Kop.is Podcast #107

Hér er þáttur númer 107 af podcasti Kop.is!

Kristján Atli stýrði þættinum og með honum að þessu sinni voru þeir Maggi, SSteinn og Einar Matthías.

Í kvöld ræddu strákarnir opnun félagaskiptagluggans, bikargengið, deildargengið og hituðu upp fyrir stórleiki vikunnar gegn Arsenal og Manchester United.

MP3: Þáttur 107.

5 Comments

  1. Hver man ekki eftir sjónvarpsþættinum um árið!!! Er einhver með link á þann gullmola ?

  2. Takk fyrir gott og langþrátt podcast! Einnig vill ég þakka kærlega fyrir nýja þumalputtann í kommentunum – þetta er alvöru boxhanski!

    Það er magnað að horfa til þess að nú eru framundan tveir leikir, á innan við viku, sem gætu verið make or break í deildinni fyrir okkur. Nú reynir á hópinn og skipulagið og vitið þið hvað? Ég er bara hrikalega vongóður um að Klopp nái að stýra okkur í gegnum þetta og að við ekki bara vinnum þessa tvo leiki heldur einfaldlega rústum þeim.

    YNWA!

  3. Mjög athyglisvert. Lítur út fyrir (á all nokkrum miðlum) að við séum búnir að skrifa undir samning við Joel Matip og að hann komi á Bosman til okkar í sumar. Ef svo er….FRÁBÆRAR FRÉTTIR!

    Úrvals miðvörður með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur, fljótur og eitur góður. Nú er bara að bíða og vona að þetta verði staðfest sem fyrst inn á opinberu síðunni.

  4. Sællir hvar get ég náð í niðurhalið vantar það svo fyrir vinnuna myndi bjarga deginum 🙂 takk fyrir

Caulker til vors! (Staðfest)

Liðið gegn Arsenal