Er kominn tími á nýtt hjarta í vörnina?

Eins og ég hef áður sagt hér þá get ég ekki lýst liði Liverpool og tímabilinu í heild sína öðruvísi en sem “eitt skref áfram, eitt til baka”. Stundum eru þau tvö áfram og þrjú til baka, stundum þrjú áfram og tvö til baka en sama hvað gerist og líður á leiktíðina þá hefur maður aldrei séð liðið taka einhver fimm eða fleiri skref áfram án þess að þurfa að bakka.

Þetta er hrikalega þreytandi og svo anskoti pirrandi. Ég ætla að vera nokkuð sammála pirringnum í Kristjáni Atla í leikskýrslunni hér fyrir neðan. Það er alveg drullu fúlt að þurfa að horfa upp á liðið fá á sig öll þessi mörk, mistakast að skora trekk í trekk og vera ekki að ná þeim úrslitum sem þessi leikmannahópur ætti að ná. Vissulega geta verið fullt af ástæðum fyrir þessu s.s. meiðsli, óheppni eða lélegt skipulag/frammistöður.

Eitt sem hefur verið að stinga mig hvað mest – og líklega marga aðra – er þessi blessaði varnarleikur Liverpool í vetur. Ef varnarleik skal kalla. Það virðist í hvert einasta skipti sem lið Liverpool reynir að nýta þennan byr sem það fær undir vængi sína eftir góðan leik og gerir sig tilbúið til að fljúga úr hreiðrinu – að sjálfsögðu enda ekki öll ævintýri fallega – og Liverpool nær ekki að blaka vængjunum og fellur niður. Það er þá klifrað upp aftur, reynt að fljúga af stað en aftur hrapar það niður.

Svona hefur þetta verið og virðist þurfa að vera allavega eitthvað fram að sumri. Til að geta flogið þarftu að vera með nógu sterkan líkama og fjaðrirnar þurfa að vera nógu þéttar. Ég er ekki fuglafræðingur og veit ekki hvort þetta sé satt en bear with me hérna. Í stað þess að byggja upp líkamsstyrkinn og bíða eftir að fjaðrirnar þykkni þá stekkur Liverpool alltaf aftur úr hreiðrinu án þess að vera tilbúið í það.

Þetta finnst mér súmmera upp varnarleik Liverpool og hvernig honum hefur verið háttað hingað til. Ekki bara í ár heldur á síðustu fimm árum eða eitthvað álíka. Liðið er að leka allt of mikið af mörkum og það er hrikalega erfitt fyrir liðið að ætla að ná einhverjum alvöru árangri með ekki betri og traustari kjarna en þetta. Það hefur gengið afar illa að kaupa í þessar stöður síðustu ár og sýnir það kannski að maður verður ekki endilega fyrr fleygur þó maður kaupir sér dýrar fjaðrir.

Undanfarin ár hefur Martin Skrtel verið svo gott sem aðalmaðurinn í vörn Liverpool. Spilað langflesta leiki og verið nær fastur byrjunarliðsmaður í stjóratíð Rafa Benítez, Roy Hodgson, Kenny Dalglish, Brendan Rodgers og nú Jurgen Klopp. Ég ætla alls ekki að gera lítið úr hans framlagi eða kalla hann drasl – hann á það engan veginn skilið en hins vegar má setja afar stór spurningarmerki á það hvers vegna hann sé alltaf sá sem eftir situr. Liverpool eyðir í kringum tuttugu milljónum punda í bæði Sakho og Lovren en þeir þurfa að kljást um stöðu við hliðina á Skrtel sem situr eins og konungur í ríki sínu og virðist ósnertanlegur.

Hann hefur átt frábærar leiktíðir og inn á milli frábæra kafla en hann hefur líka verið hinu meginn við þá línu. Hann er kannski ágætis tákn fyrir vörn Liverpool og óstöðugleika hennar. Maður þarf því að setja spurningarmerki við það hvort að hans dagar sem hjartað í vörn Liverpool séu ekki að verða taldir – það gerist ekki oft en meiðsli hans núna gætu hugsanlega verið upphafið af framtíð Liverpool ef Lovren, Sakho eða nú Caulker grípa tækifærið.

