Liverpool 3 Arsenal 3

Okkar menn tóku á móti toppliði Arsenal í kvöld og eftir bráðfjörugan leik varð niðurstaðan 3-3 jafntefli. Það var á einhvern hátt bæði meira og minna en við áttum skilið.

Klopp stillti upp þessu liði í kvöld:

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Ibe – Firmino – Lallana

Bekkur: Ward, Caulker (inn f. Lallana), Smith, Lucas, Allen (inn f. Can), Teixeira, Benteke (inn f. Milner).

Gangur leiksins

Leikurinn byrjaði fjöruglega og á 10. mínútu komust okkar menn yfir þegar Firmino fylgdi eftir markvörslu Cech frá skoti Emre Can. Fjórum mínútum síðar jöfnuðu gestirnir þegar Ramsey skoraði á nærstöng framhjá Mignolet. Á 19. mínútu kom Firmino okkar mönnum aftur yfir með frábæru skoti utan vítateigs en aftur entist forystan bara í nokkrar mínútur, á 25. jafnaði Giroud með poti á nærstöng og bæði Mignolet og vörnin í einskismannslandi.

Þegar leið á hálfleikinn misnotuðu bæði Giroud (pot fyrir opnu marki) og Firmino (skot í slá) frábær færi en staðan var 2-2 í hálfleik. Okkar menn að spila frábæran sóknarbolta og stjórna leiknum fyrri part hálfleiks en vörnin og markvarslan vægast sagt slök.

Þetta róaðist aðeins eftir hlé og leikurinn einkenndist af stöðubaráttu. Arsenal-menn lágu aftarlega og beittu skæðum skyndisóknum en okkar menn reyndu að skapa sér færi fyrir framan Kop-stúkuna en gekk illa. Á 55. mínútu kom Giroud þeim yfir með góðum snúningi og skoti sem skildi Kolo Touré eftir ringlaðan. Okkar menn þyngdu sóknina eftir þetta en virtust ekki ætla að ná að jafna fyrr en Joe Allen, af öllum mönnum, skoraði með góðu skoti á 90. mínútu. 3-3 lokatölur.

Pirringur

Það er auðvelt að pirra sig á þessu Liverpool-liði. Af hverju getur Simon Mignolet ekki varið skot í nærhornið? Af hverju er enginn á nærstöng í hornum? Af hverju er Simon Mignolet almennt svona glataður markvörður? Af hverju er vörnin svona hauslaus fyrir framan hann, í þrjú ár núna, sama hver þjálfar liðið og hvaða varnarmenn eru að spila? Af hverju getur bara einn sóknarmaður (í þetta sinn Firmino) stigið upp í einu og hinir eru þá nær undantekningarlaust lélegir (Lallana og Ibe núna). Af hverju meiddist enn einn leikmaðurinn (í þetta sinn Milner)? Af hverju setti Klopp miðvörð í framlínuna í lokin (Caulker), fannst honum fólk ekki hlæja nóg að Liverpool fyrir eða?

Mig langar til að styðja Liverpool-lið sem hefur bein í nefinu. Lið sem brotnar ekki við fyrsta mótlæti á útivelli, getur hætt að fá á sig mörk á heimavelli og bara almennt farið að spila heimaleikina eins og þeir séu fokking heimaliðið. Anfield á betra skilið en þetta knattspyrnulið sem hefur „varið“ virkið í vetur.

Jújú, Arsenal er toppliðið í deildinni og það segir sig sjálft að slík lið geta gert góða hluti þannig að við getum ekkert kveikt nornabrennur eftir jafntefli gegn þeim. En okkar menn voru að gera þeim þetta allt of fokking auðvelt. Og ég er orðinn ótrúlega þreyttur á því.

Hver er lausnin? Fullt af nýjum leikmönnum, eina ferðina enn? Ný leikaðferð? Leyfa þessu að malla í miðjumoði næstu misserin þar til menn fara að heimta að Klopp taki pokann sinn eins og allir hinir toppstjórarnir sem hafa reynt á undan honum?

Man Utd töpuðu stigum í gær, Spurs og Everton og fleiri í kvöld. Í raun töpuðu öll lið fyrir ofan okkur stigum í þessari umferð, nema West Ham. Og gat Liverpool þá loksins nýtt sér þetta tækifæri, það fimmtánda eða álíka í vetur, til að draga á liðin fyrir ofan sig? Auðvitað ekki.

Ég er á leiðinni til Liverpool á föstudaginn, ætla að hvetja þetta lið til (vonandi) sigurs gegn United á sunnudag. Og eins bjartsýnn og ég reyni að vera, ef þið miðuðuð á mig byssu og segðuð mér að giska á úrslit, að lífið lægi við, þá myndi ég ekki veðja á Liverpool-sigur. Og það er bara alveg stórkostlega pirrandi.

Maður leiksins

Umboðsmaðurinn sem er að redda Simon Mignolet nýjum 5 ára samningi hjá Liverpool. Sá maður er Lionel Messi síns fags.

Góðar stundir.

YNWA

101 Comments

 1. Veit ekki með ykkur en ég er skælbrosandi. Geggjaður leikur.

  (Þjónustuaðilinn ykkar held ég að ráði samt ekki alveg við umferðina á þessa síðu)

 2. Ótrúlegur leikur.

  Bogdan var hent úr hóp fyrir sín mistök í þeim leikjum sem hann hefur spilað. Ætti Mignolet þá ekki skilið að vera á bekk gegn Utd um helgina?

 3. 6x 30 sek (skiptingar) og 2×30 sek (mörk) gera víst 3 mínutut samkvæmt “stórkostlegum” dómara leiksins.

 4. Þetta var rosalegt!!, þvílíkur leikur!
  Vonandi fáum við eitthvað svipað útí Liverpool á sunnudaginn!!!

 5. Okkar menn eru á uppleið horfum á það,,,,,,þið apakettir sem sjáið bara það neikvæða snúið ykkur að öðru,,,,,

 6. Frábær leikur en það eru blendnar tilfiningar eftir svona leik.
  Mjög ánægður að fá stigið en fannst liðið vera betra en Arsenal nánast allan leikinn og áttum við 3 stig stig skilið eða kannski á maður ekkert skilið fyrir að hafa svona lélegan markman í markinu og geta ekki varist föstum leikatriðum trekk í trekk.

  Ég ætla samt að horfa á þetta sem glasið hálf fullt. Maður var ánægður að liverpool átti í lið í kvöld og menn voru að gefa sig 100% í verkefnið og áttum við því miðsvæðið vegna vinnuframlag leikmanna meirihlutan af leiknum.
  E.Can var frábær fyrsta klukkutíman á leiknum en var orðinn mjög þungur í restina.
  Firminho átti stórkostlegan fyrirhálfleik en sást lítið í þeim síðari.
  Lallana var ógnandi allan leikinn.
  Henderson var frábær allan leikinn.
  Millner var að vinna sína vinnu eins og allta en kom lítið úr honum sóknarlega.
  Kannski er ég einn af fáum en mér fannst Ibe ekki eiga góðan dag, hann hefði mátt hjálpa Clyne meira varnarlega og hann fékk fullt af plássi til þess að gera eitthvað í dag en missti boltan mörgusinnum og tók viltausa ákvörðun marg oft, fékk nokkur tækifæri til þess að koma með fyrir gjafir eða sendingar strax en ákvað að fara einn á einn með ekki merkilegum árangri meirihlutan.
  Moreno/Clyne tóku virkan þátt í sóknarleiknum og var það mjög vel gert og áttu báðir flottan leik en mér fannst Sakho/Toure ekki alveg vera að gera sig. Sakho með nokkrar hræðilegar sendingar og Toure orðinn þreyttur.

  Flottar skiptingar í dag hjá Klopp og Joe Allen hetjan á endanum.

  Nú er það bara að klára Man utd og koma sér í baráttuna um 4 sæti af krafti( munar bara 5 stigum á okkur og Tottenham sem situr í 4.sæti).

  YNWA

 7. Frábær skemmtun þessi leikur. Tvö skemmtileg sóknarþenkjandi lið, pressan hjá Liverpool óviðjafnanleg fyrstu 10-20 mín. Úrslitin sanngjörn m.v. varnarklúðrin hjá okkur.

  Can, Firmino, Henderson og fleiri sýndu virkilega lipra takta. Frábærar staðsetningar og leikskilningur hjá Firmino oft á tíðum. Þá átti Moreno nokkra mjög góða spretti.

