Liðið gegn Arsenal

Byrjunarlið kvöldsins er komið og er sem hér segir:

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Milner – Henderson – Can

Ibe – Firmino – Lallana

Bekkur: Ward, Caulker, Smith, Lucas, Allen, Teixeira, Benteke.

Fölsk nía og nokkurn veginn sterkasta lið sem við gætum stillt upp m.v. meiðsli. Lánsmaðurinn Caulker er á bekknum sem og Smith og (áhugavert) Teixeira. Þá er ljóst að við þurfum að sjá Firmino, Ibe og Lallana stíga duglega upp í kvöld, við vinnum þennan leik ekki án stórrar frammistöðu þeirra.

Lið Arsenal er feykisterkt:

Cech

Bellerin – Mertesacker – Koscielny – Monreal

Ramsey – Flamini – Ozil

Walcott – Giroud – Campbell

Koma svo, áfram Liverpool!

YNWA

89 Comments

  1. Allir Liverpool leikir eru sýndir á Bryggjunni, á Akureyri 😉

  2. Bogdan fór sennilega bara sjálfviljugur í ruslið, þurfti enga hjálp við það. Reikna með að Liverpool leikur sé sýndur á Kaffi Amour eða það sem einhverntímann hét gamla vélsmiðjan, man ekki hvað það heitir núna.

    Ef Firmino og Lallana spila eins vel og þeir geta best vinnum við, annars ekki.

  3. Ég held að þetta verði liverpool sigur og frekar sannfærandi. Held að við eigum eftir að slátra miðjunni þeirra (EF miðjan okkar helst heil út leikinn).

    Bogdan lifir líklega ekki þessi mistök sem hann gerði í seinasta leik, enda kannski eðlilegt þar sem þetta eru stór mistök nr. 2 á mjög stuttum tíma án þess að hann hafi sýnt neina góða takta á móti. Mignolet bjargar okkur allavega nokkuð reglulega þó það komi mistök inn á milli.

    2-0 fyrir okkur.

  4. 2-1 fyrir LFC, við eigum að vinna þetta lið á heimavelli. Búum til virki ! Koma svo Liverpool !

  5. Sælir félagar,

    Nú stöndum við fyrir rosalegri orrustu. Léttleikandi sinfóníuleikarar Wenger mæta þungarokkshestum Klopp. Frakkland gegn Þýskalandi. Ógnarsterkt titilbaráttulið gegn vængbrotnu rússíbanaliði.

    Undirritaður er skíthræddur við þetta Arsenal lið. Eftir að fréttir bárust af því að Petr Tékki hafði skrifað undir samning spáði ég Arsenal mönnum titlinum. Arsenal hafa alltaf átt gæðaleikmenn, en það sem nýtt er af nálinni er að nú hafa þeir rosalega breidd. Þá græt ég ennþá yfir því að Özil hafi endað þarna, þvílíkur leikmaður.

    Því er rökrétt framganga málanna að spá okkar mönnum sigri. Ég hef marg oft brennt mig á bjartsýninni, en alltaf er hún til staðar. Ég spái því að Bobby Firm dragi tvö mörk upp úr hattinum og Emre the man Can lúðri einu inn af 30 metrum. Mesut leggur upp tvö fyrir þá, Giroud og Campbell skora þau. 3-2 í blóðugri baráttu (Lallana sólar sjálfan sig og dettur á nefið í leiðinni og fær búbú á nebbaling).

  6. @10

    Getur alltaf kíkt á eftirfarandi síður:

    blabseal.com/frodo

    livefootballol.com

    ronaldo7.net/video/soccer-live.html

    Það er alltaf hægt að nota eitthvað af þessu.

  7. Ef leikmenn gefa 110% í verkefnið eigum við séns, en mér finnst einhvernveginn eina og við klúðrum alltaf þegar við ætlum að gera eitthvað strategíst… Eins og að hvíla allt byrjunarliðið í leiknum á undan

  8. Hver er samt staðan á Sturridge ? Var hann ekki að lýsa sjálfan sig good to go um daginn ?

  9. Arsenal vantar Coquelin og Sanchez sem væru báðir bestir í okkar liði ef þeir væru þar svo ég held að við getum lítið kvartað undan meiðslum.

    Þurfa ansi margir að stíga upp til að við getum unnið þennan leik, þ.á.m. Anfield. Nenni hreinlega ekki að tapa þessum leik svo vinsamlegast ekki gera það.

