Norwich á morgun

Maður nær varla andanum á milli leikja. Ég vissi að ég átti upphitun fyrir þennan Norwich-leik og ákvað að tékka nú fyrir kvöldmat á því hvort hann væri á laugardegi eða sunnudegi og hann er að sjálfsögðu í hádeginu á morgun. Fjandinn forði því að Klopp og drengirnir nái meira en einni æfingu á milli leikja.

Allavega, okkar menn heimsækja Norwich City á Carrow Road í hádeginu á morgun í fyrsta leik 23. umferðar Úrvalsdeildarinnar.

Fyrst, nokkrir punktar:

 • Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool hefur liðið spilað flesta leiki allra liða í stóru deildum Evrópu. Síðan Dortmund lék síðast leik í Þýskalandi hefur Liverpool leikið níu sinnum.
 • Síðan Klopp tók við hefur liðið náð í 19 stig í 14 umferðum sem er 8. besti árangur deildarinnar á þeim tíma. Liðið er í 9. sæti í dag.
 • Liverpool hefur unnið 9 og gert 2 jafntefli í síðustu 11 leikjum gegn Norwich.
 • Liverpool hefur skorað 22 mörk í síðustu 6 leikjum gegn Norwich. Luis Suarez skoraði 12 þessara marka.

Þá að leiknum. Hjá okkar mönnum var lítið að frétta skv. fréttamannafundi Klopp í dag. Adam Lallana er 50/50 líklegur til að spila en annað virðist vera óbreytt frá því um síðustu helgi.

Það er því í raun spurning um það hverju hann getur breytt frá United-tapinu, meira heldur en hverju hann vill breyta. Viljum við betri sókn? Já endilega en hvaða kosti hefur hann? Viljum við betri vörn? Já takk en hverjir eru heilir? Og svo framvegis.

Einn leikmaður sem verður pottþétt ekki með er … surprise! … Daniel Sturridge. Ef þið viljið ekki fá svima og ógleði, sleppið þá þessu tísti:

Ég ætla að spá því að Jordon Ibe, frekar en Christian Benteke, taki stöðu Adam Lallana í byrjunarliðinu fyrst Lalli er tæpur. Að öðru leyti held ég að Klopp breyti liðinu ekki, einfaldlega af því að hann hefur ekki marga kosti á bekknum og þeir fáu (Allen, Ibe, Benteke, Smith) sem kæmu raunhæft til greina léku í miðri viku.

Liðið verður því svona:

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Lucas – Can

Ibe – Firmino – Milner

Bekkur: Ward, Caulker, Smith, Allen, Teixeira, Benteke. Ef Lallana getur ekki verið sjöundi maðurinn væri gaman að sjá Sheyi Ojo fá að vera með.

Um Norwich get ég sagt þetta: Newcastle, Watford og West Ham. Það er ómögulegt að hugsa um þennan leik á morgun og hugsa ekki til þess hvað liðinu hefur gengið illa á útivöllum deildarinnar undanfarnar vikur. Þessi Norwich-leikur verður svipað próf og liðið hefur verið að falla á undanfarið. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum, völlurinn þeirra er mikill stemningsvöllur og þeir hafa verið að versla í janúar (Steven Naismith frá Everton, Timm Klose frá Wolfsburg og fleiri) og eru í fallbaráttu svo að þeir munu selja sig grimmt fyrir öll þrjú stigin á morgun.

Mín spá: Þetta leggst mjög illa í mig. Það varð örugglega spennufall hjá leikmönnunum eins og okkur hinum eftir tapið um síðustu helgi, það er spurning hversu erfitt verður að gíra sig upp fyrir deildarleik þegar markmiðinn í þeirri keppni virðast mjög fjarlæg núna. Við það bætist að Norwich-menn munu örugglega byrja af krafti og ef þeir komast snemma yfir gætu okkar menn hæglega misst þráðinn eins og gerðist gegn Watford og West Ham.

Í raun hef ég ekki verið jafn svartsýnn fyrir leik og síðan við lékum úti gegn Stoke í deildarbikarnum snemma í janúar. Þá kom liðið okkur einmitt á óvart og vann 1-0 þannig að ég ætla að spá sömu úrslitum hér: 1-0 fyrir Liverpool og Firmino skorar markið. Svo kaupum við Teixeira og svo klárar liðið sig á Wembley eftir helgina.

Koma svo!

YNWA

16 Comments

 1. Ef vid getum ekki unnid Norrich a hvada velli sem er eigum vid i vanda. Slys hafa komid vid og vid en svona midad vid stodu tessara lida i alheiminum eigum vid ALLTAF ad vinna tessa kanarifugla. Eg er bjartsynn og segi 1-4

 2. Ég ætla spá því að Benteke byrji þennan leik. Annað hvort Milner eða Lucas verða ekki í liðinu. Benteke hefur ekki verið að heilla en ég held að það sé samt líklegra að hann skori en Milner og þarna í fremstu þremur og en ég spái því að Lucas verði á bekknum með Can/Henderson/Milner á miðjuni.

