£24.5m boð í Alex Teixeira

Hressandi fréttir nú í morgunsárið frá öllum þeim Liverpool miðlum sem við tökum eitthvað mark á þess efnis að Liverpool hafi lagt fram tilboð í Alex Teixeira leikmann Shakthar Donetsk sem féll úr leik í Meistaradeildinni í desember. Hann hefur skorað 22 mörk í 15 deildarleikjum og 26 mörk í 26 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

Sjáum til hvernig þetta þróast. Hann er sagður vilja fara til að eiga möguleika á að komast í landsliðið en talið er að tilboð Liverpool hafi ekki verið á pari við væntingar Shakthar, eitthvað sem kemur í hvert einasta skipti sem lagt er fram tilboð í leikmenn. Ian Ayre ku vera farinn til Flórída þar sem Shakthar er í æfingaferð til að ganga frá málinu.

Mjög spennandi dæmi ef rétt reynist en maður er með báða fætur á jörðinni ennþá enda Liverpool gengið ótrúlega illa að kaupa leikmenn frá Úkraínu.

Blaðamaður Liverpool sem er hvað best að sér um deildirnar í Rússlandi og Úkraínu er mjög spenntur

Já og hættiði svo að halda því fram að ekki sé hægt að kaupa neitt í janúarglugganum og/eða að það sé slæmur gluggi. Flestir af betri leikmönnum Liverpool undanfarin ár virðast hafa komið í þessum glugga.

46 Comments

 1. þetta væru brilljant kaup og klárlega frábær viðbót við hugmyndarsnauðan og lélegan sóknarleik okkar manna…. enn einn brazzinn geggjað

 2. Ég hef nú eins og flestir hérna orðið oftar en ekki fyrir miklum vonbrigðum með þessa leikmanna glugga og hef því afar litla trú á þessu. Chelsea hafa verið á efir honum og eina sem ég held að þetta muni gera er að nú mun Chelsea borga uppsett verð og klára þetta á korteri.

  Mér finnst furðulegt ef að Ian Ayre skuli vera farinn út því samkvæmt miðlum þá munar ansi hressilega á því hvað þeir vilja fá fyrir hann og hvað Liverpool er tilbúið að borga.

  En við skulum sjá…

 3. Mér finnst þetta vera í réttari átt en kaupin á Caulker. Þetta er samt ekki staðan sem okkur vantar mest leikmenn í, þótt jú, okkur vanti auðvitað mörk. Lallana gæti alveg droppað á bekkinn mín vegna.

  Ég vara samt við of miklum væntingum of snemma, svona leikmaður þarf tíma til að aðlagast. Saman gætu hann, Firmino og Coutinho skapað deadly þríeyki með almennilegan striker fyrir framan sig.

  Hvernig er það, eru engar takmarkanir lengur á leikmönnum utan EU? Þýðir þetta brotthvarf Lucas Leiva? Eða er hann orðinn local af því að hann hefur verið svo lengi?

 4. Hversu mikið vill Shaktar fá fyrir hann? Ef það er ekki meira en 30 milljónir þá er ég tilbúinn að taka sénsinn.

 5. Það er ekki frétt nema hann haldi á Liverpool treyju og er á Anfield.

 6. Ímyndið ykkur 4231 með Sturridge (immitt) uppá topp og Texeira Coutinho og Firmino fyrir aftan!

 7. Flottur leikmaður sem myndi pottþétt setja Milner og Lallana á bekkinn, tek samt öllum tölum hvað varðar frammstöðu með fyrirvara, enda er hann sjálfsagt frábær leikmaður í slakri deild með Shakhtar Donetsk í Úkraínsku deildinni og það er rosaleg breyting að koma ensku deildina og þar þurfa menn að sanna sig uppá nýtt einsog við höfum oft séð.

 8. Það að Liverpool se að reyna kaupa þennan segir að Klopp se ekki ánægður með menn eins og Lallana og eg held að ef þessi kemur mun það marka endalok Adam Lallana hja Liverpool.

 9. Tekið af Echo

  Liverpool are willing to pay 32million euros to secure the signing of the 26-year-old. However, Shakhtar insist they value the player at around 50million euros (£38.5million)

  Það munar þarna 18 million euros á milli kaupanda og seljanda, en vonandi náum við að landa honum.

