Liverpool – West Ham 0-0

Liverpool er á góðri leið með að slá leikjamet hjá félagsliði á einu tímabili og auðvitað enduðu leikar í kvöld þannig að þessa rimmu þarf að útlkjá með öðrum leik á heimavelli West Ham.

Jurgen Klopp gaf öllum sem byrjuðu leikinn gegn Stoke frí í dag nema Mignolet og hóf leik með þetta byrjunarlið:
Klopp lagði upp með þetta svona:

Mignolet

Clyne – Caulker – Lovren – Smith

Allen (C) – Stewart – Brannagan

Ibe – Benteke – Teixeira

Bekkur: Ward, Enrique, Ilori, Chirivella, Sinclair, Ojo, Randall

Fyrri hálfleikur var vel spilaður hjá okkar mönnum sem voru síst lakari aðilinn. Ekki var þó mikið um opin færi en sá leikmaður Liverpool sem komst næst því að brjóta ísinn var Brannagan og það með hörkuskoti með vinstri fyrir utan teig. 0-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var í raun bara meira af því sama og áttu okkar menn hættulegri færi. Það hættulegasta kom á 75.mínútu þegar Randolph markmaður West Ham átti þrefalda markvarslu í kjölfar þungrar sóknar Liverpool sem átti að enda með marki.

Hápunktur leiksins var svo klárlega þegar Jose Enrique kom inná og byrjaði á því að taka aukaspyrnu sem Iago Aspas yrði stoltur af.

og auðvitað 15 sekúndum eftir að hann kom inná

Niðurstaðan 0-0 og flott leikreynsla fyrir marga af þeim sem spiluðu þennan leik enda ekki lykilmenn í okkar liði. Mögulega getur Klopp farið með sterkara lið í auka leikinn en það fer auðvitað eftir leikjaálagi á þeim tíma, persónulega grunar mig að svipað lið spili þann leik enda er leikjaálagið bara að fara aukast á næstunni.

Ég stórefa að aukaleikur hafi verið draumaniðurstaðan fyrir Klopp og félaga enda fer hellings undirbúningur í hvern leik og West Ham þarf fókusinn fyrir aukaleikinn.

Maður leiksins: Get ekki sagt að neinn hafi staðið eitthvað sérstaklega uppúr í þessum leik en til að gefa einhverjum nafnbótina set ég það á Brad Smith, hann er að koma flottur inn sem kostur í stöðu vinstri bakvarðar og er sá leikmaður sem byrjaði (utan þeirra sem þegar eru í aðalliðshópnum) sem ég hef mesta trú á að eigi framtíð fyrir sér hjá félaginu. Stewart, Brannagan og Teixeira voru allir flottir að auki sérstaklega ef miðað er við að þeir voru að spila á hærra leveli en þeir eru að gera vanalega.

Jordon Ibe má bráðum fara komast yfir þennan hroðalega kafla sem hann er að ganga í gegnum núna og guð minn góður Christian Benteke, hann er sannarlega mikið áhyggjuefni um þessar mundir. Svo slappur að það er ekki einu sinni gagnrýnt þjálfarann þegar hann spilar ekki deildarleikina.

Leicester næst og það strax á þriðjudaginn.

35 Comments

 1. Og svo voru tvö önnur núll þarna inni á vellinum – Benteke og Enrique.

  Hvernig sá síðarnefndi gat klúðrað svona miklu á svona stuttum tíma er rannsóknarefni. Aukaspyrnan og dekkunin í skallanum sem fór í stöng. Færanýtingin og ákvörðunartakan hjá Benteke er til háborinnar skammar.

 2. Jákvætt að halda hreinu, og vera enn í þessari keppni, en neikvætt að skora ekki og þurfa enn einn leikinn. Verst að við spilum alltaf einum færri þegar benteke er inná.

