Liðið gegn Man U

Jæja, þar sem ritstjórnin er stödd í Liverpool borg og verður á leiknum í dag þá er komið að mér að setja inn mína fyrstu leikskýrslu í nærri því heilt ár. Ég man ekki lengur hvort það boðaði gæfu eða ógæfu að ég væri með skýrsluna, þannig að við verðum bara að vona hið besta.

Liðið sem að KLopp stillir upp gegn hinu hrútleiðinlega Man U lítur svona út.

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Lucas – Milner

Firmino – Lallana

Á bekknum: Ward, Benteke, Caulker, Allen, Ibe, Smith og Teixeira

Ég veit reyndar ekki hvernig hann stillir þessu upp, en Lucas kemur inn fyrir Ibe og því má ætla að Henderson og Milner verði eitthvað fyrir framan Can og Lucas.

Man U liðið er svona: De Gea, Young, Smalling, Blind, Darmian, Schneiderlin, Fellaini, Lingard, Herrera, Martial og Rooney. Enginn Mata, en blessaður Fellaini er þarna til að gera okkur lífið leitt. Á bekknum: Mata, Depay, Romero, Varela, McNair, Pereira og Borthwick-Jackson.

Ég hef af nokkrum óskiljanlegum ástæðum séð nokkra leiki með Man U að undanförnu og ég held að ég hafi pikkað út þá skemmtilegustu (það er Chelsea og svo Newcastle) – svo þeir hafa ekki litið svo hræðilega út, plús það að van Gaal hefur gengið einstaklega vel gegn Liverpool við töpuðum báðum leikjunum gegn þeim í fyrra og líka fyrri leiknum í ár, sem er auðvitað hræðilegt. En núna erum við komin með nýjan stjóra, sem sér vonandi við þessu Man U liði.

Ég er bjartsýnn og spái okkur sigri í dag!

66 Comments

  1. Sælir félagar

    Sá einhvers staðar að Caulker kæmi inn fyrir Toure en það er greinilega rangt. Mér líst ekki illa á þetta þó Toure sé ef til vill of hægur fyrir hraða sumra sóknarmanna MU.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  2. Kominn tími á 3 stig á móti United.
    Tökum þetta og jöfnun þá loksins á stigum.

  3. Milner er einfaldlega að fara á hægri kanntinn í 4-3-3.
    Lucas liggur aftast með Henderson, Can fyrir framan sig.

    Það verður sem sagt aðeins meiri agi í dag með tilkomu Lucas en fyrir framan hann eru allt leikmenn sem eru að fara að pressa mikið og búa yfir hlaupagetu.

  4. Gaman að Einar Örn eigi skýrslu, finn á mér að það boðið lukku og við vinnum öruggan sigur á Man Utd 3-0

  5. Vonandi fáum við að sjá Allen í dag. Hann hefur skilað góðu framlagi undanfarið. Líst vel á byrjunarliðið.

  6. Okkar besta lið núna. Ég var að vona að sturridge yrði á bekknum hjá okkur , en Klopp treystir honum ekki í þetta verkefni. Benteke virðist ekki ætla að stíga neitt upp fyrir LFC þó svo hann sé á bekk leik eftir leik.
    Vonandi náum við að halda hreinu og setja eins og 2-3 mörk , eða fleiri ????? koma svo Liverpool ! !

  7. Sælir félagar!

    Mikið öfunda ég Kop-fara einmitt núna. Þvílíkur stemmari á vellinum! Ég þarf víst að sætta mig við að horfa á leikinn á ölkelduhúsi í London. Ég fann notalegann stað sem heitir Temple Brew House sem er micro brewery á Essex Street. Nú eru ekki margir komnir en vonandi fara púllarar að flykkjast inn!

    En að leiknum, ég hef ótrúlega skrítna tilfinningu fyrir þessu. Maginn á mér segir sigur (þar sem bjórinn er allur að safnast saman) en það læðist að mér ljótur tap-andi. Ég nenni ekki að tapa þessum leik, nenni því einfaldlega ekki!

    Bjórinn segir mér að þetta fari 3-1 okkur í hag. Firmino heldur áfram að sýna hvað hann getur í stórleikjum og mun eiga stórleik. Kolo bjargar marki með fiskatæklingu, Gaal kallar hann glæpamann og verður rekinn fyrir ósiðlegt athæfi.

    Áfram Liverpool!

  8. Cmoon tökum þetta öruggt og sendum van galna kallin aftur til hollands með skottið á milli lappana.

  9. Reyndar er þetta dálitið eftitt, auðvitað vill maður alltaf villa schum utd en aftur á móti ef það verður til þess að þeir losa sig við þenna vonlausa stjóra sinn í kjölfarið, þá verður það holur sigur.

    persónulega villdi ég óska þess að vangallin verði sem lengst við stjórnvölin þarna og haldi áfra að valda sem mesum skaða á þessu liði.

  10. Vinna leikinn að sjálfsögðu. Galinn verður ekki rekinn vegna þess að þeir fá engan annan.

  11. Þurfa þessir drengir tómt mark til að skora,,,, Jésús , gætu ekki skorað þó að lífið lægi við

  12. Gaman að sjá alvöru baráttu í okkar mönnum, Can mætti hinsvegar hvíla ef að við ættum heimsklassa miðjumann eins og vantar í þetta lið, hann virðist ekki sjá samherja þegar að hann er með boltann

  13. Flottar fyrstu 45 mín. Vel skipulagðir, barátta og pressa með nokkrum tækifærum.

    Liverpool eru að vinna baráttuna á vellinum og virka mun hættulegri. Man utd spilar eins og lið í fallbarátu og það eiginlega hræðir mig því að svoleiðs lið hafa verið að vinna leiki á Anfield. Þeir liggja til baka, geta ekki sent þrjár sendingar á milli sýn og beita löngum boltum.

