Byrjunarliðið í kvöld

Þá er orðið ljóst hvaða leikmenn eiga að koma okkur síðasta skrefið á Wembley.

Klopp stillir svona upp:

Mignolet

Flanagan – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Lucas – Can

Milner – Firmino – Lallana

Bekkur: Ward, Lovren, Benteke, Allen, Ibe, Smith, Teixeira.

Einfaldlega sterkasta mögulega liðið held ég við getum sagt, Clyne hvíldur eftir smávægileg meiðsl um helgina.

Koma svo, bókum ferðina á Wembley!!!!

146 Comments

 1. Mjög gott að sjá Ward á bekknum, en er hann ekki ólöglegur(var ekki í fyrri leiknum tekin úr láni?)
  Stoke vann okkur á síðustu öld höldum því er sáttur 2-1

 2. Að sjá Flanno í byrjunarliðinu er frágbært, get ekki beðið eftir að sjá hann.

  Þetta verður leiðinlegur leikur samt, segi 0-0.

 3. kann einhver gúrúrinn leið til að kaupa aðgang að einum þessum einstaka leik á stöð 2 sport?

 4. Kemur mér smá á óvart að sjá ekki J.Allen eða Benteke byrja inná í þessum leik. Einfaldlega útaf leikjaálaginu sem hefur verið á liðinu en Klopp ætlar all inn í þessum leik það er nokkuð ljóst.

 5. Lúðvík, ef þú ert hjá símanum farðu á voddið og niður í viðburði og þar sérðu möguleikann á að opna leikinn.

 6. Mér finnst Allen alveg eiga skilið run í byrjunarliðinu, og það hefur verið afar illa komið fram við hann.

 7. Lúðvík, ef þú ert hjá símanum farðu á voddið og niður í viðburði og þar sérðu möguleikann á að opna leikinn!

 8. Ágætlega sáttur, en samt hel sáttur að hafa Flannó inná og Lovren á bekk. Verður hörku barningur.

 9. Stoke XI: Butland, Johnson, Wollscheid, Muniesa, Pieters, Whelan, Afellay, Walters, Bojan, Arnautovic, Crouch

  Það þarf enginn að útskýra fyrir mér hvað upplegið hjá Mark Hughes er í kvöld, fá fokking hornspyrnur og bíða eftir að töframennirnir okkar í vörninni færi þeim gjöf.

 10. Skyldum við ná að koma í veg fyrir mark á okkur úr föstum leikatriðum ?

 11. Oh elska þessa liðsuppstillingu hjá stoke, sparað nýju fínu mennina og látið Walters og Crouch spila. Ég held annars að þessi Muniesa og Pieters hafi ekkert verið að spila mikið saman og veit ekki hversu góð þessi vörn er þegar Shawcross er ekki með þeim. Fengu allavega 3 mörk á sig á móti Leicester í seinustu umferð þegar Shawcross fór útaf meiddur. Þá kom reyndar Wilson inná í vörnina en núna láta þeir þennan Muniesa spila, kemur í ljós hvernig það gengur. Svo er alltaf Glen-arinn þarna líka.

 12. ég fer að láta sleggjuna vaða á tölvuna mína ef þetta leikjaálaga tal fer ekki að stoppa

  1-1 Liverpool eru ekkert að fara að vaða inní einhverja vitleysu því þeir vita að 0-0 dugar
  Stoke skorar fyrst og Capteinn Henderson skýtur okkur á Wembley

 13. Er það bara ég eða er ekki svolítið skrýtið að sjá Lúkas og can báða byrja???

 14. Þetta geggjaða intro sér um að peppa man algjörlega upp 😉 KOMA SVO þessi vörn þeirra lekur mörkum þegar shawcross er frá

 15. Ég hafði viljað sá Allen inná fyrir Lucas eða Can. Spurning með Smith því Moreno var hörmung gegn Norwich.

 16. Núna er þetta bara spurning en á liverpool ekki neinn alvöru spyrnumann til að taka hornin þessi horn eru álíka léleg og hjá stráknum mínum sem spilar í 6 flokki einhverjir lusaboltar sem stoppa á fyrsta varnarmanni í 90% tilfella nú er ég ekki bara að ræða um þennan leik ?

