Man Utd á morgun

Það er stutt á milli leikja þessa dagana hjá Liverpool. Ok, það hefur reyndar verið það í einhverja tvo mánuði eða eitthvað þar um bil. Nú er afar stutt á milli stórleikja því á sunnudag mætast Liverpool og Man Utd á Anfield, örfáum dögum eftir að Arsenal kom í heimsókn.

Það er mikil eftirvænting fyrir þennan leik enda nokkuð stór og mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem þurfa á stigunum úr honum að halda. Liverpool þarf að komast nær pakkanum og Utd gæti aukið forskot sitt á einn af keppinautum sínum um Meistaradeildarsæti. Það má því reikna með hörku leik því bæði lið verða að fá þessi úrslit.

Mikið hefur verið rætt um síðasta deildarleik Liverpool sem var svakaleg skemmtun þó úrslitin hafi ekki verið þau sem maður óskaði eftir. Liðið gerði 3-3 jafntefli og var liðið mjög kaflaskipt í þeim leik. Það var mjög flott fram á við en varnarlega var það alls ekki sannfærandi og gáfu þrjú auðveld mörk á sig.

Maður veit í raun ekki hvaða Liverpool lið mun koma til með að mæta til leiks. Verður það liðið sem mætti Watford eða liðið sem mætti Chelsea, City, Southampton eða Arsenal? Það má segja sem svo að leikskipulag Klopp í stærri leikjunum hefur verið nær fullkomið – og ef ekki væri fyrir klaufalegan varnarleik og einstaklingsmistök þá mætti segja að Arsenal leikurinn hafi verið nokkurn veginn fullkominn. Því miður var svo ekki.

Nú er komin enn einn prófsteininn fyrir lið Liverpool þegar Man Utd kemur í heimsókn. Þetta er þó ekki eins og fyrir nokkrum árum og eru þessi lið á nokkuð svipuðum slóðum þó svo að gestirnir hafi haft smá tak á Liverpool í undanförnum viðreignum. Aftur á móti fyrst Liverpool getur kjöldregið City, Chelsea og skorað þrjú gegn Arsneal þá ætla ég að leyfa mér að fullyrða það að Liverpool á að geta unnið Man Utd.

Bæði lið eru í svipaðri stöðu fyrir þennan leik því bæði gerðu 3-3 jafntefli í miðri viku. Liverpool gegn Arsenal en Man Utd gegn Newcastle. Ég veit hvað mér þætti fyrirfram vera betra stigið en því miður gefa þau stundum jafn mikið svo við skulum ekki velta okkur mikið upp úr því.

Ég held að Klopp breyti ekki miklu á milli leikja. Hvorki hvað varðar byrjunarlið né leikskipulag en hvað veit maður. Firmino var gjörsamlega frábær í síðasta leik, var duglegur í hápressunni, hélt boltanum vel og var mjög ógnandi og skoraði tvö – næstum þrjú – mörk. Ég held að hann byrji uppi á topp líkt og gegn Arenal, City og Chelsea til að vera hreyfanlegur. Mér finnst þá líklegt að Lallana verði með honum og þá hugsanlega Ibe og Milner á köntunum. Kannski kemur hann á “óvart” og kemur með Benteke við hlið Firmino til að koma með smá öðruvísi vídd í liðið en held þetta verði þó frekar óbreytt þarna uppi.

Miðjan með Milner, Henderson og Can var að mér fannst mjög góð heilt yfir. Þeir unnu boltann vel og spilið í gegnum þá var gott. Ég hugsa að svipað verði uppi á tenignum, sérstaklega gegn miðju Man Utd sem á það til að vera stundum svolítið hæg með þá Carrick, Schweinsteiger og Schneiderlin í fararbroddi og hugsanlega Fellaini.