Sakho og Lovren byrjuðu saman í hjarta varnarinnar og fóru að líta bara nokkuð vel út saman – eitthvað sem hafði sjaldan verið reynt og margir töldu að ömulegt væri að þeir gætu náð saman en viti menn, þetta var nú bara ekki svo fjarri lagi. Að sjálfsögðu þurfa þá báðir að meiðast og allt fer nokkurn veginn í steik.

Nú ætla ég að viðra fram þá skoðun sem ég er á núna og reikna nú alls ekki með að margir verði mér sammála. Tilbúin? Mér finnst Dejan Lovren hafa verið mjög góður yfir mest allt árið 2015 og finnst að ef Liverpool ætlar að byggja í kringum einn ákveðinn miðvörð sem það hefur nú þegar þá eigi það að vera hann. Þið bjuggust væntanlega ekki við þessu er það nokkuð?

Það er afar vinsælt – og kannski er það réttasta svarið – að vilja sjá Sakho sem hjartað í vörninni og skella fyrirliðabandinu á hann og allt það. Ekki misskilja mig, ég elska Sakho og finnst hann frábær en hann er alls ekki fullkominn og að mínu mati einhver sem gæti verið erfitt fyrir Klopp eða hvaða þjálfara sem er að ætla að byggja liðið í kringum hann og gera hann að hjartslætti varnarinnar.

Þið spyrjið ykkur eflaust “Af hverju í ósköpunum heldur þessi rugludallur það?”, jú sjáið nú til. Sakho finnst mér á margan hátt ekki mikið skárri en t.d. þeir Skrtel og Lovren í því að það sé stundum stutt í þessi mistök þeirra. Á sinn hátt tel ég að Sakho hafi oft verið heppinn, eða kannski bara nógu fljótur/góður, í að vera ekki refsað fyrir mistök sín á meðan að kollegar hans hafa ekki sluppið jafn oft með skrekkinn. Hann á það til að vera svolítið villtur, ráfar út úr vörninni eða reynir eitthvað húllumhæ með boltann í óþægilegri stöðu – frábært ef það gengur en skelfilegt ef það klikkar, sem það svo stundum gerir.

Meiðslatíðni Sakho þykir mér heldur ekki vera neitt sérstaklega sannfærandi. Ég á afar erfitt með að sjá fram á að hægt sé að byggja upp traust og stöðugt miðvarðarpar til langstíma þegar lykilmaðurinn hefur nokkuð langa sögu af vöðva- og hnémeiðslum sem virðast alltaf stutt í – ég tala nú ekki um þegar leikjaprógramið er svona rosalega stíft.

Allavega, þá er Sakho að mínu mati mjög góður en hugsanlega ekki sá sem Klopp ætti að mínu mati að byggja í kringum. Ég er orðinn svolítið skotinn í Dejan Lovren og því sem hann hefur verið að gera hjá Liverpool nær allt árið 2015 en er ekki að fá kannski það credit sem hann á skilið fyrir.

Hægt og rólega reif hann sig upp af botninum eftir nokkuð ömurlegt ár 2014. Vann sig aftur í liðið og átti stóran þátt í góðu gengi Liverpool í upphafi árs í fyrra en virtist falla aftur úr náðinni en snéri aftur og hélt uppteknum hætti. Stór partur “clean sheet” á seinni hluta síðustu leiktíðar kom með hann í liðinu og á þessari leiktíð hefur hann spilað fjórtan deildarleiki. Sex sinnum af sjö skiptum sem Liverpool hefur haldið hreinu hefur hann verið í liðinu – hann spilaði líka í leikjunum gegn Chelsea og City sem voru líklega tvær bestu frammistöður Liverpool á leiktíðinni bæði í sókn og vörn þó svo að liðið hafi fengið á sig mark í sitthvorum leiknum. Á síðustu leiktíð hélt liðið átta sinnum hreinu með hann í liðinu og sex sinnum án hans.

