Stoke í kvöld

Ég átti ekki þessa leikskýrslu. Í upphitun á föstudagskvöldið síðasta sagði ég að það væru svo margir leikir að ég var næstum of seinn að skrifa upphitun því ég fattaði ekki hve snöggt næsti leikur kæmi. Í þetta sinn hlaut annar pistlahöfundur Kop.is sömu örlög og gleymdi upphitun í gærkvöldi. Ég er að redda hérna. Þetta gerist aldrei nema þegar Liverpool er að spila fáránlega marga leiki á stuttum tíma.

Við skulum vona að liðið sé ekki jafn andstutt milli leikja og við. Laugardagurinn var dramatískur fram á 95. mínútu og hefur eflaust tekið sinn toll, andlega og líkamlega, af leikmönnum. Rétt rúmum þremur sólarhringum síðar fá þeir svo Stoke City í heimsókn á Anfield í seinni undanúrslitaleik Deildarbikarsins. Okkar menn unnu fyrri leikinn 1-0 á útivelli og eru því í vænlegri stöðu fyrir kvöldið. Wembley bíður sigurvegarans, mótherjinn annað hvort Manchester City eða Everton sem klára sína rimmu á morgun.

Ég ætla ekki að fjölyrða um leikinn sjálfan. Þetta er Anfield í undanúrslitum og miðað við stemninguna gegn Exeter fyrir viku býst ég við að völlurinn verði skoppandi í kvöld. Stóra spurningin hjá Liverpool er, hvað eiga menn eftir í tanknum eftir helgina? Stóra spurningin hjá Stoke er, ná þeir að stemma sig upp í atlögu að Anfield í kvöld eða verða þeir vonlitlir eftir tap á heimavelli í fyrri leik?

Ég hlustaði á hlaðvarp í gær þar sem Stoke-aðdáandi talaði um að Mark Hughes myndi líklega reyna að spila varlega í klukkutíma í kvöld, freista þess að fá föst leikatriði gegn okkur en annars vera með þétta vörn, og ef staðan væri enn 0-0 og þeir þyrftu markið eftir klukkustund myndi hann henda kanónunum (Peter Crouch, Jon Walters, Charlie Adam) inná og pressa leikinn í lokin. Það finnst mér sniðugt upplegg hjá Hughes ef hann gerir það svoleiðis, ekki síst af því að „þétt vörn og treysta á föst leikatriði“ hefur verið skotheld aðferð gegn Liverpool undanfarnar vikur.

Okkar megin er þetta aðallega spurning um róteringu hjá Klopp. Mér finnst líklegt að t.d. Joe Allen, Brad Smith og Christian Benteke komi inn í þennan leik og aðrir verði þá hvíldir í staðinn. Gæti ímyndað mér að Jordan Henderson fái að setjast á bekkinn til að vernda fótinn á sér, sem og Bobby Firmino sem hefur unnið þrekvirki í síðustu 3-4 leikjum. Adam Lallana gæti komið inn en Klopp gæti líka viljað eiga hann heilan um helgina. Þá mætir liðið West Ham í hinum bikarnum í leik sem við mættum hreinlega við að tapa, til að minnka leikjaálagið. Nei í alvöru, hafið þið séð leikjaplanið í febrúar? Það væri jákvætt að detta út úr einum bikar, sérstaklega þar sem við erum vonandi að detta á Wembley í hinum.

Hafa ber í huga að þar sem fyrri leikurinn var fyrir þremur vikum er ekki hægt að skrá leikmenn í keppnina sem voru ekki skráðir fyrir þann tíma. Þannig að Danny Ward, Tiago Ilori, Sheyi Ojo, Steven Caulker og hinir lánspésarnir verða ekki með í kvöld.

Ég spái þessu byrjunarliði:

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Smith

Allen – Lucas – Can

Ibe – Benteke – Milner

Með Firmino, Henderson, Lallana og Moreno á bekknum ætti þetta lið alveg að klára dæmið.

Mín spá: 2-0 fyrir Liverpool. Benteke skorar snemma í góðri stemningu á Anfield, Stókarar missa vonina og leikurinn verður tíðindalítill þar til Firmino kemur inná og innsiglar þetta.

Koma svo! Let’s go to Wembley lads!

YNWA

34 Comments

 1. Clyne er víst tæpur fyrir þennan leik og það verður örugglega ekki tekin áhætta með hann sem gæti þýtt endurkomu Red Flanagan í byrjunarliðið.