Vörnin verður líklega langleiðina sú sama og síðast en stærsta spurningin að mínu mati væri með Kolo Toure eða Caulker og hvor þeirra myndi byrja. Toure hefur verið tæpur en spilaði gegn Arsenal og fann víst eitthvað til í skrokknum ef marka má orð Klopp frá í gær. Það er líka spurning hvort hinn hávaxni og sterki skallamaður Caulker komi í liðið til að glíma við Fellaini í loftinu. Við sjáum til.

Maður myndi vilja sjá smá “refsingu” á Mignolet fyrir síðasta leik og Ward fá risatækifæri en ég efast um að það gerist. Það verður því Belginn á milli stangana og þarf að gera betur en síðast.

Ég ætla að giska á að þetta verði svona og Caulker inn fyrir Toure verði eina breytingin á liðinu. Firmino verður áfram uppi á topp og mun vonandi halda dampi frá því síðast og ég myndi endilega vilja sjá hann Jordon Ibe minn girða sig í brók og gera betur en síðast.

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Ibe – Firmino – Lallana

Ég ætla að viðurkenna það fúslega að ég dauðöfunda Kristján, Einar, Steina og Magga – ásamt öllum öðrum – sem skelltu sér í Kop.is ferðina á leikinn og vona svo sannarlega að þið skemmtið ykkur konunglega og fáið stórsigur Liverpool í þokkabót. Enn einn sigurinn í þessum ferðum.

Ég vil ekki spá fyrir um úrslitin en þið vitið hvað ég vil! 🙂

30 Comments

  1. Vinnum þetta hrútleiðinlega lið og stimplum okkur inn í pakkann enn og aftur. Meiðslalistinn er að styttast og með hverjum leiknum fær Klopp meiri tilfinningu fyrir nýrri deild og hópnum sínum.

    Er algjörlega handviss um að við munum keyra yfir þá og bakka yfir líka.

    Firmo er frabær frammi og vonandi verður Studge með honum þarna uppi,

    Segjum 4-1.

    YNWA!!!!!!!

  2. Þegar King Kolo er í byrjunarliði er baráttuandinn til fyrirmyndar. Það hefur sést vel að undanförnu. Ekki gott að breyta því. Jordon Ibe þarf að læra að skila boltanum þegar við á. Þá smellur hann í gírinn. Minnumst þess samt að í síðasta leik Man Utd var spilaður skemmtilegur bolti.

  3. Það eina sem hægt er að fara frammá er að makatalan verði löguð. Færð í plús+++

    Þannig verðurda.

  4. Mikið væri ég til í ósanngjarnarn og ljótan sigur, það pirrar þá mest.

    Drauma scenario-ið: Ranglega dæmt af manu mark á 90. min í stöðunni 0-0 og Kolo skorar með hendinni í næstu sókn.

  5. Ég vill sigur, vonandi fær sturridge að vera á bekk og koma svo inná og setja svo eins og eitt kvikindi.

    Við bara verðum að fara að halda hreinu líka, og setja svo mann á stangir í hornum, ef engin vill það þá skal ég bara taka það að mér 🙂

  6. Eitt innkast hérna, afhverju í ósköpunum vorum við ekki reiðubúnir að borga 4 Milljónir Punda fyrir Charlie Austin? Hann er frábær markaskorari og hefur sannað sig í efstu deild. Væri klárt skref upp á við frá Benteke.

  7. Sælir félagar

    Þetta verður annað hvort í ökla eða eyra. Þriggja marka sigur eða eitthvert drullutap. Það er mín tilfinning. Hitt er annað að mér er nákvæmlega sama sama hvernig eða hversvegna – sigur og ekkert nema sigur á minn disk. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það tap fyrir MU.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Óh Bjé, ertu við hliðiná þér eða? 🙂
    Austin uppfærsla á Benteke? Þetta er augljóslega B-Deildar útgáfa af Benteke…
    Segi þetta samt ekki til að verja Benteke, hann hefur einfaldlega ekki staðið undir væntingum en að sama skapi skil ég ekki hvernig fólk getur látið eins og hann sé upphaf og endir alls sem er að hjá Liverpool.
    Skulum ekki gleyma því að þrátt fyrir að spila langt undir getu er hann samt sem áður okkar markahæsti maður… ekkert óvíst að eitthvað klikki einn daginn og hann fari að negla inn mörkum reglulega.
    Til þess þurfa fleirri leikmenn líka að stíga upp, líkt og Firmino gerði gegn Arsenal, svo maðurinn fái smá samkeppni og spark í rassinn.
    Ef við ættum að sækja í einhvern framherja úr Championship myndi ég halda að Abel Hernández væri mesta “Klopp-týpan”.