  Jafntefli í fáránlega skemmtilegum leik við toppliðið? Þigg það.

 8. Sælir félagar

  Takk fyrir þetta. Geggjaður leikur og að mínu viti sanngjörn niðurstaða þó gaman hefði verið að vinna.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 9. Stórkostleg skemmtun, frábær leikur. Bæði liðin flott en Liverpool flottara og baráttan til fyrirmyndar. Flestir vilja hengja Mignolet en í mínum huga þá eiga varnarmennirnir of stóran þátt í þessum mörkum til að hægt sé að níða hann niður. Hvað sem öðru líður þá er ég sáttur við kvöldið…….tökum svo sex stig í næstu tveim leikjum, klárum þessa bikarleiki og þá er janúar bara frábær mánuður 🙂
  YNWA

 10. Mignolet er eins og fuglahræða, standandi stjarfur á línunni. Fattar það ekki að enginn hræðist hann.

  Liverpool hefur ekki tapað leik þegar Caulker hefur leikið í sókninni.

 11. Leikskýrslan er komin inn. Allen bjargaði jafntefli í lokin en fram að því var búinn að sjóða á mér pirringurinn í hálftíma svo að glasið var hálftómt í skýrslunni.

 12. Já Há!!
  Ekkert smá svaka leikur. Ég er bara alveg stressaður enþá og smáræðis sveittur (ekki samt í alvörunni)
  Öll liðin með 3 mörk en því miður líka arsenal en mitt lið var miklu meira með boltan og sparkaði oftar í átt af marki. Sem er gott og betren hinir. Neikvæðismenn geta röflað við sjálfan sig, ég er montinn af mínu liði, samt hefði verið betra ef þeim myndi skora 5 mörk.

  Ég er ejinlega bara hund reiður yfir þessu öllu saman með aðalskorarann hjá hinum. þessi Gjiru gaur var fyrst eithvað að þykjast vera með heilsuhristing þegar Arsenalarnir jöfnuðu alveg fyrst, svo bara fínt hraustur eftir það og skorar allt of mörg mörk. Sei sei eins og mamma mundi segja.

  Fannst samt okkar lið vera mjög góðir oftast og allir hlaupandi á við tólta manninn. Sem er gott held ég þar sem þeir eru bara ellevu og þá er tólti alveg auka, skil það ekki samt alveg hvað þíðir.

  En maður leiksins af mínum mati er Firmíno sem skoraði tvö mörk sem hefði verið sigurmörk ef Arsenal hefði ekki skorað svona mikið.

  Þannig er nú þannig bara

  Never walk alone

 13. Ef maður stillir sig af miðað við það að Toure sé varaskeifa og ekki í standi til að spila við Arsenal, var þetta frábær leikur við flott lið.

  Klopp stillti græjurnar alla leið uppí 11 fyrir þungarokk og mig grunar að svona spenna sé eitthvað sem við eigum eftir að þurfa að venjast í framtíðinni.

 14. Frábært að sjá Joe Allen jafna og frábært að sjá Klopp fagna. Einnig flott mörk hjá Firmino, sérstaklega seinni markið hans. Og pressan hjá okkur í byrjun var mjög flott.

  En þetta er bara eitt stig á heimavelli. Ég er með meiri metnað fyrir liðinu mínu en að vera ánægður með það.

  Vandamálið er að við erum ekki með nógu góða leikmenn.

  Það er svo augljóst að það vantar gæði. Misheppnaðar sendingar, slæmar ákvarðanir, lélegar nýtingar, ömurleg mistök í vörn og markvörslu, allt þetta trekk í trekk. Og það sorglega er að það virðist ekkert standa til að bæta úr þessu.

  Maður er einfaldlega að verða brjálaður yfir metnaðarleysinu hjá þessum hafnaboltasultum í FSG.

  21 leikur búinn og við með -2 í markatölu. Kræst!

  En við erum ennþá í séns og og FSG verða að sjá það og stíga upp og veifa seðlunum. Klúbburinn má ekki festast í meðalmennskunni.

  Rúllum svo yfir litla liðið í Mancester-borg á sunnudaginn. Áfram Liverpool!

 15. Fynnst þú gleyma gæðum Arsenal í þessum leik Kristján Atli,,,,,,ef við mætum með þetta hugarfar á móti utd þá vinnum við þann leik,,,,

 16. Þvílíkur leikur hjá okkar mönnum, nema markmanninum Mignolet sem var hræílegur. Frábær leikur hjá Liverpool og með ólíkindum hvað Klopp er að ná út úr mönnum, meira að segja Allan skoraði hahahaha. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!

 17. Hefðir matt biða aðeins með skyrsluna. Þetta var alls ekki svona slæmt að minu mati

 18. Ef við hefðum ekki fengið Klopp værum við vel fyrir neðjan miðja deild,,,,er það ekki eitthvað til að vera jákvæðir yfir,,,,,tökum 4 sætið í ár og byggjum ofaná það í sumar,,,,að hafa fengið þennan þjálfara er SNILLD,,,,,

 19. Allen flottur eins og að undanförnu þegar hann hefur fengið að koma inn á. Klopp þarf að að venja Ibe á að spila boltanum en hætta þessum skæraleik sem oftar en ekki endar með klúðri. Annars fannst mér liðið spila skemmtilegan sóknarleik og Emre Can á sérstakt hrós skilið fyrir sinn leik þar til hann var búinn á því. Varnarleikinn þarf hinsvegar að bæta þegar kemur að hornspyrnum sem liðið fær á sig.

 20. Sorrý Kristján Atli ég bara skil ekki þessa skýrslu hjá þér við vorum að spila við liðið sem sennilega vinnur deildina og við vorum betri og ef þú áttar þig ekki á afhverju við vorum með tvo turna frami sem sáu til þess að við jöfnuðum (caulker drekkar melterdaker í jöfnunarmarkinu) vill ég biðja þig að horfa aftur á þriðja mark okkar

 21. Greinilega slæmur leikur fyrir mig að missa af en ég er svo sem ekkert fúll að fá stig úr þessum leik miðað við ástandið á hópnum núna.

  Varðandi markið, verður ekki bara að henda honum Danny Ward í djúpu laugina á móti United. Hann getur varla verið verri en Mignolet og einnig Steve Caulker í vörnina með Sakho, King Toure fer varla að spila þann leik líka.

  En frábært að fá Henderson til baka og megi hann haldast heill núna.

 22. fólk hér er að fagna jafntefli á heimavelli, Á HEIMAVELLI, mér er sama þó þetta hafi verið toppliðið, við erum Liverpool og eigum alltaf að vinna, sérstaklega á heimavelli.

 23. Eigum við alltaf að vinna ?
  Við veðrum að átta okkur á því að fyrir nokkrum dögum áttum við varla í lið og Toure er 4-5 miðvörður liðsins og Hendo og Sakho að koma til baka eftir meiðsli.

  Fyrir mitt leyti þá er þetta fín niðurstaða miðað við stöðuna á hópnum hjá okkur.

 24. Vá neikvæð skýrsla. Maður brosti hringinn því framfarirnar voru miklar og við börðumst ALLAN leikinn eins og ljón við erfiðar aðstæður og menn ýmist meiddir eða nýkomnir úr meiðslum. 3-3 í frábærum leik þar sem Klopp kemur með tvær bold skiptingar í lokin og við jöfnum…. Klopp tekur sprettinn í rigningunni. ÞETTA VAR GEÐVEIKT 🙂

 25. Eruði ekki að grínast með neikvæðnina? Rosalegur kraftur í stórhættulegu Liverpool liði allan leikinn! Klopp er með vængbrotið lið þar sem hann fær í hendurnar ÓNÝTAN markmann og 35 ára miðvörð. Wenger er búinn að byggja sitt lið upp í 19 ár og með góða breidd og við gerum hörku jafntefli á móti Arsenal og þið pirrið ykkur á því?! Við vorum líka með 3 góð tilköll fyrir vítaspyrnu notabene. Topp markmaður og miðvörður og þetta hefði aldrei verið spurning.

 26. Fín úrslit í skemmtilegum leik á móti öflugu liði Arsenal. Margt jákvætt í leik Liverpool eins og að pressa meistaraefnin aftur í vítateig og loks skora.

  Er ekki eins neikvæður og sumir hér að ofan en er þó furðu lostinn yfir endalausum hornspyrnumörkum þar sem Simon er skilinn eftir einn á móti 3-4 sóknarmönnum. Skil ekki uppleggið í dekkningum sem er enn það sama ÍG hjá BR.