Það segir kannski ekki alla söguna en hann má eiga mikið lof skilið fyrir þessa tölfræði. Eftir því sem hefur liðið á feril hans hjá Liverpool þá virðist hann vera orðinn töluvert öruggari með sinn leik og virðist hafa náð að snúa erfiðleikunum og mótlætinu í jákvæða orku.

Hann er ekki fullkominn en hann er að standa sig mjög vel í vörninni og er að mínu mati einhver sem Klopp ætti að íhuga að byggja á í hjarta varnarinnar ef hann heldur svona áfram eftir að hann kemur úr meiðslum.

Jurgen Klopp nældi í Steven Caulker í vikunni og útskýrði nokkuð einfaldlega af hverju hann ákvað að fá hann til liðsins:

We looked for a good header [of the ball] because that’s what we need – we want to play good pressing, we want to press the opponent and so they have to play long balls. If they play long balls, you need people in the last line who can help you with headers and we’ve found it with Steven Caulker.

Skallaeinvígi. Ekkert flóknara en það. Hann vildi næla sér í hávaxinn varnarmann sem er öflugur í loftinu og getur gert mótherjunum lífið leitt í skallaeinvígum. Viti menn, hver haldiði að sé með mjög góða tölfræði í skallaeinvígum?

Tölfræðilega er Lovren langbesti varnarmaðurinn í skallaeinvígum í deildinni. Taldir eru þeir sem hafa farið í yfir 50 skallaeinvígi og hefur hann unnið 46 af 58 einvígum sínum eða 79% talsins. Næstu á eftir eru með 73%. Segir ekki allt en engu að síður skemmtileg tölfræði.

Það er greinilegt að Jurgen Klopp vill sjá stærri og sterkari leikmenn í liði Liverpool sem geta unnið gegn háloftaboltunum sem fylgja oft ensku deildinni. Nú þegar höfum við séð Steven Caulker og Marko Grujic ganga til liðs við félagið og ef marka má slúðrið þá virðist Joel Matip miðvörður frá Schalke bætast í þennan hóp í sumar – allir þessir eiga það sameiginlegt að vera hávaxnir og nokkuð frambærilegir í háloftunum, þeir eru til að mynda allir yfir 190 cm. Það er því klárlega eitthvað sem Klopp ætlar að laga hjá liðinu.

Það verður erfitt fyrir Liverpool að taka einhver mörg skref áfram fyrr en varnarleikurinn lagast og persónulega held ég að hann gæti orðið sterkari með Lovren í stærra hlutverki en reikna fastlega með að það séu ekki margir sammála mér í því svo endilega notið ummælakerfið hérna og segið mér hversu vitlaus ég er!

31 Comments

 1. Ég er bara alveg sammála þessum pistli. Ég hef verið mjög hrifinn af Lovren undanfarna mánuði og hann hefur stigið all svakalega upp sem leikmaður. Að byggja liðið í kringum hann finnst mér ekki svo vitlaus hugmynd, held að hann sé ekki jafn mikill meiðslapési og til dæmis Sakho.

 2. Hjartanlega sammála varðandi Lovren. Eftir að Klopp tók við hefur hann blómstrað og verið einn allra besti leikmaður liðsins.

  Hitt er að mér finnst þessi pirringur ykkar og Krisjáns óskiljanlegur. Þið vitið báðir að það er hryllileg meiðslakrísa hjá Liverpool og það er búið að vanta þrjá bestu miðverði liðsins undanfarið en sem betur fer tókst að tjasla saman Sakho fyrir þennan leik. Þegar einhverjir tveir af Þessum þremur leikmönnum hafa verið að spila, undanfarið, þá hefur varnarleikurinn verið ágætur, nema gegn West Ham. Liðið hélt allavega hreinu bæði gegn Sunderland, Leicester og Stoke og var vörnin að virka mjög vel í þeim leikjum.

  Mér fannst margt mjög gangrínisvert við vörnina í leiknum gegn Arsenal, en ég held samt að ef liðið nær að vinna meira í að verjast í föstum leikatriðum og fá þessa þrjá leikmenn fría af meiðslum, þá held ég að varnaleikurinn verði enginn svakalegur höfuðverkur.

