Caulker til vors! (Staðfest)

Nýir tímar hjá LFC.

CaulkerEins og þruma úr heiðskíru lofti í stað margra vikna slúðursagna náðum við okkur í dag í leikmann – sem verður reyndar aðeins í láni til vors.

Opinbera síðan var bara held ég svei mér næstum því fyrst að tilkynna um komu Steven Caulker á láni frá QPR. Ekki nóg með það þá hafa allir pappírar verið gerðir klárir svo hann er löglegur annað kvöld gegn Arsenal!!!

Caulker er 24ra ára miðvörður og er a.m.k. hugsaður sem skammtímalausn til vorsins. Hann er töluverð uppfærsla frá hafsentunum Maguire, Enrique og Lucas. Þessi ágæti drengur er bæði löglegur í FA bikarinn og Evrópudeildina.

Vel gert ef þið spyrjið mig…velkominn Steve Caulker!

46 Comments

  1. Steve fucking who?
    Ekki nothæfur hjá Southampton?
    Spilaði síðast og þá hvað settum við 6 mörk á þá…….

    Afsakið ef ég fagna ekki. Er Klopp bara að taka inn menn af sama kalibér og Rodgers.
    En ja það er erfitt að fá menn ´´i janúar og vonandi lukkast þetta……

    striker líka takk!!

  2. Betri en enginn, en það er u.þ.b. fjöldi ómeiddra miðvarða sem við eigum í dag, enginn.

    Ef minnið svíkur mig ekki, þá sitja tvö atriði eftir í hausnum á mér þegar ég hugsa um Caulker: hann vinnur nokkuð mörg skallaeinvígi, og tæklar mun minna en meðal miðvörðurinn. Miðað við hversu mikill tæklari Skrtel karlinn er, og hversu miklu það skilar, þá er ekkert víst að þetta klikki.
    Ágætis lán bara.

  3. Finnst þetta mjög fín lausn. Skil ekki afhverju sumir eru rosalega súrir útí þessa ákvörðun. Betra að fá fínan miðvörð á láni sem er hugsuð sem tímabundinn lausn heldur en að taka áhættu á að kaupa miðvörð sem á svo kannski ekki eftir að standa sig.

    Kaupa svo frekar rétta miðvörðinn næsta sumar!

  4. Var lang lélagsti maður vallarins þegar við mættum Southampton síðast…………….

  5. Ég er mjög fegin að við látum ekki plata okkur út í 20m Lovren kaup bara út af neyð okkar. Við erum að fara að fá miðverði okkar til baka og því engin þörf fyrir slík bjánakaup.

    Eins mikið og við þurfum að uppfæra vörnina (með því að kaupa betri mann en allir þeir sem fyrir eru) þá er sóknin mikilvægari. Þessi kaup eru bara hugsuð til að auka breiddina fram að sumri og ekkert annað.

    Caulker er vissulega ekkert sérstakur leikmaður. Hann er reyndar ágætur í loftinu sem er veikleiki okkar en að öðru leyti frekar takmarkaður. Klár uppfærsla á Enrique og Lucas og sennilega Toure eins og Maggi kemur inná. Á pari við Skrtel og Lovren líka (þetta er ekki hrós).

    Til að ná topp 4 þurfum við, auk þess að vinna næstu 2 leiki, að kaupa sóknarsinnaðan leikmann sem skilar bæði mörkum og stoðsendingum. Ef það gerist ekki þá getum við gleymt þessu 4. sæti. Caulker hefur engin áhrif á það.

    Eftir smá hugsun þá finnst mér þetta fín lausn ef við gerum betur í sumar og ég er einhvern neikvæðasti stuðningsmaður sem ég þekki.