 3. Get ekki horft á annan fótboltaleik sem inniheldur benteke. Mignolet getur svo sett samningin sinn í bréfatætara og hunskast í burtu. og þó svo að kjúklingarnir spiluðu þennan leik þá fer minni undirbúningur í leikinn gegn lester…

 4. Bara svona áður en “jákvæða-gengið” fer í gang 🙂 Ég er bara þokkalega sáttur og stoltur af mínu liði. Ungu drengirnir stóðu sig vel og á góðum degi hefðum farið með sigur af hólmi í þessari viðureign. Benteke skoraði ekki frekar en fyrridaginn en hann er þó farin að koma sér í færi og hver veit nema mörkin fari að skila sér. Sjálfstraustið greinilega ekkert og þá er ekki von á góðu. Mignole er okkar markmaður og fékk ekki á sig mark í þessum leik……er það ekki gott, eða hvað. Hef trú á að enn þá yngra og óreyndara lið slái WH úr leik í seinnileiknum. En hvað veit ég svo sem, ég er bara stuðningsmaður míns liðs og get það svo auðveldlega án þess að vera með sleggjudóma eða rakka niður mann og annan.
  YNWA

 5. Ungu strákarnir skyggðu á þá sem kallast byrjunarliðsmenn hjá LFC, sérstaklega Brannagan hann var frábær.
  Ungu strákarnir sýndu hungur og baráttu verst hvað stóri maðurinn á toppnum Benteke var gjörsamlega off í þessum leik það er bara skelfilegt að horfa uppá hann það er ekki snefill af sjálfstrausti í leik hans honum vantar svo sárlega að ná inn mörkum.

  Ibe var heldur ekki góður en svona er þetta bara með unga leikmenn það vantar allann stöðugleika í leik þeirra.

  Mikið voðalega hefði verið gott að klára þetta í þessum leik, ungu strákarnir fá bara annan séns til að klára þetta.

 6. Sé ekki betur en að Texeira og Branagan eigi að vera inni í aðalliðinu á undan Ibe.. Svo er náttúrlega augljóst að Joe Allen ætti að vera búinn að spila sig inn í byrjunarlið. Brad Smith er líka gríðarlega kraftmikill. Úr því að þessi leikur vannst ekki þá vona ég að sjá ungliðana aftur gegn West Ham.

 7. Ég held að Ibe sé bara svona lélegur. Þetta er ekkert phase hjá honum. Teixrira virðist frekar hafa þetta.

 8. Gaman að sjá ungu strákana spila gegn vel mönnuðu West Ham liði. Það er hægt að taka nokkra jákvæða punkta úr þessum leik eins og hreint mark, ungt lið og að liðið fékk nokkur færi. Þessi leikur var hins vegar frekar lágstemmdur og uppúr stendur stórkostlega innkoma Enrique. Það eina sem þessi leikmaður hafði þegar hann var keyptur var hraðinn, nú þegar kappinn er farinn að eldast og búinn að missa hraðann hefur hann nákvæmlega ekkert uppá að bjóða. Þessi innkoma verður örugglega sýnd sem skemmtiatriði á lokahófinu hjá liðinu í lok tímabilsins.

  Eftir stendur samt sú spurning, af hverju í ósköpunum var Enrique látinn taka þessa aukaspyrnu? Burt séð frá Engrique, af hverju var ískaldur varamaður látinn taka aukaspyrnu á þessum stað, á þessum tímapunkti?

  Hvað Benteke varðar er ljóst að hann hefur lítið sjálfstraust fyrir framan markið og sendingar hans á síðasta þriðjung eru lélegar. Gott og vel ef að hlutirnir eru ekki að ganga tímabundið hjá leikmönnum sóknarlega en það minnsta sem menn geta þá gert er að hlaupa og berjast. Því miður þá skilar hann nákvæmlega engu framlagi til liðsins í núverandi ástandi. Ég óttaðist mjög eins og margir aðrir hér á kop.is þegar hann var keyptur að hann myndi ekki passa inní leikstíl Liverpool og því miður virðist það vera komið á daginn. Það er með hreinum ólíkindum að menn skyldu ekki hafa lært af Carroll kaupunum.

 9. Ansi var gaman að sjá spyrnurnar hjá Brannagan, ég vil hafa þennan dreng eins nálægt aðalliðinu og hægt er! Loksins einhver sem kann að sparka í boltann.

  Sama með Texeira, vona að hann verði áfram hjá okkur og fái fleiri tækifæri.

  Allen var flottur kafteinn og sannaði máltækið: Margur er knár þó hann sé smár. Wee Joe er úr stáli og fer í tæklingarnar eins og enginn sé morgundagurinn.