 27. Hvaða pirringur er þetta Kristjan.
  Þessi leikur var frabær skemmtun og Liverpool liðið syndi mikinn karakter að jafna i lokin.

 28. Update fyrir þá sem fylgja mér á twitter.

  Þetta er fjólublár ullarskokkur sem ég er að smjatta á með bros á vör.

  Útiloka ekki að fá mér Joe Allen búning og setja 100 á bakið um helgina, what a man.

  #hundraðleikjaAllen

 29. Ánægður með skýsluna, ástandið í liðinu skiptir ekki máli, við erum Liverpool og eigum alltaf að vinna, PÚNTUR!!!

 30. Gjörsamlega fáránleg skýrsla. Arsenal eru toppliðið og jafntefli gegn þeim í miðju meiðslaströggli er alls ekki slæmt. Vissulega var Mignolet slakur og vörnin lak inn mörkum. Hinsvegar var þetta ein besta spilamennska liðsins í langan tíma og baráttan í liðinu stórkostleg, það gáfu sig allir fram í þennan leik. Einnig þó önnur lið tapi stigum þýðir ekki að við eigum sjálfkrafa að vinna toppliðið og nýta það. Við drógum eitt stig á þau eftir mjög erfiðan leik við frávært lið.

  Að þú skulir gagnrýna Caulker skiptinguna er fáránlegt. sem var sóknarskipting þó hann sé að upplagi varnarmaður. Þá ertu kominn með 2 fram. Það neglir línuna þeirra lengra niður og losnar meira um Benteke. Sem skilaði sér í jöfnunarmarki.

  Þú segist vilja styðja lið sem brotnar ekki við mótlæti, sem spilar eins og heimaliðið. Ég horfði á þetta Liverpool lið spila eins og heimalið og dóminera leikinn á köflum og skora þrjú frábær mörk. Undir lokin sýndi liðið frábæra þrautsegju og skoraði jöfnunarmark þó þreytan væri að gera út við þá.

  Einnig finnst mér lífsandi og barátta Klopp á hliðarlínunni vera að endurvekja stuðningsmenn, ég var ekki á vellinum en heima í stofu hafði ég alltaf trú á því að við gætum jafnað og andrúmsloftið á vellinum virtist vera þannig líka að mínu mati.

  Einnig að vera svona ótrúlega pirraður eftir jafn stórkostlegan knattspyrnuleik og þessi leikur var er óskiljanlegt frá mínu sjónarhorni. Ég lifði mig allan í leikinn og hef ekki skemmt mér jafn vel lengi.

  Afsakaðu svo pirringin í mér yfir þessari skýrslu. YNWA.

 31. cech fékk á sig 3 mörk í kvöld.
  ver skot og frá can og vörn Arsenal lætur sóknarmann liverpool hirda frakastid.

  eg er ekkert ad afsaka okkar oftustumenn. en vid vorum ad spila gegn efstalidi deildarinar var buist vid upprullun? vid skorum jafnmorg mork og teir og faum jafnmorg a okkur og teir.

  vid topum ekki tessu moti i svona leikjum.
  tad eru leikirnir sem vid hofum komid andlausir inn i eins og wadford og west ham sem gera mig brjaladan. eg var sattur i kvold lfc atti 50% i frabaerum leik gegn flottu arsenal lidi.

  nuna er bara ad koma svona til leiks gegn manutd og 4 stig gegn ars og manu er toppbyrjun i ad vinna sig upp tofluna og i attina ad topp 4

 32. Gríðarleg batamerki á sóknarleiknum, baráttan góð og stemmningin á Anfield virtist meiri en í langan tíma. En mikið vona ég að Mignolet missi pennann við undirritunina og við sleppum við 5 og hálft ár í viðbót af þessari hörmung.

 33. Stórskemmtilegur leikur og gott stig. Það gæti reynst dýrmætt í vor þegar allt verður gert upp.

 34. Ein daprasta leikskýrsla kop.is hingað til, fannst okkar menn sýna góðan leik lengst af og mikla baráttu að jafna þó lítið væri eftir á tanknum.

 35. Hef fylgt Liverpool FC frá átta ára aldri og ekki ekki síst vegna ástríðu og einlægs vilja einstaklinga sem fá að klæðast okkar okkar herklæðum.
  Höfum gengið í gegnum súrt og sætt á þessum tæpum 40 árum sem LFC hefur átt mitt hjarta. Liðið í dag, þrátt fyrir að ná jafntefli gegn Arsenal, vantar hið rauða hjarta og ástríðuna fyrir LFC. Því legg ég til að liðsuppstillingin fyrir næsta leik verði svona (þarna eru leikmenn sem spiluðu með LFC hjarta og tilfinningum):
  1 Bruce Grobbelaar
  2 Phil Neal
  3 Alan Kennedy
  4 Mark Lawrenson
  5 Ronnie Whelan
  6 Alan Hansen
  7 Kenny Dalglish
  8 Sammy Lee
  9 Ian Rush
  10 Craig Johnston
  11 Graeme Souness (c)

 36. Þetta er sjálfsagt óvinsæl skoðun. Það verður þá bara svo að vera. En mér finnst Mignolet fá full mikinn skít fyrir þennan leik. Jú, í marki 2 hefði hann sjálfsagt átt að gera betur. En hann fær bolta á sig sem Giroud rekur löppina í rúmum meter frá marki, slíkir boltar hljóta alltaf að vera erfiðir. Svo var nú líka bent á það í MOTD að vörnin hefði alltaf átt að vera búin að hirða þennan bolta, sá sem átti að vera á nærstönginni hefði átt að gera það.

  Svipað fannst mér eiga við í marki 1, í fyrsta lagi hefði Sakho alltaf átt að vera útsmoginn og fara í jörðina, hann var klárlega vankaður eftir áreksturinn við Giroud. Hefði ekki dómarinn alltaf stöðvað leikinn í því tilfelli? Nú svo var það skot alveg í bláhornið, ekki sé ég menn gagnrýna Cech fyrir Allen markið sem var líka í bláhornið, og þó var hann með hendur á boltanum. Af þessum tveim boltum myndi ég alltaf segja að Cech hefði frekar átt að verja sinn. Hann hefur nú gjarnan verið nefndur sem einn af þessum ósnertanlegu markvörðum.

  Mark 3 þarf svo ekkert að ræða, það var bara gjörsamlega óverjandi.

  Í öllum tilfellum hefði betur skipulögð vörn átt að gera betur. En gleymum ekki því sem hefur komið fram: fyrir 2 dögum var ekkert víst að það næðist að manna vörnina og það þurfti að fá Caulker á neyðarláni. Með Sakho sem er að koma úr meiðslum og því ekki í fullri leikæfingu, og svo með Toure sem er nú aldrei fyrsti kostur, og þar að auki á móti andstæðingum sem eru á toppnum og ekki með neitt slaka sókn.

  Ef ég ætti að hafa áhyggjur af einhverju þá eru það sendingarnar sem eru misheppnaðar á hættulegum stað, t.d. rétt fyrir færið sem Giroud klúðraði á línu. Þar voru a.m.k. 2 tilfelli þar sem boltinn tapaðist illa, og Sakho hefði líka mátt bæta sínar sendingar mikið. Slíkt hlýtur alltaf að skapa óöryggi.

  Hafandi sagt þetta, þá væri alveg gaman að sjá hvernig Ward mun standa sig. Ég er ekkert viss um að hann sé nein töfralausn á þessum málum, og ég held að Klopp sé aldrei að fara að bekkja Mignolet, sérstaklega ekki á móti United.

 37. Spennandi leikur og verður eftirminnanlegur.

  Varðandi næsta leik gegn Man. Utd. þá er það eina sem ég fer frammá er að Liverpool lagi markatöluna.

 38. Það væri gaman að vita hvað þessi markvörður er búinn að hafa af okkur mörg stig!!!!!
  Ég get hann ekki meir!!!!

 39. Nú er maður orðinn of góðu vanur hér á kop.is þegar að maður er einhvern veginn ósáttur við skýrsluna þegar hún fangar mína upplifun á leiknum.
  Jú, ég var ekki sáttur með Sakho, Toure ov Mignolet í kvöld. En ég var sáttur með restina af liðinu (allir reyndu).
  Ég vel að horfa á innáskiptingar með þeim hætti að Caulkner hafi haft áhrif á skipulag varnar Arsenal með sinni (hávöxnu) nærveru í teignum þegar Benteke skallar fyrir fætur Allen (varamenn dagsins).
  Og ég er ekki síst sáttur með Firmino að hann skuli lesa leikinn og velja skot frá Allen sem snýr að marki í staðinn fyrir að reyna að fá stjörn á bolta með bak í markið.