 17. Elska hvað firmino er góður í pressunni alltaf mættur og er að vinna helling af skallaboltum við mun hærri menn !

 18. 23# algjörlega sammála sama er með aukaspyrnurnar. það væri gaman að vita hvenær við smelltum honum seinast úr aukaspyrnu hehe . Firmino á að taka þetta allt eins og staðan er núna að mínu mati

 19. Djöfulli er Jon Walters alltaf að fara að skora í þessum leik…

 20. það vantar smà malt i þetta. Stoke mun a endanum opna sig meira og þa þarf að nýta það.

 21. Voða er nú gott að eiga eitt mark inni…jafnteflislykt af þessum leik

 22. Mikið er rosalega gott að hafa mark inni… menn sirka of geldir framávið….Og Stoke að fá rangstöðumark

 23. Er línuvörðurinn þroskaheftur? Það á að vera brottrekstrarsök að gera svona helvítis mistök í undanúrslitum. Á að senda hann í langt helvítis bann.

 24. Afsakið orðbragðið, en hvað í fjandanum er línuvörðurinn að gera? Klikkar á grundvallar atriðið, eitthvað sem sést ekki í þriðja flokki, og hann fær borgað fyrir þetta?!

 25. Skil ekki þetta… Ógeðslega lélegt spil hjá okkar mönnum… Og viti menn…. Miðjan steingeld með þá vini lucas og can saman þarna og vita ekkert hvað þeir eru að gera

 26. Hversu langt fyrir innan þarf maðurinn að vera til að flaggið fari upp jesus… Stoke eru bunir að vera virkilega lelegir og Liverpool að reyna eyða sem minnstu orku og þeir geta, fá svo gefins mark… typiskt…

 27. Einstaklega lélegur og leiðinlegur leikur. Augljóslega ekkert spenntir fyrir Wembley

 28. Jæja liverpool ætlar ekkert að vera að breyta statistik í þessum leik 1 skot á mark hjá hinu liðinu og það er eitt mark þó ég geti engann veginn skilið hvernig er ekki hægt að sjá að þetta er rangstæða ??

 29. 1 skot á mark og það þýðir auðvitað að staðan er 0-1…úff

 30. Jæja liverpool ætlar ekkert að vera að breyta statistik í þessum leik 1 skot á mark hjá hinu liðinu og það er eitt mark þó ég geti engann veginn skilið hvernig er ekki hægt að sjá að þetta er rangstæða ??

 31. Minn drengur Henderson ekki vitund líkur sjálfum sér. Sýnist hann vera með hita eða flensu. Inn á með Joe Allen í hálfleik.

  Og taka upp eftirá-sektir á línuverði sem sjá ekki r…gat!

 32. Okkar menn alltaf jafn lélegir 🙁

  Rangstaða eða ekki rangstaða, breytir því ekki að spilamennska okkar liðs er til skammar, nú sem fyrr.

 33. Opponent shots taken = goals conceded

  Q.E.D.

  Equation of Mignolet (migs)

 34. Þetta er einhver hrútleiðinlegasti leikur sem ég hef séð lengi. Væri ekki nær að kippa Henderson út af, setja Allen inn á og fá spil á miðjunni. Skil ekki hversvegna Allen er sparaður svona miðað við frammistöður hans, þá sjaldan hann fær að koma inn á. Áfram Liverpool, oft hefur verið þörf á skiptingum en nú er nauðsyn.

 35. já, já, rangstaða engin spurning. En við skulum ekkert breiða yfir það að þessi fyrri hálfleikur var alger hörmung hjá okkar mönnum.

  Þeir eiga ekkert erindi í úrslitaleikinn ef þeir ætla að spila svona áfram.

 36. Djöfull er þetta lélegt hjá aðstoðardómaranum, þeir verða bara verri og verri á Englandi.
  En hins vegar var þetta einnig slakur varnaleikur hjá Sakho.

 37. Vá hvað þetta var augljós rangstæða annað hvort var þessi línuvörður að blikka augunum akkúrat þessa sekúndu eða veðjað á Stoke sigur á betson.

