Leicester – Liverpool 2-0

Liverpool heimsóttu topp lið deildarinnar í kvöld þegar þeir mættu Leicester í slökum leik (af okkar hálfu). Byrjunarliðið var fyrirsjáanlegt, en Klopp stillti þessu svona upp:

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson(C) – Lucas – Can

Lallana – Firmino – Milner

Bekkurinn: Ward, Toure, Benteke, Allen, Ibe, Flanagan og Teixeira

Leicester byrjaði af krafti og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir fyrstu 10 mínútur leiksins. Okazaki fékk dauðafæri á 8 mínútu þegar Henderson missti boltann á miðjunni, Vardy tók Lovren á og sendi yfir Sakho á Okazaki sem fékk frían skalla nánast af markteig en Mignolet varði frábærlega í horn.

Eftir þetta komust okkar menn betur inn í leikinn. Can fékk fínt færi en lét verja frá sér og var rangstæður í þokkabót, Milner og Henderson voru svo í tvígang nálægt því að spila sig í gegn.

Moreno átti fáránlegt innkast og boltinn barst að lokum til Mahrez eftir tæklingu Lovren, Mahrez var ekkert að hika heldur skaut af 30 metrunum en Mignolet varði frábærlega. Moreno var ekki hættur, Firmino átti góðan bolta á Moreno vinstra meginn og í stað þess að senda á alla þá rauðklæddu sem voru mættir í vítateig Leicester þá ákvað hann að skjóta upp í stúku.

Staðan 0-0 í hálfleik og Leicester betri aðilinn að mínu mati.

Síðari hálfleikur

Liverpool byrjaði af krafti, á 47 mínútu sendi Milner innfyrir á Henderson sem átti flottan snúning og sendi út í teig á Can sem átti skot rétt framhjá. Liðin skiptust svo á að sækja, Leicester lágu aðeins til baka en voru fljótur fram á við þegar þeir unnu boltann.

Það var svo á 59 mínútu sem að fyrsta markið leit dagsins ljós. Vardy fékk langa sendingu frá Mahrez, fá að Mignolet var ekki á línunni og þrumaði boltanum í fyrsta yfir Mignolet, 1-0. Frekar pirrandi að fá á sig mark á þessum tímapunkti, einmitt þegar Liverpool virtist vera taka völdin. Benteke var svo settur á toppinn fimm mínútum síðar í stað Henderson, sem hefur átt betri leiki.

Okazaki hefði líklega átt að fá vítaspyrnu á 69 mínútu eftir frábært spil heimamanna og tæklingu frá Sakho sem mér sýndist fara beint í Okazaki. Á 72 mínútu gerði svo Vardy út um leikinn. Sakho lét boltann skoppa svo að Okazaki komst í hann, átti skot í varnarmann og þaðan til Vardy sem kláraði vel, 2-0.

Pælingar og maður leiksins

Erfitt að velja mann leiksins. Við vorum í raun ekki að gera neitt í þessum leik, frekar en fyrri daginn. Vörnin var brothætt, miðjan slök og við sköpuðum lítið sem ekkert í 90 mínútur. Það vantar alla beinagrind í þetta lið, við erum með meðalmarkmann (at best), það er komið talsvert síðan Sakho kom úr meiðslum og hann skánar lítið ef eitthvað á milli leikja, vinstra meginn er Moreno sem… já… er bara Moreno, Can gerir mig gráhærðari en ég kæri mig um og Benteke er svo hrikalega lélegur að hann kemst ekki í liðið þó hann sé eini leikfæri sóknarmaðurinn. Meira að segja Henderson var lélegur.

Það vantar svo mikið upp á. Gæðin eru bara ekki nægilega mikil og sjálfstraustið í hópnum enn minna. Held við getum farið að sætta okkur við það að CL sæti verður ekki að veruleika þetta tímabilið og það verður ansi margt að fara breytast ef að félagið ætlar að fara gera atlögu að efstu sætunum aftur. Það jákvæða? Við erum með Klopp, það er amk. ekki rifist um þjálfarann núna. Ég hef fulla trú á honum en hann þarf tíma og það sem mikilvægara er, leikmannaglugga.

At the end of the storm….

YNWA

67 Comments

  1. 2-0 tap úti á móti liðinu sem er verðskuldað eitt á toppnum þegar 60% mótsins eru búin. Ætti ekkert að koma á óvart og engin skömm að því.

  2. Sælir félagar

    Hvað sem menn vilja segja þessu liði til afbötunar þá er það bull. Þvílíkt samansafn manna sem er fyrirmunað að skora mörk gegn liðum sem hafa einhverja varnargetu. Sóknargeta liðsins mælist í mínustölum eins og markatalan bendir á.

    Varnargetan er svo svipuð en á það ber að líta að sóknargeta liðsins er svo makalaus að lið sem hafa sæmilegar varnir geta óhrædd lagt allt í sóknarleikinn því Liverpool sóknin er handónýt þannig að ekki þarf að hafa marktækar áhyggjur af sóknarleik liðsins.

    Að ekkert hafi verið gert í þessu er Klopp og öllum sem að liðinu standa til vansa. Það hefur verið morgunljóst í marga mánuði að sókn liðsins er handónýt. Samt er ekkert gert í málinu. Afsakið meðan ég æli. Þetta var hreinn viðbjóður uppá að horfa.

    MU er að vinna yfirburðasigur á liði sem Liverpool tapaði fyrir um daginn. Við Liverpool menn höfum ekki sparað ónotin og hæðnina út í MU og LvG. Þetta lið og stjóri þess eru 6 stigum fyrir ofan Liverpool og ljósárum á undan í markaskorun. Enda mælist sóknargeta MU ekki í mínustölum eins og hjá okkar liði.

    Svo ætla ég bara að vona að menn fari ekki að kenna Minjo um þetta drullutap. Það skrifast á handónýtan sóknarleik liðsins og nánast fulkomið getuleysi fyrir framan mark andstæðinganna. Að fara að taka einn fram yfir annan í getuleysinu er ástæðulaust. Þarna var hver sem annar allan leikinn. Sveiattan

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Ég man í þà gömlu góðu þegar það datt inn eitt og eitt skallamark uppúr hornspyrnum…

  4. Troddí mig tittling hvað við erum lélegir.
    Ég ætla að fara bara og berja vegg við hausinn á mèr. Það er það sem þessi klúbbur er að gera, bæði eigendur, þjálfarar og leikmenn.

  5. Skelfilegt er eina orðið til að lýsa þessum leik.
    Mín vegna mætti selja alla sem byrjuðu þennan leik nema Firmino. Ömurleg frammistaða hjá öllu liðinu.

  6. Mér fannst reyndar vörnin okkar fín í dag og þá sérstaklega Sakho. Allt of mikið um að skot okkar á markið endaði hátt uppi í stúku.