    Við pressum, náum stundum ágætu spila og erum að ógna. Djöfull hefði verið gott að vera með Coutinho í svona leik því að það skapast oft mikið pláss.

    Liverpool þarf að halda svona áfram og taka betri kostinn þegar þeir fá færi en menn hafa stundum verið of lengi eða of fljótir að taka ákvarðanir.
    Ég reikna með að Ibe fái svo tækifæri fyrir Milner ef þetta heldur svona áfram.

  14. eins gott ad fa ekki tad i hausin i seinni ad hafa ekki nytt ser yfirburdina i teim fyrri…
    verst er svo ad de gea hefur ekkert turft ad hafa fyrir tessu…

  15. Ég er búinn að horfa á þessi lið spila í ansi mörg ár, en þetta eru lélegustu einstkalingar sem þessi lið hafa átt, hvenig svo sem leikurinn fer!!!!!!!

  16. Jæja, Van Gaal er að gera sitt allra besta til að drepa þennan leik. Eins og United aðdáandinn sem situr hér fyrir aftan mig öskraði “do something you dutch f@&king c*nt”.

    Nokkrir punktar:
    *Lucas, Sakho og Kolo eru að standa sig með prýði.
    *Firmino er suddalega góður í fótbolta, allt í öllu í sóknarleik okkar.
    *Hendo er búinn að ógna en verður að taka betri ákvarðanir.
    *Fellaini er scum.

    Setjið nokkur í seinni hálfleik strákar, koma svo!

  17. Agalegt að vera ekki búnir að skora í fyrri hálfleik. Nú þurfum við að nýta þessi færi sem við fáum í seinni hálfleik.

  18. Við erum að taka alltof langan tíma með boltann og hittum svo varla markið. Svona getur kostað okkur ef þeir fá færi.

  19. Þvílíkt slappt að hleypa þessu lélega liði inní leikinn. Við erum að leika okkur að hættunni. Við ættum að vera fyrir löngu búnir að gera út um þennan leik.

  20. Það þurfa allir að fara á skotæfingu á morgun , nema Can og Firmino

  21. Þetta er svo þreytandi að geta ekki klárað leiki þrátt fyrir yfirburði!

  22. Þetta er í eitt af fáu skiptum sem er hægt að réttlætanlega skrifa mark á Mignolet.

  23. Afhverju er Joe Allen ekki löngu kominn inná? Svo er besti maður vallarins Kolo tekinn útaf?

  24. Það vantar sóknarmann í þetta lið og það strax, gjörsamlega óþolandi að fá svona í bakið eftir að vera búnir að klúðra fullt af færum í leiknum.

  25. Jæja síðasti leikur þessa tímabils sem maður horfir á. Skemmtið ykkur

  26. Heimskuleg dekkning. Fara fjórir uppí skallabolta við Fellaini en þeim tekst samt ekki að vinna skallaeinvígið, skilja leikmann eftir algjörlega ódekkaðan og hann fær boltann og skorar.

  27. Hvers vegna var Ibe ekki fljótari að drulla sér að keyra í Blind og loka á helvítis crossið??? Ibe er gjörsamlega gagnslaus varnarlega.

  28. glæfraleg sending hjá Kolo sem endar með Utd nær hornspyrnu eftir hreinsun frá Kolo sem endar með marki.

  29. Við gjörsamlega eigum þennan leik frá A-Ö í öllu nema því sem skiptir máli. Óþolandi.

  30. Bara týpískt helvíti. Engin sóknarmenn hjá okkur og alltaf fær maður niðurgang þegar við fáum á okkur hornspyrnur, það er bara eins og við séum að fá á okkur víti !

  31. Er einhver með tölfræði yfir hvað við erum búnir að fá mörg mörk á okkur eftir horn á þessu tímabili vs hvað við erum búnir að skora mörg.

  32. Þetta eru bara allt svo lélegir leikmenn. Það er bara einn leikmaður sem getur eitthvað hjá Liverpool. Það er Sturridge, en hann er alltaf meiddur. Hinir eru bara allir skítlélegir og geta farið lóðbeint til Andskotans.

  33. Það er ekkert annað orð fyrir þetta, HEIMSKULEGT.

    Afhverju er Joe Allen ekki settur inná eftir að hafa skorað og gert stoðsendingu í síðustu leikjum.

  34. Það er hægt að kenna öllu helvítis liðinu um þetta mark… In the end of the day ætti liverpool að vera löngu búið að klára þennan helvítis fokkings skítaleik!!!!!!!!!

    það er ekki séns að það sé hægt að væla um að það vanti þennan og hinn… þetta er bara aumingjaskapur og ekkert annað

  35. Sorglega lélegt og grátlegt…

    Til hamingju allir að eiga Migs.

  36. Ég einfaldlega neita að trúa því að Klopp líti á þessa sóknarlínu með opinn glugga og hugsi: “Jáá, þetta er bara flott þarf ekkert að versla núna”

  37. Utd á ekkert í leiknum. Hornspyrna. 4 menn hoppa með Fellaini og tapa FOKKING SKALLANUM!!! Djöfulsins fokking aumingjar eru þetta í þessum Liverpoolbúningi. Getur enginn hitt á markið. LELEGT!!! Aumingja Klopp. Milner! Lallana? Ibe? Henderson?? Í alvörunni þetta eru allt saman miðungsmenn sem eiga að vera í Norwich. Nenni ekki að horfa á meira af Liverpool-þetta er of súrt

Man Utd á morgun

Liverpool 0 – Man U 1