32 liða úrslit FA bikarsins

Leikjaálag? Nahh, ekki svo mikið. Ungir strákar sem þurfa ekki að mæta í hefðbundna vinnu og hafa atvinnu af því að spila knattspyrnu, piff, þeir ættu nú að geta spilað 90 mínútna knattspyrnuleik 1-2 í viku. Ja, það hefði maður sko haldið. En staðreyndin er nú engu að síður sú að þó þessir guttar séu í hörku formi, þá eru æfingar og keppnisleikir tvennt ólíkt. Þegar febrúar er allur, þá hafa þeir upplifað það að það séu innan við 3 dagar á milli leikja að meðaltali. Þeir léku 7 leiki í desember, 9 verða þeir í janúar og þeir verða vonandi 7 í febrúar, en gætu þess vegna orðið 8. Þetta er mikið leikjaálag. En nákvæmlega til þess eru þessi stærstu lið með stóra og breiða hópa. Það hafa þó afar margir topp íþróttamenn sagt það að á meðan vel gengur, þá finna menn ekki fyrir þreytu. Vilja helst spila á hverjum degi sé liðið í stuði. Menn fara nefninlega ansi langt á réttu hugarfari og þá gleymist þreyta og mjólkursýra. Vonandi að það verði uppi á teningnum klukkan 17:30 á morgun (laugardag). Ef vel fer í þessum leik, þá eru 4 hindranir í viðbót til að komast aftur á Anfield South. Það væri nú ekkert slæmt að komast aftur þangað, maður getur alveg vanist hugsuninni. En einn leik í einu takk, allavega vona ég að strákarnir okkar hugsi bara um eitt skref í einu, enda eru skrefin mörg og hröð þessa dagana.

Mótherjar okkar í þessum leik eru algjör draumur í dós. Ekki það að hægt sé að bóka einhvern sigur gegn þeim, síður en svo, en menn geta allavega reynt að bjarga örlitlu andliti gegn þeim. Tvö töp gegn West Ham á þessari leiktíð eru staðreynd og það er bara staðreynd sem erfitt er að kyngja. Tvær hörmulegar frammistöður og ekki þarf að bæta mikið til að gera betur. Menn hljóta hreinlega að vilja reyna að sýna fram á að menn séu ekki alveg handónýtir þegar kemur að því að spila við þetta lið. Hingað til hefur Bilic lesið okkur eins og galopna bók, nú er kominn tími til að taka bókina af honum og henda henni upp í hillu. Allavega að breyta handritinu og reyna að rugla kappann í rýminu. Það er ekki eins og þetta West Ham lið sé stútfullt af heimsklassa leikmönnum, nei, þeir eru með ágætis knattspyrnukappa en ekkert sem týnt hefur verið úr efstu skúffunni. Payet er flottur leikmaður, sem þeir nældu í á ótrúlega auðveldan hátt. Það var alveg vitað mál að þar færi gæða leikmaður. Enner Valencia er sprækur og svo getur Alex Song verið öflugur. Málið er bara að þetta West Ham lið hefur náð að berja sig ótrúlega vel saman, sér í lagi þegar kemur að leikjum gegn stærri liðunum. Þeir unnu Wolves 1-0 á heimavelli í síðustu umferð og mæta pottþétt með sitt sterkasta mögulega lið til leiks núna.

Hjá þeim eru þeir Andy Carroll, Lanzini, Sakho og O’Brien meiddir. Okkar meiðslalisti er aftur á móti aðeins lengri, en styttri en hann hefur verið í óratíma. Sem er ansi gott, góður tímapunktur það. Framundan er eins og áður sagði, mikil leikjatörn, og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda. Það er meira að segja farið að styttast í að Coutinho mæti til leiks á ný, en það verður ekki í þennan leik. En núna er brýnt að nota hópinn og það án þess að veikja liðið mikið. Það eru helst miðverðirnir sem maður hefur áhyggjur af, Kolo Toure er svo löngu vaxinn upp úr því að geta spilað marga leiki í röð og Sakho er tiltölulega nýstiginn upp úr meiðslum. Það kemur sér því ákaflega vel að Caulker skyldi koma á láni og að Lovren sé orðinn heill á ný. Eins hefur breiddin í bakvarðarstöðunum aukist til muna með tilkomu þeirra Jon Flanagan og Brad Smith. Þetta sem sagt lítur örlítið betur út núna en fyrir tiltölulega stuttu síðan og nú er hægt að nota hópinn án þess að veikja liðið of mikið. Allir miðjumennirnir eru heilir, þannig að þar ætti að vera hægt að rótera aðeins. Joe Allen er til dæmis allan daginn að fara að byrja þennan leik. En stóra spurningin verður hvort einhverjir af ungu strákunum fái að spreyta sig líka. Ég held að svo verði ekki.