 10. Frábær leikmaður. En enn og aftur er gripið í plan A: kaupa sóknarsinnaðan miðjumann sem getur spilað frammi.
  Ég er með hugmynd. Kaupum sóknarmann til að skora mörk…. og Teixeira.

 11. Alex Teixeira pulled his hamstring soon after Liverpool made a bid. This is not a joke. Repeat: this is not a joke.— Artur Petrosyan (@arturpetrosyan) January 21, 2016

  Maður verður að reyna að sjá húmorinn í þessu…

 12. Ég hef séð svona ferli 100 sinnum. Mikið ber á milli með verð en svo koma annað hvort tottenham eða celski og borga uppsett verð og landa honum, kannist þið ekki við þetta ? Ég vona að þessi getulausa nefnd komi ekki nálægt þessu, þá er kannski von

 13. Ja hérna tognaði við að heyra af áhuga frá Liverpool.

  Getum við ekki reynt að setja inn tilboð í lykilmenn hjá liðunum fyrir ofan okkur.

 14. Leyfum genginu að vinna í málinu og dæmum eftirá. Þýðir ekki að gefast upp strax þó fyrri viðskipti við millann hafi ekki gengið upp. Það er greinilega verið að sýna metnað og kannski fjölgar Teixeira takkaskónum í búningsklefanum.

 15. Væri mikill fengur í þessum leikmsnni,en afskaplega lítill möguleiki að hann velji okkur,mörg félög sem vilja hann.

 16. Ívar Örn #5

  Lucas Leiva er með ítalskt vegabréf því hann á ættir þangað að rekaa því er hann evrópskur 😉

 17. Þurfum við samt ekkert að ræða það að fyrrum leikmaður Liverpool Javier Mascherano var í dag dæmdur í eins árs fangelsi fyrir skattsvik. Þetta er mjög stórar fréttir. Spurning hvort Messi verði næstur. Hlýtur líka að þýða endalok Mascherano hjá Barca, hann mun væntanlega vilja komast frá Spáni eftir þetta.

 18. 21 Það þarf ekkert sérstaklega að ræða það. Vitað fyrir nokkru að þetta yrði niðurstaðan, 600.000 punda sekt og fangelsi skilorðsbundið.
  Hann þarf ekki að stitja neitt inni og heldur áfram að safna seðlum og titlum hjá Barca.

 19. Það er ekkert hámark á erlendum leikmönnum en það er “home-grown” kvóti og sumir eiga erfitt með að fá atvinnuleyfi.

 20. Það er nú eins gott að kaupa þennan, enda erum við ekki með nema 3 leikmenn sem spila allir nákvæmlega sömu stöðu að upplagi:

  Coutinho, Firmino og Lallanho 🙂

  Ég ætla bara að neita að trúa því að Klopp ætli að halda áfram á braut fyrri stjóra og kaupa endalaust af alveg eins leikmönnum í alveg eins stöður.

  Þetta hlýtur bara að þýða að einn af þessum þremur, hið minnsta, sé búinn að fá þau skilaboð að hann megi leita annað.

  Það verður væntanlega ekki Firmino, enda bara nýkominn til félagsins. Frá Þýskalandi. Þaðan sem Klopp þekkir ansi vel til.

  Og líklega ekki Herra óstöðugur, a.k.a. Coutinho, heldur enda okkar helsta stjarna og heilinn á bak við sóknarleik Liverpool. Jájá, sóknarleikurinn er ekkert til að hrópa húrra yfir, en hann er þó ljóstíran í myrkrinu. Svona þegar hann nennir því.

  Eftir stendur Lallana. Maðurinn sem er alltaf fyrsti maður á blað hjá Klopp. Spilar alla leiki, allan leikinn. Hringsnýst í kringum sjálfan sig og hefur ekki skorað mark né lagt upp eitt einasta mark síðan í maí á síðasta ári.

  Ekki misskilja mig, ég er alltaf til í að sjá frábæra knattspyrnumenn hjá LFC. Og satt best að segja þá myndi ég ekki sakna neins af leikmönnum liðsins í dag, ef frá eru taldir Flanno, Moreno og Henderson. En mikið vildi ég að maður myndi skilja þennan hugsunarhátt, að kaupa endalaust af næstum-því-sóknarmönnum, þegar liðið þarfnast einskis frekar en einmitt manns sem getur bundið endahnútinn á sóknir liðsins.