    Mér líst ágætlega á þetta lið svona miðað við aðstæður. Ég vil reyndar aldrei hafa Lallana og Milner í liðinu en ekki viss um að til séu betri kostir að svo stöddu.

  10. 14# hann er uppá hóteli í bubbluplasti fyrir leikinn gegn scums um helgina.
    Annars er þetta flott lið, engin glíma á milli mertesacker og benteke og ég held að firmino og ibe eigi eftir að fara ílla með hann í kvöld spái 3-1 fyrir liverpool COME ON !

  11. Hendo, Can og Millner á miðjunni. Við ættum þá alla vega að geta unnið baráttuna á miðjunni. Nú reynir á Firmino að skila einhverju.
    Eigum við ekki bara að vera bjartsýnir segja 1-1, og besti leikur Lallana í fallega búningnum.

  12. Barnaskapur hjá Firmino að fara úr bolnum. Fékk gullt og setti niður.

  13. Sakho óklókur þarna, átti að fara niður með Giroud og dómarinn hefði stöðvað leikinn. Fáum mark á okkur úr engu.

  14. Grautlina belgíska vaffla .. ótrúlegt að hann skuli vera að fá nýjan samning

  15. Vá, þetta var líka gullfallegt, hvernig Milner hélt boltanum í leik við hliðarlínuna, hlaupið hjá Moreno o.s.frv. Fjörugt 🙂

  16. Úff. Þvílíkur munur að vera með svona duglega menn eins og Millner og Henderson á miðjunni. Án þess hefði þetta annað mark aldrei orðið.

  17. HVAR hefur þetta lið verið ? getiði svarað því ? er bara spilað eins og Barca á sterum þegar þeir mæta efstu liðunum ??

  18. Er Mignolet bara sofandi??? Hvað sér Klopp við þennan leikmann, getur einhver útskýrt það fyrir mér???

  19. Til hvers í fjandanum að velja 4 varnarmenn og markmann í þetta lið??? Alversta vörn í sögu klúbbsins!

  20. Getur þessi nýji samningur handa Mignolet plís verið við ræstingar en ekki fótbolta?

  21. Af öllum hundlélegum markvörðum heims, en Mignolet sá sem ég held mest með… svona til að vera jákvæður.

  22. Frábær skemmtun!

    En djöfull er maður orðinn ógeðslega pirraður á þessum skrípaleik í hornaspyrnum. Helvítis fokking fokk!

  23. Þetta er hundsvekkjandi. Ef að markmaður væri með snefil af heimsklassa í sér værum við 2-0 yfir, öll þessa harða vinna farin fyrir bí.

  24. Það er eins gott að Firmino setji fleiri…því þessi vörn og markmaður eru ekki að fara stoppa Arsenal að skora 2-3 til viðbótar

  25. Maður veit að vælið er orðið stíft þegar þetta kemur í miðjum leik:

    “Error 503
    Service Unavailable”

    Annars sparkaði Giroud í boltann svona meter frá Mignolet, breytti mikið um stefnu. Vörnin átti aldrei að hleypa boltanum á þennan stað.

  26. En afhverju er ekki maður á stönginni ? Og Mignolet vinnur enga bolta í fyrirgjofum og það er bara stórhætta í hvert sinn sem lið sem spilar á móti Liverpool fær horn

  27. Mér finnst liðið hafa miss smá sjálfstraust eftir að hafa fengið seinna jöfnunarmarkið á sig. Ég vona að Klopp fái inn nýjan markmannsþjálfara í sumar. Þessi Achtenberg virðist ekki hafa blásið miklu sjálfstrausti í neinn af þeim markmönnum sem hann hefur þjálfað.

  28. Emre Can búinn að vera frábær á miðjunni í þessum fyrri hálfleik.

  29. Mignolet ?? er hægt að kalla þetta markmann?? maður er með skituna upp á herðar. Á að hafa geta varið þessi tvö mörk. Nýjan í búrið núna !!!

  30. Flottur leikur. Margir hafa stigið fram og sýnt frábæra getu en vörnin er búinn að vera skelfilega brothætt. Bæði mörkin mjög ódýrt. T.d er óþolandi að það sé ekki farið í boltann sem Giroud skoraði úr eða það hafi verið einhver við stöngina.

    það er eins og það þurfi að fara og vinna meira í skipulögðum atriðum. Bæði að spila úr þeim og verjast þeim.