  7. við hverju eru menn að búast, allir framherjar okkar eru meidder eða sjáfskipaðir miðjumenn.

  8. Hvernig getur eitt lið eins og Liverpool í kvöld tekið jafnmargar rangar ákvarðanir í hlaupum, sendingum og stöðum. Þetta er vinnann þeirra for crying out loud.

  9. Liðið spilaði nokkuð vel lengst af en eins og fyrri daginn vantaði að slútta. Texeira sýndi þannig frammistöðu um daginn að hann hefði átt skilið að byrja. Að skipta Benteka inná á undan Texeira fannst mér vera hálfgerður glæpur miðað við hversu stirður kallinn hefur verið að undanförnu. Meira af ungliðum inn í sóknina á næstunni og þetta fer að lagast.

  10. Bara mín skoðun……áttum flottan leik þangað til við fáum á okkur mark, mark sem skrifast algjörlega á varnarlínuna og það hversu hátt uppi hún var. Eftir markið varð bara hrun og Sakho ákvað síðan að það væru góð fræði að láta auðveldan bolta skoppa aðeins og bang….þar kom annað markið. Mignolet átti hvorugt markið og var búin að verja vel í leiknum. Eftir þetta þá var miðjunni nánast skipt út og það segir nú bara sína sögu. Flott lið sem við vorum að spila við og vonandi standa þeir uppi sem meistarar í vor.
    YNWA

  11. Núna er ekki tími til að vera reiður. Núna er tími til að verða sár!

  12. Og hugsið ykkur að eftir þrjá leiki verða Chelsea komnir upp fyrir okkur á töflunni.

  13. Ok. Ekkert rosalega óeðliegt í sjálfu sér að fá á sig eitt til tvö mörk, getur gerst á móti hvaða liði sem er – og í dag gerðist það á móti toppliðinu.

    Aftur á móti er óásættanlegt að geta sjálfir nánast aldrei drullað helvítis tuðrunni í netið. Hversu erfitt getur það verið? Jesús!

    Maður er orðinn svo langþreyttur á þessari skitu hjá þessum getulausu fótboltamönnum í þessu liði okkar. Svei mér þá, maður vill bara helst að Klopp selji svona 10-15 menn úr þessu svokallaða aðalliði okkar, það er bara nánast enginn þarna sem er nógu góður.

    Þvílíkt og annað eins samansafn af meðalmennskudrasli hefur maður bara aldrei séð í þessi 30 ár sem maður hefur fylgst með liðinu. Við þökkum fyrir það, Brendan Rodgers & Co.

    Ég vill sjá hreinsun í sumar, MASSÍVA HREINSUN.

  14. Mér finnst Leicester vera hvetjandi fyrir okkur sem fylgjendur Liverpool.

    Við vorum sjálf í þeirra sporum fyrir tveimur árum síðan. Vorum með framherja sem var að springa út, 7-10 dagar á milli leikja og snilling sem þjálfara sem hafði svör við öllu. BR var eins og Rainieri, gerði lítið úr möguleikum liðsins til að vinna deildina.

    Við erum ekki samkeppnisfær við toppliðin um leikmenn og verðum því að trúa því að þetta sé hægt án þess hafa bara dýrustu mennina. Þetta er nákvæmlega það sem viðskiptamodel FSG snýst um.

    Miðað við sögu Klopp ætti hann að vera klókur í að gera akkúrat þetta sem Leicester er að gera, bara með fleiri góðum leikmönnum og enn betri árangri. Þó það sé löngu ljóst að það verði ekki í ár.

  15. Hvernig var aftur þetta með launin og árangur? Þú borgar hærri laun og þá nærðu betri árangri?

    Hvað eru Leicester að borga í laun? Tvöfalt á við okkur?

  16. Sæl og blessuð.

    Sá fyrsta klukkutímann af leiknum. Þetta er fyrst og fremst ákvörðunartakan sem er út úr kú. Alveg óþolandi þegar menn geta ekki hallað sér yfir %&/$# boltann og skotið af krafti án þess að $%$&/$# fari himinhátt yfir markið. Hvaða rugl er þetta? Hvers vegna er engin gredda eða agressjón í þessu liði? allt þetta klapp með boltann, þversendingar og dútl. Náðu þeir einu dísent skoti á markið?

    Það er ekki horfandi á þetta lið spila. Svei mér þá.

  17. anda inn anda ut… eina sem eg vill gera er a? henda inn hvita handklædinu í þessari deild..

    nuna verda þessa utslattarkeppnir nr 1,2,3
    leggjum allt kapp a ad reyna koma dollu i hus og koma okkur i cl i gegnum uefa keppnina.

    svo mun klopp sja um sumarid hvad leikmenn vardar tad verdur a hans abyrggd ad koma med samkeppnishaeft lid.

  18. Djö,,, sést það betur og betur hverskonar miðlungsmenn og valla það, hann BR keypti og Benteka á bara að fara að gera eitthvað annað, mjög orðið svekkjandi að sjá þetta lið spila og verður erfitt að losna við þessa DURGA í sölu, verður líklega að gefa þá.

  19. Það var því miður andlaust Liverpoollið sem tapaði í kvöld fyrir hressu og góðu Lesterliði. En ég fer ekki ofan af því að maðurinn sem eiðilagði klúbbinn í bili var Brendan Rogers sem notaði Suarez peningana og keypti algjöra miðlungsmenn, sem að mínu viti eru ekki með Liverpool-hjartað á réttum stað. Nýji stjórinn á langt í land að gera Liverpool að stórveldi sem það var.

    En alltaf ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!

  20. Getum við fast forwardað fram á sumar plís, deildin er off as we speak. Getum unnið einhverja dollu en ég sé okkur ekki vinna evrópudeildina með þennan hóp, Sturridge er ekkert að fara ná leikjarönni, allt í einu er því uppljóstrað að hann sé væntanlegur þegar enginn framherji kom í glugganum, veit ekki alveg.

  21. Það eru ekki nein smá fíluspor sem eru hér tekin. Við vorum að tapa fyrir liðinu á toppnum sem vonandi vinnur deildina í vor, margt verra í heiminum en það.

    Rodgers skildi bara eftir sig hóp með allt of mikið af mönnum sem eru allt of líkir. Ófjölbreytt val sem meistari Klopp hefur með meiru. Eitthvað þarf að snyrta þetta til en ef það er eitthvað sem ég vil alls ekki sjá þá er það enn ein helvítis hreinsunin þar sem öllu er hent og byrjað upp á nýtt. Nei takk, tína það góða út úr þessum hópi sem við eigum og styrkja mænuna í gegnum liðið með 2-3 hnitmiðuðum kaupum. Enga 6-8 nýja menn í byrjunaliði liðsins enn eitt tímabilið í röð sem kostuðu 150 mp eða þaðan af verra. Höfum það í huga að Lövren kostaði meira en allt Leicester liðið í kvöld, hann var keyptur ári eftir að Sakho var keyptur fyrir samskonar upphæð. Þeir voru niðurlægðir í kvöld af Robert Huth og Danny Simpson, sem spiluðu flawless vörn í 90 mín í kvöld. Ef þessi leikur við Leicester í kvöld ætti að kenna okkur eitthvað þá er það að það er vel hægt að byggja upp gott lið öðruvísi en með byltingu.