  En við verðum að klára þennan leik og koma liðinu á Wembley, djöfull væri það nice.

 2. Eins og þetta tímabil er búið að vera geri ég ráð fyrir að L’pool fari áfram eftir vítaspyrnukeppni.

 3. Komast a Wembley er i raun eina krafa. Vinna bikar þetta tímabila myndi gera svo mikið fyrir þetta lið.

 4. Sæl og blessuð.

  Var ekki Lovren búinn að jafna sig?

  Annars er þetta bara kýrskýrt: Deyja fyrir klúbbinn, rísa upp, deyja fyrir klúbbinn.

  Endurtakist eftir þörfum.

 5. Mjög ánægður með þetta því að sá sem er að klikka á upphitun raðar niður verkefnum á okkur hina fyrir hvern mánuð.

  Hef verið eins og rispuð plata að tala um leikjaálagið í allan vetur og í raun alveg síðan það varð ljóst síðasta vetur að Liverpool færi í Europa League, sú keppni er svarthol fyrir deildarkeppni, hvað þá í deild eins og EPL þar sem samkeppnin er rosaleg. Liverpool var/er alls ekki með nærri því nógu góðan hóp til að spila í fjórum keppnum og 8-10 manna viðvarandi meiðslalisti lykilmanna er ekki tilviljun í vetur. Sigur í deildarbikar er auðvitað sigur í bikarkeppni en frekar myndi ég vilja sex stigum meira í deild heldur en að spila sterkasta liði í tveimur deildarbikarleikjum ofan í þetta fáránlega leikjaálag.

  Að því sögðu er Clyne tæpur og á að þeim sökum ekki að koma nálægt þessum leik. Talað um að Flanagan byrji jafnvel.

  Spái: Segi að við vinnum þetta 1-1

 6. Það myndi geta svo mikið fyrir þetta upp og ofan tímabil að komast í úrslitaleik um dollu á Wembley helst gegn nágrönnum okkar í Everton.
  Úrslitaleikir og bikarar er það sem stendur upp úr þegar allt kemur til alls. Líka fínt fyrir liðið og Klopp að ná í bikar, fá sigur tilfinninguna og byggja ofan á það.

  YNWA!

 7. Ég ætla að spá að leikurinn byrji með látum og LFC verði 2-0 yfir í hálfleik með mörkum frá Ibe og Can. Seinni hálfleikur verður síðan tíðindalítill þar til Stoke jafna á síðustu 10 mín með tvennu frá Jonathan Walthers. Framlengt og vító þar sem við förum áfram. Basic.

 8. Ó já, gleymdi því 🙂

  Þá verður þetta svona:

  0-0 í tíðindalitlum leik þar til Jonathan Walters skorar á 89 mínútu. Framlengt og vító. Við áfram. Basic.

 9. Ásmundur #1

  Eigi veit ég hver Red Flanagan er, en hins vegar er minn maður Jon Flanagan yfirleitt kallaður Red Cafu 🙂

  Ég hef grun um að LFC eigi eftir að vinna þennan leik nokkuð örugglega, og Benteke skorar örugglega eitt stykki eða tvö í kvöld.

  Merseyside Derby á Anfield South í næsta mánuði – það bara hlýtur að vera nóg hvatning fyrir okkar menn í kvöld!

  Homer

 10. Homer J. Simpson #11.

  Ef mér skjátlast ekki þá er Ásmundur að reyna að leiðrétta mikið óréttlæti og það er að Flanagan sé líkt við Cafu en ekki öfugt.
  Cafu ætti héðan í frá að vera kallaður Brazilian Flanagan. Mér finnst það rétt!!

 11. Það lítur allt út fyrir að Flanno sé í byrjunarliðinu í kvöld, þetta var að koma frá Echo.

  It looks as though the fairytale return for Jon Flanagan is on.

  The ECHO understands that Nathaniel Clyne has failed to shake off the knock he sustained in the win at Norwich, meaning Flanagan looks likely to line up for the Reds at right-back tonight.

 12. Touré að verða aðal kallinn í liðinu. Eins gott að vörnin standi í lappirnar og Mignolet missi ekki rúllubolta í gegnum sig. Ekki sammála því að gott væri að detta út úr einhverri keppninni. Stefna á sigur í öllu sem getur gefið bikar og frekar slaka á í deildinni.