Mín ágiskun er sú að Clyne komi aftur inn í liðið í hægri bakvörðinn, eftir kærkomna hvíld í síðasta leik. Moreno heldur áfram í sinni stöðu í vinstri bakverðinum, enda virðist hann geta hlaupið algjörlega endalaust. Caulker og Lovren verða í miðvörðunum, með hann Simon fullan sjálfstrausts fyrir aftan sig (hann hlýtur að hafa náð sér í slíkt með vítakeppnis frammistöðu síðasta leiks). Ég ætla að spá því að Klopp velji mikla yfirferð á miðjuna og stilli þeim Allen, Milner og Can þar saman. Ibe fær svo enn einn sénsinn á hægri kanti og Lallana verður hinum megin. Benteke fær svo sénsinn uppi á topp og Firmino hvíldur eitthvað inn í leikinn. Svona ætla ég sem sagt að giska á að liðið verði:

Mignolet

Clyne – Caulker – Lovren – Moreno

Milner – Can – Allen

Ibe – Benteke – Lallana

Alveg sæmilega sterkt lið og við náum að hvíla nokkra mikilvæga pósta í leiðinni, allavega eitthvað inn í leikinn. Ég ætla að spá því að bikarævintýri okkar haldi áfram og að við klárum loksins þetta West Ham lið. Ég er reyndar alveg skít logandi hræddur um að þetta fari jafntefli og að enn einn heimskulegi aukaleikurinn bætist við annars nægilega erfitt prógramm. En ég ætla samt bara að spá því að við vinnum leikinn, við skorum 2 mörk en náum ekki að halda hreinu og fáum eitt mark í andlitið. Eigum við ekki bara að segja að það verði Benteke og Ibe sem setji mörkin fyrir okkar menn og Road to Wembley 2 þetta árið, hefjist af fullri alvöru. Klopp er kominn á bragðið, honum finnst þetta bragð afar gott.

23 Comments

 1. Mér þykir þú vera bjartsýnn. Held það sé alveg ljóst að ef það er séns á aukaleik, þá mun liðið nýta sér þann séns.

  Svo er ég ekki eins sannfærður um að sterkasta liðinu verði stillt upp. Ég gæti alveg trúað að eitthvað af kjúklingunum fái séns. En þetta kemur allt í ljós kl. 16:30 í dag.

  Er ég einn um það að bíða eftir liðsuppstillingunni með meiri spenningi en barn sem er að bíða eftir jólunum?

 2. Varðandi kaup á Texeira, þá er ekki fræðilegur möguleiki að fjárfesta í honum ef riftunarverðið er 50 milljónir punda. Þá er miklu sniðugra að reyna við að kaupa hann í lok tímabilsins. Frekar leiðinlegt því þessi leikmaður minnir rosalega á samlanda sína í Liverpool, Firmino og Coutinho.

 3. Við þurfum að kaupa Klitscko bræður og eiga þá í vörnina fyrir svona leik. Ef við töpum þriðja leiknum á móti west ham á þessu tímabili þá verð ég með æluna í hálsinum það sem eftir tímabilsins. Ég vona að leikmenn séu orðnir þiðnaðir eftir ísbaðið og að þeir séu staðráðnir í að borga fyrir síðustu tvo leiki gegn hörmrunum. Ég vill frekar sjá efnilega sóknarmanninn okkar úr U-18 liðinu heldur en benteke, hann er lélegri en meiddur sturridge og við spilum einum færri þegar hann er inná. Þetta verður barátta og enn bíð ég eftir að við getum gert Anfield að okkar virki. Við verðum að vinna þá og ég spái þessu 2-1 fyrir rauða herinn ! Áfram rauði herinn !