  Minn maður leiksins er Firmino með tvö mörk og næstum því stoðsendingu ásamt trúnni (sem getur fært fjöll).

  Takk fyrir frábæra síðu, síðuhaldarar 🙂

 40. *átti að sjálfsögðu að vera þegar hún fangar EKKI mína upplifun…

 41. Ætla að leyfa mér að vera mjög ósammála Kristjáni vini mínum í þessari skýrslu.

  Mér fannst þessi frammistaða góð. Frábær á löngum köflum. Firmino var af annarri plánetu lengi vel og gladdi mig gríðarlega að sjá hann. Eftir að Arsenal tóku forystu í síðari hálfleik sýndi liðið gríðarlegan karakter – hvað þá ef við t.d. horfum til þess að Hendo og Sakho spiluðu t.d. allan þennan leik þó þeir væru langt frá því að vera í leikformi.

  Mignolet mátti gera betur í fyrsta markinu en það og þriðja markið er að mínu viti allan daginn miklu frekar að fara að skrifast á galinn varnarleik Kolo og Sakho…sérstaklega Kolo.

  Mark Arsenal númer tvö er kennslubók um einbeitingarleysi í horni og ég mun nota það í markmannsþjálfun minni á næstu vikum. Lallana á ALDREI að yfirgefa sinn stað, ég veit ekki hvort honum er stillt upp á nærstöng eða nærsvæði en það er einfaldlega bannorð að þessi einstaklingur fari svo framarlega. Vandinn er sá að þegar þetta gerist, varnarmaðurinn selur sig í þessa hreyfingu þá er gríðarlegur skotvinkill fyrir markmanninn að loka á en þegar hann fær á sig mark þá er alltaf sett spurningamerki við hann.

  Varnarmenn á nærstöng og nærsvæði. VERIÐ Á STAÐNUM YKKAR og hættið að láta markmann líta illa út takk 😉

  En svo var snilld að hlusta á völlinn. Stanslaus söngur, magnaður stuðningur og þetta mark í lokin kveikti í öllu vonandi fyrir næstu helgi. Það að henda Caulker fram var eitthvað sem kom Arsenal pottþétt á óvart og varð jafnvel til þess að við jöfnuðum upp úr því uppleggi að senda langa bolta á kollinn á sóknarmanni sem lagði upp.

  Svo ég fer glaður að sofa, handviss um það að þetta stig verður eitthvað sem við byggjum á um helgina…og svo er ljóst að Firmino hefur stjörnuhæfileika.

  Meira en hálffullt glas hjá mér!!!

 42. Langar að nöldra svo mikið yfir þessari fáranlegu skýrslu en þú sleppur í þetta skiptið þar sem ég á töluvert inni hjá þér. Frábær úrslit náðum að saxa 1 útskitnu stigi á top 4 og ég held að flestir hefðu sætt sig við jafntefli fyrirfram ég leggst allavegna sáttur á koddann í kvöld eftir þennan veislu leik

 43. Að mínu mati ekki hægt að bera saman fyrstu 2 mörkin sem Mignolet og Chech fá á sig í þessum leik. Auk þess stjórnar Chech vörninni og skapar öryggi á meðan vantraustið og fátið er algert í kringum Mignolet. Chech bjargar ítrekað stigum fyrir sitt lið en Mignolet tapar iðulega stigum fyrir okkur.

 44. „Ég er ósammála leikskýrslu, en í stað þess að segjast ósammála ætla ég bara að segja að skýrslan sé léleg.“ – Þið

  Endilega látið mig hafa það. Ég átta mig á að þetta er umdeild skoðun. Ég er hins vegar harður á því að þetta á ekki að vera umdeild skoðun.

  Eruð þið ekki orðin þreytt á þessum markverði? Hriplekri vörn? Lélegu deildargengi á Anfield? Erum við orðin eins og Everton sem fagna jafnteflum á heimavelli af því að þeir voru að spila við stórlið og eru bara fegnir að hafa ekki tapað?

  Sorrý með mig en ég er bara pirraður eftir þennan leik. Ef Liverpool hefði verið með betri markvörð hefðum við unnið þennan leik. Og hann var ekki eina vandamálið í kvöld, langt því frá.

  Endilega látið mig heyra það ef þið eruð ósammála mér. Það er ekki það sama og að skýrslan hafi verið léleg, samt. Ég stend við mína skoðun og dæmi ykkur öll fyrir að vera hæstánægð með jafntefli á heimavelli.

  Ég dæmi ykkur öll!!!

 45. Ef stjórn Liverpool ætlar að láta sér detta það til hugar að bjóða Mignolet fimm ára samning núna á næstu misserum eins og maður hefur lesið að standi til að gera þá er eitthvað mikið að á þeim bænum.
  Ég hefði haldið að það ætti að vera lykilatriði næsta sumar að fá nýjan markamann í liðið.

 46. Þessi leikur var frábær, ég náði reyndar bara að fylgjast með honum með hálfu auga, en það sem ég sá var það skemmtilegasta síðan við unnum Southampton 6-1. Fyrir leikinn var ég að vonast til þess að við myndum ekki tapa leiknum stórt, eftir fyrsta hálftímann af leiknum trúði ég að við værum að fara að hala inn 3 stig en ég sætti mig við 1 stig.

  Skýrsluhöfundur á að sjálfsögðu efni á því að taka út pirring sinn í skýrslunni, kröfurnar eru ekki þær sömu hjá öllum. En mínar kröfur voru greinilega ekki þær sömu og Kristjáns Atla.

  Firmino þarf greinilega að spila gegn stóru liði til að eiga góðan leik, ætli Man.Utd. sé nógu og stórt? Ég vona það.

  Ég missti af meirihlutanum í seinni hálfleik og sá þess vegna ekki Caulker koma inná né markið hans Allen, en miðað við lýsingarnar og myndirnar sem ég hef séð á facebook þar sem menn eru farnir að líkja honum við Pirlo þá hefur þetta verið gott klár.

  Hlakka til sunnudagsins og vona ég að Kop.is menn eigi eftir að sjá sigur, ég kemst því miður ekki með en ég get kvittað undir það og lofað öllum að þessi ferð verður alger snilld sama hvernig leikurinn fer.

 47. Já þessi skýrsla er eitthvað úr takti við upplifun meirihluta stuðninsgmanna liverpool. Menn eru að sjá ástríðuna aftur hjá liðinu, maður er að sjá leikmenn stíga upp sem maður hélt að væru hálf dauðir nýji stjórinn bað stuðningsmenn um að trúa á liðið og mér finnst eins og þetta jákvæða viðhorf er að smitast inná völlinn og frá vellinum.
  Liverpool spilaði vel og fékk á sér mark í andlitið. Maður hefur séð liverpool liðið hengja haus en þeir gáfu í og skoruðu aftur. Liðið fékk á sig en eitt markið eftir fastleikatriði og var maður alveg mátlaus inní stofuni og getur maður ýmindað sér hverning leikmönum leið inná vellinum eftir það sem þeir voru búnir að setja í leikinn.
  Liðið lenti undir og í staðinn fyrir að hengja haus þá var haldið áfram að keyra á Arsenal, stjórinn gargandi á sína menn og þeir fylgdu fyrirmælum og náðu að jafna á dramatískan hátt.

  Já það eru allir þreyttir á að við séum ekki með sterkari markmann og þetta jójó með miðverði er ekki að hjálpa varnarleiknum. Kolo Toure átti líklega sín bestu ár í liði andstæðingana fyrir rétt rúmum áratug og Sakho er að skríða saman eftir meiðsli.

  Svo að maður var tilbúinn í hrós til leikmanna fyrir að sigrast á hindrunum og mótlæti ásamt gagríni á markvörð og smá pirring gangvart varnarleiknum en fyrst og fremst meiri hrós en last. Barnes og félagar á LFC Tv voru noknkuð bjarsýnir og hrósuðu , Anfield sprakk í jöfnurnarmarkinu og stuðninsgmenn liðsins klöppuðu fyrir liðinu og þeira framlagi og þess vegna var þessi neikvæða skýrla dálítið úr takti fannst mér en þeir sem skrifa skýrslur hafa auðvita 100% rétt á sinni skoðun eins og allir á þessu spjalli en oftast hefur manni fundist skýrslunar spot on með tilfingarnar eftir leiki.