    Slaaaaakaa, slaaaakaaaaa og svo kyssa mig.

  22. Maður er aldrei sáttur við að tapa, en fyrst það gerist á móti toppliðinu sem þar að auki er ekki eitt af erkióvinunum, þá er það vissulega ögn skárra.

    Það sem mér finnst eiginlega merkilegast er hvað það virðist vera lítill munur á A og B liðunum. Bæði þessara liða eiga erfitt með að skapa sér marktækifæri, nú eða nýta þau sem þó skapast.

    Og núna eru 11 stig í 4. sætið, svo það má helvíti mikið breytast úr þessu til að það náist. En hitt er svo annað mál að kannski hefur liðið bara gott af því að leika næsta tímabil án þess að vera í CL eða EL, ná kannski að æfa eitthvað á milli leikja í deildinni. Manni sýnist að Klopp þrífist á því.

  23. Félagar

    Þetta er ekkert flókið. EKKERT gerist fyrr en við fáum nýja eigendur. Ekki neitt. Algjör staðreynd, sjáum t.d núna janúar gluggann – það er ekkert gert LFC eyðir tímanum í að bjóða 24m og 27m í leikmenn sem er með klásulu uppá nærtri 50m. Waste of fucking time!

    Í liðinu okkar, (okkar bestu 11) eru bara allt of margir farþegar, meðal knattspyrnumenn sem eiga frekar heima hjá Watford eða Hull (með fullri virðingu fyrir þeim liðum) Sjáum bara t.d varnarlínuna, kæmist einhver þessara leikmanna í 16 manna hóp City eða Arsenal sem dæmi? Can…Henderson…… Lucas…..Allen…. væri Þróttur Reykjavík hræddir við þessa miðju?

    Benteke…. 32m í nákvæmlega ekki neitt.

    Fagna reyndar sigri Leicester. Þeir mega vinna PL – það bjargar árinu ef að verður.

    Heyrði sögu um að fursti frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum (Mohammed bin Rashid Al Maktoum)ætli að kaupa LFC í lok maí. Þessi vellauðugi maður er sagður fjármagna hina nýju Main Stand á Anfield.
    Þessi orðrómur er ekki að blossa upp núna. Þegar FFP reglurnar reyndust ekkert nema orðin tóm þá hljóta Fenway að sjá að þeir eiga ekkert erindi í þetta – nema þeir vilji kaupa Aston villa..

    Eg vil fá nýja eigendur – ekki seinna en í mai

  24. og langt í næsta tímabil !!! það verða ekki margir eftir í sumar. þvílíka saman safnið af drasli. Hvar var miðjan, ekkert stál né pungur. Héldu menn að þeir væru mættir í teboð hjá vinstri grænum ??? við vorum að spila á móti liði sem verst af hörku og beitir skyndisóknum, og við buðum endalaust upp á klúður á miðjunni. Menn skíthræddir og hauðslausir….menn verða nú að vera rétt skóaðir í stríð !!!

  25. Oskar J (#6)
    Ha???? Sakho var arfa slakur og á sök að báðum mörkum. Í fyrra markinu er hann að horfa á leikinn í stað þess að fylgjast með Vardy. Ein senfing og Sakho er úr leik. Í marki 2 lætur hann boltann skoppa í stað þess að ráðast á hann og úr verður mark. Lovren var töluvert betri í dag. Það jákvæða við leikinn er að Skrtel byrjar um leið og hann er klár og Sakho fer á bekkinn.

  26. Bless meistaradeild. Þetta var leikurinn og eini leikurinn til að snúa dæminu við, ef að menn halda að þetta lið geti virkilega unnið evrópudeildina þá þykir mér leitt að segja ykkur það að það er ekki stjarnfræðilegur séns.. ég vona að næsta season verði repeat frá 2012/2013 þar sem við förum hvorki í meistaradeild né evrópu og getum fókusað bara á deildina.

  27. núna vil eg sja Klopp leggja allt i BÁÐAR bikarkeppnirnar, hvila frekar 4-5 leikmenn a heimavelli gegn Sunderland næstu Helgi og drullast til þess að stilla upp sínu sterkasta liði gegn West Ham næsta manudag og fara i 16 liða úrslit FA bikarsins þar sem er dauðafæri a að komast i 8 liða úrslit þvi Blackburn biður i 16 liða urslitum.

    Sérstaklega nuna i febrúar að hvila nokkra sterka pósta i deildarleikjunum og fara all in i báðar bikarkeppnirnar og evrópudeildina, okkar liklegasta von a champions league næsta vetur er að vinna evrópudeildina.

  28. Það var ábenadi hvað sóknaleikurinn hrinur við innkomu eina sóknamannsinns. í hvert einasta skipti sem ég sé honum skipt inn andvarpa ég, líka þegar hann var að skora því við innkomu hanns breytist liðið ur léttspilandi sóknarliði í kick and run fótbolta

  29. Því miður fór það svo að við vorum étnir á King Power, alveg eins og t.d. Chelsea.

    Allt var það okkar gjörðir fannst mér. Við töpuðum boltanum illa og réðum ekkert við hraðanna í Leicesterliðinu.

    Ég sagði í podcasti í gær og stend við það að Klopp er bara að sjá núna fram á vorið hvaða leikmann hann getur notað næsta tímabil. Miðað við leikinn í kvöld held ég að fáir geti talið sig örugga að eiga númer hjá klúbbnum næsta haust.

    Vandinn er auðvitað sá að innkaup félagsins undanfarin ár hafa verið algalin, nú síðast í dag tilkynnti Markovic um skítaframkomu við sig í haust. Það er í alvöru ENGINN heimsklassaleikmaður í leikmannahóp Liverpool í dag.

    Þrátt fyrir innkaup upp á um 300 milljónir punda. Menn hafa reynt að öskra á örfáa leikmenn en ég bara sé ekki hvaða leikmannakaup Rodgers eru í raun alvöru snilld í dag. Gef Clyne enn einhvern séns varðandi það að ég held að þar fari maður sem mun nýtast klúbbnum og síðustu mánuði hefur Lovren verið að færast nær því að verða eitthvað.

    Moreno, Sakho, Can, Allen, Benteke, Lallana og nú meira að segja spyr maður um Coutinho og Sturridge. Vonandi er þetta bara svartsýni.

