Opinn þráður – Blm. fundur Klopp

Almenn bugun í gangi eftir mjög góða helgi í Liverpool borg að öllu leiti nema auðvitað einu, förum líklega betur yfir það bráðlega.

En til að koma síðustu fyrirsögn aðeins neðar hendum við hér inn blaðamannafundi Klopp eftir leik.

Slúður sem við heyrðum úti var á þá leið að Lucas Leiva yfirgefi Liverpool núna í janúar og mögulega var hann að kveðja gegn United. Sjáum þó til með það.

Annað í fréttum er að Shane Long er orðaður við Liverpool í svona Powerade slúðurdálkum sem er sama og ekkert að marka. Eins er talað um að Jerome Sinclair sé að fara eftir að hafa hafnað samningi, ekkert sem kemur á óvart þar svosem.

40 Comments

  1. Já, endilega selja þann leikmann sem er með hvaða stærsta hjartað í liðinu.
    Sást klárlega í leiknum á móti United hverjir gáfu sig mest í leikinn og þar fór Lucas Leiva fyrir liðinu.

  2. Er ekki hægt að setja inn næsta leik svo maður losni við að sjá úrslitin í síðasta leik þar

  3. Næstu leikir ættu að létta aðeins á manni eftir svona tap:

    20 jan LFC – exter FA cup(varaliðið)
    23 jan Norwich – LFC Premiership
    26 jan LFC – Stoke League Cup seinni leikur (LFC 1-0 yfir)
    02 feb Leicester – LFC Premiership
    06 feb LFC – Sunderland Premiership
    14 feb Aston Villa – LFC Premiership
    18 feb Augsburg – LFC Europa League
    25 feb LFC – Augsburg Europa League
    28 feb LFC – Everton Premiership

  4. Hvernig er með þennan Sinclair er hann alveg tognaður á heila? Maður myndi ætla að það væri tækifæri fyrir ungan gutta að rífa sig uppá rassgatinu og reyna að fá einhverja leiki nú þegar markaskorun er í lágmarki og allir og amma hans er kallaðir á dekk til að spila center.

  5. Ekkert sem kemur manni á óvart með Sinclair. Hann er með sama umboðsmann og Sterling.

  6. 5 ára samningur Mignolet vekja hjá mér svipaðar tilfinningar og þegar Christian Poulsen skrifaði undir hjá Liverpool á sínum tíma. Vonbrigði!. Vonaðist að með komu Klopp myndi L’pool ná sér í alvöru markvörð. Þýska deildin full af frábærum markvörðum og maður vonaðist að Klopp gæti lokkað einhvern heimsklassa markvörð þaðan. Menn þurfa bara að horfa á hvað Cech og De Gea hafa gert fyrir sín lið til þess að átta sig á mikilvægi þess að hafa heimsklassa markvörð.

  7. Merkilegt ad simon fai nyjan samning. Er hann ad fa verdlaun fyrir ad hafa stadid sig svona vel??

  8. hefur klopp verid ad horfa serstaklega i tessa markvardastodu? dortmund var aldrei med serstaka markmenn er eg ekki ad muna rett?

    svo allir hafa galla lika klopp.

    eg bara trui tvi ekki ad liverpool aetli ad byggja upp lid med tennan markvord hann er med svo svakalega marga galla.

    annars hvad vardar tessa leikmenn alla ta er erfitt ad fara tja sig um ta eftir utd leikinn 🙂

    svo klopp gerdu tad sem tu villt med tessa blessudu menn…
    bara i gudsbaenum komdu med meiri hrada i tetta lid…

  9. Liverpool FCVerified account
    #LFC can confirm that @SMignolet has signed a contract extension with the club:

    [img]https://pbs.twimg.com/media/CZBGlVQWcAA2k-6.jpg[/img]

    [img]http://i.imgur.com/KBNcZ.gif[/img]

    [img]http://i.imgur.com/P9wpy6e.png[/img]

    Frábær ákvörðun hjá klúbbnum.