  Vonbrigði dagsins voru í framlínunni og ég hefði viljað sjá Ojo töluvert fyrr inná, til að nýta hreyfinguna og kraftinn í miðjumönnunum. Um starfsmann númer níu er best að segja sem minnst, en mikið hlýtur þetta að vera orðið óþægilegt fyrir hann. Að verða að athlægi, leik eftir leik.

  Látum kiðlingana spila sem mest, þeir eru gr….

 10. Vandamálið með Ibe og Benteke er að ég held gáfnafar þeirra……

  Þeir eru bara ekki meðetta!!!!! Það er bara vont að horfa á þá.þetta er ekki sagt af vanvirðingu eða hroka, flestar ákvarðanir þeirra eru bara stórfurðulegar!

 11. Því fleiri leikir á þessu ,,undirbúningstímabili” hans Klopp okkar þeim mun betra fyrir næstu ár.

 12. Hvergi sé ég minnst á að leikmenn Liverpool handléku knöttinn tvívegis í eigin vítateig og átti að sjálfsögðu að dæma vítaspyrnu á þá.

 13. Nr 15. Ég skrifa allavega undir réttu nafni. Sannleikurinn getur verið sár en ég ætla ekki að munnhöggvast við nokkurn hérna inni. En ég var að vona að það mætti ræða málin á báða vegu. Tek það fram að West Ham er mitt lið.

 14. Sælir félagar

  Ég er mjög sáttur við framistöðu ungu strákanna og miðvarðarparsins. Tveir menn valda áhyggjum. Það eru Benteke og Ibe. Ég veit ekki hvort Benteke á einhverja von um að verða nothæfur en Ibe á von ef tekið er til í hausnum á honum og honum kennt að vinna með liðinu.

  Það er sjálfsagt að þessir strákar leiki næsta leik við WH líka og setja Ojo inn í stað Benteke. Það gæti orðið frólegt og skemmtilegt og þá mundi Liverpool skora mark alla vega hvernig svo sem sá leikur færi að öðru leyti.

  Það er nú þannig

  YNWA

 15. Víti eða ekki víti…..snillingarnir sem dæma þurfa víst að sjá atvikið til að geta dæmt. Stundum finnst manni reyndar að þeir sjái en dæmi ekki 🙂 Í síðast leik fáum við á okkur augljóst rangstöðumark en ekkert dæmt, áttum líka að fá víti en ekkert dæmt. Er ekki alltaf verið að tala um að svona nokkuð jafnist út……hvernig svo sem það réttlætir ranga dóma.
  YNWA

 16. Ibe heillaði mig mikið þegar hann var fyrst kynntur til leiks í lokaleik fyrsta tímabil BR. Þegar hann kom svo til baka úr láni að þá byrjaði hann vel en síðan hefur þetta bara legið niður á við hjá honum. Hann virðist eiga í miklum erfiðleikum með samspil því hann virðist alltaf vilja nota fleiri snertingar en allir aðrir. Það er ekki spurning að það er hellings hæfileikar í þessum strák og ég vona að Klopp nái að slípa hann til og ná því besta út úr honum.

  Benteka veit ég ekki hvað ég á að halda um. Hann á að geta þetta en virðist ekki trúa því sjálfur. Spurning hvort hann þurfi að hafa annan framherja með sér frammi þannig að hann þurfi ekki að vera þvælast fyrir utan teig og koma boltanum á vængina. Þá getur hann einbeitt sér að því að ná þessum fyrirgjöfum sem koma af köntunum. Hef sveiflast frá því að bölva honum í sand og ösku og hrífast af honum en hef ákveðið að styðja hann meðan hann er leikmaður Liverpool. YNWA!!!

  Var ekki hress með að fá aukaleik á móti WH en meðan JK getur notað þessa ungu stráka í þessa keppni að þá er það kannski bara fínt. Má líka líta á þetta sem langt undirbúningstímabil (eins og Svavar Station #12 orðaði það svo skemmtilega) fyrir JK sem er kannski bara fínt.

  Svo er líka fínt að fá sem flesta leiki sem áhorfandi á klakanum 🙂

 17. Mér fannst nú bara liðið heilt yfir nokkuð gott, fyrir utan Ibe sem er ofmetn og kann ekki að spila í liði , þarf að kenna honum að gefa boltann. 🙂 YNWA

 18. Hæ kop

  Sveijmér
  Hörmulegur kluafabjáni getur mann verið! Eiddi öllum tímanum í karí-jókivélinni og gleimdi að það var rosa mikilvægur Liverpool leikur að ske og missti af honum alveg. Næstum fór að grenja enn ég er hættur því að grenja einsog smábjáni, oftast.
  Ég má alsekki seija fokkins en geri það bara sammt!
  FOKKINS!!!