    En að horfa á svona kjarklausar frammistöður eins og boðið hefur verið uppá á mörgum útivallanna síðustu vikur auðvitað fær mann til að leggjast í býsna mikið þunglyndi og sjálfsvorkunn. Ég horfi orðið minna á önnur lið og vona því bara að Leicester klári nú dæmið, þó að þeir séu mjög fyrirsjáanlegir þá vantar mikið upp á það að lið hafi aga og gæði til að ráða við þeirra varnarskipulag og skyndisóknir.

    Fram á vor ætla ég bara að reyna að sætta mig við það að liðið mitt verður á bilinu sæti 6 til sæti 10 þegar upp verður staðið og vonandi stela þeir bikar á Wembley bráðum.

    Svo þarf hreinsun. Ef að eigendur liðsins ætla sér að hækka miðaverð hjá félaginu hljóta þeir að ætla að bjóða okkur betra fótboltalið en það sem nú hleypur um grundir í alrauðu. Það þarf að kaupa þrjá 50 milljón punda menn í sumar. Á miðjuna, kantinn og fremst á vellinum.

    Svo þarf að selja kippu af mönnum, fá þrjá nýja hafsenta, djúpan miðjumann, annan markmann og bakvörð.

    Það þarf að mínu mati sjö til níu leikmenn sem verða tilbúnir næsta haust til að spila fyrir Liverpool. Sem er býsna svakaleg birtingarmynd þess hve langt við höfum fallið af sporinu síðustu ár…frá því að vera einum leik frá meistaratitli.

    Ég treysti Klopp…og nú helst fyrir því að hann sýni eigendunum enga miskunn og tali máli okkar áhorfanda!

  30. Leicester var einfaldlega betra liðið í dag. Eyþór segir allt sem segja þarf í leikskýrslunni. Það vantar svo ótrúlega mikið uppá gæði til þess að liðið eigi raunhæfa möguleika á að blanda sér í baráttu um Meistaradeildarsæti. Held að Klopp þurfi amk tvo sumarglugga til þess að taka til í leikmannahópnum sem BR skildi eftir sig. Ég fullyrði það að enginn stjóri hefur skilað af sér verra búi en BR. Af þeim leikmönnum sem spiluðu leikinn gæti ég séð fyrir mér 2-3 leikmenn Liverpool eiga möguleika á að spila reglulega með þeim liðum sem eru í topp 4 í dag. Mignolet, Sakho, Lovren, Moreno, Can, Lucas, Lallana, Benteke og Milner er einfaldlega alltof stórt safn að meðalleikmönnum í einu og sama liðinu. Það er nákvæmlega ekkert ógnvænlegt fyrir önnur lið í deildinni að mæta þessum leikmannahóp frekar en leikmannahópi WBA, Swansea eða West Ham.

    Það er nú bara þannig að maður er eiginlega hættur að eyða tíma í að svekkja sig yfir tapleikjum liðsins þar sem væntingar manns til liðsins eru ekki miklar. Það er langt síðan maður hætti að gera sér vonir um eiga möguleika á fjórða sætinu. Í dag er að berjast um í manni hvort að maður vilji sjá liðið í Evrópudeildinni á næsta tímabili en fyrst að liðið er komið á Wembley þá auðvitað vonast maður eftir sigri og þeirri kvöð sem sigrinum fylgir.

    Allavega niðurstaða kvöldsins var verðskuldað tap en ef það er einhver Leicester maður fyrir utan Vardy sem ég myndi vilja fá til Liverpool þá væri það fitness þjálfari þeirra. Ég man ekki eftir að hafa séð neitt enskt lið í svona svakalega alhliða góðu formi, hvort sem litið er til þolþjálfunar eða styrktarþjálfunar. Leikmenn voru einfaldlega á fullu gasi í rúmar 90 mín. og það var eftirtektarvert hveru ótrúlega stutt recovery þeir þurftu á milli spretta.

  31. The Belgian had a typical night – showing just what an excellent shot-stopper with two excellent saves to deny both Okazaki and Mahrez in the first-half, but was perhaps out of position for Vardy’s first goal.

    Speaking after the match, the Leicester forward said: “I was looking all game, he (Mignolet) was quite far off his line so I thought I’d have a go.”

    Vardy búin að lesa Migs, þetta var ekki bara heimsklassa mark , Mignolet bíður upp á þetta.. Rasshaus

  32. Mér finnst menn full harðir eftir þennan leik.

    Mér fannst Liverpool ekkert lakari og betri ef eitthvað er áður en mark tímabilsins var skorað úr eina færinu(sem er auðvita ekki færi) sem heimamenn voru búnir að fá í síðari hálfleik.
    Liverpool voru að stjórna leiknum og héldu boltanum vel og voru að reyna að finna glufur en eins og er búið að benda á þá vantaði loka sendinguna og menn að taka rangar ákvarðanir.

    Mér finnst bara vanta alvöru striker í þetta liverpool lið. Það vantar einhvern sem nær að búa sér til pláss og þefa upp marktækifærinn. Við vitum að Sturridge er sá gaur þegar hann er heill en hann er aldrei heill. Bæði Ings og Origi voru að koma sterkir inn áður en þeir meiðast en Benteke er ekki rétta svarið miða við hans framistöðu.

    Firminho/Lallana eru skapandi leikmenn sem vantar sóknarmann með sér. Can/Henderson/Milner/Allen eru bara vinnudýr sem hvorki skora mikið né leggja upp mikið af mörkum.

    Það er enþá nóg eftir af þessu móti til þess að komast ofar í deildinni og vinna einhverja bikara(Deildarbikar úrslitaleikur, FA cup og Evrópukeppni en í gangi).

    Öndum inn og út. Stjórinn bað stuðningsmenn um að trúa á hann og liðið og maður gerir það þótt að maður sé ekki alltaf sáttur bæði við spilamenskuna eða úrslitin í núinu þá stefnir Klopp með liðið á hærra plan og trúi ég að við munum komast þangað undir hans stjórn.
    Liverpool mun versla inn grimmt í sumar og Klopp fær leikmenn inn sem hann þekkir og treystir og þá fara hlutirnir í gang en þangað til verður þetta upp og niður með þennan leikmannahóp.

  33. Liverpool-blaðran sprakk endanlega í kvöld ! Þvílíkt gjaldþrot !! Samt flott mark hjá vardy , minnti mann á Guð(Fowler) uppá sitt besta.

  34. Nú vil ég ekki fara að rífa allt og alla niður EN… þegar Lucas, Milner, Henderson og Can eru allir inná á sama tíma (tala nú ekki um þegar enginn alv-ru center er til staðar) þá er ekkert skrítið að þetta lið sé svona afskaplega getulaust frammávið. Þetta eru allt fínir leikmenn, en það þýðir ekkert að henda einhverjum 4 eða 5 “box-to-box” miðjumönnum saman í byrjunarliðið og búast við flugeldasýningu.. Það vantar helling uppá en ég hef fulla trú á að það verði lagað næsta sumar.