  10. Mignolet að skrifa undir langtímasamnig við Liverpool og nú verður það verkefni sumarsins meðal annars að kaupa aðalmarkvörð og Mignolet verður notaður sem vara.

  11. Þessi nýji samningur við Mignolet kórónar þvæluna sem er í kring um klúbbinn.
    Ég er orðlaus.

  12. Þetta er eins og grískur harmleikur þetta félag,,, Hélt að 2010 og þar í kring væri bottninn, En ég bara mann ekki eftir verra LFC liði og svo þetta…. KRÆST á að murka úr manni alla líftóruna.

  13. OMG var að vona að þetta meðalmennsku crap væri úr sögunni,en nei þvílíkur barnaskapur og bjartsýni hjá manni að halda það. FIMM ÁRA SAMNINGUR við Glákus Blindibus…úff
    Ætli nefndin okkar góða hækki svo ekki tilboðið í Shane Long til að toppa drulluna.

  14. Ég las einhvers staðar að hann fær 50k á viku, veit svo sem ekki hvort það sé satt. Það eru 13m á 5 árum. Hann kostaði 9m og eigum við ekki að segja að hann hafi fengið 5m í laun nú þegar. Þetta gerir 27 milljónir í Simon fkn Mignolet. Þetta FSG lið veit ekkert um fótbolta og eru ekki betri í viðskiptum en þetta. Það sem þessi klúbbur hefur átt slæma eigendur.

    Sláandi tölfræði í gangi á netinu um hversu oft Liverpool fær á sig mark við fyrsta skot andstæðinga sinna.

    Við munum aldrei geta selt þetta drasl af markmanni ef hann er á þessum launum. Sama vitleysa, aftur og aftur. Endum á að lána hann eða borga með honum eftir 2-3 ár, þá í 16. sæti.

    Fuck!

    Ward í markið og ef það klikkar, prófa Toure. Eftir það má ganga eina umferð á útileikmennina. Mignolet er sístur meðal þeirra líka.

    Ég get ekki meira af þessu…

  15. Talaði við félaga minn í dag sem fór á Arsenal leikinn á miðvikudaginn og hann sagði mér að hann hefði hitt mann þarna úti sem sagði honum að það yrði tilkynnt um nýja eigendur á klúbbnum eftir þetta tímabil og þessir nýju eigendur séu að fjármagna þessa stækkun á vellinum.
    Hann sagði líka að Klopp hefði vitað af þessu þegar hann skrifaði undir hjá Liverpool og að hann fái ekki pening í leikmannakaup fyrr en næsta sumar hjá nýjum eigendum.
    En svona eru sagan sem hann heyrði þarna úti en þeim ber að taka með fyrirvara.

  16. Vá er ég bara sá eini sem er rólegur og sé í raun bætingu á liðinu og skýr merki um að það sé plan í gangi og viss um að þetta lagast með innkaupum klopp næsta sumar? 3-4 Klopp leikmenn í byrjunarliði og við erum samkeppnishæfir í 4. sætið og eitthvað annað. Hreinsað til og aðrir fengnir sem uppfyllingarefni.

    Þarf ég að fara að taka sopa úr glasinu svo það verði hálftómt? Er hætt að vera í tísku að vera bjartsýnn?

    Ég sé rosalega baráttu í liðinu og leikmenn og þjálfarar að leggja sig alla í þetta, eini gallinn er að liðið sem er inná er ekki alveg nógu gott til þess að ná úrslitum. Við vitum að bara brot af þesssum leikmönnum verða í byrjunarliðinu í ágúst 2016.

    Skál!!!

  17. Klopp sýnilega svekktur í viðtalinu enda fúl vika að baki.

    Þó ekki eins fúl og ég er yfir herferð LFC aðdáenda á twitter í dag. Man ekki í annan stað eftir eins ofboðslegt yfirdrull á stuttum tíma fyrir leikmanni félagsins.

    Simon Mignolet virkar á mig sem gæðadrengur sem vill ná árangri.

    Í dag fékk hann langan samning við lið sem við myndum öll skrifa undir slíkan samning hjá og brosir framan í heiminn og segist ákveðinn í að grípa þetta tækifæri. Auðvitað – en ekki hvað.