  6. Mér líst vel á þetta. Ég skil ekki alveg hvað fólk hélt að við gætum gert með lánsdíl í janúar. Subotic var séns en Dortmund sagði nei og þá var farið í mjög rökréttan kost:

    – Hefur spilað með 5 liðum í Úrvalsdeild (Spurs, Swansea, Cardiff, QPR, So’ton)
    – Hefur leikið með enska landsliðinu
    – Er gjaldgengur í allar keppnir fram á vorið nema deildarbikar
    – Lánsdíll = lágmarksáhætta og fjárútlát

    Hann er betri en Jose Enrique eða Lucas Leiva í miðvörðinn og ef Sakho/Lovren/Skrtel ná heilsu mun hann ekki spila mikið hvort eð er. En sem 4. kostur á eftir þeim? Fínt bara. Og svo er náttúrulega alltaf sénsinn á að hann slái í gegn hjá okkur og við getum þá jafnvel keypt hann í sumar, í sterkri samningsstöðu fyrst QPR virðast ekki ætla að komast upp í Úrvalsdeild á ný.

    Flott mál. Okkur vantaði neyðarlán á leikmanni, eitthvað sem fokkaði ekki í langtímaplönum Klopp en leysti þennan meiðslahnút STRAX, og það tókst. Gátum vart gert betur við þessar kringumstæður.

    Vonandi kemur hann okkur á óvart.

  7. Persónulega þykir mér það ekki segja neitt að hann hafi verið á bekknum hjá Southampton, enda með ágætis miðverði og einhver slembilukku leikur hjá okkur þar sem við skorum 6 mörk skrifast ekki á hann einan.

    Ætla allavega að fara rólega af stað í neikvæðninni þangað til að hann hefur sýnt hvað hann getur í rauðu treyjunni.

  8. Hvað í fjandanum? Eigum við ekki að hætta þessu Southompton dæmi? Ef maðurinn kemst ekki í það lið og ekki í lið QPR þá verð ég að segja að hann ætti ekki að vera góður kostur fyrir Liverpool. punktur

  9. Við vitum alveg að janúarglugginn er oft vonlaus, en fyrr má nú aldeilis vera.

    Caulker. Caulker!

    Frá áramótum hafa okkar menn verið orðaðir við menn á borð við Subotic, Götze, Matip, Ranocchia og auðvitað Pato. Auðvitað bara slúður, en samt mun meira spennandi en leikmaður sem QPR lánaði frá sér til Southampton, og kemst samt ekki í þeirra lið.

    Jæja, þetta er svo sem ágætis lausn. Það er betra að hafa lélegan varnarmann en engan varnarmann. Caulker er ekki í þeim klassa sem við viljum að okkar menn séu í, en þetta er bara fram á vor.

    En næst þegar ég heyri Ayre eða einhvern annan tala um að Liverpool sé “big club” sem geti “attracht big players” og sé tilbúið að borga “big money” þá vona ég að menn hlægi bara að svoleiðis tali. Það er augljóslega ekki rétt. Augljóslega.

    Homer

  10. #11
    Þú talar um 4 menn sem þér líst vel á.

    Ranocchia hefur verið varamaður hjá Inter alla leiktíðina (jújú þeir eru besta varnarlið deildarinnar en lítið að marka ítölsku deildina þar sem þeir eru ekki hrifnir af sóknarleik)
    Götze – byrjunarliðsmaður í þýska landsliðinu og mun kosta 30-50 milljónir punda – Bayern losar bara fringe leikmenn í janúar.
    Pato – ef þetta væri 2011 Pató ættu menn að vera spenntir en leikmaður sem getur ekkert í brasilíu á ekki að vera spennandi kostur.
    Matip – þekki ekkert til hans.

    Er ekki betra að taka inn mann á láni sem þekkir deildina og er uppfærsla á þeim mönnum sem eru tiltækir hjá okkur heldur en að kaupa meðalmenn á algjöru yfirverði og eiga þá til peningana í sumar?

  11. hvad er tetta ? finn fyrir framan bogdan i markinu 😀

    annars er ekki gott ad kaupa til ad kaupa svo tetta er orugglega fin lausn ut timabilid.
    og fara svo betur yfir stoduna i sumar.