  Get þessegna ekki sagt mína leikskýslu en skoða bara kop.is í staðin. Það var sagt mér að Liverpoolmennirnir á Íslandi væru bestir að tala um liðið sitt á Íslandi, betren mancesterbjánarnir sem eru ekki einusinni með neitt kop.is. Það er alveg stránglega satt finnst mér og ég elska að vera líka í kop.is.

  Enn núllnúll á móti Vestham. Smá glatað, séstaklega við þá, þeir eru aldrei Bestham (hahahha jess)
  Þeir eru mesta falli Fíntham stundum en oftast Vestham. Þolikki þá.

  En þurfum þá bara að hittast aftur við þá seinna í síðari leiknum og rústa þeim í tætlur, Firmino og Cautinjo ætla að setja þá í karpúsið, 7-núll.

  Hlakka til að tala næst um leik sem ég er ekki búinn að gleima að sjá. Mun þá skrifa nánara um leikinn sjálfan og segja hvernig hann gerðist og hver var bestur að skora og svoleis.
  Stutt og lafgott af sinni.

  Svona var nú núna
  Never walk alone

 19. Þegar maður les viðhorf #5 og fjölda þeirra sem undir það taka, áttar maður sig á vandamáli klúbbsins og skilur vel afhverju þessi 26 ára eyðimerkurganga

 20. Einmitt Jón 22……voru peyjarnir ekki að standa sig ágætlega? Fenngum ekki á okkur mark, eða hvað? Ég er einfaldlega að segja að mér fannst leikurinn fínn og það hefur akkúrat ekkert að gera með leiki síðustu áratuga. Og því spyr ég af minni einföldu fávisku, þig gáfnaljósið hvað þessar línur mínar hafa með 26 ára eyðimerkurgöngu klúbbsins að gera? Ef það að hrauna yfir allt og alla er rétta leiðin…..afhverju höfum við ekki náð lengra!!!!!! Spyr sá em ekki veit.
  YNWA

 21. Jafnteflli er ekki asaettanlegt gegn jafnsloku lidi og WHU stillti upp i kvold. Ef Suarez hefdi verid i stodu Benteke i kvold hefdi hann skorad a.m.k. 5 mork; segi nu bara svona. En ad Benteke skuli ekki hafa haft tilefni till ad forna hondum yfir leik samherja sinna, synir mer ad hann vissi allan leikinn hvad hann var lelegur; Einhverjir her inni eru dolfallnir yfir frammistodu Smith, sem mer fannst nu ekkert serstakur, atti marhar misheppnadar sendingar og tapâdi boltanum oft i einhverju rugli, en sumum finnst thad bara i lagi!!! Svo kemur Hose inn a og menn lima augun a skjainn til ad sja mistok hja honum a medan their sja stjornur yfir leikmonnum eins og t.d. Stewart, sem eg sa a leikskyrslunni fyrir leik og sidan ekki fyrr en hann for af velli. That synir nu aldeilis frammistodu, eda hitt tho heldur. Ibe raefillinn a ekki heima i lidinu, kannski varalidinu og Lovren er ekki buinn ad na ser. Slok frammistada hja lidinu i heild,( en hvad veit eg).

 22. Held að Klopp hafi tapað veðmáli við Bilic og því þurft að láta Enrique inná til að taka aukaspyrnuna. Fór allavega vel á með þeim á hliðarlínunni

 23. #22: Hvernig varpa viðhorf eins kommentara á íslensku bloggi sem 0,00001 prósent Liverpool-aðdáenda í heiminum lesa einhverju ljósi á ástand klúbbsins?

 24. Glasið hálffullt eftir þennan leik. Ekki gleyma að West Ham er búið að jarða sterkasta lið Liverpool í tvígang á leiktíðinni en guttarnir stóðu sig afskaplega vel. Brannagan finnst mér áhugaverður leikmaður og vonandi fær hann fleiri tækifæri. Aukaleikur sem guttarnir spila, hvað er slæmt við það?