    Twitter og þræðir loga til að rakka hann niður, langt út fyrir það sem ég tel eðlilegt. Það mun pottþétt verða til þess að aðstoða hann og liðið á næstu dögum, við vitum jú öll að það er það allra besta fyrir leikmann sem vantar sjálfstraust. Ætla ekki að hafa eftir þau ummæli sem ég hef lesið í dag og hafa snúist um hversu hratt hann á að koma sér í burt, uppnefningar og almennt niðurrif.

    Þetta er vissulega hinn nýi veruleiki, en það hryggir mig samt.

    Til hamingju með nýjan samning mr. Simon Mignolet, vonandi nýtirðu tækifærið og sannar þig duglega á meðan á honum stendur.

    Ég er handviss um að þetta breytir engu um það að hann fær mun meiri samkeppni næsta vetur en þennan. Það mun bæta þetta ástand ansi mikið.

  18. Elmar (18)

    Já ertu að meina arabana… Þessi saga er alltaf að verða háværari… En hvað sem verður þá er þetta frekar svekkjandi helgi að baki…

    Og maggi svona í alvörunni talað þá er þetta yfirdrull ekkert af ástæðulausu og þessi samningur skrýtinn af hálfu sófaspekinga sem sjá ekki annað en endalaus aulamörk sem liðið er að fá á sig… Gæðablóð eða ekki… Það er ekkert spurt af því… Þú veist það alveg jafnvel og við hinir að mignolet er nokkrum númerum of lítill fyrir liverpool… Hann hefur kosti en hins vegar eru gallarnir langt um fleiri og staðreyndin að barnalegir stuðningsmenn sem geta ekki komið orðum af því öðruvísi en með ömurlegu persónuníði er vissulega leiðinlegt en skiljanlegt

  19. Hann sagði ekki hverjir “kaupendurnir” væru.
    Eins og ég segji alltaf að góð saga eigi ekki að gjalda sannleikans.

  20. Mignolet er eins og vont vín sem verður betra .. ef það er hægt … þá ætla ég að trúa því fyrst Klopp gerir það

  21. Vissulega á ekki að beina pirringnum að Mignolet heldur að þeim sem ákveða að verðlauna viðkomandi með nýjum samningi. Hvaða skilaboð er verið að senda með svona gjörningi? Að leikmenn þurfa ekki að vinna inn fyrir því með góðri frammistöðu að fá samninga sína framlengda? Að leikmenn sem hafa átt þátt í að tapa fleiri stigum en afla fá nýja 5 ára samning fyrirhafnarlaust? Eru við að fara sjá Enrique fara skrifa undir 3ja ára samning næst?

    Ef að það átti að gefa honum nýjan samning þá hefði ég viljað bíða með samninginn fram á sumarið og gefa honum tækifæri til loka tímabilsins að vinna fyrir honum.

    Vonandi verður þetta til þess að Mignolet fái aukið sjálfstraust og standi sig frábærlega út tímabilið. Hins vegar verð ég að játa að ég hef ekki séð miklar framfarir hjá honum frá því hann kom til Liverpool og mér þykir fátt benda til þess að það sé að fara breytast úr þessu. Vonandi fær hann alvöru samkeppni með sumrinu.

  22. Ég veit það ekki, en ef hann var með lausan samning í vor, þá er hann “verðlaus” fyrir klúbbinn í sumar og því spurning að hafa hann áfram frekar en að missa hann frítt. Hann er ungur og hefur alveg potential en mæ og mæ hvað hann er sífellt óheppinn sem er kannski merki um að hann er frekar glataður …. en já hann á sín móment það er stundum allt of langt á milli þeirra.

    Ég spyr mig reglulega, hvern fjandann var Brendan að hugsa þegar hann lét Pepe fara frítt. Og ég spyr enn þann dag í dag, var Brendan einn á vaktinni þegar það gerðist?