  12. Það er bara flott og gaman að sjá að einhver leikmannamál félagsins geti verið kláruð einn tveir og þrír.
    Annars að öðru, rakst á þetta á Liverpool echo:
    Club | Days between matches in December and January
    Arsenal | 4.1
    Chelsea | 4.1
    Liverpool | 2.9
    Man City | 3.3
    Man United | 4.1
    Tottenham | 3.6
    Þó svo að ég væli það ekki að hafa leiki með stuttu millibili þá hefur Klopp og liðið þurft að gjalda þess að svo sé. En þess má geta að öll þessi lið eru fyrir ofan okkur í deildinni( er þó ekki að nota þetta sem afsökun fyrir slakri stöðu okkar í deildinni, en það er margt sem telur í þessu.)
    kv. B

  13. Fín lausn á þessu blessaða neyðarástandi okkar. Væri til í lánsstræker líka og lánsmiðjumann líka og lánsmarkmann líka!

    Skil ekki að menn séu að fussa og sveia yfir þessu… Ef Klopp getur keypt toppmenn á góðu verði sem hann vill fá til sín þá mun hann alveg örugglega gera það, don´t worry gæs!

    Muna hvað hann sagði við okkur, byrjið að trúa og hættið að efast. Eða verða menn komnir á einhvern Kloppvagn (gæti ælt yfir þessum frasa) á næsta ári líka?

    YNWA!

  14. Ég er nú vanur að gefa mönnum séns á að standa sig, en þessi kaupstefna (já ókei, þetta er lán) er orðin svoleiðis úr sér gengin að það hálfa væri nóg. Svoleiðis angar af metnaðarleysi. Eru þessir þrír helstu miðverðir okkar það frábærir að ekki megi kaupa mann sem er betri en þeir? Og borga þá hressilega fyrir það? Og lappa upp á þetta skammtímavandamál í leiðinni?

    En auðvitað veit maður svosem ekkert hvað var búið að reyna.

    Ég veit svosem ekkert mikið um þennan leikmann nema hvað mig minnir að hann hafi einhvern tímann verið orðaður við okkur, en hann var seldur frá Spurs, hann er á láni frá QPR, hugsanlega þar sem launin hans eru of há til að basla í Championship deildinni, en kemst ekki í lið hjá Southampton. Það er alveg óvíst að hann sé eitthvað skárri kostur en Lucas og Kolo Toure.

  15. Það varð að gera eitthvað og klárlega betri en marga grunar. Aðeins 24 ára og á yfir 200 leiki að baki (flesta í EPL), gjaldgengur í allar keppnir sem Liverpool er í auk þess að hafa spilað nokkra landsleiki fyrir England og Stóra Bretland. Leyfi honum og teymi LFC að ljóta vafans.

  16. Frábært. Það var mjög nauðsinlegt að fá miðvörð í þessum glugga sem er oft mér erfiður og hver veit; kannski mun þessi gaur standa sig vel. Hann hefur allavega þokkalega reynslu af úrvalsdeildinni og það er algjörlega augljóst að leikmenn eins og Lovren hafa tekið stórstigum framförum undir stjórn Klopps, svo afhverju ekki þessi kauði þá líka ?

  17. ívar.

    Ég skil þig ekki. Hvar á að kaupa leikmenn í janúarglugganum sem eru betri heldur en Lovren, Sakho, eða Skrtel,nema það væri á svo uppsprengdu verði að klúbburinn réði ekki við það ?

    Getur þú vinsamlega bent mér á einn sem er á lausu ?

  18. Hann er ekki löglegur í seinni leikinn gegn Exeter ef ég skil reglur FA Cup rétt.

    En fínn díll, höfum áður verið orðaðir við hann. Hann hlýtur að vera betri en enginn og á ég von á því að þessi díll mun hjálpa okkur. Okkur vantar miðvörð og þarna gátum við fengið enskan miðvörð sem þarf ekki að aðlagast á láni.

    Að öðru, Liverpool fær eflaust 3,6 milljónir punda frá Swansea ef þeir selja Jonjo til Newcastle, það er fínn peningur í heildina fyrir hann sem við fáum.

  19. Þetta er ekki flókið Lovren, Sakho, Skrtel meiddir. Toure alltaf tæpur og fékk krampa í Stoke leiknum. Illori kannski ekki alveg tilbúinn að vera aðalmiðvörður liðsins svo að afhverju ekki að fá lánaðan 24 ára miðvörður með 200 leikja reynslu í ensku deildinni á meðan að menn eru að tjasla sér saman og hann má nota í evrópudeild og FA Cup.