  Liðið er búið að fá á sig 27 mörk, en aðeins skora 25 og það eitt og sér segir að stóri höfuðverkurinn hlítur að vera sóknaleikurinn. Lecester er t.d búið að fá á sig 25 mörk líka en er í öðru sæti í deildinni.

 3. Sammála með að Lovren hefur verið að stíga upp. Að mínu mati spilar hann líka betur hægra megin í vörninni.

 4. Eftir leikinn í gær voru margir að tala um góð/ásættanleg úrslit þar sem að við værum í meiðslavandræðum. En var þetta ekki nánast okkar sterkasta byrjuarlið fyrir utan kannski 2 leikmenn. Lovren/Skrtl í staðinn fyrir Toure og Coutihno fyrir Ibe?

  Held að það þurfi að stækka hópinn með fleiri gæðaleikmönnum.

 5. Innkaup eru eitthvað sem við þurfum klárlega að skoða, ég held að allir átti sig á því.

  Ef við förum yfir þær helstu stöður sem þarf að skerpa þá má klárlega nefna markmann, varnarmann, miðjumann, kantmann og sóknarmann.

  Eftir rosaleg viðskipti í sumar er ótrúleg tilhuhsun að við þurfum að fylla upp í allar gáttir. Menn sem eru í þessum stöðum eru oftast nær ágætis kostir enn þurfa klárlega samkeppni og í sumum tilfellum þurfum við bætingu.

  Mignolet, Skrtel, Lucas og Benteke eru menn sem þurfa klárlega samkeppni og jafnvel að skipta út. Janúar er varla tíminn fyrir alhliða endurbætingu enn maður væri þó spenntur fyrir að fá menn eins og Timo Horn, Scott Dann, Victor Wanyama og jafnvel Ighalo frá Watford.

  Maður leyfir sér að dreyma, enn þó í hófi, þetta eru ekkert brjálæðislega óraunhæfir kostir og myndu styrkja okkur töluvert.

  Ég tel að við ættum að stökkva á tækifærið, styrkja okkur allavegna eitthvað og reyna að ná eins langt og möguleiki er á, því tækifærið er núna, hver veit hvenær annað svona tímabil kemur þar sem Chelsea og United spila illa, City og Arsenal eru óstöðug og Leicester leiðir lestina.

 6. Fyrir utan mannskapinn sem spilar í haffsentastöðunni skiptir öllu máli hvernig skipulagið og mannskapurinn er í kringum þá. Við sáum alla þessa gæja skíta á sig þegar enginn almennilegur varnartengiliður var fyrir framan þá. Þegar Lucas kemur svo inn fer mörkum á okkur að fækka. Svo þarf auðvitað að vera almennilegur markmaður í markinu.

  Varðandi það að byggja í kringum Lovren, Sakho eða Skrtel þá eru allir þessir leikmenn brokkgengir. Sakho er auðvitað meiðslapési og Skrtel frekar mistækur – svona last ditch tacle-týpa. Lovren er held ég besti alhliða varnarmaðurinn af þessum þremur, þegar hann er með eitthvað af viti í kringum sig. Mér hefur líka sýnst bæði hann og Sakho vera töluvert meiri leiðtogar en Skrtel.

  En varðandi Sakho og Lovren, þá fékk ég ævisögu Luis Suarez í jólagjöf. Hún er nú að mörgu leyti ekki mjög merkileg en þó eru alveg nokkrir áhugaverðir punktar í henni. Einn af þeim er umfjöllun hans um aðlögun. Bæði að leikstíl, nýjum þjálfara, félögum og landinu. Þetta tekur mjög mislangan tíma fyrir leikmenn og stundum heppnast ekki einu sinni félagaskipti hjá leikmönnum sem koma úr liði frá svipuðum slóðum og með svipaðan leikstíl.

  Ég get þannig alveg tekið undir með pistlahöfundi að Lovren er kannski besti kosturinn til að byggja í kringum. Hugsanlega er enginn þessara leikmanna þess verðugur að byggja í kringum. Ég er eiginlega svolítið á þeirri skoðun og þess vegna pirraði þetta Caulker mál mig. Þessir gæjar eru ekkert það góðir að það sé ekki hægt að finna leikmann sem er betri en þeir allir.