    YNWA

  35. Reiður. Helvíti andskotans reiður. Sem gerist nú ekki oft nú til dags.

    Eru leikmennirnir svona ægilega heimskir? Það er eins og ekki nokkur einasti leikmaður viti hvað hann eigi að gera inni á vellinum. Þeir klappa boltanum endalaust þangað til 10 andstæðingar eru komnir aftur fyrir boltann. Clyne þarf að minnsta kosti 7 snertingar áður en hann gefur boltann og Lallana 10 snertingar. Firmino ca. 5. Ég skora á ykkur að fylgjast með þessu í næstu leikjum. Milner, Henderson, Lucas, Moreno þurfa ALLTAF tvær snertingar. Taka við boltanum, horfa upp og gefa. Can klappar og klappar og endar alltaf í einhverju tómu rugli. Gaurar, veriði búnir að skanna völlinn og ákveða hvað þið ætlið að gera áður en boltinn kemur. Þetta eru basic hlutir í fótbolta sem eru kenndir í yngri flokkunum for crying out loud.

    Sáuð þið sóknina þar sem Leicester var nánast búið að spila sig í gegn á einni snertingu, almennilegum hreyfingum í svæði, bara bang bang í gegnum vörnina. Eins og markið þeirra. Svona á að spila fótbolta. Og ekkert öðruvísi. Af hverju geta menn ekki hætt þessu helvítis klappi og dútli alltaf á boltanum? Fyrir utan svo að þegar helvítis blaðran loksins drullast á samherja í færi þá tekur sá samherji alltaf ranga ákvörðun og dúndrar annað hvort upp í stúku, reynir vonlausa sendingu eða tekur, já, of margar snertingar á boltann og missir hann. Algjört getuleysi í báðum vítateigum. Algjört. Og menn eru búnir að hafa frí í viku fyrir þennan leik þannig að þreyta er engin afsökun.

    Hversu fokking erfitt getur þetta eiginlega verið? Eru þessir gaurar ekki atvinnumenn í fótbolta? Æ fokk itt, best að henda sér á Leicester vagninn í vetur og vonast eftir því að þeir vinni þessa deild.

    Ég vona samt að það verði ekki enn ein hreinsunin á leikmönnum á útsölu í sumar. Þessir gæjar hljóta að geta spilað svolítið meira direct og á slatta færri snertingum. Jurgen Klopp verður bara að hrista þessa gæja til. Sorrý, rant over.

  36. Ég kom hingað til að sjá hvað Plumbus (aka feiti flanagan) hefði að segja um leikinn. En Plumbus hefur ekkert skrifað . 🙁

  37. Mér fannst liðið okkar alveg eiga í fullu tréi við þetta funheita lið Leicester-manna. Þetta Luis Garcia mark hans Vardy er bara eitthvað sem ekkert er hægt að ráða við og það stimplast á bullandi sjálfstrausts viðkomandi leikmanns sem er fullur af orku líka. Það er eitthvað annað en þeir sem spila fyrir LFC þessar vikurnar og mánuði. 2-3 leikir á viku og langur meiðslalisti.

    Mikið hlakka ég til þegar Klopp verður kominn með sinn hóp og sitt lið!!

  38. Lið sem er með 1millj punda framherja á móti birkitré hjá okkur sem kostaði 32 millj punda refsar slöppum varnarmönnum okkar og Liverpool er bara með 10 sinnum dýrara lið og 10 sinnum lélegra líka. Mikil yfirvinna framundan hjá Klopp. Enn og aftur út með dauðyflin og inn með menn sem geta eitthvað.

  39. Djöfulsins andskotans getulausu aumingjar geta menn endalaust verið.
    Nú get ég ekki meir.
    Hvað er Klopp vinur minn að halda endalausri tryggð við menn sem bregðast honum reglulega?
    Hversu lélegir geta menn verið í fótbolta? Sakho, Lucas, Benteke, hvað er að frétta?
    Það er ekki það að hitt liðið hafi verið svona góðir, við áttum ss ekkert skilið að tapa þessum leik en heldur ekki að vinna hann. Tvö grísamörk kláruðu leikinn en mitt lið var ekki nálægti því einu sinni að grísa inn marki, svo vonlausir voru menn.
    Henda þessu rusli og inn með ungu strákana sem hafa verið að gera mun betri hluti en þessir margmilljóna snillingar.
    En liðið er ekki í 8. sæti að ástæðulausu og mikið þarf að taka verulega til í þessum leikmannahópi.

  40. Skil ekki hvers vegna Brannagan, Teixera og Smith fá ekki fleiri sénsa. Brannagan klassa betri en Lucas, Smith gæti alveg leyst Moreno af og Texeira á að vera þarna frekar en Henderson. Ef þeir geta spilað á móti West Ham þá geta þeir spilað á móti Leicester.

    Ekki verður þetta mikið verra.

  41. Algjörlega sammála Gutta #43. Hefði viljað sjá þessa þrjá inná í hálfleik.

  42. Eigum við ekki að gefa klopp eins og eitt til tvö undirbúnings tímabil àður en við förum að væla

  43. Þetta er ca. fórnarkostnaðurinn við Europa League og að spila gjörsamlega alla bikarleiki sem mögulegt er að spila. Þetta lið er gjörsamlega á hnjánum, líkamlega og andlega. Þetta var ekki nógu góður hópur til að spila til sigurs í fjórum keppnum og enganvegin nógu vel samstillt lið. Liðið er núna 13 stigum frá fallsæti og 11 stigum frá topp 4 í deildinni.

    Meiðsli hafa auðvitað endanlega drepið þetta mót og rétt eins og í fyrra væri Liverpool líklega í eða við topp 4 með einn nothæfan sóknarmann heilan heilsu. Ef ekki Sturridge þá Origi og Ings a.m.k. Vonlaust án þeirra allra í lengri tíma. Hvað þá meðan Benteke er nákvæmlega sama martröð og Balotelli var nema bara helmingi dýrari.

    Fyrir utan sóknarmennina hafa nánast allri aðrir lykilmenn liðsins meiðst oftar en einu sinni og misst af leikjum í lengri eða skemmri tíma. Henderson er augljóslega ekki kominn nálægt því 100% til baka og ég skil ekkert hvað hann er að gera á hægri kantinum. Milner, Can og Lucas er svo bara ekkert betra en það sem t.d. lið eins og Leicester er að bjóða upp á. Breytir engu ef við bætum Allen við.

    Moreno og Clyne sem hafa þraukað hvað lengst eru farnir að gera ótrúlegustu klaufamistök með boltann í leikjum, sérstaklega slæmt í dag þar sem þeir virtust senda boltann bara til þess að losna við hann. Clyne er nú þegar búinn að spila meira í vetur en hann hefur gert hingað til á heilu tímabili öll þau átta tímabil sem hann hefur spilað meistaraflokksbolta.