  Vill samt taka það fram að Kop.is er frábær síða sem er orðinn athvarf fyrir eldheita stuðningsmenn Liverpool og eru mennirnir sem sjá um hana að gera góða hluti.

 48. Kristján Atli, ef það var einhvern tíman vitlaus tími til að drulla yfir Liverpool að þá var það núna.

 49. Í guðanna bænum, ekki tala um Manchester United sem “United”. Það félag hefur engu meiri rétt á því heldur en Leeds United eða Newcastle United. “Man U” er fínt, ef það þarf á annað borð að minnast á þetta smálið.

 50. Ein pæling. Þið talið margir um meiðslakrísu, ég fæ ekki betur séð en að það vanti 3 byrjunarliðsmenn hjá Liverpool (Skrtel, Coutinho og Sturridge). Arsenal vantaði einnig 3 byrjunarliðsmenn (Coquelin, Cazorla og Alexis). Þá höfðuð þið m.a.s. efni á að skilja 35m punda mann eftir á bekknum.

 51. Þó menn séu ekki ánægðir með allt er algjör óþarfi hjá greinarskrifara að vera svona orðljótur. Fer að minna á athugasemdakerfi hjá ónefndum netmiðli. Margt var gott í dag, jafnvel frábært eins og langskotið hjá Firmino. Sumt minna gott og jafnvel lélegt eins og tilþrif markmannsins á stundum. Í heild samt frábær leikur og margt jákvætt.

 52. var að klára podcastið þar sem kristján talaði um að vera svífandi um á bleiku skýji með jafntefli 😉

 53. hlakka mjög mikið til að sjá hvort þessi drulla yfir Migno eigi rétt á sér .. hlýtur að detta inn samansafn af hans leik á youtube brátt. Joe Allen kominn í gang ? Frábær úrslit og við erum betra lið en Man U (þó það sé oft ekki svo)

 54. Takk fyrir leiksk.

  Sem ég er ekki sammála.
  Frábær leikur, mikill hraði og hellingur að gerast.
  Menn misgóðir en góðir samt svo sem miðherjarnir okkar sem stoppuðu margar sóknir maður á mann en gerðu sig svo seka um mistök sem kostaði mark.
  Ég vil bara benda mönnum á sem gagnrýna King Toure sem kemur inn í liðið þegar okkar aðal par eða pör eru ekki með að þá höfum við ekki en tapað leik þar sem hann er í liðinu á þessu tímabili.
  Það er ekkert lið í þessari deild og þó víðar væri leitað sem hefur svo sterkan miðvörð sem fjórða kost og hana nú.

  Áfram LIVERPOOL

 55. Það er eitthvað rangt við að fagna jafntefli gegn Arsenal líkt og um sigur væri að ræða. Hvert erum við komin? Vissulega gott að ná í stigið í lokin en það er svakaleg vinna framundan. Svakaleg.

 56. Svefnormur (#64) sagði:

  „var að klára podcastið þar sem kristján talaði um að vera svífandi um á bleiku skýji með jafntefli ;)“

  Þegar ég talaði um jafnteflið sagði ég 1-1 og var ekki að hugsa mér að við myndum komast tvisvar yfir og svo nánast leyfa þeim að jafna á aumasta mögulega máta.

  Liverpool komst tvisvar yfir í upphafi leiks og hélt forystunni í heilar 4 mínútur og 6 mínútur. Bæði mörk þeirra voru ódýr og hefðu verið stöðvuð af almennilegum markverði (ver nærstöngina í skoti Ramsey, stillir manni upp á stöng og stendur betur í marki Giroud). Má ég ekki vera pirraður yfir þessu?

  Hjalti (#63) sagði:

  „Þó menn séu ekki ánægðir með allt er algjör óþarfi hjá greinarskrifara að vera svona orðljótur. Fer að minna á athugasemdakerfi hjá ónefndum netmiðli.“

  Bíddu, ha? Orðljótur? Ég segi „fokking“ tvisvar í skýrslunni, særði það blygðunarkennd þína? Eða ertu að meina eitthvað annað? Ég skil ekkert.


  Annars er ég að hlusta á uppgjörsþátt The Anfield Wrap eftir leikinn í gær. Þeir eru sammála um að þetta hafi verið tvö töpuð stig frekar en eitt grætt og þótt þeir hrósi frammistöðum ýmissa leikmanna eyða þeir öllum seinni helmingi þáttarins í að gnísta tönnum yfir vörn og markverði. Þannig að ég er a.m.k. ekki einn í að voga mér að vera pirraður yfir því að gefa tvisvar frá okkur forskot á heimavelli með ódýrum mörkum…

 57. Hefur það gerst à?ur að leikskýrsla hefur verið rökkuð niður fyrir að vera neikvæð? Man ekki eftir því allavega. En KAR þú mátt ekki taka þetta nærri þér, við elskum þig engu að síður allir;-)

 58. Ég er ekki að taka neitt nærri mér, Jónas. Takk samt. Ég er eins og svín í drullupolli hérna, það er langt síðan maður lenti í almennilegri ritdeilu á Kop.is. Það er ákveðin nostalgía í þessu fyrir mig. 🙂

 59. Tvö töpuð stig eftir að hafa verið marki undir síðustu 35 min og ná að jafna á 90 min!!! Hvað eru menn að reykja þarna á anfield wrap???

 60. Fátt sem lýsir stöðu Liverpool í dag en mótlæti þessarar skýrslu. Algjörlega sammála Kristjáni. Ekki hægt að vera sáttur við svona varnarleik þegar hann kostar okkur stig.

  Það var löngu vitið að þessi markvörður var aldrei nógu góður. Hann skýlir sér bakvið einhverja tölfræði sem hann á ekkert heiðurinn af einn. Maður sættir sig kannski við svona 2 klúður á tímabili frá markmanni, það er eðlilegt en á móti vinna þeir leiki. Mignolet er nær 10 klúðrum. Ofan á það ræður hann ekki við háa bolta og dreifir boltanum illa, það er meira og minna ekkert sem hann er góður að gera. Þó hann sé ágætis shotstopper er hann ekkert framúrskarandi eins og sást í gær. Mignolet og Bogdan er versta markmannstvíeyki í þessari deild. Ward bara verður að fá sénsinn, ef hann nýtir hann ekki, so be it en það bara er ekki hægt að nota þessa tvo meira.

  Firmino… man ekki eftir betri frammistöðu hjá leikmanni okkar í vetur. Sennilega mesta talent-ið í þessum hóp en þarf greinilega bara smá aðlögunartíma. Ef við ættum fleiri sóknarsinnaða í þessum gæðaflokki.

 61. Veit ekki hversvegna menn eru að pirra sig útí JK, hann er að spila með mannskap sem FOKKING BR keypti og megnið af þeim eru meiddir og þar af auki miðlungsmenn margir hverjir. Bíðið bara þar til hann fær til sín alvöru menn og heldur þeim bestu eftir sem er kannski 5-7 ca.

 62. Þvilikt fokking væl.
  1 allir voru að leggja sig fram
  2 attum að vinna þennan leik
  3 skemmtilegasti fotboltaleikur sem eg hef seð lengi.
  4 er það ekki það sem þetta snyst um, punkt nr. 3?
  Fyrir mer er þetta frabær fotbolta leikur með liðinu sem eg elska vs langbesta lið deildarinnar

 63. Það er svo leiðinlegt hvað vörnin er slök. Moreno hefur ekki tekið þeim framförum varnarlega sem maður hefði viljað sjá síðan hann kom og miðvarðaparið var kannski ekki það besta fyrir svona leik (en lítið í því að gera). En jafn leiðinlegt að það er var frábært að sjá sóknina (sem hefur ekkert skorað í vetur) skora þrjú mörk hjá þessu vel skipulagða Arsenal liði.

 64. Ég hef ekki séð undanfarna leiki en það var ýmislegt sem mér fannst koma í ljós í þessum leik. Menn voru að leggja sig fram og voru að berjast fyrir liðið, klúbbinn, klopp og stuðningsmenn.

  Mignolet var ekki góður í gær eins og undanfarna leiki hann er ágætis markmaður og væri stórgóður fyrir lið í neðri helming úrvalsdeildarinnar. Hann er einfaldlega ekki búinn þeim gæðum sem þarf í topp lið en Roman Weidenfeller hjá Dortmund var það svo sem ekkert heldur hann var bara með massívt lið fyrir framan sig og kannski er það uppleggið sem að Klopp ætlar að vera með Weidenfeller er þó betri markmaður en Mignolet. Hann átti þó eitt mjög gott úthlaup í gær þegar hann straujaði Toure og einn leikmann Arsenal og kíldi boltan listavel í burtu. Annað gerði hann ekki vel og væri ég til í að sjá annan markmann til liðsins.