  Og svo gæti þetta líka allt lagast til muna með almennilegum markmanni. Ég vona allavega að Klopp sé að þyrla ryki í augun á okkur þegar hann segir að Mignolet sé topp markmaður.

 7. Og önnur nóta með Lovren, einnig með Allen er að ég hef lengi vel verið hrifinn af þessum leikmönnum. Þeir fá ekkert credit fyrir alla þá vinnu sem þeir gera og eru gagnrýndir um leið.

  Fólk hoppar oft á vagninn og fer að drulla yfir leikmenn sem ekki gera augljósu hljtina svo sem að skora eða leggja upp, Joe Allen hefur ekki gert mikið af því hjá Liverpool enn fólk með fótboltaheila sem getur skilgreint hans leik, sér hversu mikilvægt drullustarf hann gerir, með sóma. Hvort sem það er pressa, léttir á pressu, rhythmi, boltaflæði, þetta eru allt hlutir sem Welski Pirlo-Xavi er frábær í. Gefum nú mönnum séns

 8. Eru þetta ekki allar stöður á vellinum Óh Bjé 🙂 ?
  “Ef við förum yfir þær helstu stöður sem þarf að skerpa þá má klárlega nefna markmann, varnarmann, miðjumann, kantmann og sóknarmann.”

 9. Bíddu við …. er markmaðurinn ekki hluti af vörninni. Eða ætlarðu að vera með sérpistil um hann? Jú, þú þarft sérskítapistil um hann. Ég er á Mignolet út vagninum.

  Sammála þér með Lovren, á síðustu leiktíð þá var hann of ákafur og “gerði of mikið”. Núna er hann rólegri og yfirvegaðri og stendur sig betur. Verður bara betri.

  Sakho, my man, unun að horfa á hann.
  Jú hann hefur “öðruvísi líkamstjáningu” inni á vellinum en venjulegir varnarmenn. Dálítið villtur í fasi en hingað til betri en Lovren. Held að Sakho og Lovren geti verið frábærir saman.

  Skrtel er komin á endastöðina og bara spurning hvenær og hver kemur í staðinn. Joe Gomez vakti vonir þar til hann meiddist á hné. Coates vakti vonir þar til hann meiddist á hné. Góðir varnarmenn liggja alls ekki á lausu þ.a. ég veit ekki um neinnnýjan töframann í vörnina sem getur reddað þessari stöðu í janúarglugganum.

  Chaulker er góð redding til vorsins og er kannski lego kubburinn sem vantaði í vörnina svo hún hætti að leka!!!

  Kveðja, Sveinbjörn.

 10. Lovren hefur vissulega stigið upp en ég myndi segja að það væri ‘jumping the gun’ að fara að gera ráð fyrir þessari frammistöðu um komandi ár og byggja í kringum hann. Hann hefur spilað nokkuð vel síðustu mánuði en fyrir það var hann versti varnarmaður í þrem efstu deildum Englands.

  Þetta viðtal við hann þar sem hann segir að LFC stuðningsmenn sjái eftir að drulla yfir sig fór líka rosalega í mig. Hann hefur ekki unnið fyrir neinu og ætti að grjóthalda… og einbeita sér að fótbolta í stað þess að hefja sig upp í fjölmiðlum.

  Ef ég myndi ráða myndi ég losna við Skrtel, Toure, Illori og Wisdom. Lána Gomez í EPL (erfitt að koma til baka eftir svona meiðsli). Kaupa topp miðvörð ásamt því að fá Matip frítt. Darwinismi upp á byrjunarliðssætin og selja svo lakasta sumarið eftir og taka Gomez inn.

  Það verður samt að byrja enn aftar á vellinum í hreinsuninni.

 11. Eftir að skoða mörkin í endursýningu gegn Arsenal, þá sýnist að það sem gerðist í fyrstu tveimur mörkunum voru hreinræktuð varnarmistök sem skrifast miklu frekar á vörnina en Mignolet. Í fyrsta markinu er Kolo Toure ekki í varnarlínu. Hann fór aðeins of aftarlega og Ramsey nýtir sér það með að hlaupa aftur fyrir Sakho og skora.