 25. Hvernar lokar glugginn ?
  Er ekkert að frétta ?
  Verða twitter menn með uppfærslur í dag.
  Af hverju ferðasaga á transferdeadline day

 26. Það sem mér finnst jákvætt við þennan leik er að sjá ungu strákana spila. Að fá annan leik þykir mér frábært því þetta kemur allt í reynslubankann hjá þeim og ég fæ að sjá þá spila aftur. Ég vissi að unglingastarfið er gott hjá Liverpool, en hvers vegna að hafa gott ungdómsstarf ef lítið kemur út úr því. Stefnan með unglingastarfinu var og hefur verið að gefa ungum mönnum tækifæri á að sýna sig og þá þyrftum þeir að kaupa færri leikmenn sem kosta milljónir punda. Stóri Ben er augljóst dæmi um ruglið á leikmannamarkaðinum 32,5 millur. Hann kostar meira en allt unglingastarfið. Hefði ekki verið betra að gefa manni tækifæri úr unglingastarfinu og gera hann betri í stað þess að kaupa. Mér fannst ungu mennirnir spila virkilega vel og er til sönnunar þess að við þurfum ekki að vera að kaupa leikmenn fyrir milljónir heldur henda ungu mönnunum í djúpu laugina. Þegar Liverpool var upp á sitt besta þá keyptu þeir 1-2 leikmenn fyrir hvert tímabil og settu unga leikmenn á bekkinn sem komu síðan inn á þegar staðan var vænleg og fengu að sanna sig.

 27. Myndu menn vilja sjá Liverpool menn berjast við Tottenham um Berahino ?
  Ég held að Klopp myndi gera hann að þeim leikmanni sem við þurfum, þesi strákur er stútfullur af hæfileikum og það væri slæmt að sjá hann spila með Harry Kane hjá spurs.

 28. Þess má geta að U21 liðið var að sigra Reading 2-0 núna rétt í þessu. Samúel Friðjónsson kom inn á fyrir Reading í síðari hálfleik. Það voru nokkrir sem léku vel, Randall átti góða spretti og átti m.a. stóran þátt í að liðið fékk víti sem seinna markið kom úr. Ward var í markinu, hafði lítið að gera en var öflugur þegar þess þurfti, Kent sýndi góða spretti, og Bandaríkjamaðurinn Lennon skoraði fyrsta markið. Illori spilaði sömuleiðis.

  Kannski þetta ætti frekar heima undir “Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar” á Facebook?

 29. Ungu strákarnir stóðu sig með prýði og í raun furða að þeir hafi ekki unnið. Reyndar vitum við afhverju ekki. Benteke.

  Ég læt mig ekki oft vaða beint í að hengja menn eftir einn leik en þessi leikur var bara sá sem fyllti mælinn hjá mér gagnvart Benteke. Hann fékk mörg tækifæri á að gera líf sitt mun betra hjá LFC en virtist alltaf kjósa þá röngu. Þegar hann átti að skjóta gerði hann það ekki og svo þegar hann átti að gef’ann var markskot það eina sem honum hugnaðist.

  Hann passar engan veginn í leikplön Klopps og það er ljóst að þetta “pre-season” sem restin af tímabilinu klárlega er, mun verða sá tími sem Benteke (ásamt öðrum leikmönnum) til að sanna sig áður en Klopp fer að panta leikmenn. Við yrðum að reyna að fá £20m af þeim £32.5m sem við ofborguðum fyrir hann.

  Samt skrýtið með Liverpool undanfarin……mörg árin er að það er oftar en ekki tregi til að greiða háar upphæðir fyrir virkilga sterka og góða leikmenn sem endar með að við neitum að greiða upphæðina. Svo getum við flengt út £32.5m í leikmann sem vafi liggur á hvort hann passi í kerfið sem við viljum spila eður ei. Þetta er bara hlutur sem verður að lagast og treysti ég að Klopp nái að koma inn 3-4 STERKUM leikmönnum inn í sumar til að tryggja kjarnan og svo fylla upp í með vel útpældum spilurum.

 30. Já Jordon Ibe þvílíkt rusl leikmaður, ekkert orðið úr honum á hans ferli spurning hvað við fáum fyrir 30 ára gamlan kantmann sem hefur ekkert sýnt?

  Nei já hann er 20 ára, calm down people..

Liðið gegn West Ham

Ferðasaga – Kop.is ferð janúar 2016