  En það er svona eins og það er – þetta er ekki í fyrsta skipti sem LFC reynir að kaupa einhvern úr austur-evrópskri deild í janúarglugganum. Einu sinni var það Konoplyanka. Okkar maður Ayre var meira að segja kominn til Úkraínu til að ganga frá málunum. Það gekk ekki upp. Svo reyndi LFC að kaupa Mohamed Salah. Hann endaði hjá Chelsea. Og ekki má gleyma Willian, ekki leyndi LFC áhuga sínum á honum. Hann endaði hjá Chelsea. Nennir einhver í veðmál við mig hvar þessi Brassi á eftir að enda? 🙂

  Homer

 21. Voðalega er eitthvað dauft yfir þessu… Á ekkert að fara staðfesta kaupin!!!!

 22. Glæsilegt ef einn Brazzi til viðbotar friskar upp a spilið. Nu þurfa hinir bara að verjast og lata þa sja um þetta.

 23. Það sem mig grunar er að Jurgen Klopp vilji helst stilla upp einhvers konar 4-3-3 kerfi eins og hann t.d spilaði gegn Man City. Þar sem hann stillir þremur mjög teknískum mönnum framanlega á völlinn sem búa yfir ákveðnum eiginleikum eins og, vinnusemi . góðir að pressa og marksækni að þessu leitinu til passar þessi gaur fullkomnlega inn í það leikkerfi. Hann minnir mig allavega mikið á Coutinho og Firmino. Dæmigerður brassi.

  Að þessu leiti held ég að þessi kaup gætu verið þræl fín. vegna þess að það leikkerfi býður einmitt upp á það að hafa gnótt af marksæknum CAM gaurum heldur en eiginlegum framherjum og það sem betra er að hann virðist ágætlega marksækin samt sem áður. Það bíður líka upp á plan B, með því að hafa mann eins og Benteke á bekknum sem er allt öðruvísi týpa af framherja og ég tala nú ekki um ef Daniel Sturridge fer að taka upp á því ólíklega að haldast heill.

 24. Ég er tilbúinn að veðja stórutánni að þessi strákur kemur í enska boltann í Janúarglugganum. En ekki til okkar 🙁

 25. Hvad med ad lata sturridge uppi kaupin? Eg er alveg buinn ad missa virdingu f. Sturridge. Hann er ekki launa sinna virdi. Meidsli hans eru af andlegum toga. Alveg magnad ad madurinn skuli ekki sja ad ser og aftakka launin.

 26. Það er alltaf sama gamli hugsunarhátturinn hérna hjá sumum. Við þurfum að vera með breidd.
  Ekki ætla ég að skammast við því að fá mann eins og Teixeira inn í liðið okkar heldur fanga því vel og lengi.

  Við höfum séð í gegnum tíðina að þó að menn séu að spila á kannti eða í holunni þá geta góðir slíkir menn skilað óhemju miklu til liðsins og skorað helling af mörkum. Ronaldo, Suarez , Bale og fleiri snillingar hafa raðað inn mörkum í þessum stöðum á vellinum. Held að ef við myndum spila með Teixeira frammi og með Firmino og Coutinho í kringum hann þá værum við í fínum málum.

  Hraði og pressa mun skila mörkum. Og þegar við spilum á móti “stoke” liðum sem pakka algjörlega þá má nota Benteke í og með. Held að hann sé nú ekki dauður úr öllum æðum maðurinn sá.

  En verandi Liverpool maður þá er maður að sjálfsögðu mjög hóflega bjartsýnn.

 27. Tekið úr grein Andy Hunter hjá The Guardian: “Ayre and company returned to Britain on Thursday without a deal but Shakhtar are willing to continue negotiations during this transfer window.”

  Nú er maður óhjákvæmilega orðinn hræddur um það að Chelsea muni mæta á svæðið og borga uppsett verð og stela manninum af okkur. Ef að því yrði er FSG úti að aka. Þegar þeir borga 32 millur fyrir Benteke og 25 fyrir Lallana og týma ekki að ganga frá þessum díl er eitthvað mikið að. Þessi leikmaður er on fire í deildinni sinni og hefur akkúrat það sem okkur vantar: FOKKING MÖRK!