  Í öðru markinu var enginn maður á nærstöng og svo vantaði sárlega einhvern háan mann sem ver nærstöngina eins t.d Benteke, sem hefði getað skallað boltan frá. Að þessu leiti get ég tekið heilshugar undir það að það þarf að hækka liðið í vissum stöðum, sérstaklega í miðvarðarstöðum. T.d er Kolo aðeins 178 cm sem getur verið gríðarlegt vandamál ef hann t.d lendir í því að dekka mann eins og Carrol eða Giroud í föstum leikatriðum og það er enginn annar hávaxinn maður á svæðinu því byrjunarliðið er svo smávaxið.

  Í þriðja markinu sýnist mér kolo misstíga sig örlítið og nær því ekki að fara fyrir skotið, þegar Giroud snýr sér við og skítur boltanum. Mér fannst það mark meira sýna hvað Oliver Giroud er rosalega góður sóknarmaður og vil meina að slíkt mark geta allar varnir í deildinni fengið á sig.

  Mér sýnist stóra vandamálið vera föstuleikatriðin og hvernig er best að verjast þeim. Ef þeim myndi fækka um helming, þá væri liverpool á allt öðrum stað í deildinni.

 12. Held að helsta vandamál liverpool í föstum leikatriðum er einfaldlega að liverpool liðið er virkilega lagvaxið og þegar þú ert með lagvaxið lið þá verðurðu að vera með markvörð sem hirðir fyrirgjafir sem eru nálægt markinu sem Mignolet gerir alls ekki

 13. Þegar vörnin treystir ekki markmanni er fokið í flest skjól, dead man walking.

 14. Jón #10.

  Hefur hann ekki verið að einbeita sér ágætlega að boltanum síðasta árið eða svo? Fyrir mitt leiti hefur hann klárlega unnið sér inn að komast í þessa umræðu. Kannski smá einföldun en ef við lítum á þá staðreynd að vörn Liverpool virðist halda betur með hann í liðinu undanfarið ár heldur en ekki þá hlýtur að vera hægt að segja að hann sé alveg sterkur kandídat í að verða lykilmaður í vörninni.

  Þetta blessaða viðtal truflar mig svakalega. Ekki það sem hann sagði heldur viðbrögðin sem því fylgir. Hann segir:

  ‘I think that they are now starting to realise that I am worthy, and they regret that they initially had a different opinion.’I needed someone like Klopp to push me, and to give me support,’ he said. ‘For such a man, I’m always ready to fight to the end, and for the team and the club.’

  Fyrir mitt leiti er þetta ekki hann að upphefja sig upp úr öllu valdi. Hann bendir á að hann hafi verið að vinna sig upp frá botninum og sé að sanna að hann hafi verið keyptur fyrir ástæðu. Þetta er bara fínt attitude og svo hrósar hann áhrifum Klopp á framgöngu hans.

  Það má líka alveg taka það inn í reikninginn að það er bókað að hann hringi ekki í blaðamann til að segja honum þetta. Blaðamaður spyr hann spurninga sem leiða að þessum svörum. “Þú hefur verið gagnrýndur og átt erfitt uppdráttar, hvað finnst þér um það og finnst þér þú hafa bætt þig?” eða eitthvað álíka.

  Ég veit ekki hvort við eigum eftir að sjá eftir því að hafa gagnrýnt hann hér áður því það átti svo sannarlega rétt á sér en hann má eiga það blessaður að hann hefur ekki látið deigann síga síðan.

  #11 og #12, já föstu leikatriðin er klárlega veikur blettur á Liverpool liðinu (sem og krossar almennt) báðu meginn á vellinum.

  #9, Að sjálfsögðu er markvörður hluti af vörninni. Ég var svo sem að fókusera vangaveltur mínar á varnarmennina því það er náttúrulega hlutverk þeirra að sjá til þess að markvörðurinn sé ekki að fá á sig skot úr hættulegum stöðum. Traustari vörn sem lætur ekki spila í gegnum sig svona auðveldlega, hindrar þessa krossa og svona gæti auðveldað Mignolet vinnuna.