 4. Flott skýrsla er sammála með liðið nema ég held að Smith komi inn fyrir Moreno og Teixera fyrir lallana. Þori ekki að veðja á úrslit fyrr en ég sé byrjunarliðið hjá hömrunum

 5. Ég set 100 evrur á að Mignolet verði trúður dagsins á morgun, ” hetjan” sem varði eitt skot i siðasta leik og 2 víti er bara = merki fyrir Liverpool skitu i næsta leik.

 6. Klopp var rétt í þessu að staðfesta á blaðamannafundi að það verði gerðar breytingar frá Stoke leiknum. Það verður semsagt aftur ungt lið eins og í Exeter leiknum.

 7. Flott upphitun en hvernig er með gluggan? Honum líkur um helgina, eru menn ekki með eitthvað slúður um það?

  kv
  Tryggvi

 8. Benteke var sprækur i siðasta leik…hann skorar i þessum. Anægður með þennan Brad Smith sömuleiðis hann hefur verið að gera eitthvað i öllum leikjum sem hann hefur spilað i…eg vill gefa honum sjensinn.

 9. In Allan we trust… Flott upphitun en verður erfitt gegn W.H.
  Miðað við að liðið hljóp rúmlega 150 km í síðasta leik (um 14-15 km pr. útileikmann) fyrir aðeins 3 dögum, þá lýst ekki og þreytta miðju en annars nokkuð sammála byrjunarliðinu. Plís ekki auka leik, klára þetta strax strákar.
  YNWA

 10. Það væri best klára þetta á morgun með sigri og sleppa við aukaleik.
  Annars varðandi byrjunarliðinu sett upp hér þá myndi ég setja Texeria og Smith inná fyrir Moreno og Lallana.

 11. Þetta verða unglingarnir upp til hópa. Enda verður einhverstaðar að gefa lykilmönnum tækifæri að hvílast. Þetta er komið út í rugl hjá okkur.

 12. Óli #13. Ég held d Caulker sé löglegur í bikar. Á móti Exiter var hann ólöglegur út af því að hann var ekki LFC maður þegar fyrri leikurinn fór fram gegn Exiter.

 13. 13 ef hann byrjar ekki inná fær hann þá kannski ad koma inná? ? kannski bara í næsta “ekki bikarleik” þetta er víst allt vissir bikarleikir.

 14. Klopp vill allavega meina að hann muni geta notað Caulker. Vonandi veit hann hvað hann er að gera.

 15. Svona myndi ég vilja sjá liðið

  Ward
  Clyne-Caulker-Lovren-Smith
  Unglingur-Allen-Unglingur
  Ibe-Benteke-Texiera

  Bekkur: Henderson-Lallana-Firmino-Ojo-unglingur-unglingur-Mignolet

 16. Um að gera að leyfa ungu strákunum að spreyta sig, en þeir meiga ekki tapa!!!!!!

 17. stillum bara upp sterku lidi! eg vill afram i tessaru keppni eg vill ad lfc stefni a wembley 2 à tessu timabili. eg vill fagna titlum eins morgum og haegt er. tad er baedi salraent gott fyrir mig sem studningsmann og leikmenn lidsins ad finna blodbragdid af sigurgongu upp a framhaldid!

 18. Spái þessari uppstillingu
  Mignolet, Flanagan, Caulker, Lovren, Smith, Brannagan, Allen, Ojo, Texeira, Ibe og Benteke
  Spái 1-1

 19. vona að liðið verði ekki veikara en steini stillir upp i upphituninni. eg vil afram i þessari keppni og ekkert kjaftæði.

 20. Veðja á þetta byrjunarlið: Ward, Smith, Lovren, Caulker, Clyne, Allen, Brannagan, Ibe, Teixeira, Ojo og Benteke

Kop.is hópferð á Wembley!

Liðið gegn West Ham