  Það kom líka bersýnilega í ljós í þessum leik að okkar vantar kantmenn það vantaði ekki að menn væru að reyna en guð minn góður hvað það var að skila litlu. Ibe reyndi og reyndi en komst aldrei fram hjá sínum manni og boltinn stoppaði alltaf á fyrsta manni. Kannski var þetta bara off leikur hjá honum veit ekki enda hef ég ekki séð síðustu leiki. Kannski á hann ekki heima á kantinum eða kannski er hann bara ekki með nægilega mikil gæði maður þarf jú víst að geta gert meira en að hlaupa hratt.

  Emre Can var mjög góður í þessum leik og mér fannst Kolo Toure einnig góður. Henderson átt flottan leik.

  Föst leik atriði guð minn góður, ekki nóg með að við virðumst ekki geta varist föstum leikatriðum að neinu ráði heldur ráðum við alls ekki við að nýta okkur þau sóknarlega þetta var algjört hörmunar kvöld hvað föst leikatriði varðar og er ég illa svikinn ef Klopp verður ekki með set pieces æfingar í kjölfarið.

  Firmino fannst mér algjörlega stórkostlegur í fyrri hálfleik þó dregið hafi aðeins af honum í seinni þá var hann mjög hreifanlegur og duglegur og alltaf að taka hlaup og reyna hann er flottur sem 9 og er leikmaður sem vonnadi kemur til með að blómstra ég tala nú ekki um ef hann fær annan hreifanlegan framherja með sér.

  Allen átti fína innkomu fyrir Emre Can hann skoraði jú markið Vúhú en hann var líka öruggur á boltanum og dreifði honum vel. Fínnt að eiga svona mann sem getur komið inn og aðeins komið með smá ró og öryggi á miðjuna en er svona squad player ekki nægilega góður til að byrja alla leiki en góður fyrir heildina ég vill halda honum.

  Liðið er samt áfram í mikilli þróun undir Klopp og mun öldugangurinn á úrslitum og frammistöðu halda áfram út þetta season í það minnsta. Klopp mun taka einhverjar hreinsanir í sumar og þeir fyrstu til að vera settir í lestina frá Liverpool eru þeir sem hafa ekki verið nægilega hreifanlegir og duglegir.

 65. Mér finnst þetta alltaf tvö töpuð stig en ekki eitt unnið.
  Sammála KAR í flestu þarna í leikskýrslunni.

  Þó svo að að miðjan þá aðalega Henderson og Can og svo Firmino hafi spilað vel í þessum leik fannst mér bara hinir ekki gera það. Fail sendingar hvað eftir annað og finnst menn alltof oft spilaðir auðveldlega út.

  Vörn og markmaður voru svo skelfileg og átti allan tíman að loka á bæði þessi mörk.
  Nenni svo ekki að eyða púðri í að fara yfir það meira hvað Mignolet er lélegur.
  En allan tíman tvö töpuð stig.

 66. Glasið er bara hálftómt að því virðist…

  Það er þvílíkur vottur um karakterleysi að jafna stöðuna á seinustu mínútum leiksins.

  Mér finnst nú í fyrsta sinn síða Suarez fór að liðið þoli að lenda undir. Seinasta árið hefur staðan verið sú að Liverpool gefst upp en núna er liðið að ná að setja mörk á ögurstundum. Berjast þar til bjallan gellur.

  Anda með nefinu fólk!!

 67. Óþarflega harðorð skýrsla og lýsir frekar pirringi skýrsluhöfundar og sannarlega ekki rétt lýsing á því sem átti sér stað í þessum leik. Fyrir það fyrsta skulum við átta okkur á að Arsenal er besta lið Englands um þessar mundir og við vorum með þá. Kannski er það pirringurinn og þá skil ég þetta betur – en við vorum ekki slakir. Ofboðslega margt gott í þessum leik – en það sem má laga og þarf að laga eru allt atriði sem hægt er að vinna með á æfingasvæðinu, t.d. staðsetningar og annað slíkt.
  Þetta voru vissulega tvö töpuð stig þótt að skorið segi okkur að við höfum unnið eitt stig. Þessi töpuðu stig finnst mér skrifast á markvörðinn fyrst og fremst.

  YNWA og góða ferð til Mecca

 68. Að gleðjast yfir því að liðið sýni karakter og nái að jafna leik á 90. mínútu er ekki það sama og að vera metnaðarlaus og sætta sig við 1 stig úr leik Kristján. Við höfum séð svona leiki þar sem við hefðum tapað 4-1 eftir að Arsenal nær að jafna svona fljótt. Við héldum haus eftir jöfnunarmarkið og bættum í.

  Það er margt sem þarf að laga í Liverpool liðinu en að það sé að myndast smá karakter í liðinu er í það minnsta gleðiefni. Barátta fram á síðustu stundu og mörk úr óvæntum áttum er bara jákvætt.
  Dómarinn gerði líka afdrifarík mistök með að stöðva ekki leikinn meðan Giroud lá blóðugur á vellinum með gat á hausnum. Sakhol átti þar að leggjast niður líka og halda um hausinn á sér en dómarinn á að stoppa leikinn.

 69. Arsenal eru verðskuldað að leiða þessa deild og manni sýnist fátt geta komið í veg fyrir, miðað við spilamennskuna hjá þeim í gær, að þeir verði deildarmeistarar.

  Við erum vængbrotnir, tognaðir á öllum útlimum að gera okkar besta í þessari blessuðu deild. Ég veit að ég sagði hérna í gær að við myndum örugglega rústa Arsenal í þessum leik en innst inni hugsaði ég að þetta yrði hrikalega erfiður leikur. Fyrirfram horfi ég alltaf björtum augum á að við sigrum alla leiki, það er ekki annað hægt finnst mér þegar maður er styðja við sitt lið.

  Leikurinn þróaðist síðan með þessum hætti eins og við urðum vitni að í gær. Firmino að gera tilkall í aðalhlutverkið í Avengers 3. Joe Allen, af öllum, að tryggja stig í ótrúlega erfiðum leik. Mignolet fær á sig nærstangarmörk en takið samt eftir því að Cech var ekkert að standa sig betur, ég sá ekki betur en tvö af okkar mörkum voru á nærstöng. Ég fer hinsvegar ekkert ofan af því að ég vill sjá nýjan og froðufellandi markvörð sem skikkar vörnina til verka og lætur í sér heyra. Vörnin þarf að komast í lag, ég var að vonast til að Skrtel yrði svona Carragher-týpa sem myndi öskra á menn til dauða þar til þeir færu að vinna vinnuna sína en því miður er hann ekki að delivera eins og maður vonaði.

  Ég man ekki eftir Liverpool-liði sem er að sýna þennan karakter að jafna undir blálokin og bjarga stigi úr því sem var orðið. Mér finnst ég vera búinn að horfa alltof lengi í of mörg ár liðið gefast upp þegar það fær á sig mark eða missir forystuna.

  Það er ekki að gerast hérna lengur.

  Við erum Liverpool-menn, við stöndum við bakið á okkar liði og göngum brjálaðir fram í hvern leik eins og það sé okkar síðasti. Það sem er síðan að í okkar liði mun lagast, það er enginn að horfa framhjá því, sérstaklega Herr Klopp og ofurteymið hans.

  Nú tökum við síðan þetta ManU-lið í bakaríið, Van Gaal verður rekinn fyrir sunnudagssteikina og Brendan Rodgers með aðstoð Garry Monk munu leið ManU út tímabilið þar til Vinnie Jones tekur við sem aðalþjálfari.

  YNWA!

 70. Frábær úrslit !

  Eru menn búnir að gleyma meiðslalistanum fræga..? Jafntefli á móti “heitum” Arsenalmönnum með Stebba Kalk í framlínunni..–>óborganlegt<– segi ég eins og í augýsingunni frægu…..

  :O)

 71. Aðeins að öðru.. svo virðist sem Liverpool séu að tryggja sér Matip.

  LIVERPOOL AGREE MATIP DEAL

  Liverpool have agreed a deal to bring Cameroon international Joel Matip on a free transfer at the end of the season, according to Sky sources.