 38. Þetta var rangstaða og þar af leiðandi ólöglegt mark. Algjör drulla hjá línuverðinum.

 39. Eru Púllarar ekki að spila um að komast á Wembley?????????

 40. Þetta var ekki flókið plann hjá liverpool í dag einfaldlega að vera þéttir og gefa ekki mörg færi á sér og það virtist ætla að takast eftir 45 mín. Stoke voru búnir að fá eitt færi í leiknum og Liverpool sem hafa reyndar skapað lítið virtust ekki vera í miklum vandræðum með Stoke út á vellinum.
  Stoke skorar svo rangstöðu mark(100% ólöglegt) en það var dæmt mark og þá þarf liverpool einfaldlega að spýta í lófana og skora mark í þessum leik til þess að komast áfram.
  Ég er viss um að við munum sjá allt annað lið í þeim síðari, þar sem liðið mun sækja meira og hraðar og taka meiri áhættu.

  Ég hef trú á strákunum.

 41. “Rangstaða eða ekki rangstaða” þvílíkt bull…….alveg sama hversu vel eða illa við erum búnir að spila þá er þetta bara ekki sangjarnt. Rangstöðumark á bara ekki að standa, engin geimvísindi á bak við það. Núna verða menn bara að girða sig og klára þetta strax og koma sér a Wembley.
  YNWA

 42. Andskotns Djöfulsins helvítis kjaftæði ! Þetta er ekki hægt svona mistök aðstoðardómara eiga að þýða brottresktur í 5 ár.. merkilegt hvað þessir glötuðu dómarar eru heillagir !!!!
  í guðanna bænum hættiði að drulla yfir liðið þegar allt var að ganga fullkomnlega upp og vörnin gerir hann réttstaðan þetta eru dómaramistök sem eru að kosta okkur þennan leik.
  vonandi sjá dómararnir þessi hræðilegu mistök í hálfleik…. Það er gjörsamlega fáranlegt í þessari íþrótt að svona mörk fá að standa ??.. öldin er ekki 1720 kíkiði bara á þetta í hálfleik þá sjá þeir að þetta er ekki mark og taka það af hvað er vandamálið ?

 43. RANGSTÆÐA!!!! Jú, okkar menn hafa verið frekar daprir en hafa líka verið varkárir, sem er skiljanlegt með því að verja stöðuna. Samt RANGSTÆÐA!!!!

 44. Sex ára sonur minn er óhuggandi yfir þessu marki. Alveg eyðilagður.

 45. Ömurlegur varnarleikur og rangstæða í þokkabót. Fyrsta skot á rammann og auðvitað mark, nú þarf að byrja að spila fótbolta. Wembley er í húfi

 46. Ok kolrangstada og allt thad en hvad gerir Mignolet? Gerir sig stóran? Neeeiiii…..hann sest á rassinn….hann sest nidur á rassgatid

 47. Ekki það að Mignolet eigi mikla sök á þessu marki en mér finnst samt eins og hvert einasta skot sem ratar á markið fari inn

 48. Markið var rangstæða enn vörninn er bara ekki virka. Það er eins og sé enginn samskipti milli varnarmanna.

 49. Afhverju er samt ekki eytt 20 sec að kíkja á sjónvarpsupptökur þegar fleiri hundruð milljóna eru í húfi þetta er svo mikið bull ! plús þá var arnatovix rangstæður í góðar 5 sec áður en hann fékk boltann hvernig er hægt að klúðra þessu ? ég er með svarið flestir línuverðir á englandi eru 50 ára gamlir karlmenn með skalla og plumber

 50. Lélegur varnarleikur réttlætir ekki að svona mark fái að standa. Óafsakanleg dómgæsla…

 51. Ég hélt að ég mundi aldrei eiga eftir að segja þetta en við þurfum Allen inná miðjuna

 52. Ekkert sem afsakar svona dómgæslu og enn einu sinni kemur fullkomið dæmi hvers vegna það á að nota video tækni þegar um game changing atriði er um að ræða!