    Mignolet með alla sýna galla hefur svo nánast aldrei sama miðvarðaparið fyrir framan sig 5 leiki í röð. Miðvarðapar Leicester hefur á meðan varla misst úr leik í vetur og raunar á það líklega við um alla varnarlínuna. Þar þekkja menn inn á hvorn annan 100%

    Leicester spilaði síðast leik 23. janúar. Síðan þá hafa þeir stúderað leik Liverpool og sparað kraftana fyrir þennan leik. Á meðan er Liverpool búið að spila 120 mín plús vító gegn Stoke og annan leik að auki gegn West Ham, vissulega gerðar átta breytingar frá þeim leik fyrir þennan leik en undirbúningur fyrir Leicester hófst ekki fyrr en eftir West Ham leikinn. Ótrúlega óvænt að okkar menn væru enn einu sinni sprungnir eftir klukkutíma í dag.

    Ógeðslegt að vera afskrifa deildina alveg strax í byrjun febrúar, þetta átti að lagast hjá okkur eftir síðasta tímabil. Við erum vissulega ennþá í 128 liða úrslitum Europa League og miði er möguleiki, sigur í þeirri keppni myndi bjarga tímabilinu úr þessu, sæti í Meistaradeild (og það reglulega) er eini sénsinn fyrr Liverpool að komast upp úr þeim pytti sem félagið er í núna. Á móti er þetta lið sem ég var að horfa á gott ef það vinnur næstu rimmu í núverandi formi.

    FA Cup er að spilast eins og martröð, liðið getur ekki unnið/tapað nema spila eins mikið og mögulegt er í þessari keppni, sama hver andstæðingurinn er. Sigur í deildarbikar yrði svo frábært boost fyrir þetta tímabil, vonandi eitthvað til að byggja á. Tæki það samt enganvegin frekar og eitthvað 8. sæti eða neðar í deildinni. Enda Liverpool sem við erum að tala um, ekki Everton.

  44. Það er vart annað hægt en að taka hattinn ofan fyrir þessu Leicester liði. Meistaraefni? Ég myndi ekki veðja gegn því.

    Munurinn á LFC og LCFC í dag sjást að mínu mati einna best þegar Leicester sundurspiluðu okkar menn með frábærum einnar snertingar bolta sem endaði með því að sóknarmaðurinn þeirra féll við í teignum.

    Gestgjafarnir voru alltaf líklegir þegar þeir keyrðu á okkar menn með hröðum og flæðandi sóknarleik. Rauðliðarnir á móti hreint út sagt ótrúlega hugmyndasnauðir og andlausir fram á við og virtust aldrei líklegir til að skora. Og ekki jókst trúin þegar lurkurinn Benteke kom inn á. Man varla eftir að hafa séð leikmann jafn rúinn sjálfstrausti spila fyrir Liverpool síðan Björn Tore Kvarme var og hét.

    Veit ekki hversu miklar hreinsanir Klopp fer í eftir tímabilið en það er ljóst að í dag eru margir leikmenn þarna sem skortir gæði og hjálpa liðinu ekki með ákvarðanatöku sinni á vellinum. Lallana er að mínu mati gott dæmi um það, nær undantekningalaust hægir hann á uppspili liðsins með því að taka of margar snertingar og gefur þannig mótherjunum færi á að stilla upp og loka svæðum.

    Næstu vikur og mánuðir verða busy og gengið mun halda áfram að vera rokkandi en ég er sannfærður um að þegar Klopp fær loks tíma til að innleiða sínar hugmyndir verður liðið stöðugra í sínum leik. Þangað til er bara að anda rólega og vona að gott gengi í bikarkeppnum haldi áfram.

    In Klopp we trust

  45. Það er mikið talað um að það þarf að byggja upp hægt, og ekki umturna liðinu ár eftir á einsog hefur verið gert uppá undanfarið, og þessu er ég samála.

    að þessu sögðu vona ég að Cutiniho Fimino Lowren Gomez Clyne og Flanno verði einu buðarrásar liðs næta árs sem taka þá í ár, Kanski vill maður Heldo þarna líka en þá verður hann að komast í sitt gamla form.

    Findið samt að þarna séu þrír bakverðir, sem við höfum haft svo fáa góða af síðustu ár, og allir villja helst spila hægra megin, þó Gomez hafi að ég held alddrei spilað þeim megin fyrir okkur.

  46. Vælið er á köflum gjörsamelga yfirgengilegt. Þetta var útileikur gegn toppliðinu sem hefur tapað tveimur leikjum í deildinni í vetur. Vorum töluvert betri mestallan leikinn en vantaði, sem fyrr, gæði fremst. Eina sem skildi á milli í kvöld er striker í stuði og er það vissulega mjög stórt atriði.

    Í stærra samhengi eru vandamálin vissulega umfangsmeiri; erum ofhlaðnir fremur léttum tíum, vantar vængmenn og einn toppklassa miðjumann auk þess sem líta þarf á vörnina (en hún hefur verið vandamál í hátt í hálfan áratug). Ekkert af þessum vandamálum hefur orðið til á síðustu vikum og mánuðum (síðan Klopp tók við).

    Klopp mun prófa alls konar hluti (hefur þegar notað ótrúlega marga leikmenn) fram á vor og vega og meta hvað hann gerir í framhaldinu. Það var engin ástæða til að fara í neitt panic mode (og yfirborga e.t.v. fyrir leikmenn) í janúarglugganum. Sumarið er tíminn.

    Að lokum vil ég segja að þetta Leiceister lið er frábært og skemmtilegt á að horfa. Þeir eru algjörlega verðskuldað á toppi deildarinnar þegar hátt í 2/3 eru búnir af deildinni. Vil allan daginn að þeir lyfti dollunni frekar en önnur lið sem eiga raunhæfan séns á þessum tímapunkti.

  47. Henderson er lelegasti fyrirlidi ever, lelegri en Hose og Moreno er lika lellegri en Hose, vonandi faer hann tho ekki ad vera fyrirlidi, kaemi svo sem ekki a ovart. Og thessar stuttu hornspyrnur eru svo lelegur fotbolti, kannski alveg eins gott fyrir Liverpool ad gefa bara hornspyrnurnar, kemur hvort ed er aldrei neitt ut ur theim, thad skapast ekki einu sinni haetta thegar Liverpool a hornspyrnu.
    Radaleysid hja lidinu thegar nalgast mark andstaedingana minnir mig hrikalega a astandid adur en Suarez kom; thad thordi enginn ad skjota a markid, allir voru ad bida eftir ad einhver annar gerdi thad og svo thegar bjodast opin skot tha er i 98% tilvika skotid yfir eda framhja og ekkert verid ad snerta rammann, nei, bara eins langt framhja og yfir og mogulegt er. Thad er sarara en tarum taki ad vera med Benteke, 36 milljon punda mann, sem getur ekki rassgat i lidinu a medan vid hofum ekki efni a ad kaupa betri menn en stodu i eldlinunni i kvold; Thad verdur gaman ad sja thegar, og ef, postulinsdukkan kemur inn a i naestu leukjum, hef reyndar ekki tru a Barbie-Sturridge, hann er kjelling. Laet her lokid ohrodri um besta felagslid i heimi,,, i bili.

