Engin Kop.is ferð á úrslitaleikinn

Því miður kæru lesendur, þá verður engin Kop.is ferð á úrslitaleikinn gegn City, eins og við vorum að vonast til að geta boðið uppá. Ástæðan er einföld, of hátt verð. Miðað við verðið miðum á sjálfan leikinn, þá fannst okkur það eiginlega móðgun við ykkur að hreinlega bjóða upp á það. Næsta Kop.is ferð verður því í hefðbundnari kantinum, enda kunnum við alltaf best við okkur í borginni góðu, Liverpool. Hvort boðið verði upp á eina slíka fyrir vorið, verður að koma betur í ljós síðar.