    Ég er ekki aðdáandi leikmansins en hann var ekki keyptur til þess að verða næsti miðvörður liðsins heldur fengin að láni í 6.mánuði til þess að koma í veg fyrir að Lucas og Toure verði ekki einu valmöguleikarinr í miðverðinum.

  20. Klopparinn greinilega að fá ákveðna týpu þarna inn .. var hann sjálfur ekki þessi týpa sem gerði ekkert annað en að hreinsa og pikka upp ruslið, hann er með plan.. ég treysti Klopp !

  21. Skoraði mark í sínum fyrsta landsleik, og gekk í Staines Preparatory School og var í bekk með Ali G

  22. Sælir félagar

    Ég er algerlega sammála flestum hérna en ósammála sumum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  23. Hann er ekki löglegur gegn Exeter þar sem hann var ekki kominn til liðsins þegar fyrri leikurinn fór fram.

    Auðvitað hefðum við öll viljað sjá 20 milljón punda hafsent sem hefði stangað allt frá varnarlega og skorað mörk úr föstum leikatriðum.

    En við erum í dag með FIMM slíka á launaskrá í Toure, Skrtel, Lovren, Sakho og Ilori. Það þarf að losa a.m.k. tvo af þessum í vor og fá inn almennilegan mann. En á sama hátt finnst mér líka vanta fullt í aðrar leikstöður, það vantar öflugan miðjumann, fljúgandi kantmann og backup í bakvörðinn…eða báða.

    Svo það er að mínu viti miklu meira en rökrétt að fá inn mann á láni ef hægt er með reynslu af ensku deildinni. Það er enginn að reikna með honum sem lykilmanni í framtíð félagsins en miðað við stöðuna eins og Klopp lýsir henni að Lucas sé orðinn hafsent, Kolo sé möguleiki og Sakho langi mikið að vera með þá er ég óskaplega glaður.

    Á sunnudaginn mun ég arga úr mér röddina á Anfield, ég væri alveg til í af eigingjörnum ástæðum að sjá Caulker á móti Arsenal annað kvöld og Sakho fái hvíldina til að spila gegn United með Lucasi – Caulker þá á bekknum.

    Ef við komumst áfram í bikarnum þá fái Sakho/Lovren hvíld í öllum þeim leikjum…og mögulega í Evrópudeildinni líka. Það er FÁRÁNLEGT leikjaálag framundan með a.m.k. 11 leiki til febrúarloka (12 ef við vinnum Exeter) og það veitir ekkert af liðsstyrk.

    Annars er Klopp með þetta….

    http://www.liverpoolfc.com/news/first-team/202926-klopp-why-caulker-is-an-important-signing-for-lfc

  24. Spurning hvort Vidic sé ennþá nothæfur, það var víst verið að losa hann undan samningi hjá Inter.

  25. Brynjar: Ég vinn ekki sem scout hjá Liverpool og þarf ekkert að benda þér á einhvern sem er betri en þeir og er á lausu. Það eru allir falir fyrir rétt verð. Ég segi líka aftur: Við vitum svosem ekkert hvað búið var að reyna.

  26. Ég verð á Anfield á sunnudag og ætla að öskra úr mér lungunum, ég treysti algjörlega á Klöpp og það sem hann er að gera YNWA.

  27. Skil ekki alveg þetta með erfiðan gluggga í janúar veit ekki betur en margir af bestu leikmönnum Liverpool hafi enmitt komð í þessum glugga.
    Sturridge, Skrtle, Coutinho, Suarez eru allt leikmenn sem komu í janúar.

    Veit ekki mikið um þennan strák nema hann var alla vega einu sinni efnilegur þar sem hann komst meira að segja í Enska landsliðið sem er nú ágætisárangur miðað við að það er ein af fáum stöðum sem Englendingar hafa átt virkilega góða leikmenn í undanfarin ár.