  Ég vil minna fólk á þessa línu frá einum af eigendum Liverpool: “I would say we certainly have the resources to compete with anybody in football.” Tom Werner 12/04/2012″

  Hvernig væri þá að sýna okkur það og hætta þessu flirti og ganga bara frá þessum kaupum, kominn með frekar leið á þessu og ég er hræddur um að þetta sé einn eitt William dæmið upp á nýtt. Vonandi hef ég þó rangt fyrir mér og FSG girða sig í brók, ganga frá dílnum og Ian Ayre getur opnað kampavínið sitt.

 28. Ég ætla að láta mig dreyma,, og á morgun (föstudaginn) fáum við tilkyningu um að Liverpool hefur verslað þá Teixeira og Taison, þeir eru svaðalega góðir saman, skilja hvorn annan á vellinum í sendinum og spili, gaman að horfa á þá saman… Ég á mér draum að einn daginn fáum við þessar fréttir.

 29. Höfum við nokkuð að gera með Teixeira. Líka dýr ef hann passar ekki inn hjá liðinu. Benteke átti líka að vera gríðarlegur markaskorari ogjafnvel einhver besti sóknarmaður í heimi en mér heyrist á mönnum hér á athugasemdasíðunum að þeir séu ekki yfir sig hrifnir af honum.

 30. Það er nóg pláss fyrir Teixeira hjá okkur og það þarf enginn að víkja. Meira bullið alltaf í sumum hérna inni sem virðast halda að við komumst upp með einhverja 15 menn og ætlast svo til að við séu í baráttunni um topp 4.

  Ég get svo sem tekið undir það að við þyrftum að styrkja stöðu markvarðar eða kaupa hreina ,,9″ en þegar möguleiki er á svona bita þá látum við það ekki framhjá okkur fara.

  Þar að auki má það vel vera að við fjalægjumst hugmyndir um kantmenn og hreina ,,9″…og ég eiginlega vona það því annars þurfum við að kaupa að lágmarki 4 kantmenn í þetta lið.

  Það má vel spila með Lallana, Teixeira og Firmino öllum í liðinu á sama tíma og ef Coutinho væri aðeins duglegri til baka gæti ég alveg séð þá fyrir mér alla í liðinu á sama tíma undir vissum kringumstæðum. Firmino þá líklega fremstur.

  Að algeru lágmarki eru tveir af þeim fjórum að byrja leiki. Þá er frábært að eiga 4 frábæra menn til að deila með sér 2 til 3 stöðum í liðinu og já Lallana er frábær! Hann var keyptur til að spila með snjöllum leikmanni fyrir framan sig en er dæmdur, ranglega, fyrir takmarkaða leikmenn í kringum sig. Hann er gríðarlega duglegur og útsjónasamur leikmaður sem ég er viss um að spryngi út áður en langt um líður. Hann hefði verið stórkostlegur með Sturridge spilandi fyrir framan sig, hvað þá SaS dúóinu…úff.

  Mikið vona ég að þessi kaup gangi eftir og að í framhaldi sjáum við Klopp taka til aftar á miðsvæðinu, og í markvarðarstöðunni.

  Bjarti tímar framundan félagar.

 31. Texeira á eftir að vera öflugur fyrir framan Ramires og með Oscar og Willian við hliðina. Spurning hvað þetta muni gera fyrir spilatíma hjá Fabregas og Pedro samt.

 32. Þetta videó finnst mer sýna vel um gæði þessa leikmanns.

  Nokkuð ljóst að gæði varnarmanna i Ukraníu ekki beint mikil. Hann skorar líka mikið úr vítaspyrnu.

  Hinsvegar er hann að skora oft úr “fráköstum” eitthvað sem vantar mikið hjá okkur. Svo eru mörg mörk bara total talent.

  Ég skil aðeins betur að 30+ m er pínu risky með þessi kaup eftir að skoða þetta myndband. Hinsvegar höfum við keypt menn a svipuðu eða hærra verði sem hafa aldrei synt svona talent. Og ef hann væri með meira en 1 mark að meðaltali i enska þá væri verðmiðinn 70+ m eins og t.d Suarez !!!

  Klára þetta!!!

 33. Hann sýnir afgerandi knatttækni í þessu myndbandi … mark númer fimm er frábært, mikið öryggi í vítum, fullt af dæmum um frumkvæði í uppleggi fyrir aðra, vel staðsettur í fráköstum. Ég vissi nánast ekkert um hann en þetta lítur vel út.

Liverpool 3 – Exeter 0

Norwich á morgun