  9. P.S. Nokkuð viss um að ég hafi verið að jinxa þessi Austin kaup alveg rækilega, mæli með að menn fái sér hann í fantasy eins fljótt og hægt er.

  10. Bara ekki tapa!!!!!!!!!!!!! Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!

  11. Sælir félagar,

    Gæti verið að einhver ykkar sé vel sjóaður heimsborgari og getur mælt með pub í London til að horfa á leikinn, helst umkringdur öðrum púllurum?

  12. Var Klopp ekki búinn að gefa það út að Sturridge verði ekki með á móti ManU?

  13. Spread Eagle er alveg við Oxford stræti ef þú verður á því svæði. Hef verið í brjálaðri stemmingu þar enda sá sem rekur pubinn mikill poolari og Liverpool leikir ganga alltaf fyrir öðrum leikjum.

  14. Sigur á morgun gæti orðið til þess að liðið hrekkur í gang, ef við töpum verð ég orðinn mjög svartsýnn á CL sæti.

    Sama byrjunarlið og síðast takk fyrir.

  15. Sturridge er einnhver von um að það verði hægt að nota þennan ágæta mann eitthvað í fótbolta.
    Óh Bjé ( 6 ) þú er ágætur svona sunnan við þig.

  16. Lykilatriði að Kolo verði í byrjunarliðinu því við töpum ekki leikjum með hann inni. #kingkolo

  17. Lykilatriði að Kolo verði í byrjunarliðinu. Við töpum ekki leikjum með hann inni. #kingkolo

  18. Ég vona að Fellaini verði með, miðað við gengi MU með hann í liðinu í vetur. En guð hvað ég sakna þess að hafa Vidic ekki í MU. Hann var alltaf á hælunum á móti okkur! Sigur er algjör nauðsyn ef við ætlum okkur að fá Evrópusæti á næsta ári. Megum ekki við því að missa THFC lengra fram úr okkur. Væri til í að fá Danny Ward inn í stað Mignolet og láta reyna á hann. Við höfum hvort sem er litlu að tapa en allt að vinna með að fá traustan mann í markið.

  19. Sæl öll.
    Ég óttast hrútleiðinlegt jafntefli en óska eftir geggjuðum leik í anda þess síðasta nema að við vinnum með einu!

  20. Kurns, Famous Three Kings á North End Road, við hliðina á West Kensington tube station er oft fullur af púllurum.

  21. Jæja vonandi held ég áfram að vera ekki sannspár og því eins og vanalega spái ég Liverpool tapi. Og svo vona ég líka að eitt stikki Daniel Sturridge komi inná 😉

  22. Munum tapa stórt fyrir miklu stærra og betra liði. Liverpool eru einfaldlega með c leikmenn í nánast öllum stöðum og munum sjá tap eftir því. Vona að við töpum ekki með meira en 4 mörkum.

  23. Sælir félagar

    Mér sýnist að Caulker komi inn fyrir Bílasalann okkar annars sama lið. Gott mála

    Það er nú þannig

    YNWA

  24. Team to play Manchester United: Mignolet, Clyne, Toure, Sakho, Moreno, Henderson, Lucas, Can, Lallana, Firmino, Milner.

    Subs: Benteke, Caulker, Allen, Ibe, Smith, Ward, Teixeira

Er kominn tími á nýtt hjarta í vörnina?

Liðið gegn Man U