    En þetta segir okkur líka alveg hvernig staðan er hjá Liverpool. Við erum bara orðinn þannig klúbbur sem er á svipuðu leveli og Tottenham jafnvel aðeins lakari ef eitthvað er. Viljum vera að leika okkur með stóru strákunum en höfum bara ekki fjármagn til þess og meðan svo er þá er Liverpool ekkert að fara að vinna þessa deild.

  28. Hann á nú ekki nema einn landsleik eins og fjölmargir Englendingar. Hefði viljað sjá okkur kaupa miðvörð sem hefði þá fengið tíma fram að vori til að aðlagast. Þannig að hann yrði klár næsta tímabil.

  29. Sælir Kop-kappar

    Óvænt tíðindi en fyrir mitt leyti er ég ansi áhugasamur um þessa lausn við okkar miðherjameiðslamálum. Sérstaklega þar sem um er að ræða lánsdíl til skamms tíma og væntanlega einhverri kaupklásúlu ef hann stendur sig vonum framar. Í versta falli er hann skítaredding til að fylla skarðið á vandræðatíma en í besta falli afar klók innkoma sem gæti orðið varanleg. Ansi mikið win/win í mínum huga miðað við stöðuna.

    Auðvitað er hægt að missa sig í minnimáttarkennd yfir að fá ekki stærri nöfn eins og Subotic, Hummels, Ranocchia, Caceres eða aðra sem hafa verið linkaðir. En neyð LFC var öllum augljós og hefur klárlega þýtt mun hærri verðmiða, umbaumsýslugjöld og launakröfur allra þeirra sem við hefðum áhuga á. Svo er ekkert víst hversu vel slíkir leikmenn ná að aðlagast PL á skömmum tíma. Staða Caulker fer vel saman við okkar þarfir og við fáum inn tiltölulega ungan Englending með góða PL-reynslu, hungraðan í að sanna sig og til í að stökkva á tækifærið til að koma til okkar.

    Caulker kemur til Southampton stuttu fyrir mót og var ætlað að fylla skarð Toby Alderwereild sem fór til Spurs. Byrjar ekki í fyrstu 2 leikjunum þegar Saints fá 5 mörk á en kemur inn á móti Watford í leik sem fer 0-0 og Caulker fær 8,0 í einkunn (WhoScored-statistík). En á lokadegi kaupgluggans kaupir Koeman samlanda sinn Virgil van Dijk og sá hefur spilað afar vel og haldið byrjunarliðssætinu næstum sleitulaust síðan. Sú staða og einnig 1-6 leikurinn gegn okkur í deildarbikarnum finnst mér ekki segja neitt um getu Caulker sem slíka enda afar takmarkað viðmið.

    Ég kýs frekar að skoða tölfræðina síðustu 4 tímabil og hún er alls ekkert svo slæm. Frá tímabilinu 2011/12 hefur Caulker spilað 128 tölfræðimælda leiki (WhoScored) og fengið í þeim einkunnina 7,02. Til samanburðar þá hefur Skrtel fengið 7,03 á sínum LFC-ferli, Sakho 7,00 hjá LFC & PSG og Lovren 7,00 hjá þremur liðum. Einnig mætti bera hann saman við annan ungan Englending sem Mourinho vildi borga skrilljónir fyrir, John Stones hjá Everton, en hann er með 6,96 í einkunn á sínum ferli í PL. Tölfræði segir alls ekki allt en gefur í það minnsta þá vísbendingu að Caulker sé litlu síðri en núverandi hafsentar okkar eða aðrir efnilegir enskir hafsentar.

    Hann er einnig á fínum aldri sem varnamaður og hefur þá mótivasjón að eiga séns á enska landsliðshópnum fyrir EM ef hann brillerar með okkur. Og hver er betri en Klopp í að kveikja eld í hjarta leikmanna! Hefur spilað 21 leik fyrir U-19 og U-21 árs lið Englands ásamt því að spila fyrir Great Britain á Ólympíuleikunum árið 2012. Ferill Caulker hefur staðnað síðasta árið en hann hefur verið óheppinn með val á félagsliðum með því að fara til fallistanna hjá Cardiff og QPR og svo bekkinn hjá Saints. Persónulega kom mér það mjög á óvart þegar Spurs seldu hann á sínum tíma en það var undarleg ákvörðun hjá AVB. Rodgers hefur oft verið linkaður við hann en aldrei orðið úr því. Kannski af því að hann er ekki með nógu hátt sendingarhlutfall til að henta possession football en Klopp er meira direct og minna að spá í prósentum með boltann og meira hvernig varnarmenn verjast.