  48. Á ég að trúa því að menn séu að fara skrifa markið á Mignolet? Það er ekki í lagi með suma, það jefði ekki nokkur maður varið þetta. Get a grip.

  49. Nr 50. Að kalla menn kellingar hætti að vera kúl c.a àrið 1992.

  50. Ömurlegur leikur af hálfu LFC – Ég var hættur áður en Leicester skoraði,svo áhugalaus var ég um þennan leik og hef ég haldið með liðinu mínu kæra síðan 1990,en þetta var bara svo slappt að ég gat ekki meira.

    Vona svo sannarlega að liðið dafni undir Klopp,en þetta var alveg hörmulegt og synd að fólk skuli vera að borga sig inn á völlinn til að horfa á þessa skelfingu sem þessir allt of vel borguðu menn bjóða LFC-aðdáendum upp á – Sumir þarna eiga ekkert skilið að spila undir merkjum okkar ástkæra félags.

    Ég er farinn að fylgjast meira með ítölsku deildinni,þar sem hitt liðið mitt,Napoli er að gera skemmtilega hluti,en ég fór einmitt að halda með þeim á sama tíma,1990,fyrir tilstilli Maradona,en þeir eiga það sameiginlegt með LFC að hafa ekki landað titli síðan þetta örlagaríka ár.
    Hvað um það – Vona að framtíðin beri áhugaverðari tíðindi af okkar großer Verein.

  51. Hvað menn geta tuðað. Við töpuðum bara 2-0 á móti liði sem er margfalt sterkara en við. Munurinn á þessum liðum er margfalt meiri. Við erum miðjuhnoðslið og á því verður ekki breyting á. Ég skipti svo aðeins yfir á Manchester United leikinn og þvílíkt hvað Þeir virðast vera komnir í gang. Við hefðum tapað með 10 mörkum gegn þeim í kvöld, þvílikt lið. Stuðningurinn frábær og flottur sóknarbolti. Þeir gefast ekki upp þó á móti blæs, annað en við. Ég styð samt alltaf mitt lið en við verðum aldrei risar í boltanum aftur eins og stórliðið Manchester United. Við erum litla liðið í Liverpool.

  52. Það má heldur ekki gleymast að það er búið að vera ótrúlegt leikjaálag á liðinu og verður út þennan mánuð, auk mikilla meiðsla. Menn tala hér um menn eins og þeir séu vélmenni. Það hefur bara sést í síðustu leikjum að það er gríðarleg þreyta í mannskapnum og þeir geta ekki verið á þessari keyrslu sem ætlast er til af þeim. Búið að keyra nánast á sama mannskapnum í þessum leikjum (mínus kannski 2-3 leikir). Maður sér það bara eins og á Can, það er eins og hann sé alveg búinn. Auk þess sem sjálfstraustið er ekki upp á marga fiska þegar allt fer að klikka. Sendingar, ákvarðanataka, frumkvæði, klikkar. Ég held að það sé miklu meira spunnið í þetta lið þegar allir eru heilir og sjálfstraustið meira. Og ég treysti Klopp til að taka þetta lið í gegn í vor og sumar. Út með suma, inn með aðra.

    En endilega, ef ykkur líður betur, rífið endilega þessa leikmenn í ykkur.

  53. Þið veriði bara að fyrirgefa mér, en hvernig í ands… getið þið verið sáttir við að tapa á móti Leicester?
    Það væri kanski smá möguleiki að maður myndi sætta sig við tap á móti þeim ef Liverpool hefði sýnt 0.1% vilja til að vinna leikinn!
    Ég myndi aldrei sætta mig við tap þó svo það væri á móti Barcelona,Real Madrid eða einhverju stórliði… bara aldrei!!! en ég myndi kanski alveg sætta mig við það ef menn myndu bersjast og sýna vilja til að REYNA að vinna leikinn.
    Meðan menn eru með svona mikla skitu inná vellinum og hafa engann áhuga á að spila fótbolta eða hvað þá að reyna vinna leikina þá myndi ég vera brjálaður alvega sama lið menn eru að spila á móti..
    Þetta er alveg að vera helvíti óþolandi. Þetta lið er svo mikil meðalmenska að það er skelfilegt. og jú sumir hérna inni eru víst bara sáttir við það.

  54. Nr. 53, Sturridge hefur verid fra eg veit ekki hvad lengi og meira ad segja Klopp hefur sagt ad hann verdi ad fara taka sig a og lifa med thvi ad hann finni eitthvad sma til.
    Ad kalla hann kjellingu var ekki til thess gert ad reyna ad vera kul, eg a bara ekki annad ord yfir hann, Sorry!! Upps, kannski ekki kul ad segja sorry??!!!

  55. Sæl kæru þjáningabræður og systur.

    Jæja, raddirnar um möguleikana á 4. sæti eru væntanlega allar þagnaðar núna.

    Margar ástæður eru fyrir ömurlegu gengi liðsins. Þrjár sem standa samt upp úr.

    1) Fáránlega mikið leikjaálag.
    2) Fáránlega óheppnir með meiðsli lykilmanna.
    3) Liðið er bara ekki nógu gott og verulegur skortur á gæðum í flestum stöðum.

    Er ekkert sannfærður um við værum endilega í topp4 þó allir leikmenn okkar hefðu sloppið við meiðsli. Tek undir flest sem Maggi segir hér að framan. Það verða talsverðar hreingerningar í hópnum næsta sumar. Fortíðarvandi í innkaupamálum er heldur betur að bíta í skottið á okkur núna. Þeir leikmenn sem eru 100% öryggir með að vera ekki seldir eru: Firmino, Henderson, Lovren, Clyne, Mignolet, Ings og Gomez. Ég fullyrði að enginn af restinni af leikmönnum er öruggur um að verða ekki seldur. Auðvitað verða ekki ALLIR hinir seldir, en það er deginum ljósara að Klopp mun losa sig við lágmark 6 leikmenn úr núverandi hópi. Sennilega fleiri.

    Ljósið í myrkrinu er samt Klopp. Treysti því að hann fái a.m.k. 2 – 3 ár til viðbótar til að koma okkur á þann stall sem við viljum vera á. Hann verður ruthless í sumar, það er alveg krystaltært. Hef mikla trú á Herr Klopp og er sannfærður um að það sé bjartari tíð framundan með hann sem skipstjóra.

    Tek líka undir það sem hefur áður komið fram að við eigum að einblína á bikarkeppnirnar og EURO-league. Deildin er búin þetta síson. Bara ekki vera of nálægt fallsæti.