  #13, Alveg sammála en það má líta á þetta út frá hinum pólnum líka. Markvörður sem treystir ekki varnarmönnum sínum er heldur ekki góð blanda. Þess vegna skiptir svo miklu máli að ná að setja saman vörn sem er ekki mikil rótering á og allir treysta öllum – það þarf ekki endilega að vera bestu leikmenn í heimi heldur menn sem geta fúnkerað vel saman.

 15. Er ekki varnarmaður fra Schalke að koma Joel Matip. Sa eitthvað sluður fra Cameroon um það. Eg treysti Klopp fullkomnlega fyrir leikmannamalum…jafnvel þott hann se að bjoða Mignolet nyjan 5 ara samning.

 16. Ef það fara 2 menn í vegg i aukaspyrnu er það af því að markmaðurinn ákvað það. Ef það er skilið eftir gat í veggnum er það markvörður sem ákveður það. Ef það vantar mann á nær eða fjærstöng í horni er það af því að markvörðurinn ákveður það.

  Annað hvort er mignolet að klikka illa á þessu ì markinu eða liðið er ekki að hlusta á hann. Eina ástæðan fyrir þvì að skilja nærstöngina ódekkaða er til að markvörðurin eigi auðveldara með að fara ì úthlaupið. Í þessu tilfelli er stöngin skilin eftir og markvörðurin frosinn á línunni.

  Illa skipulögð vörn, líklegast af markmanni.

  Eða illa lesið af markmanni og kolrangar ákvarðanir sem kosta hræódýrt mark.

  Þetta er atriði sem kosta mörk, stig og traust annara í kringum þig og væri brottrekstrarsök í mìnu liði. Þetta eru mistök sem við sjáum aftur og aftur hjá liverpool. Það er ekkert hægt að kvarta yfir mörkum sem koma eftir gott spil eða snilldartilþrif. En mörk sem koma eftir viðvanings mistök eins og þetta horn eiga ekki erindi í epl og hvað þá liverpool og þetta verður að laga.

 17. Ég er sammála, þú ert ekki vitlaus.
  En við verðum að vera bjartsýn, ég held að liðið hafi tekið mikið af skrefum fram á við í seinni tíð og skipulag er ekki eins slæmt eins og þú segir.
  YWNWA

 18. Á maður að kveina yfir vörninni? Við sem erum fjórum stigum yfir West Brom!

 19. ég vildi að það væri hægt að setja like á skýrsluna því hún er hverju orði sönn. Mér finnst Lovren góður og hann hefur alla burði í að verða okkar helsti varnarmaður og trúið mér Lovren og Caulker verða orðnir parið okkar eftir nokkra leiki.. þeir erru sterkir í loftinu í báðum vítateigunum og þeir muna þarafleiðandi veita markmanninum meira öryggi og þarafleiðandi betri marværslur og fleiri cleen sheet. Mignolet greyjið er svolitið mistækur en með betri og traustari vörn fyrir fraan sig þá er hann ekki svona mistækur.. Trúið mér við eigum eftir að sjá betri varnarleik hjá LFC á tímabilinu og miklu betri markværslur og fleirri cleen sheet það sem eftir lifir af tímabilinu… Arsenal leikurinn var ventipunktur á þessu tímabili..

  Ást og friður bræður og systur 😉
  YNWA

 20. Númer eitt, tvö og þrjú er betri markmaður, enginn góður markmaður óbreytt staða.

 21. Mannsi 16# ekki helduru virkilega að í fótbolta á hæsta leveli (eða svosem í fótbolta yfir höfuð) að markmaðurinn ráði hvort það séu menn á stöngunum eða ekki? Hægt að kenna Mignolet um margt en að ætla að fara að kenna honum um hvernig við verjumst í hornum ertu kominn í algjört bull. Það er náttúrulega Klopp og hans menn sem ráða hvernig við verjumst í hornum, þar að segja hvort það séu menn á stöngunum og hvort það er maður á mann eða svæðisvörn ekki Mignolet.