  23. Eg kann agætlega við Lallana en mætti ekki færa hann niður a miðjuna..hann skorar hvort eð er ekki neitt. Hafa uppstillinguna svona eða setja Milner a bekkinn og Benteke inn.

    Milner – Firmino – Ibe

    Henderson – Can – Lallana

    Annars til hamingju Mignolet vonandi geturu keypt betri markmannshanska fyrir næsta leik.

  24. Fyrri samningur Mignolet var til 2018, þannig að hann var ekkert að fara neitt frítt eða lækka eitthvað í virði eftir þetta tímabil.

  25. Mignolet er ekkert unglamb, hann er 27 ára. Það verður bara að segjast þetta er stórundarlegt að hann sé að fá 5 ára samning, alveg hreint með ólíkindum. #butlandin #mignoletout

  26. Hef nú litlar áhyggjur af þessum samningi við Mignolet, ef Klopp hefur í alvöru svona mikla trú á honum þá læt ég hann njóta vafans en satt að segja sé ég ekki að hann verði ennþá aðalmarkmaður Liverpool næstu ár nema hann bæti sig rosalega, það er helst að maður sé ósáttur að svona rosaleg meðalmennska sé verðlaunuð með 5 ára samningi.

    Hann hinsvegar lækkar verulega í virði strax eftir að þessum glugga lokar og að mínu mati betra að eiga hann á samningi frekar en missa hann fyrir lítið sem ekkert. Þetta er góður markmaður þó hann sé ekki nógu góður fyrir Liverpool (að mínu mati) og á fínum aldri. Sé ekki að það verði jafn erfitt að losna við hann og t.d. Enrique fari svo að hann missi sæti sitt í liðinu. Sammála Magga með að yfirdrull á hann beint persónulega á twitter þegar hann er að fagna nýjum samningi er ekki líklegt til að hjálpa honum eða liðinu nokkurn skapaðan hlut.

    Þetta er hinsvegar ekkert frábær staða og skiljanlegt að stuðningsmenn séu ekkert að opna kampavínsflöskur yfir þessu.

  27. Stemmingunni á Anfield fer hrakandi, stuðningsmennirnir drulla yfir nánast alla leikmenn liðsins og núna er Klopp farin að vera gagnrýndur fyrir sín liðsvöl. Sú staðhæfing að Liverpool sé með bestu stuðningsmenn í heiminum er hér með orðin ein stærsta mýta í okkar nútímasögu.

  28. Sammála Trausta #31 og ég held að það sé kominn tími til að leggja einkunnarorðum félagsins til hliðar ‘because you will walk alone’

  29. Trausti og Kristján Aðal hitta naglann á höfuðið, veit stundum ekki í hvaða heimi stuðningsmennirnir eru í þessa dagana. Á ekki orð yfir þau ummæli sem sumir þeirra spýja út úr sér þessa dagana.

  30. Ég er á “M out” vagninum….. en ég trúi… svo úr því Klopp gerir þennan samning þá gef ég M frið í nokkra mánuði….

    Áfram Mignolet…. troddu sokk upp í okkur alla !

  31. Það eru ekki allir dagar dýrðar dagar og fréttin um markmanninn okkar var kannski ekki það sem sumir sáu koma. Við fengum(ekki ennþá amk.) engan töfra striker eins og við innst inni vonuðumst eftir en ég treysti Klopp og hans teymi til að velja rétt í liðið hverju sinni og stjórnendum treysti ég 100% með fjármálin. Finnst það oft merkilegt hvað margir tuða yfir launum leikmanna án þess að við séum að borga þau beint en við erum jú með ástríðuna fyrir þessu félagi og höfum vit á þessu öllu.

    Bið ykkur bara að líta á spilamennskuna frekar en úrslitin á þessu tímabili, veit að þolinmæðin er lítil en samt. Ef spilamennskan lagast aukast líkurnar á að vinna leiki þó svo að sá líkindareikningur hafi brugðist okkur í síðasta leik, þar sem við vorum klárlega betra liðið. Fyrir mér hefur spilamennskan batnað þrátt fyrir mikil meiðsli og glasið klárlega hálf fullt. Við skorum vissulega lítið og fyrsta skot andstæðingsins á okkar mark virðist leka inn í flestum leikjum(12 af 15 leikjum). Við eigum næst flest skot á markið í vetur og sköpum næst flest færi í leik en vissulega þarf að fara að nýta þessi færi betur en…. markmaðurinn gerir það vissulega ekki en ekki taka alla reiðina út á honum. In Klopp we trust!