  56. Ég skil heldur ekki af hverju við erum fyrir neðan Leicester, West Ham, Southampton, Tottenham og á pari við Stoke. Það er líka óskiljanlegt af hverju Liverpool þarf alltaf fleiri ár til að skapa sæmilegt fótboltalið og að nýliðun og þjálfaraskipti kalli á meiriháttar uppbyggingarstarf helst frá grunni. Hvað Hafa þessi hin lið haft langan tíma til að koma á koppinn skipulögðum, öguðum og flottum liðum og það fyrir brot af peninga og “playermagnet” möguleikum Liverpool? Já eða Manure sem missti besta þjálfara sögunnar og meira og minna allt liðið sem hann stjórnaði? Þessi klúbbur er í ruglinu.

  57. Þessi sigur Leicester á Liverpool 2-0 var fyllilega sanngjarn og á alls ekki að koma á óvart og ég bið menn um að halda RÓ.
    Við vorum að spila við lið sem hefur verið að spila fótbolta í heimsklassa, einfaldan og árangursríkan bolta, eitthvað sem margir of okkar mönnum í Liverpool kunna bara alls ekki og þarf ekki að nefna nein nöfn, við erum því miður með allt of marga miðlungsmenn, sem þurfa allt of langa tíma á boltanum og hreinlega vita bara alls ekki útá hvað þetta gengur.
    Fótbolti er ekki flókinn, þú þarft 3-4 klassa menn, eins og Leicester hefur, Schmeichel, Vardy, Mahrez og Kante, þetta eru frábærir fótboltamenn og lykilmenn í liði Leicester og hafa mikla hæfileika fyrir fyrstu snertingu og að koma boltanum til samherja, aðrir í liði Leicester sjá svo um að andstæðingurinn fá aldrei frið til að athafna sig.
    Fyrir Leicester var þetta frekar auðvelt, þar sem of margir af okkar mönnum þurfa mikinn tíma á boltann og geta ekki komið boltanum til samherja nema hafa góðan tíma, þetta útskýrist af því að þeir hafa ekki nægilega mikla hæfileika fyrir fyrstu snertingu, þetta eru miðlungsmenn sem alls ekki eiga heima í Liverpool, andstæðingar okkar er löngu búnir að átta sig hvað þarf að gera.
    Okkur vantar 3-4 menn, hraðan framherja, tvo hraða miðjumenn og svo væri gott að fá sterkan miðvörð, sem hefur forustuhæfileika, eins og Jamie Carragher var.

    Þetta er mitt mat.

  58. Sælir félagar

    Ég er búinn að sofa á því að hafa ausið úr skálum reiði minnar eftir leikinn í gær. Samt hefur ekkert breyst og ég stend við hvert orð sem þar stendur.

    Það eru einhverjir sem segja að Liverpool hafi verið betri aðilinn í leiknum, Stjórnað leiknum en vantað gæði fram á við o.s.frv. Mér finnst þetta vera bull. Leikáætlun og skipulag Leicester gekk fullkomlega upp. Liverpool var of hátt uppi á vellinum miðað við hraða framherja Leicester. Caulker hefði þurft að vera miðvörður miðað við hvernig okkar menn fóru uppá völlinn. Þetta átti Klopp að sjá og vita.

    Leikjaálag og meiðsli? Hver skipuleggur leiki liðsins og leggur áherslur á leiki o.s.frv. Það er Klopp og enginn annar. Annaðhvort ætlar hann bara að keyra liðið og þann mannskap sem er heill hverju sinni áfram í öllum keppnum og skoða hverjir standa eftir eða hann hefir enga áætlun um neinar keppnir. Bara að berjast í öllum bökkum og sjá hvað kemur út úr því. Ég veit ekki hvort er en vonandi er einhver heildstæð áætlun þar að baki.

    Það er ljóst að á sínum tíma hefir Brendan Rodgers ekki ráðið við verkefni sitt í stjórn liðsins. Ekki að neinu leyti. Hann gat ekki mannað vörn, miðju né sókn svo í lagi væri. Ekki einn einasti leikmaður, ég endurtek, ekki einn einasti leikmaður sem hann keypti til liðsins hefur staðið undir væntingum. Peninga-austurinn í alla þessa miðlungsmenn er ótrúlegur og niðurstaðan er mínustala í markatöflunni.

    Benteke? Einhver skelfilegasta martröð sem ég hefi séð á fótboltavelli í vetur. Þá á ég við “fyrir samherjana og stuðningmenn”.
    Það hefur verið talað um Firmino? Hann hefur átt þrjá leiki þar sem hann hefur sýnt veruleg gæði annars lullari a la Liverpool liðið í heild.
    Lallana? Ráðvilltur hringdansari sem bíður eftir því að boltinn sé hirtur af honum og útkoman örfá mörk og stoðsendingar frá upphafi hans hjá liðinu.
    Coutinio? Einstaka sinnum góður tvisvar mjög góður og talinn af öðrum en Liverpoolmönnum “ofmetnasti maður deildarinnar”.
    Milner ? Vinnudýr, búið,
    Can? Villidýr, búið.
    Moreno?Hlaupagikkur, búið.
    Clyne? Ég spyr um mörk og stoðsendingar, núll.
    Sakho? Mistæk meiðslahrúga en skársti varnarmaðurinn fram að þessu á leiktíðinni.
    Lovren? Verður ef til vill góður en er það ekki ennþá og virpist vanta hraða og??? sjálfstraust.
    Mignolet? Góður varamarkvörður en hættulega mistækur í teignum svo ekki sé kveðið fastar að orði.

    Eftir þessa upptalningu sem “nota bene” gæti verið lengri þá sést við hvað Klopp á að etja. Samt er ég ekki fullkomlega sáttur við hvernig hann hefir höndlað þetta og þær áherslur sem hann hefur í skipulagi leiktíðarinnar og mér finnast frekar óljósar. Menn hafa verið að reyna að gera sér grein fyrir þeim og rætt þær hér og í podköstum (takk fyrir þau) en enginn er með það á hreinu hvert Klopp stefnir með þessa leiktíð.

    En hvað um það. Ég treysti Klopp þegar til framtíðar horfir. Ég tel að ef honum tekst ekki á komandi árum að gera Liverpool að stórveldi á ný þá sé það vart í mannlegu valdi. En hann er ekki hafinn yfir gagnrýni þrátt fyrir það traust. Núna vil ég fara að sjá svo greinilegt sé hvað hann ætlar sér með þessa leiktíð. Hvað verður í framtíðinni mun koma í ljós í sumar en nútíðin er býsna óljós finnst mér.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  59. Ángríns það er meiri líkur á að Lucas skorar frá 40 m skoti en að við skorum úr hornspyrnu á þessu tímabili

Liðið gegn Leicester

Er kominn tími á þá ungu?