  There are still details to be ironed out regarding the 24-year-old Schalke man before the move becomes official, however.

 72. Er mikill aðdáandi þessarar síðu og kem hingað reglulega til að lesa góða pistla, umfjallanir, upphitanir og taka þátt í umræðunni. Þessi skýrsla finnst mér samt nokkrum númerum of neikvæð.

  Vissulega var maður ekki sáttur við allt sem gerðist í leiknum og oftar en ekki gat maður öskrað á sjónvarpið en við hverjum voru menn að búast? Liðið hefur verið að hökta síðustu vikur og frábærar frammistöður sjaldséðar en klárlega er liðið á réttri leið. Meiðsli hópsins hafa ekki verið að hjálpa en að ná 3-3 jafntefli við Arsenal eftir að vera undir þegar leikurinn er að klárast sýnir mér merki um að liðið mun aldrei láta valta yfir sig og berjast til síðustu sekúndu undir JK.

  Vörnin í gær fór einstaklega mikið í taugarnar á mér en mér fannst Toure og Sakho afspyrnuslakir og látnir líta mjög illa út á köflum. Sakho virtist varla geta sett boltann á samherja á meðan að Toure var tekinn í bakaríið trekk í trekk af flottum Giroud í gær. Ibe var svo vandræðalega lélegur í seinni hálfleik og var pakkað saman af Monreal sem var með strákinn unga í vasanum. Lélegar sendingar og rangar ákvarðanir á köflum voru að valda mér vonbrigðum. HINSVEGAR !! Þá var sóknarleikurinn öflugur og þar fremstur í flokki var Firmino sem var frábær. Margir hafa verið að kalla eftir því að hann stigi upp og nú þegar hann gerir það og skorar 2 frábær mörk er varla minnst á hann í skýrslunni. Hvað varð um hálffulla glasið, ætla menn endalaust að vera í grenji og svartsýni.

  Reynum að vera jákvæðir. Á sunnudaginn mætum við lakara liði en Arsenal og ef við spilum eins og í gær þá klárum við Man Utd á Anfield og nálgumst þá ennþá meira.

  Langhlaup, ekki gleyma því.

 73. Aðfarir að Kristjáni Atla óþarfar! Hann smellhitti naglann á höfuðið með hvert einasta atriði!

  Pirringurinn er réttlætanlegur…

 74. Við erum álíka langt frá toppsæti og fallsæti. Einhver 12 stig give or take.

  Ég var að taka saman smá tölfræði um meðaltal stiga í leik frá því að 20 liða deildin byrjaði (Tímabilið 95/96). Þetta tímabil verður 21. tímabilið með því fyrirkomulagi.

  -Við erum með 1,5 stig að meðaltali í leik á þessum tímapunkti. Þriðja lélegasta meðaltalið okkar hingað til. Þegar horft er á hvað við erum mörgum stigum að meðaltali í leik frá toppliðinu, þá er þetta miðlungsár hvað Liverpool varðar, eða 0,6 stig.

  -Deildin er vissulega jöfn. Ég grandskoðaði þetta ekki og ég veit að það eru margir mælikvarðar í þessu (ætla ekki að eyða heilum vinnudegi í þetta). PPG hjá toppliðinu er núna 2,0 stig í leik. Þetta tímabil er jafnt tímabilinu 96/97 í efsta sæti yfir jöfnustu tímabilin miðað við þann mælikvarða. Árin 1998, 1999, 2001 og 2011 koma þar fast á eftir með 2,1 PPG hjá toppliðinu.

  -Munurinn á PPG hjá toppliðinu og PPG hjá efsta fallsæti er 1,2 stig eins og sakir standa. Miðað við þann mælikvarða, þá er þetta 7. jafnasta deildin hingað til.

  Burtséð frá þessu öllu, þá fannst mér baráttan hjá liðinu góð í gær. Þetta var hörkuleikur á móti hörkuliði.

 75. Sko…

  Mignolet er linur í fyrsta markinu… á að gera betur. Kolo er algjörlega búinn að loka fyrir skot á fjær og mitt markið með renningnum sínum og Mignolet á að geta tekið skrefið af stað mun fyrr. Svo þegar hann loksins gerir það þá er það voðalega slappt eitthvað hjá aumingja manninum. Snerpan engin.

  Aftur á móti finnst mér markið úr horninu ekki liggja jafn þungt á hans herðum hvort sem það er maður á nær eða ekki. Liðinu er stillt upp í svæðisvörn þar sem Lallana er á svæðinu frá stöng og framúr. Sakho er á svæðinu á móts við stöngina. Þegar Arsenal byrjar hreyfingu sína fyrir markið láta bæði Lallana og Sakho teyma sig úr svæðum. Mjög líklega rétt hjá Sakho að elta Giroud en Lallana á ekki að byrja að hlaupa áður en Arsenal maðurinn er kominn framúr honum, þá er hann búinn að selja sína stöðu og skilur eftir autt svæði fyrir Giroud.

  Annað í sambandi við yfirdrullið á Mignolet í þessu marki í sambandi við mann á stönginni. Fyrst það er svæðisvörn í gangi þá er alveg ljóst að allir eru með byrjunarstöður sínar og hlutverk á hreinu og það er þá EKKI í verkahring Mignolet að ganga þvert á óskir þjálfaranna af æfingasvæðinu og fara að kalla einhvern úr sínu hlutverki og að koma á nærstöngina. Þetta mark liggur miklu þyngra á Lallana og þjálfurunum að mínu mati.

  Það er svo annað mál hvort kvikari og betri markmaður hefði ekki séð hættuna þegar boltinn kemur inn, Lallana fer úr svæði, og bara verið mættur á nærstöngina fyrr! Það er það eina sem ég sé gagnrýnivert á Mignolet í þessu marki.

  En takk fyrir góðar umræður! Sjálfur missti ég af leiknum í gærkvöldi og þegar ég kíkti á úrslitin seinna um kvöldið bjóst ég við að sjá skelfilegar tölur og var mjög hamingjusamur með að sjá að Liverpool hafði skorað 3 mörk og náð jafntefli… sem ég var enganveginn að búast við miðað við stöðuna hjá liðinu. Brá aðeins við að koma hingað inn og sjá “histerýuna” en bara gaman að mismunandi skoðunum og væntingum 🙂

  Get ekki beðið eftir næsta leik…

 76. Ég myndi aldrei þora eða vila að vaða í síðuhaldara eftir leikskýrslu. Fell heldur á fjóra fætur og drekk heilt glas af þakklæti á haus. Að því sögðu; rosaleg skemmtun, Firmino rosalegur, öryggið og sýnin sem Hendo kemur með eru óviðjafnanleg, Can rosalegur framan af, Moreno er einu fumefni frá því að vera gullmoli og svo mætti áfram telja. Ég tek stigið og hleyp með það heim og beint undir dýnu. Næsta leik.

  ynwa

 77. Þetta er einhver sú daprasta leikskýrsla sem að ég hef lesið hérna inni, ef að menn nenna ekki og geta ekki verið “pró” ættu menn bara að sleppa þessu í staðinn fyrir að taka pappakassamúgæsingsskítkastið á þetta. Við þurfum bara að díla við þetta núna og það var alveg klárt mál að við myndum berjast við að ná stöðugleika á meðan Klopp kæmi sér fyrir. Við vorum að mörgu leiti óheppnir að taka ekki þrjú stig í gær en þvílíkur karakter að gefast ekki upp á móti mjög sterku lið Arsenal.
  Ég fór sáttur að sofa eftir svakalegan leik. Farðu nú út með glasið hálffullt og hættu þessu væli!
  YNWA !

 78. Jáhá.. menn skulu sko passa sig að hafa ekki sömu skoðun og allir hinir! Annars skulum menn bara þegja og alls ekki segja það sem þeim finnst!

 79. Fjörugar umræður og fólk virðist skiptast í tvær fylkingar með leikinn. Ég er á vagninum þar sem brosmildu stuðningsmennirnir þeysa um. En ég tel að burtséð frá hvorum vagninum við tilheyrum þá getum við trúlega sameinast um að viðurkenna að við séum sannarlega á réttri leið en til að ná þangað sem við viljum þarf að laga margt, t.a.m. varnarleik og markvörslu, skilvirkni við mark andstæðinga og auðvitað þarf að styrkja hópinn og ákveðnar stöður.

  En vá hvað það var gaman að sjá Klop meðan á leik stóð, og sérstaklega í lokin og svo þegar hann fór og skarst í leikinn með stuðningsmönnunum! Ætli Rafa, sem var á leiknum, finnist hann sýna tilfinningar sýnar fullmikið? 😉 I love it!!!

