Kop.is hópferð á Wembley!

Það eru varla nema 40 klst. síðan Liverpool tryggði sér farmiða á Wembley í úrslitum Deildarbikarsins en við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um það hvort við ætlum að vera með ferð á þann leik. Þannig að okkur er bæði ljúft og skylt að taka það fram hér að svarið er . Við erum að stefna á hópferð á Wembley í lok febrúar!

Það tekur því miður aðeins meira en 40 klukkustundir að setja slíka ferð upp. Við vitum ekki verð eða miðafjölda eins og staðan er núna en það skýrist vonandi á næstu 1-3 vinnudögum og ég geri ráð fyrir að við kynnum formlega ferð með dagskrá og verði á næstu dögum. Það verður flogið til London, það er pottþétt, og það verður farið á Wembley. Annað kemur í ljós.

Þannig að ef fólk er heitt fyrir því að koma með okkur á Wembley og sjá Jürgen vinna fyrsta titil sinn með Liverpool, haldið þá niðri í ykkur andanum. Við kynnum ferð á næstu dögum.

Uppfært: Ef menn vilja komast á biðlista áður en ferð er tilkynnt er hægt að senda póst á siggigunn@uu.is eða arnistef@uu.is og taka frá pláss.

14 Comments

 1. 1,30 á texeira til liverpool og 2,45 á því að hann verði ennþá í shaktar þegar glugginn lokar hmmm þetta verður áhugavert

 2. Mjög áhugavert hjá Svefnormi. En frá hvaða fyrirtæki koma þessar tölur ?

 3. Var að skoða næstu 3 umferðir í deildinni.

  2 feb. Leicester city-Liverpool

  6feb. Man City-Leicester city
  Liverpool-sunderland

  13feb. Aston villa- liverpool
  Arsenal-leicester city
  Manchester city – Spurs
  Sigur í þessum 3 leikjum ætti að skila okkur í einum leik frá meistaradeild ef reikningurinn minn er ekki að svíkja mig

 4. 9# úfff Ég held að við töpum 2 og 1 jafntefli. Svo rúllum við yfir eitthvað stórlið 6-1 það er svo klassískt Liverpool. En án gríns það þarf að klára þessa leiki og þá kannski fer þetta að líta betur út…

 5. Vitið þið meistarar hvar er best að fá miða á Wemble á sem besta verði ? Hver snýr maður sér ?

  Y.N.W.A

 6. Djö líst mér vel á þetta framtak 🙂 Var einmitt að spá í þessu sjálfur

 7. Mig hlakkar til að sjá okkar ástkæra lið sigra skárra liðið frá skítaborginni

 8. þá er ég að meina á wembley stadion í egin persónu með konuna uppá arminn…

Kop.is Podcast #108

32 liða úrslit FA bikarsins