    Smá vangaveltur.
    Sá einshverstaðar tölfræði (sem ég finn ekki núna) yfir meðalhæð leikmanna í leikjum okkar í vetur og þar erum við yfirleitt með lágvaxnara lið og kannski vísbending um að samhengi sé á milli þess og tapaðra skallabolta/mörk fengin á úr föstum leikatriðum.
    Þeir sem fengnir eru hingað til eru hávaxnir og vel yfir meðaltali liðsins; Caulker er 1,91 og Grujic í sömu hæð. Svo ef Matip(1,95) er að hann er að koma (í vor) þá er það þriðji leikmaðurinn yfir 1,90 ..kannski ekki tilviljun en bara smá vangaveltur.
    Eigið góðan dag.
    YNWA

  32. Ég fagna því að Mignolet fái nýjan samning en það þýðir ekkert endilega að við munum ekki styrkja þessa stöðu á næstunni. Erum einfaldlega að verja okkar fjárfestingu í honum. Hann er góður markmaður, ekki fullkominn og það er hægt að bæta töluvert hans leik, það er klárt. Ég er ekki í nokkurn einasta vafa um að Klopp muni fá annan markmann inn enda er Bogdan og hann Ástralski Ross (úr Friends) alls ekki okkar klúbbi samboðnir en því miður er þetta trúlega afleiðing á fjárhagslegum erfiðleikum undanfarinna ára en það sér nú vonandi fyrir endanum á þessu með tilkomu stækkun og flínkari stjóra.
    Ef við fáum einhverja araba til að kaupa klúbbinn og dæla peningum í hann þá segi ég trúlega já takk, sérstaklega eftir að búið er að taka til í rekstri klúbbsins, ekki veitti af því.

    Er með ónot eftir þessi ógeðis úrslit um helgina. Við vorum svo innilega ekki að fara að tapa þessum leik en auðvitað fór það þannig fyrst við drulluðum ekki inn einu marki. 0-0 hefði verið miklu miklu betri úrslit, á allan hátt! Við einfaldlega megum ekki tapa svona leikjum!

    Það sem huggar mann þessa dagana er að við erum með Klopp og ég sé bætingu á liðinu og sé fram á betri tíð. Auðvitað eru meiðslin á þessu tímabili lygileg og það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með sumrinu hans Klopps. Hlakka gríðarlega mikið til að sjá hvaða menn verða keyrður út (trúlega í langferðabíl) og hvaða leikmenn hann fær til sín.

    Það segir sig sjálft að þessir fyrstu mánuðir nýja stjórans okkar eru ekkert nema þreifingar hans á komandi tímabili. Þetta er ekkert hans hópur, þó svo að hann muni nota nokkra þeirra áfram en ég mun ekki grenja miklar breytingar í sumar ef það verður til þess að Klopp finnur ,,liðið sitt”.

    Ég efast ekki rassgat heldur trúi alla leið á það sem Klopp er að gera með Liverpool FC. Þó svo að leiðin verði grýtt fyrstu mánuðina, jafnvel fyrstu 2 árin. Mér er bara alveg sama því við höfum LOKSINS fengið alvöru stjóra sem getur gert frábæra hluti með liðið okkar og mikið djöfull vona ég að neikvæðnin minnki hérna og annars staðar. Það hreinlega verður bara að gerast!!

  33. þetta er hópurinn sem við höfum í dag, nokkrir meiddir, KLopp nýlega tekinn við. Halda menn virkilega að þetta lagist bara strax !!!!! menn ættu að hætta þessum bölmóði og reyna sjá ljósið.

Liverpool 0 – Man U 1

Exeter annað kvöld & ýmislegt