 13. Ég vildi að svo yrði, nafni, en er ansi hræddur um að svo verði ekki. Það virðist sem eigendurnir tími sjaldnast að borga samkeppnishæft verð fyrir heimsklassaleikmenn. Oft engu líkara en að innkaupastefnan gangi út á að hrúga sem flestum meðalmönnum inn í hópinn í staðinn fyrir að nota peninginn í að kaupa færri en betri (og um leið dýrari) leikmenn. Á sama tíma klára Manchester-liðin og Chelsea svona díla.

 14. Öll þessi bjartsýni hræðir mig. Þetta Stoke lið er ekkert djók.

 15. Það virðist vera að LFC sé að reyna að prútta við Shakhtar , ekki vænlegt til árangurs, en að þessum leik þá verðum við bara að koma okkur á Andield south, engin spurning, tefla fram eins sterku liði og við getum.

 16. úúff ég ætla að skjóta á 1-1 í mjög stressandi leik . hvernig virkar samt útivallarmark í þessari keppni ? ef t.d leikurinn fari 1-2 fyrir stoke

 17. held að útivallamörk gildi bara í framlengingu.. eða er það FA cup?

 18. Væri gaman fyrir Klopp að komast á Wembley!!!!!!!!!!!!!!

 19. Langar að viðra mína skoðun á leikjaálagi, og líkamlegu og andlegu ástandi vegna margra leikja o.s.frv.
  Í fyrsta lagi, þá er það nákvæmlega ekkert mál fyrir leikmann á milli tvítugs og þrítugs í góðu formi að spila knattspyrnuleik 2svar í viku eða 3 leiki á 10 dögum.
  Í annan stað, þá er hægt að spyrja fyrir hvað knattspyrnumenn séu að fá þessar peningaupphæðir ef þeir mega ekki við að spila leiki 3ja hvern dag.
  Í þriðja lagi, þá er það mín skoðun að leikform einstaklinga, sem og liðs stórbatnar við slíkar raunir og meiri líkur eru á svokölluðu “momentum”.
  Að síðustu, Áfram Liverpool og tökum tvær dollur heim áður en tímabilið klárast (capital & FA)

 20. útivallarmörkin telja í framlengingu.. þannig að eina leiðin til að þessi leikur fari í vítaspyrnu er að stoke vinni leikinn 1:0 og hann haldist þannig út framlenginguna þá eru staðan 1:1 bæði lið með útimark.

 21. Lìt à þetta tìmabil sem byrjun à flottu verkefni Mr Klopp , hann skoðar alla leikmenn og vinnur svo àfram með þà sem eru tilbùnir til að deyja fyrir klùbbinn . Nù er tìmi fyrir leikmenn til að sanna sig og sýna að þeir eigi heima hjà okkur .
  Ég ætla að giska à 4 mörk frà LIVERPOOL , svo er bara spurning hvað vörnin gerir …
  Àfram LIVERPOOL

 22. Þorsteinn #16
  Er það ekki miklu betra að kaupa þann leikmann sem Klopp vill fyrir hátt verð! Hann getur þá hjálpað okkur núna strax “vonandi” og verið tilbúinn fyrir næsta tímabil. Tel það vera miklu betra að fá hann inn núna heldur en að hann sé að “aðlagast” í byrjun næsta tímabils!!! Ef hann er eitthvað í áttina og Suarez að gæðum þá þarf hann ekki aðlögunartíma. Þá erum við að borga hátt verð fyrir quality og verðum þá fljótir að gleyma verðmiðanum.

 23. 2-0 solid… stoke ver?ur án showcross og jafnvel serbreska kanntmansins þarna.

  en a? teixera studrinuhttp://www.90min.com/posts/2902855-liverpool-to-meet-shakhtar-donetsk-s-alex-teixeira-asking-price-of-38m?a_aid=35705

 24. Viktor EB.27.Gæti ekki verið meira sammála þér ,gæði umfram magn.

 25. Vona bara að okkar menn mæti með sigurviljann sem þeir sýndu eftir að stefndi í niðurlægingu í seinasta leik. Þá er allt hægt. Ef þeir hins vegar mæta með 1-0 í aggregate inn í leikinn og plan um að fá ekki mark á sig úr föstu leikatriði er það nákvæmlega það sem mun gerast.

 26. Flanagan er framtidarfyriliði buinn að sparka nokkra niður i dag….

Norwich – Liverpool 4-5

Byrjunarliðið í kvöld