    Allt í allt það tel ég þetta óvænta og áhugaverða lausn sem vonandi gengur það vel að hún leiðir til betri hluta hjá bæði Caulker, Klopp og LFC.

    YNWA

  30. Ég held að þetta sé ágætis lausn, sérstaklega ef horft er á peningahliðina. Klopp er að enn að meta hópinn sem hann hefur í höndum og þarf væntanlega að forgangsraða í sumar hvaða stöður hann vill styrkja því ekki verður peningur til að ráðast í mjög margar breytingar hugsa ég.

    Finnst það er ekki verið að kaupa spennandi leikmann sem klúbburinn hefur verið búinn að greina fram og til baka þá held ég að þetta sé ágæt skammtímalausn fremur en að henda 5 – 15m í einhvern mann sem mögulega skilar sama hlutverki.

    Ég held ég skilji samt alveg hvert Ívar er að fara með sínu commenti, þetta eru vissulega ekki þannig kaup að maður rís úr sæti sínu og fagnar.

    Persónulega hafði ég engar væntingar til jan gluggans og held bara að þessi viðskipti endurspegli það að lfc ætlaði sér aldrei að vera með einhverjar bombur núna.

  31. Ég skil ekki þessa sem efast ennþà og trúa à 20 milljón króna lausn. Hann er 24 með allt undir til að sanna sig …. kostar ekkert

  32. Sá þessa athugasemd á guardian um lán Caulker til Liverpool:

    “Caulker may be the new Herman Hreidarsson, who managed to get relegated from the PL with Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich, Charlton Athletic & Portsmouth. He’ll have his work cut out to make it a hat trick of relegations with Liverpool this season, though.”

    🙂

  33. Ágætt fyrir menn að geta öskrað sig hása annað kvöld um hvað Caulker er ömurlegur og hvað kaupstefna Liverpool er geld og hvað eigendurnir eru mikið útá túni og hvað Klopp er skelfilegur manager … æj þarna gekk ég of langt.

    Caulker þarf ekki að vera einhver snillingur. Ef hann er góður í hausnum og ræðst á bolta í teignum með höfuðið á undan sér … þá verður það mikil bæting.

    Semsagt, ef hann kann að verjast fyrirgjöfum og hornum þá er þetta glæsilegt move.

    Meira þurfum við ekki til vorsins. Næsta sumar verða klárlega markvissar Klopp breytingar.

    YNWA

  34. Ágætis lausn þótt hún leysi ekki öll heimsins vandamál. Okkur vantar miðverði NÚNA. Ekki í næstu viku, NÚNA.
    Að kaupa einhvern miðvörð núna með enga reynslu í PL er eins og að treysta Lotto fyrir peningamálunum.

  35. Takið vel eftir orðum mínum (eða ekki ef illa fer) , verður væntanlega besti díll janúarmánaðar fyrir okkur og ég held að hann muni reynast frábærlega, stór og sterkur strákur sem þarf að koma ferlinum á flug. Jú hann mun gera einhver mistök en það er nú ekki eins og við höfum ekki séð það áður . Lágmarksáhætta og Klopp ég trúi ennþá. Sigur á Arsenal innan seilingar en maður spyr sig.

  36. Við höfum séð það undanfarið að það skiptir síst minna máli að menn mæti vel brýndir til leiks en að þeir séu þekktir fyrir afrek í fortíðinni. Caulker hefur reynslu af deildinni og ef Klopp tekst að brýna hann, eykur hann breidd liðsins. Sem er góður kostur fram á vor.

  37. Halló halló…….. lánsdíll!

    Ungur strákur sem Klopp gerir að varnarjaxli …… the German way.

    Líst vel á þetta.

