ekki, sorrý. Alltaf allt þjálfaranum að kenna. Ætli það verði ekki síðan í vor sem að þú vilt láta reka hann?

  86. Leicester átti alltaf að fá víti þegar brotið var á Okazaki, synd fyrir þá því sú sókn var stórkostleg hjá þeim.

    Við getum hinsvegar ekki blautan anus, eins og venjulega.

  87. trausti #135, hvar sagði ég að ég vildi fá annan mann en Klopp? elska Klopp en hann er samt sem áður að skíta á sig í þessum leik. Þoli ekki heldur menn eins og þig, punktur

  88. Og Klopp segir okkur að treysta þeim. Er einhver sem treystir þvi að þetta sé á réttri leið. Hugsið það aðeins það er ekki einn leikmaður i þessu liði sem mætti ekki fara. Það er ekki ein HETJA i þessi fjandans ruslasafni sem kallast Liverpool. Samansafn af huglausum ræflum sem bera enga virðingu fyrir treyjunni.

  89. Fyrstu 60 min góðar hjá LFC en hvernig væri hjá Klopp að banna leikmönnum að taka öll þess skot í vondri stöðu fyrir utan teig! Í staðinn fá smá yfirvegun og spila upp á betti færi

  90. Trausti #135, ég skil hvað þú átt við en mér finnst samt ekki rétt að Klopp sleppi alveg við gagnrýni, þó hann sé tiltölulega nýkominn þá má alveg gagnrýna hann, BR hefði t.d. verið tekinn af lífi fyrir svona leik!!!

  91. Má gagngrína klopp hér

    Mer finnst hann ekki að ná neinu út úr þessu liði
    Metnaðarleysi að kaupa ekki leikmenn í glugganum
    En kannski erum við bara að festa okkur í sessi sem meðal lið
    Með meðal metnað og meðal þjálfara

    Þetta er ekki á réttir leið við erum enn rúlla niður brekkuna og
    Alvöru menn hætta að vilja koma til okkar ef við ætlum að vera á
    Þessu getu stigi

    Með von um viðsnúnig

  92. Smá tölvuvandamál! 😉

    Ánægjulegt hvað Liverpuol FC á marga „Monday morning quarterbacks”. 🙂

    Megi Klopp hafa þolinmæði fyrir þessu liði þangað til í lok maí.

  93. Vantar allavega ekki sjálfsálitið hjá Vardy eitthvað annað en hjá okkar sóknarmönnum.

  94. Liðið spilaði nokkuð vel lengst af en eins og fyrri daginn vantaði að slútta. Texeira sýndi þannig frammistöðu um daginn að hann hefði átt skilið að byrja. Að skipta Benteka inná á undan Texeira fannst mér vera hálfgerður glæpur miðað við hversu stirður kallinn hefur verið að undanförnu. Meira af ungliðum inn í sóknina á næstunni og þetta fer að lagast.

  95. þolinmæði.. tja.. væri fínt að hafa sóknarmenn en top4 er offical farið núna.. hætt að vera með fantasíur um að við komust þángað.. það er ekki séns í helvíti og ég þori að leggja aleiguna undir að við verðum ekki í top4.

    held að liverpool ætti að gefa skít í deildina.. leyfa kjúllunum að klára þetta með ward í markinu.. spara aðalliðið fyrir dollurnar og evrópudeildina..

  96. Þetta er hálf aumkunnarvert lið verð ég að segja,aumingja klopparinn.

  97. Róm var ekki byggð á einum degi, klopp rífur ekki liverpool uppúr meðalmennsku á 4 mánuðum ! Vardy er að eiga tímabil lífs síns, Benteke er ekki að því.

Kop.is Podcast #109

Leicester – Liverpool 2-0