  31. Getur ekki Klopp farið í markið, getur ekki versnað!!!!!!!!!!!!!!!

  32. Vissulega er Mignolet ekki að gera neina stórkostlega hluti en það er ekki hægt að horfa framhjá lélegum varnarleik Sakho í báðum mörkunum.

  33. Það voru læti og fjör í þessu 🙂

    Liverpool byrjuðu af þvílíkum krafti og komust sangjart yfir og voru Arsenal menn ekki mættir til leiks en Arsenal skoraði á 14 mín í sinni fyrstu sókn í leiknum.
    Liverpool héldu áfram að stjórna leiknum og komust í 2-1 en því miður fengu Arsenal menn víti nei ég meina hornspyrnu(sem er eiginlega sama og víti gegn Liverpool) og þeir jafna og voru svo klaufar að komast ekki yfir.
    Eftir þetta var fínt tempó í leiknum og var jafnræði með liðunum þangað til í restina á hálfleiknum þegar liverpool liðið náði aftur tök á miðsvæðninu.

    Lallana, E.Can, Henderson og Firminho hafa verið stórkostlegir í þessum leik á meðan að mér finnst Mignolet eiga að gera betur í báðu mörkunum og varnarlína okkar hefur ekki litið vel út.

    Heilt yfir var liverpool betra fyrstu 45 mín en staðan er 2-2 og þetta er galopið en það er eitthvað sem segjir mér að Arsenal á auðveldara með að loka fyrir lekan sinn í vörninni en við.

  34. Það verður nú bara að taka Ibe út af, hann er engan veginn tilbúinn í þennan leik.

  35. Örugglega bara rugl í mér en mér finnst Lallana bara ekki góður í fótbolta?

  36. Kominn með svo mikinn viðbjóð á varnarskítnum hjá þessu liði. Saddur af þessu rugli

  37. Sendingarnar búnar að vera í ruglinu í seinni hálfleik. Þeir eru einfaldlega búnir að gera sjálfum sér allt of erfitt fyrir.

  38. #60 Svo sammála þér, hann gerir ekki nokkurn skapaðann hlut! 25 mills kostaði hann!

  39. Kolo Toure er bara 10 árum of gamall í svona leik. Og Sakho er lélegur.

  40. Svo eru menn eitthvað að rífast og vera fúlir yfir því að Steven Caulker hafi verið keyptur…

  41. Moreno er s.s. búinn að taka við hlutverkinu sem Coutinho hefur verið að standa vörð um síðustu leiki: Að skjóta boltanum upp í Kop – stúkuna og leyfa heppnum aðdáenda að taka boltann með sér heim.

  42. JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!JoeAllenISTHEMAN!

  43. Hef aldrei skilið afhverju Joe Allen er svona illa liðinn hjá mörgum af okkar stuðningsmönnum.. Gæði þegar réttu leikmennirnir spila með honum.

  44. 2 töpuð stig í boði skelfilegrar varnarvinnu Liverpool með Mignolet í broddi fylkingar…

  45. Fábært að ná jafntefli í þessum leik. Sýnir að við erum með virkilega gott lið og fyrst það á í fullu tréi við toppliðið, eigum við að getað unnið alla í þessari deild ef liðið kemst af stað. Liverpool var á köflum miklu betra liðið í þessum leik og eina sem virkilega aðskildi liðin var hvað varnaleikur Arsenal er miklu betri. Toure er fín varaskífa en eins og sást í þessum leik, saknar liðið Lovren eða Skrtel gríðarlega mikið.

    Klopp gerir greinilega gæfumuninn. T.d nær hann miklu oftar að koma til baka ef Liverpool lendir undir en Rodgers.

  46. fyrir þennan bjóst èg vi? ekki neinu.

    3-3 í frabaerum leik eg saetti mig vid tessi urslit
    vid erum ekki ad tapa tessu moti med jafntefli vid arsenal.

  47. fyrir þennan bjóst èg vi? ekki neinu.

    3-3 í frabaerum leik eg saetti mig vid tessi urslit
    vid erum ekki ad tapa tessu moti med jafntefli vid arsenal.

  48. fyrir þennan bjóst èg vi? ekki neinu.

    3-3 í frabaerum leik eg saetti mig vid tessi urslit
    vid erum ekki ad tapa tessu moti med jafntefli vid arsenal.

  49. Nr 18; kostar ekki neitt og þú nærð aragrúa áskriftastöðva frítt 🙂 Tékkaðirðu á þessu?

Kop.is Podcast #107

Liverpool 3 Arsenal 3