  38. @#12

    Ég talaði nú reyndar ekkert um að mér litist vel á þessa leikmenn, heldur aðeins að LFC hefði verið orðað við þá núna í byrjun nýs árs. Og eins og ég sagði, þá eru öll þessi nöfn stærri en Caulker.

    Þetta voru bara dæmi um leikmenn sem LFC hefur verið orðað við á nýju ári, og sett í sérkennilegt samhengi við að fá svo leikmann sem er á láni frá 1. deildar liðið hjá Southampton, og kemst ekki í liðið þar. Ég sem var að lesa að reynslan úr ensku deildinni teldi svo mikið … 🙂

    Fyrir mitt leyti er ég ekkert að missa mig í spenningi yfir þessum kaupum. Jú, hann er betri kostur en Enrique í miðvörðinn. Heldur einhver hérna að Enrique sé aftur kominn í aðalliðið, og ekki spilað síðasta leik nema vegna þess að hann var bókstaflega síðasti leikmaðurinn sem var til taks?!

    Annars þarft þú nú ekkert að lýsa fyrir mér ítölsku deildinni og leikmönnum þar. Ég bjó á Ítalíu um árabil og fylgist vel með þeirri deild. Þú heldur fram um það bil 300 ára gamalli mýtu um að Ítalir séu ekki hrifnir af sóknarleik, sem er auðvitað rakin vitleysa en það er önnur umræða sem ég ætla ekkert að fara út í hér.

    En gott og vel, Caulker er nýr leikmaður liðsins og ég vona svo sannarlega að hann muni stinga skítugum sokk upp í kjaftinn á mér. Það breytir samt ekki því að ef LFC ætlar að stíga skref upp á við í ensku deildinni, þá þarf töluvert mikið betri leikmenn en Caulker. Og það á vitaskuld við um marga aðra leikmenn LFC í dag.

    Homer

  39. Auðvitað er það ákveðinn slappleiki að draga Caulker inn. Líklega er ekki margt í boði og það sem væri bæting sjálfsagt á skelfilegu yfirverði. Menn hafa ekkert verið mjög fundvísir á ódýra gimsteina undanfarin misseri.

    Markaðurinn í sumar verður allt öðruvísi. Sumir detta inn á radarinn á lausum samningi. Margir vilja klára markmiðin áður en þeir hreyfa sig. Sumir verða fyrir vonbrigðum með lið sitt í vor og vilja skipta. EM er sölubás. Fátt af þessu gildir í vetrarglugganum.

    Spái því að það verði verulega rólegt í glugganum í janúar en heilmikil hreyfing næsta sumar.

    Við könnumst við það að taka næsta tímabil.

    YNWA

  40. Ég held að fáir stjórar á hæsta leveli hafi kreist eins mikið út úr ódýrum mannskap og þegar hann vann sinn fyrsta titil með Dortmund og Klopp. Þegar það gerðist að þá var Dortmundar liðið með fáránlega ódýrt lið sem þýskalandsmeistarar. Ég held í alvörunni að Klopp eigi ekki eftir að reyna lokka til sín dýrar stjörnur í framtíðinni, (þeas ef hann ef hann tollir í starfi vegna óraunhæfar kröfur veruleikrafirtra Liverpool aðdáenda). Ég vil giska á að hann muni frekar kaupa duglega leikmenn sem passa bæði í hans hugmyndafræði og kerfi. Þá skiptir engu máli hvort þeir leikmenn eru dýrir og góðir. Caulker gæti nefninlega smellpassað í þetta lið, og mér finnst koma hans eðlileg miðað við ástand leikmannahópsins.
    Vertu velkomin Caulker 🙂

  41. Held að við ættum nú bara að vera rólegir með Caulker. Hann er ekki ætlaður sem nr.1. Hann er ætlaður sem númer 4 eða 5. Á eftir allavega sahko,lovren og skrtel. Staðreyndin er sú að ef það væri ekki fyrir fáránlega mikil meiðsli í stöðunni þá væri liðið aldrei að spá í að styrkja þessa stöðu þar sem það eru nánast allar stöður á vellinum sem þurfa frekar styrkingu.

Arsenal á miðvikudaginn

Kop.is Podcast #107