Til ferðalanga kop.is ferðar

Hér er stutt tilkynning til þeirra sem eru að fara í ferðina í næstu viku.

Í gær sendum við dagskrá til þeirra ferðalanga sem eru að koma með okkur. Við sendum á þau netföng sem skrifuð eru fyrir bókunum svo að ef að einhver er hér sem ekki fékk póst getur sá hinn sami sent okkur póst á kopis2016@gmail.com og þá fengið dagskrána um hæl.

Stærsta ástæða póstsins í gær var að senda út tilhögun skoðunarferðarinnar á Anfield og svö pöbbkvisskvölds þar sem þrjár Liverpool hetjur munu koma og hitta hópinn. Í þessa viðburði þarf að skrá sig fyrirfram til að skipulagið gangi upp.

Svo endilega lítið yfir pósthólfið ykkar, sendið okkur til baka hvað þið hyggist með þessa viðburði…og svo munum við senda eitthvað frá okkur tengt ferðinni í næstu viku.

Þetta verður SVAKALEGT!!!

8 Comments

  1. Skemmdið ykkur og mér sýnist að einhverjir gætu meiri segja fengið að spila leikinn vegna meiðsla 🙂

  2. Sæll hvað ég hlakka til. Nú er bara vonandi að við fáum öskrandi brjálaða leikmenn inn á völlinn þannig að þetta verði alvöru leikur. Svo er auðvitað allt í kringum þetta bara gleði.

  3. Góða skemmtun og reynið nú að láta sjá og heyra í ykkur í stúkunni hingað til Norge!

  4. Sorry þráðrán en er þetta í alvörunni satt???

    Liverpool News ?@LFC_news_feed 1h1 hour ago
    NEW: Another hamstring! Jordon Ibe joins Liverpool’s injury list http://dlvr.it/DCYHl4 #LFC by @thisisanfield

  5. Vá hvað mig þyrstir í nýtt podcast á nýju ári! Annars góða ferð þið lukkufólk sem eruð á leið til Liverpool

Grujic skrifar undir (staðfest)

Exeter í FA Cup