 22. Ég á erfitt með að kenna Mignolet um hornspyrnumarkið sem Arsenal skoraði. Boltinn fer fram hjá tveimur Liverpool-mönnum sem hefðu átt að ráðast á boltann en gerðu það ekki. Það setur markmanninn í fáránlega stöðu auk þess sem snertingin hjá Giroud hefur að öllum líkindum fipað hann.

 23. Er pínu sammála þessu en samt það er alltaf talað um vörn og markmann í sömu umræðunni er ekki rétt munað að Minolet hafi haldið oftast hreinu á síðasta ári er það ekki gott hvað þessir þjálfarar allir þrír vilja ekki hafa mann á stöng í hornum get ekki skilið það

 24. Enginn af þeim miðvörðum innanokkar raða er nógu góður til að stjórna vörn sem ætlar sér að berjast um efstu fjögur sætin í deildinni. Punktur.

 25. Hvorugt af fyrri tvem mörkunum á móti Arsenal er hægt að skrifa á Mignolet en hann hefði klárlega getað gert betur í þeim báðum, frekar í því fyrra þó. Staðsetningin hjá honum í fyrra markinu er mjög léleg. Toppmarkmaður hefði varið bæði þessi skot.

 26. Algert bull hjá ykkur sem eru að reyna að verja Mignole , markið úr horninu er á hanns ábyrgð og spurning hvort fyrsta markið sé ekki líka léleg markvarsla. Sko þið púllarar væruð þið tilbúnir að skifta á Mignole og De Gea eða Markmanninum hjá Stoke og eða Peter eða næstum því hverjum sem er í premier , þeir eru allir betri en okkar maður að mínu mati
  áfram lfc

 27. Hvernig er hornið Mignolet að kenna? Boltinn á aldrei að komast að markinu í þessari hæð á þessum stað! Hvernig á að passa að það gerist ekki, er í fyrsta lagi höndum þeirra sem skipuleggja uppstillingar í hornum og ég get lofað ykkur því að það er ekki Mignolet ekki frekar en markmaður í 2. deild á Íslandi. Í öðru lagi er það í höndum þeirra leikmanna sem eru settir á nærsvæðið.

  Það má segja margt um hann en ég skil ekki neikvæðnina út í hann í þessu atriði. Nenni ekki þessu blóraböggla dæmi eina ferðina enn hérna. Kuyt all over again 🙂

 28. Lovren er að sýna sitt rétta andlit loksins en ég er alveg ósammála með Sakho og Skrtle. Framherjar eru líka ósammála með skrtel lesið frá mörgum að hann sé erfiðasti miðvörðurinn í ensku deildinni að díla við. Það vantar bara eitthvern eins og reina að stilla þessum mönnum almennilega upp. Ég er spenntur fyrir framtíðinni ef Lovren, Sakho og Skrtle ná að haldast heilir og í góðu leikformi, en þurfum fleiri til að höndla alla leikina það er ekkert hægt að byggja lið lengur í kringum 1 leikmann í vörn.

 29. Samkvæmt tölfræðinni erum við með einn besta markmann deildarinnar. Það er ekki hægt að verja ef vörnin lekur trekk í trekk í föstum leikatriðum. Það þarf að laga. Okkar markmaður er sá sem oftast hefur haldið hreinu og varið á köflum frábærlega. Það sem hefur gerst trekk í trekk er að markmaðurinn er dekkaður þannig að hann getur varla sig hreyft, sérstaklega í hornum og andstæðingurinn fær að komast upp með það.

 30. voðalegt rugl er þetta…. Þetta virkar á báða vegu markmaðurinn treystir ekki vörninni. Eru menn semsagt að halda því fram að sakho eða skritel séu búinir að gera færri mistök en Mignolet. Finnst alveg ótrúlegt að ætla að eigna honum þetta hornspyrnu mark. Boltin er ekki í meiri en meters hæð það dekkar enginn nærstöngina ne giroud samt tekst boltanum að leka framhja 2 leikmönnum áður en hann fer í markið er það þá markmanninum að kenna…..

Liverpool 3 Arsenal 3

Man Utd á morgun