  Jæja, breytist ekki núna. Liðið þarf að manna sig upp og slátra þessu Stoke liði í síðari hálfleik. Sýna pung og láta svona atvik kveikja í sér!

 53. Ég get ekki þessar aukaspyrnur hjá okkur. Maður fær bara kjánahroll.

 54. Núna fær allavegana milner hrós frá mér 2 hornspyrnur í röð sem drifu yfir fyrstu varnarmenn það er betra en ég hef séð hingað til.

 55. Mun meiri kraftur í þessu eftir hlé – erum aldrei að fara að detta út.

 56. Þetta verður allt til einskins ef við dettum svo út í undanúrslitum í bikar annað árið í röð ! Allt þetta leikjaálag og erfiði fyrir ekki neitt !

 57. Stoke hefur ekki unnið á Anfield síðan 1959 og það er ekkert að fara að breytast í kvöld.

  Flott stemmning á vellinum gaman að því.

  YNWA!

 58. Svakalega margar aulasendingar sem eru að klikka á miðjunni bæði hjá henderson og can svona á bara ekki að sjást

 59. Hvaða bras var á Sakho þarna? Fer oft á milli þess að vera frábær, og stórfurðulegur.

 60. Stoke er einfaldlega betra liðið á vellinum og verðskuldað með forystuna. Miklu yfirvegaðri og með hörku leikmenn inn á vellinum. LFC virka stressaðir og á hælunum. Vantar yfirvegun og betri ákvarðanatöku. Koma svo Big Ben !

 61. Sést á Henderson að hann er ekki heill, sendingarnar hans búnar að vera hræðilegar í kvöld. Vonandi skorar Big Ben

 62. Flott að taka Henderson út af, hann var búinn að vera alveg skelfilegur.

 63. Ef það er eitthvað sem við megum alls ekki fá í þessum leik þá er það framlenging

 64. Eina sem vantar í þetta lið er Messi, Ronaldo, Zlatan og kannski Pogba. Þá hugsanlega kæmi eitthvað útúr þessu liði. Ömurlegt!

 65. Mikið svakalega er sorglegt hvað síðasta sendingin klikkar alltaf eins og þarna hjá flanagan virkilega flott hlaup og flott sending frá benteke en sendingin frá flanagan of innarlega ?

 66. Einu sinni voru Stoke harðir naglar en núna liggja þeir bara í grasinu og fá nánast alltaf aukaspyrnur
  YNWA

 67. Úff…ég væri helvíti sáttur að geta sett Shaquiri inn á. Fúlt að bekkurinn hjá Stoke sé öflugri en okkar

 68. Nú þurfum við Allen inná fyrir Lucas , stoke hefur ekki unnið á Anfield síðan 1959 takk fyrir

 69. Back to basic fyrir þetta lið, æfa sendingar, skot og horn, málið dautt…

 70. Afhverju dæmir hann hendi á Can en ekki víti hinum megin andskotans aumingja domari

 71. Þetta er einn af þessum dómurum sem mæta á Anfield og ákveður að hann ætli ekki að láta Kop stúkuna hafa nein áhrif á sig, algjörlega búinn að vera úti að aka í nokkrum ákvörðunum í kvöld.

 72. frábær leikur, blússandi sóknarleikur hjá okkar mönnum. Stöðug ógn af miðjumönnum og sóknarmönnum. Algerlega frábært.

  Svo eigum við alltaf Mignolet í vító.

 73. Guð minn góður hvað jójó utd (Liverpool) eru slappir í kvöld úff

 74. Það var vitað strax í haust að þessi leikur færi í framlengingu. Liverpool þarf alltaf að nota eins mikla orku í þessar keppnir og mögulegt er.

 75. Við erum allann daginn að fara á wembley lærið að halda kjafti svartsýnispésar !
  Stoke á ekki séns í okkar menn eitt ógeðlsegt rangstöðumark

 76. furðuleg frammistaða. Hafa hvað eftir annað verið í lykilstöðu eftir að hafa unnið boltann af vörn Stoke en það er eins og vanti allan hraða og ákvefð í liðið. Benedikt kemur með smá presens inn í þetta en hann er alltaf svo klaufskur þegar hann fær boltann og virðist hafa einhverja fóbíu fyrir vítateig andstæðinganna.