 80. Sælir félagar

  Ég er nú svo vitlaus að ég skil ekki þessar árásir á KAR og leikskýrslu hans. Það eru nokkur atriði þar sem ég er ekki sammála en hvað með það. Alveg eins og ég hefi rétt til að vera ósammála einhverju í skýrslunni þá hefur KAR rétt á sínum skoðunum og framsetningu þeirra.
  Ef menn eru ósammála honum þá er einfaldlega að segja það og rökstyðja álit sitt. Svo einfalt er það.

  Menn ættu að taka Magga (sem ég ól upp að nokkru leyti) sér til fyrirmyndar í athugasemdum. Hann segir einfaldlega að hann sé ósammála nokkrum atriðum í skýrslunni og fer svo yfir það á málefnalegan hátt. Hann gerir það án þess að hnýta í skýrsluhöfund eða skoðanir hans. Er einfaldelga málefnalegur.

  Ég er líka ósammála nokkrum athugasemdum sem hér hafa komið fram í dag. Ég ætla samt ekki að ráðast á þær eða höfunda þeirra. Mér finnst einfaldlega hið besta mál að menn hafi skoðanir á leiknum, frammistöðu einstakra leikmanna, úrslitunum sem slikum og hálfullum eða hálftómum glösum. Þannig er þetta bara að við sjáum hlutina á misjafnan hátt og mat okkar er einstaklingsbundið. Það hafa allir rétt á skoðunum sínum, meira að segja nallinn sem skýtur hér inn athugasemd sér til hugarhægðar.

  Það er nú þannig

  YNWA

 81. Mikil vonbrigði í gær og ég skil tilfinningarnar sem skýrslurhöfundur sýndi með skýrslunni. Það hefði verið betri upp á innihaldið að bíða með að gera skýrsluna í tilfinningalegri reiði eftir leikinn í gær. Það var samt ekki hægt, allir að bíða eftir skýrslunni og á netinu vilja menn fá eitthvað strax helst í gær.

  Djöfull var ég svekktur þegar Arsenal komst í 3-2. Alveg eyðilagður. Svo eyðilagður að ég sá ekki fegurðina í jöfnunarmarkinu. En það bjargaði því sem bjargað varð.

  Ég er að missa þolinmæðina en það er einmitt það sem Klopp þarf. Tveir klukkutímar af lífi manns í þetta. Liverpool verður að girða sig í brók.

  Það versta er að maður er búinn að horfa á þetta í áratugi og maður er farinn að átta sig á á því að þetta bendir allt á endurtekið efni. Stjóri rekinn, nýr tekur við, hann sýnir eitthvað sem dugar í ekkert meira en vonbrigði. Veit ekki hvort ég nenni þessu.

  Leikurinn í gær er það sem koma skal. Allir vilja vinna deildina en Liverpool endar um miðja deild og sleppur við fall. Jafnteflið í gær er tákrænt fyrir hvar Liverpool endar á næstu áratugum.

  Nei djók. Hvað er eiginlega að þessum skýrsluhöfundi að skrifa þess bull skýrslu. Liverpool er best.

 82. Sæll Denni (#95) – það er núna næstum sólarhringur síðan leikurinn fór fram og ég myndi skrifa sömu leikskýrslu núna. Orðin í gær voru ekki skrifuð í geðshræringu eða reiðiskasti, ég stend enn við hvert orð.

  Mér finnst jákvætt að fá umræður hérna. Ég fagna því að menn sjái jákvæða hluti úr leik Liverpool, ég sá það líka þótt ég hafi ákveðið að lýsa sviðsljósinu á neikvæðu hlutina í gær. Og auðvitað eigum við að vera ósammála, ef það mætti ekki gætum við lokað þessari síðu. Stundum eruð þið lesendur ósammála pistli, stundum erum við pistlahöfundar ósammála ummælum. Flott mál, allir sáttir.

  Munið bara reglur Kop.is: tæklið boltann, ekki manninn. Endilega útskýrið fyrir mér af hverju leikskýrslan var arfavitlaus, ég hef breiðar axlir og tek slíkum álitum fagnandi, en hlífið mér við persónuárásum eða því að gera mér upp tilfinningar, reiðisköst eða óvönduð vinnubrögð.

  Allir sáttir (við að vera ósáttir)? Gott mál. Rústum svo United á sunnudag!

 83. Ég get útskýrt það mjög vel. Hún var mjög ósanngjörn og ekki þér og hinum pennunum hérna lík. Þið eruð yfirleitt málefnalegir og skrifið af yfivegun.

  Tökum dæmi.

  “Af hverju getur Simon Mignolet ekki varið skot í nærhornið? “ Þú svaraðir því í næstu spurningu sem kom á eftir, það var enginn varnamaður á nærhorninu og svo var enginn hár maður fyrir framan nærstöngina til að skalla boltann frá.
  “Af hverju er Simon Mignolet almennt svona glataður markvörður?” Hvernig getur markmaður sem er oftast með “hreint lak” í þessari deild á þessu ári verið “almennt” glataður markmaður. Væri ekki réttara að segja hann sé frekar sveiflóttur, því hann hefur líka oft verið besti maður liðsins og haldið því inn í leik. Ég skil ekki alveg hvernig þér getur fundist þetta koment vera sanngjarnt.
  Af hverju er vörnin svona hauslaus fyrir framan hann, í þrjú ár núna, sama hver þjálfar liðið og hvaða varnarmenn eru að spila? Málið er að vörnin er sveiflótt og í sínum hæstu sveiflum er hún mjög góð og gefur lítið af færum og verst vel. það sést best á þeirri áðurnefndri staðreynd að Mignolet er oftast með hreint lak og það gerir hann ekki nema að hann er með góða vörn fyrir framan sig.
  Af hverju setti Klopp miðvörð í framlínuna í lokin (Caulker), fannst honum fólk ekki hlæja nóg að Liverpool fyrir eða? Þetta var eitt ómálefnalegasta og barnalegasta koment sem ég hef lesið á þessari síðu og kannski það sem pirraði mig hvað mest. Í fyrsta lagi snýst fóbolti um árangur en ekki um óttann við að láta hlæja að sér og ef þú hefur eitthvað kynnst þér klopp þá snýst leikstíllinn hans að taka áhættur. Caulker var sendur í framlínuna, því hann var hæsti maðurinn á bekknum og þar að auki besti skallamaðurinn. Hann og Benteke voru sendir fremst vegna þess að það var verið að reyna að senda langa bolta inn á hann og Benteke. Svo skil ég ekki alveg hvað þú ert að kvarta yfir þessu, vegna þess aðferðin gekk upp og sannaði fyrir mér að Klopp er miklu meiri snillingur en t.d Brendan Rodgers sem hefði aldrei breitt stradegiu svona í miðjum leik og gert eitthvað svona út fyrir boxið sem kemur öllum á óvart.

  það voru aðallega þessir punktar sem fóru hvað verst í mig. Sérstaklega þar sem ég hef lesið góða pistla eftir þig sem eru miklu betur ígrundaðari en þessi.

 84. Everything will be all right in the end. If it’s not all right, it is not yet the end.
  Muna eftir þolinmæ?i?

 85. Mignolet er mjög góður markvörður með styrkleika og veikleika eins og flestir markmenn.
  Með góðri þjálfun er hægt að gera hann enn betri og ég treysti Klopp & Co. í þá vinnu.

  Einnig mun Klopp treysta vörnina, vonandi í þessum glugga og næsta sumar.

  Hérna er tölfræði yfir markmenn í PL:

  Clean sheets:
  Chech 9
  Hart 9
  Butland 8
  Gomes 8
  Mignolet 7
  De Gea 7
  Loris 7
  Myhill 7
  Howard 6
  Schmeichel 6

 86. Ath.að eftirfarandi texti er góðlátlegt grín (aulahúmor) en ekki árás á viðkomandi:

  Það hljómar eins og síðasti leikur sem Kristján Atli hafi horft á hafi verið vorið 2005 og svo hafi sjónvarpið farið i viðgerð og komið til baka í fyrradag 🙂

  Vörnin og markvarslan búin að vera vesen í mörg ár sko

 87. Sæll Kristján.

  Þetta átti ekki að vera persónuleg árás á þig og ég biðst afsökunar á þessum ummælum.

Liðið gegn Arsenal

Er kominn tími á nýtt hjarta í vörnina?