  Ég vill bara sjá 3 stig á morgun og er mér alveg sama hvort að við tökum Man utd á þetta og eigum bara eitt skot á ramman á meðan að það dugar til.

 3. Best að hafa þetta nákvæmt. Allen verður náttúrlega á miðjunni í fyrri hálfleik og skorar fyrsta markið á tíundu mínútu. Þá brotnar ísinn og tvö önnur fylgja í kjölfarið skoruð af Sakho og Firmino. Lucas kemur inn á eftir heiðursskiptingu á Allen í seinni hálfleik og skorar fjórða markið í uppbótartíma. Norwich 0 – Liverpool 4.

 4. Suarez! Where art thou?

  Freistandi að vera svartsýnn eins og upphitari. Skiljanlega. En fyrsta helgi í þorra og þá verða menn villimenn og rífa í sig súrt.

  Við vinnum þetta. Ekki spurning. Menn voru með stressþyngsli fyrir síðasta leik en nú er öll pressa farin og leikgleðin í fyrirrúmi.

  Menn keyra rest á gleðipillum og gefa okkur góða leiki. Held ég c”.)
  YNWA

 5. Èg vil sjá Benteke fá fleiri tækifæri á morgun og í byrjunarliðið með hann.
  Flanagan á bekkinn og Caulker í byrjunarliðið með Sakho, hann er sterkari í loftinu en Toure.
  Firmino vinstra megin og Milner hægra megin.

  ————–Mignolet
  Clyne-Caulker-Sakho-Moreno
  —Hendo—Lucas—Can—
  Milner—–Benteke—–Firmino

  Við tökum 3 stig og ekkert rugl.

 6. Ég er eins og fleiri búinn að vera velta fyrir mér gengi liðsins undanfarið og er orðinn þreyttur á endalausum lélegum frammistöðum að því er virðist það er svo mikið sem er að að manni hreinlega verkjar við að hugsa um það. Þetta var hugsuninn þegar ég keyrði í vinnu í morgun og gat ekki hugsað neitt annað en þessa neikvæðni þá kom þetta í útvarpið https://www.youtube.com/watch?v=e3CFyOxmgTk og ég hugsaði shit já we aint seen nothing yet gefum þessu tíma verum jákvæð það tekur tíma að byggja upp nýtt lið úr leir sem þarfnast töluverðs viðhalds og endurbóta. Þetta verður ströggl einblínum heldur á það sem er jákvætt og þá frammþróunn sem hefur orðið og mun verða við vitum allir að topp 4 er ekki raunhæft á þessu tímabili þetta verður jojo og næsta tímabil gæti orðið erfitt líka en höldum í vonina þá birtir upp um síðir

 7. Sæl og blessuð.

  Deyja fyrir klúbbinn.

  Það er ekkert annað.

 8. Er ekki Lovren orðinn leikfær? Það virðist vera talað um að hann yrði klár þann 17. janúar. Þetta er kannski alveg í það snemmsta fyrir hann samt. Svo er spurning hvort Klopp meti það svo að Caulker henti betur, svona upp á að hirða skallaboltana. Nú hann gæti líka sparað hann fyrir síðasta korterið og hent honum í framlínuna…

  En já, ég væri alveg til í að sjá Teixeira og Ojo fá a.m.k. séns á bekknum, og jafnvel einhverjar mínútur.

 9. þetta fer 4-0 og verður veisla, firmino tekur við af suarez og setur þrennu og markamaskínan joe allen heldur áfram að finna netmöskvana koma svoooo

 10. Fyrsta sigur á árinu takk. Spáin 0-2 með Firminio og Milner sem skora.
  YNWA

 11. Sannfærður um 0-3 sigur þar sem hægt verður að sitja áhyggjulaus síðustu 30 mínúturnar og njóta þess að sjá klúbbinn okkar landa þremur stigum 🙂

  Áfram Liverpool

 12. Mèr finnst gott ad fara a hamborgarasmidjuna grensasvegi 5-7 tar er otrulega godur matur 🙂
  veit ekki hvort tad se nogu nalaegt fyrir tig.

  annars er ollu tannig sed tapad fyrir lfc nuna eiga menn bara ad fara koma pressulausir inn i leikina og spila med gledi i hjarta og safna stigum og medan menn safna teim er alltaf moguleiki a ad landslagid fyrir ofan okkur hafi breyst.

 13. Sæl þjáningarsystkini. Er einhver staður á Selfossi sem hægt að horfa á leikinn?

£24.5m boð í Alex Teixeira

Liðið gegn Norwich