 77. Liverpool er búið að fá á sig 8 mörk í síðustu 9 skotum á rammann.

 78. Svo sannanlega leikur línuvarðarins…..nákvæmlega núna værum við komnir í úrslitaleikinn. Verður fróðlegt að vita hvaða leik hann fær næst. En við förum bara erfiðuleiðina…..það er bara þannig 🙂
  YNWA

 79. Ég veit ekki með ykkur en ég óttaðist þennan leik mjög mikið. Stoke er að breytast i mjög gott lið sem erfitt er að vinna. Við erum i mikilli lægð og Hr. Klöpp er að vinna i þessu.

  Það er ekki sjálfgefið að klára þetta líkt eins og það væri 2011. Stoke er bara miklu sterkara lið i dag.

  Ég trúi ! Hvað með ykkur…

 80. Nr 106 , auðvitað verðum við að trúa, annars værum við ekki enn að horfa 🙂

 81. Úff Flanagan átti að fjúka útaf með seinna gula fyrir þessa tæklingu

 82. Hver getur skorað fyrir okkur ? Ég vona að þetta fari ekki í vító því þeir eru með hundrað sinnum betri markmann !

 83. Sæl öll,

  auðvitað á Liverpool að vera búið að klára þetta á heimavelli en þessir dómarar úff úff !!?! Rangstöðumark og Liverpool neitað um augljósa vítaspyrnu??!?

 84. Er það bara ég eða er Benteke allstaðar annarsstaðar en í vítateignum?

 85. Benteke koma svo settu undir þig hausinn og láttu menn finna fyrir þér og hættu að gefa til baka reyndu að skjóta á helvítis markið fjandinn hafi það ?

 86. Það sem er mest svekkjandi við þetta er ekki að markið sem er að fara með þennan leik í framlengingu var ólöglegt, heldur að Stoke er miklu betra liðið á vellinum.

 87. Hver einasti leikmaður liðsins hugsar þegar hann fær boltann… “hvernig get ég komist hjá því að senda boltann áfram”

 88. Benteke er orðinn skíthræddur inni í teig og gerir allt til að forðast að skjóta. Myndi ekki þora að láta hann taka víti

 89. Sjiiiiiiiiiiiiitt hvað ég er orðinn þreyttur á Benteke! Þetta er orðið átakanlegt hvað maðurinn er áhugalaus og latur. Þvílíkur djöfulsins dragbítur á þetta lið!

  Og Jordon Ibe er að eiga eina verstu innkomu sem ég hef séð! Það er eins og hann sé aktíft að reyna að drepa allar sóknir sem hann álpast til að taka þátt í!!! ALMÁTTUGUR!! =(

 90. Dýrasti áhorfandi leiksins kostaði “aðeins” 32 milljónir punda! Það er ekkert að koma frá þessum manni. …..

 91. LFC sló 20 ára met í kvöld…. 20 ár síðan LFC skoraði ekki á heimavelli í deildarbikar. Vel gert strákar!

 92. 118 það væri hvorki framlenging né vítaspyrnukeppni ef þetta línuvarðarmark hefði ekki komið……og hvað varðar Ibe þá ætlaði hann greinilega að gera allt þarna í lokin, bara ekki nógu góður í kvöld
  YNWA

 93. Stoke,verða að teljast mun líklegri í vító. Mignolet vs Butland ?

 94. Migno maður leiksins þetta er ekkert flókið þarf ekkert að ræða það frekar.

 95. Hvaða vítamín er Allen búinn að vera að bryðja? Og hvar faldi Benteke þessar stáltaugar?

 96. Það hefði ekki verið sanngjarnt ef stoke hefði komist áfram á ólöglegu marki

 97. Ánægður með úrslitin og frábært að sjá Mingolet í kvöld. Gerði það sem hefur vantað hjá honum í flestum leikjum, það er að koma út og hirða fyrirgjafir. Annars frábært að liðið sé á leiðinni á Wembley 🙂

Stoke í kvöld

Liverpool 0 – Stoke 1 (6-5 vító)